Þjóðviljinn - 10.12.1985, Qupperneq 6
HAFSKIP
Hafa mennirnir efni á að
borga þessa skuld - í stað
þess að fagður verði á sér-
stakur Hafskipsskattur á
hverja fjölskyldu í landinu?
Þannig spyrja margir þessa
dagana og velta því fyrir sér
hvað þeir eiga stjórnar-
mennirnir í Hafskipi.
Flestir stjórnarmannanna eiga
í fjöimörgum fyrirtækjum því
þeir eru flestir meðal stærstu við-
skiptajöfra í landinu. í síðustu
stjórn Hafskips voru Bjarni
Magnússon, sem er þar á vegum
íslensku umboðssölunnar hf, sem
er einn stærsti skreiðarútflyjandi
í landinu. Bjarni er ólíkur flestum
þeim sem koma við sögu Haf-
skips, að því leyti að hann á rætur
í SÍS og Framsóknarflokknum.
Var framkvæmdastjóri útflutn-
ingsdeildar SÍS um skeið, for-
maður Félags ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík, og í fram-
kvæmdastjórn SÍS. Auk íslensku
umboðssölunnar hefur hann
Gert upp
viðRE
1. október
Reykvísk endurtrygging heitir
vaxandi og vel húsað vátrygg-
ingafélag I Reykjavík. Forstjóri
Hafskips, Björgúlfur Guðmunds-
son og stjórnarformaður Haf-
skips Ragnar Kjartansson eiga
18,5% í þessu vátryggingafélagi.
Þeir sitja líka ásamt Gísla Lárus-
syni forstjóra tryggingafélagsins í
3ja manna stjórn þess. Hafskip
hafði umtalsverð viðskipti við RE
eða sem nemur 18% af starfsemi
tryggingafélagsins. Munu skip
Hafskips hafa verið tryggð þar.
Gísli Lárusson forstjóri var
spurður um hvort það væri rétt,
sem haldið er fram, að Hafskip
hafí verið búið að gera upp aliar
iðgjaldagreiðslur við Reykvíska
endurtryggingu þann 1. október
sl.. Sagði hann það rétt vera,
enda hefði slíkt verið nauðsyn-
legt þar sem nýtt tryggingatíma-
bil hófst 1. október. Tryggingafé-
lagið yrði að fjármagna endur-
tryggingu erlendis og ef iðgjöld af
henni væru ekki greidd, félli
tryggingin niður. Því hefði sú
krafa verið gerð á Hafskip sl. tvö
ár að félagið greiddi iðgjalda-af-
borganir viku- eða mánaðarlega
og hefði verið staðið við það.
Ennfremur sagði Gísli að sá
háttur hefði verið hafður á að
þegar tjónauppgjör hefði farið
fram að iðgjöld væru skuld-
jöfnuð. Sagði Gísli að nú sem
stendur skuldar tryggingafélagið
Hafskip tjónagreiðslur á skipun-
um.
Reykvísk endurtrygging er til
húsa að Sóleyjargötu 1 í Reykja-
vík. Húsið er í eigu fyrirtækis sem
heitir Staðarstaður h.f. Eigendur
þess eru Björgólfur Guðmunds-
son, Ragnar Kjartansson, Gísli
Lárusson. Voru húsakaupin, sem
námu 9,5 miljónum króna fjár-
mögnum með bankalánum og
lání frá seljanda. Eru persónu-
legar eignir þremenninganna
veðsettar fyrir þeim skuldum.
Það var vegna tilmæla endur-
skoðenda RE að þessi háttur var
hafður á til að binda ekki sjóði
tryggingafélagsins í húsakaupun-
um. -4S.dór
gegnt stjórnarformennsku í fyrir-
tækjum einsog: Netasalan hf.
Höfn hf á Selfossi, Langeyri hf í
Hafnarfirði, Loðskinna hf, Búr-
felli hf á Rifi.
Finnbogi Kjeld á Víkur hf
skipaútgerð og kemur við sögu
fleiri fyrirtækja.
Guðlaugur Bergmann forstjóri
í Karnabæ er sagður eiga í mörg-
um fleiri fyrirtækjum. Gunnar
Þór Ólafsson (Fiskiðjan hf) og
Ólafur B Ólafsson (Keflavík hf)
eru báðir í stjórn Hafskips. Þeir
eru einnig báðir í stjórn Fiskiðj-
unnar, Miðness og Keflavíkur hf.
Hilmar Fenger er eigandi og
framkvæmdastjóri Nathans og
Olsen. Jón Helgi Guðmundsson
forstjóri og stjórnarformaður
BYKO, Byggingavöruverslunar
Kópavogs er einnig í stjórn, sem
og Jón Snorrason í Húsasmiðj-
unni.
Þá er fulltrúi í stjórn Hafskips
Jónatan Einarsson frá Einari
Guðfinnssyni hf í Bolungarvík, í
stjórn Skeljungs, í stjórn Versl-
unarráðsins í um tíu ára skeið, í
stjórnum eftirtalinna fyrirtækja í
Bolungavík: Baldurs hf, íshúsfé-
lags Bolungarvíkur hf og Völu-
steins hf.
Páll G. Jónsson kenndur við
Polaris er sagður vera ríkasti
maður landsins. Hann á laxveiði-
ár og fyrirtæki einsog gosdryk-
kjaverksmiðjuna Sanitas (pepsí
og fleiri drykkir) og Sana á Akur-
eyri og fleiri eignir stórar.
Aðal keppinautur hans í gos-
drykkjastríðinu Pétur Björnsson
Vífilfell hf (kóka kóla) er einnig í
stjórn Hafskips. Hann er einnig í
stjórn Stofnunar Jóns Þorláks-
sonar sem ekki er víst að gefi af
sér mikinn eða skjótfenginn arð.
(Það er stofnunin sem Hannes
Hólmsteinn stjórnar).
Víðir Finnbogason í Teppa-
landi hf er stjórnarmaður í síð-
ustu stjórn skipafélagsins. Þar er
líka Sveinn R. Eyjólfsson fyrir
hönd Hilmis hf og Dagblaðsins/
Vísis.
Langflestir þessara manna eru
kunnir flokksmenn úr Sjálfstæð-
isflokknum, margir þeirra úr
röðum Hulduhersins. í millitíð-
inni var starfandi íslenska
skipafélagið sem stjórnað var af
Sveini R. Eyjólfssyni, Páli í Pólar-
is Jónssyni Olafi B. Olafssyni áð-
urnefndum, - og Herði Ein-
arssyni framkvæmdastjóra
Frjálsrar Fjölmiðlunar hf og Jóni
G. Zöega. Jón G. Zöega hefur
ekki komið áður við sögu í frétt-
askýringum í Þjóðviljanum um
þetta mál. Hann var lögfræðingur
Hafskips,- en hafði áður verið
starfsmaður Sjálfstæðisflokksins,
varaformaður Heimdallar.
Finnbogi Kjeld
Páll G. Jónsson
Guðlaugur Bergmann
Ragnar Kjartansson stjórnar-
formaður Hafskips og Björgúlfur
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri Hafskips eru sagðir eiga
miklar eignir bæði hérlendis og
erlendis.
Víst er að þeir eru báðir í stjórn
Reykvískrar endurtryggingar en
eiga þar 18% hlut hvor. Þá er
Björgúlfur í stjórn Bláskóga hf en
þar er Ragnar einnig sagður eiga
Ragnar Kjartansson
Sveinn R. Eyjólfsson
Hilmar Fenger
Bjami V. Magnússon
Jónatan Einarsson
Ólafur B. Ólafsson
hluti. Þeir eru einnig sagðir eiga í
íslenska námafélaginu, sem og í
Almennum tryggingum hf.
í stjórn Almennra Trygginga
er m.a. Davíð Scheving Thor-
steinsson fyrrum stjórnarmaður í
Hafskip. Davíð er auk þess að
vera miðstjórnarmaður í Sjálf-
stæðisflokknum í framkvæmda-
stjórn VSÍ, framkvæmdastjóri
Smjörlíkisgerðarinnar Ljóma hf,
Smjörlíkis hf,og Sólar hf. Hann er
eða hefur verið í stjórn Hydrol hf,
Lyftis hf, Glits hf auk áðurnefnd-
ra fyrirtækja.
Það mætti sjálfsagt lengi bæta
við þennan lista, - en væru hlut-
hafar ábyrgir, þá væri sjálfsagt
komið langleiðina uppí skuldir
Hafskips með þessari upptaln-
ingu.
-óg
Ósannindi á Alþingi
Matthías Á. Mathiesen þáver-
andi viðskiptaráðhcrra
sagði í ræðu á Alþingi 18. júní sl.
að full veð væru fyrir hendi hjá
Hafskip h.f. vegna skulda þess við
Utvegsbankann. Hann sagði enn-
fremur að eftir því sem hann vissi
best hefði bankaeftirlitið enga at-
hugasemd gert í þessu tilviki.
Matthías Bjarnason sagði í um-
ræðum um Hafskipsmálið 14.
nóvember sl. að þann 3. júní
hefði legið fyrir að Hafskip h.f.
átti ekki veð fyrir skuldum. Orð-
rétt sagði Matthías Bjarnason:
„f júnímánuði á þessu ári fékk
Seðlabankinn skv. beiðni upplýs-
ingar um stöðu Hafskips
gagnvart Útvegsbankanum, sem
dagsett er 3. júní, en þar kom
fram að nokkuð vantaði til þess
að tryggingar bankans nægðu
fyrir heildarskuldbindingum
Hafskips gagnvart bankanum að
meðtöldum víxlum vegna annara
ábyrgða...“.
Þegar Matthías Á. Mathiesen
bankamálaráðherra þáverandi
sagði 18. júní á þingi að full veð
væru fyrir skuldum Hafskips vitn-
aði hann í opinbera yfirlýsingu
bankastjóra Útvegsbankans. Sú
spurning vaknar hvort Matthías
sagði vísvitandi ósatt, eða fylgdist
hann ekki betur með en það að
hálfum mánuði eftir að bankaeft-
irlitið sendir honum og Seðla-
bankanum skýrslu um málið, hafi
hann ekki lesið skýrsluna. Þó
vissi Matthías vel að bankaeftir-
litið hafði árum saman gert at-
hugasemdir við þetta umrædda
Hafskipsmál án þess að því væri
svarað í nokkru utan árið 1979. f
ljósi tengsla toppmanna í Sjálf-
stæðisflokknum við Hafskips-
málið, þarf að fá skýringar á um-
mælum þessara tveggja við-
skiptaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins með 5 mánaða millibili um
þetta sama mál.
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra sagði líka ósatt í umræð-
unum á Alþingi 14. nóvember sl.
Þá sagði hann að allan þann tíma
sem hann var stjórnarformaður
Hafskips hafi vikulega verið
fylgst með öllum peningamálum
Hafskips af lögfræðingi Útvegs-
bankans og að hann vissi ekki
betur en að það væri gert enn.
Halldór Guðbjarnason banka-
stjóri Útvegsbankans sagði í
sjónvarpsumræðum um Haf-
skipsmálið sl. föstudag að þetta
væri ósatt. Það hefði ekkert slíkt
eftirlit átt sér stað.
-S.dór
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. desember 1985