Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 6
Jón Torfason Sjúkrastöð í Salvador í E1 Salvador er um þessar mundir nokkurs konar þrátefli með sveitum skæruliða og hinum svokallaða stjórnarher. Hvor aðilinn ræður yfir um þriðjungi landsins en einn þriðjungurinn er ótryggt landsvæði þar sem báðir hafa ítök. Skæruliðarnir hafa ekki enn bolmagn til að sigrast á stjórnarhernum og stjórninni hefur ekki tekist að vinna á skæruliðunum þrátt fyrir ómæld- an fjárstuðning og vopnaaustur frá stjórn Reagans. Þar sem stjórnarhernum hefur orðið lítt ágengt á landi hefur ver- ið brugðið á nýtt ráð, að gera stórfelldar loftárásir á sveitahér- uðin sem eru höfuðvígi skæru- liða. Þannig er dregið úr mann- falli stjórnarliða en að vísu tekst ekki að fella marga vopnfæra skæruliða. Svonefndir hernaðar- lega mikilvægir staðir, sem stund- um er talað um, fyrirfinnast í rauninni ekki í sveitahéruðunum. Ætlunin með loftárásunum er heldur ekki að fella skæruliða því sprengjunum er varpað á allt kvikt og að vanda verða þeir sem minnsta hafa líkamsburðina harðast úti í þessum árásum, börn og gamalmenni. Tilgangur- inn er sá að gera íbúunum óbæri- legt að búa heima hjá sér. Nú er um ein milljón manna á flótta í landinu en íbúarnir eru alls um fimm milljónir. Það samsvarar því að um 40.000 til 50.000 ís- lendingar væru flóttamenn. Stiórn Duartes forseta biðlar nú til Bandaríkjastjórnar um enn fleiri flugvélar og enn fleiri sprengjur, í jólagjöf. Heilbrigðismál hafa aldrei ver- ið í sérlega góðu lagi hjá alþýðu manna í E1 Salvador þótt yfir- stéttin hafi aldrei þurft að bera neinn kvíðboga vegna þeirra mála. Ástandið hefur þó versnað síðustu ár. T.d. lokaði stjórnin læknaskóla landsins árið 1980 og hafa læknar ekki fengið formlega menntun þar síðan. Nú er um El Salvadornefndin á íslandi safnar nú fé fyrir sjúkrastöð í landinu og er ekki að efa að þarlendir hafa fulla þörf fyrir að við skenkjum þeim af okkur efnum. Ljósm. Sig. einn læknir á hverja 25.000 fbúa í sveitahéruðunum og væru um 10 læknar hér á landi ef sama hlutfall réði. Meðalaldur sveitafólks er um 45 ár og 18 af hverjum hundr- að fæddum börnum ná ekki eins árs aldri. í þeim héruðum sem skærulið- arnir ráða hefur verið kappkost- að að sinna heilsugæslu þótt óhægt sé um vik. Mik'ið er byggt á hefðum alþýðulækna og um helmingur lyfja er framleiddur úr jurtum og grösum. Komið hefur verið upp litlum heilsugæslu- stöðvum þar sem fólki í nágrenn- Islensk og ensk ~ KNATTSPYRNA Víðir Stgur&ason ISLENSK KNATTSPYRNA 1985 Dttgbók knattspymunnar t máii og myndom íslensk knattspyrna er komin út, ítarlegri en nokkru sinni fyrr. í bókinni er að finna nákvæmar töflur um leiki, leikjafjölda og markaskor einstakra leikmanna auk 300 mynda. íslensk knattspyrna ’85 er besta heimildarit um íslenska knattspyrnu sem völ er á. . . Verð kr. 1.488.- Þetta er 5. árbókin Saga Westham er komin út. Bókin fjallar í máli og myndum um Westham, sögu þess og sigra. Westham er eins og kunnugt er eitt frægasta knattspyrnulið Bretlands og í dag eitt af toppliðunum. Verð kr. 975.- inu er sinnt og veitt fræðsla um hreinlæti og varnir gegn sjúk- dómum. Santa Barbara er lítil borg skammt frá höfuðborginni. Þar er á vegum skæruliða rekið sjúkraskýli. Hefur það unnið hér- aðsbúum ómetanlegt gagn þótt lítið sé. Rekstrarkostnaðurinn er ekki mikill miðað við hvað tíð- kast hérlendis, um ein og hálf milljón króna á ári. Fer mestur hlutinn í að kaupa lyf og ýmiss konar sjúkragögn. Þótt ekki sé þetta nú meira fé er héraðsmönnum um megn að standa undir kostnaðinum. Hef- ur verið leitað til líknarfélaga er- lendis og samtaka sem styðja frelsisbaráttuna í E1 Salvador um að safna peningum til að reka þessa stöð og aðrar af svipuðu tagi. E1 Salvadornefndin á Islandi stendur nú að söfnun til að styðja rekstur þessarar heilsugæslu- stöðvar í Santa Barbara. Er stefnt að því að safna 400.000 krónum og mundi það duga til að reka stöðina í þrjá mánuði. Mörg samtök og félög styðja þessa söfnun með E1 Salvadornefnd- inni einsogt.d. ASÍ ogBSRB. Er nú verið að koma fyrir söfnunar- baukum og ætti fólk að hafa þá í huga í kauptíðinni. Má þá hafa það hugfast að tiltölulega litlar fjárhæðir geta orðið til að lina þjáningar margra og að lyf og hjúkrunargögn eru þarflegri jóla- varningur en drápstól og sprengj- ur. [=1 ÓKHL.AÐAN*'. w ÞCBUF Tímarit Þjóðlíf komið út Svavar Gestsson ínýju tímaritifélagshyggjufólks: Ég vilsjástjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks ogetv. Kvennalistans Ég vildi sjá hér ríkisstjórn okkar og Alþýðuflokksins. Ef til vill með þátttöku Kvennalistans, við eigum mikið sameiginlegt með þeim...En samstarf við markaðs- öflin, þessi ómanneskjulegu markaðs- og peningaöfl sem ráða Sjálfstæðisflokknum núna, kem- ur ekki til greina af hálfu Alþýðu- bandalagsins. Þessi orð Svavars Gestssonar er að finna í viðtali sem birtist í fyrsta tölublaði tímaritsins Þjóð- líf sem kemur í verslanir nú um helgina. Þar er rætt við Svavar að afloknum landsfundi Alþýðu- bandalagsins um stöðu flokksins og ýmsar spurningar reifaðar sem vöknuðu á þeim fundi. Fyrirsögn viðtalsins er „Við erum að byrja nýtt líf“. Þjóðlíf er tímarit félagshyggju- fólks og þar er að finna ýmsar greinar um helstu mál sem brenna á fólki þessi misserin. Þar er greint frá sérstæðri aðferð ís- ' lendinga við útreikning verðbóta en hún er allt öðruvísi en alþjóð- areglur um viðskipti segja til um og þeir eru til sem halda því fram að þessi aðferð hafi kostað ríkið og einstaklinga, ekki síst hús- byggjendur, stórfé á undan- gengnum verðbólguárum. í rit- inu er ítarleg grein um Stjörnu- stríð Reagans, rituð af Hans Guðmyndssyni eðlisfræðingi sem kemst að þeirri niðurstöðu að á- ætlun Reagans sé óframkvæman- legur draumur. Einnig er fjallað um öryggismál sjómanna, hella- myndir Kjarvals, horfur í út- varpsmálum og ýmislegt fleira. Ritstjóri Þjóðlífs er Jón Guðni Kristjánsson en þetta fyrsta tölu- blað er 84 bls. —m 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.