Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 4
LEIÐARI Brenglaðar áætlanir Þaö er í meira iagi umhugsunarvert, aö þegar núverandi ríkisstjórn tók viö þá lagði Sjálfstæö- isflokkurinn höfuöáherslu á aö breyta efnahags- og peningakerfinu þann veg að verö- bólga yröi úr sögunni og aö áætlanir opinberra aöilja, sveitarfélaga og stofnana ættu aö stand- ast. í Ijósi þessara „stööugleikakenninga" Sjálf- stæöisflokksins er fróölegt aö líta á hvernig þeim sjálfum, til dæmis fjármálaráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík hefur tekist aö standa viö áætlanir sem flokkur þeirra hefur gert hjá ríki og borg. Á árinu sem er aö líða áttu samkvæmt láns- fjárlögum aö verða tekin erlend lán aö upphæö 7.2 miljörðum. Nú er hins vegar álitið aö erlend lán nemi þess í staö 11.5 miljörðum króna. Þau hafa farið 60% fram úr áætlun. Svavar Gests- son formaöur Alþýöubandalagsins sýndi Þor- steini Pálssyni formanni Sjálfstæðisfiokksins og fjármálaráöherra fram á þetta viö umræö- urnar á alþingi um lánsfjárlög í fyrrakvöld. Ekki er nú orðheldnin, samkvæmnin og stöðugleikinn meiri ífjármálastjórn Reykjavíkur- borgar. Sigurjón Pétursson hefur sýnt fram á aö nákvæmlega sama sukkiö og óráðsían sé uppi hjá Davíð Oddssyni. Hjá Reykjavíkurborg voru áætlaðar lántökur 20.5 miljónir 1985 en í raun stefnir í lántökur fyrir 259 miljónir króna. Auðvit- aö eru inní slíkum hækkunum „skiljanlegir" liöir, en þaö breytir engu um þaö aö áætlanirnar eru langt, langt frá því aö standast. Þaö er ekki síður forvitnilegt aö skoöa sér- staklega þá liöi í áætlunum Sjálfstæöisflokksins sem falla undir grundvallarmál flokksins sjálfs. Þannig er til aö mynda um liðinn „opinberir aöilar" á lánsfjáráætlun, sem Sjálfstæðisflokk- urinn segist innáviö og útáviö ævinlega vilja skera sem mest niður. Hins vegar þrútnar og bólgnar bálkniö aldrei meira út en einmitt undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Svavar Gestsson benti á í umræðunum á alþingi, aö á þessu ári heföi liðurinn „opinberir aöilar" hækkað frá áætlun um 4.3 miljarði króna í 7.2 miljarða króna eöa um 67%. Og sömu sögu má lesa útúr fjárlagafrumvarpinu sjálfu einsog Geir Gunn- arsson hefur sýnt fram á. Hjá Reykjavíkurborg er þessu nákvæmlega eins fariö. Meö ofboöslegri auglýsingamennsku og hamagangi þóttist núverandi borgarstjóri vera aö skera niður bákniö í borginni, meö „hag- ræöingaátaki" á borgarstjórnarskrifstofum. Nokkrum mönnum var skákaö til í kerfinu. Og Sigurjón Pétursson hefur sýnt hvaö þetta þýðir í raun. Á árinu 1982 var áætlaður kostnaöur við borgarstjórnarskrifstofurnar 94.5 miljónir fram- reiknað meö byggingavísitölu til verölags í dag. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem Davíð Oddsson hefur lagt fram, hækkar þessi kostn- aður hins vegar uppí 109.9 miljónir króna. Meö sams konar brölti var Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur lögö niöur í fyrra. Þaö hét m.a. „sparnaðarátak'1. Áætlaöur kostnaöur viö hana, segir Sigurjón, var á árinu 1982 4.1 miljón króna, - en kostnaður við Skólaskrifstofu Reykjavíkur, sem Davíö setti á laggirnar í staö- inn fyrir Fræðsluskrifstofuna, veröur sam- kvæmt áætlun hans 11.7 miljónir króna. Þannig er þaö eins hjá Þorsteini og Davíð, - engar áætlanir þeirra standast. Og allar áætlan- ir fyrir næsta ár eru sömuleiðis hjómiö eitt. Þaö er ekkert aö marka þær, - þeir trúa ekki einu sinni sjálfir á þessar áætlanir og spár. El-Salvador söfhunin Nú um jólin fer fram söfnun fyrir fólk í El Salvador. Það fé sem safnast fer til reksturs sjúkrastöövar í Santa Barbara, þar sem er mikil þörf á hjúkrun og heilsugæslu fyrir óbreytta borgara. Þjóöviljinn hvetur (slendinga til aö sýna meðbræðrum okkar hug í verki og styöja þannig viö bakiö á fólki sem býr viö stöðugar ógnir í Suður-Ameríku. - óg. Ó-ÁUT Og örninn litur ekki oní hið dimma haf og horfir í himinljómann Hafskipið sökkur í kaf. (Jónas Hallgrimsson). DJÚÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Berqman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Siaríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiöslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.