Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 7
Hœkkanir Fjárlagadœmið 229 tillögur til breytinga Pingmenn AB leggja áherslu áfélagsmál, menningarmál og þróunaraðstoð. Tillaga um stóreignaskatt á nœsta ári, og 700 miljón króna niðurskurð íflugstöðvarbyggingunni Hátt á þriðja hundrað breytingatillögur liggja fyrir við fjárlagafrumvarp Þorsteins Páls- sonar og er búist við að atkvæða- greiðsla, sem hefst klukkan 10 fyrir hádegi í dag taki marga klukkutima. Þingmenn Alþýðubandalags- ins flytja um 30 breytingatillögur við frumvarpið. Þeirra á meðal er tillaga frá Ragnari Arnalds, Skúla Alexanderssyni, Steingrími J. Sigfússyni, Guð- rúnu Helgadóttur og Helga Selj- an um að tekinn verði upp stór- eignaskattur á næsta ári upp á 300 miljónir króna og að flugstöðin verði skorin um 700 miljónir. Sömu þingmenn gera tillögur um 30 miljón króna hækkun til grunnskólabygginga, 40 miljón króna hækkun til dagvistarbygg- inga, 425 miljón króna hækkun til Lánasjóðs ísl. námsmanna, 30 miljón króna framlag í Þjóðar- bókhlöðu í stað 0, 16 miljón króna hækkun í Kvikmyndasjóð, og 18 miljón króna hækkun tii listastyrkja. Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson og Ragnar Arn- alds flytja tillögu um 5 miljón króna framlag til undirbúnings háskólakennslu á Akureyri, 24ra miljón króna hækkun á framlagi til Þróunarsamvinnustofnunar Islands, og 10 miljón króna hækkun til Matvæla- og neyðar- aðstoðar. Þá flytur Svavar Gestsson til- lögu um tvöföldun á framlagi til Rannsóknasjóðs úr 50 í 100 milj- ónir og um 2ja miljón króna hækkun til Blindrabókasafns. Helgi Seljan flytur tillögu um 1 miljón í heimavist framhalds- skólans í Neskaupstað og þeir Helgi, Skúli Alexandersson og Steingrímur J. Sigfússon flytja til- lögur um hækkun á jöfnun náms- kostnaðar og til leiklistarstarf- semi utan atvinnuleikhúsa. Auk þessa flytja þingmenn flokksins ýmsar tillögur með þingmönnum annarra flokka. Þannig stendur Guðrún Helga- dóttir að tillögu um 45 miljón króna hækkun á framlagi til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og Guðrún og Guðmundur J. Guð- mundsson að tillögum um stór- aukin framlög til sambýla og verndaðra vinnustaða fyrir fatl- aða og öryrkja. Þá stendur Guð- rún að tillögu um 1 miljón til kvennarannsókna ásamt 5 kon- um öðrum og Helgi Seljan að til- lögu um 300 þúsund króna fram- lag til tölvumiðstöðvar fatlaðra. Loks má geta tillagna frá þing- mönnum allra flokka um hækkun á blaðastyrk alþingis og um niðurfellingu á aðflutningsgjöld- um af tækjum til útvarps- rekstrar. -ÁI Fjárlög 16 miljónir króna í ónæmistæringu Frumvarp Ragnhildar saltað yfir hátíðirnar Við þriðju umræðu um fjárlög í gær kom fram tillaga frá meirihluta fjárveitinga- nefndar um 15,9 miljón króna framlag til rannsókna á ónæmistæringu. Búast má við að þessi tillaga eins og aðrar tillögur meiri- hlutans verði samþykkt í dag og verður fénu varið til rekstr- ar og fjárfestinga við aðstöðu og tækjabúnað. Frumvarp Ragnhildar Helgadóttur um að flokka ónæmistæringu með kynsjúk- dómum hefur nú verið saltað fram yfir hátíðir vegna ein- dreginnar andstöðu þing- manna stjórnarandstöðu, sem byggir m.a. á aðvörunum lækna og samtaka homma og lesbía. -ÁI Sverrir Hermannsson Úr glerhúsi / Réðistað starfsmönnum LINfyrir ranga útreikninga og töliir Þorsteins Pálssonar Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, réðist harkalega að starfsmönnuin Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ræðu á alþingi í fyrrakvöld. Sagði Sverrir að klögumálum vegna starfsemi sjóðsins rigndi yfir sig, þar ríkti bæði óráðsía og lausung Ríkisstjórnin Húsnæðisskattinum stolið í ríkíssjóð Geir Gunnarsson: Niðurskurður áframlögum til húsnœðismála hœrri en skatturinn sem ákveðinn var til að tryggja viðbótarfjármagn í vor Geir Gunnarsson gagn- rýndi harðlega í gær að sér- stök fjáröflun sem átti að tryggja viðbótarfjármagn í húsnæðislánakerfið og sam- þykkt var með stuðningi allra þingflokka sl. vor hefur nú verið gerð að almennum skatti sem rennur í ríkissjóð. Geir benti á að framlag ríkisins í húsnæðislánakerfið á næsta ári hefði verið dregið saman um 222 miljónir króna að raungildi, en áætlaðar skatttekjur vegna húsnæðis- málanna sérstaklega munu skila 213 miljónum á næsta ári! „Þannig hefur þetta við- bótarfjármagn verið hirt í al- mennan rekstur ríkissjóðs í basli stjórnarinnar við að tjasla saman fjárlögum“, sagði Geir. og ýmislegt krefðist þar gagngerðra endurbóta. Ráðherrann nefndi sem dæmi að áætlanir sjóðsins fyrir útlán á næsta ári hefðu ekki borist sér fyrir tilsettan tíma og ekki væri hægt að taka mark á tölunni 1657 miljónir í fjárþörf LÍN á næsta ári. Fjárveiting til sjóðsins nemur sem kunnugt er aðeins 1265 milj- ónum. Svavar Gestsson vísaði þessari gagnrýni Sverris til föðurhúsa. Talan 1657 miljónir væri frá ráðu- neyti Þorsteins Pálssonar komin en ekki LÍN eins og bréf fjárlaga- og hagsýslustofnunar sýndi. Það stoðar því lítt fyrir ráðherrann að veitast að starfsmönnum sjóðsins af þessu tilefni og sæmir ekki að velta eigin sök yfir á aðra menn, sagði Svavar. Þá rifjaði Svavar upp að það var Sverrir Hermannsson þáver- andi iðnaðarráðherra sem gerði skattsamninginn við Alusuisse í sumar og byggði hann á kolröng- um útreikningum eins og upplýst var á alþingi. Þá kom í ljós að reiknivélin hafði bilað á hnjánum á starfsmönnum Seðlabankans, sagði Svavar, og svo ætlar ráðher- rann að fara að kenna öðrum mannasiði og reikningslist! -ÁI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Póstur og sími 17% 3/4 renna beint í ríkissjóð! Gjaldskrár Pósts og síma munu hækka 1. febrúar n.k. um 16- 17%. Pálmi Jónsson formaður fjárveitinganefndar skýrði frá þessu á alþingi í gær og sagði jafn- framt að 188 miljónir eða um 13% af þessari hækkun rynnu beint í ríkissjóð sem „arð- greiðslur". Geir Gunnarsson gagnrýndi þessi áform harðlega og benti á að með þessu móti væri verið að gera afnotagjöld Pósts og síma að almennum skattstofni ríkissjóðs. Það sem renna á í ríkissjóð jafngildir öllum ársfjórðungs- gjöldum af heimilis- og versl- unarsímum. Af fyrirhugaðri hækkun 1. febrúar n.k. fara % beint í ríkissjóð eða 13% af 16- 17% verðhækkuninni! Ofaná það bætist svo 25% söluskattur sem fer líka í ríkissjóð. Póstur og sími hækkaði síðast gjaldskrá sína 1. ágúst 1983 og hún var svo lækkuð um 7% 1. júlí s.l. Fjárfestingar fyrirtækisins á næsta ári verða ríflega 470 milj- ónir króna. _^j Rafmagn 14-17% Ákveðið hefur verið að hækka gjaldskrár Rafmagnsveitna ríkis- ins um 14% frá og með 1. janúar n.k. og taxta rafhitunar um 17,6% Pálmi Jónsson formaður fjár- veitinganefndar skýrði frá þessu á alþingi í gær og sagði að 9% hækkun til viðbótar á árinu 1986 væri nauðsynleg til að jöfnuður næðist í rekstri Rarik. Fram- kvæmdir Rarik á næsta ári verða uppá 175 miljónir króna. Ný lán uppá 90 miljónir verða tekin og 177 miljónir fara í afborganir annarra lána. _áj RUV 15% Formaður fjárveitinganefndar sagði hœkkunina ekki verða nema 6-8% I fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var frá því skýrt að af- notagjöld útvarps og sjónvarps myndu hækka um 15% um kom- andi áramót. Þetta er tvöföld sú hækkun scm formaður fjárveit- inganefndar, Pálmi Jónsson, skýrði þingheimi frá í gær að fyrirhuguð væri. Pálmi sagði í ræðu sinni að fjár- festingar RÚV á næsta ári gætu orðið um 79 miljónir króna og væri það byggt á 6-8% gjaldskrár- hækkun um áramót. „Fjárhagur stofnunarinnar verður tekinn til athugunar þegar líður á árið“, sagði Pálmi. Ekki er ljóst hvort þessi tvö- földun á hækkun afnotagjalda þýðir tvöföldun á framkvæmdum Ríkisútvarpsins. Eftir áramót verða afnotagjöldin greidd árs- fjórðungslega og nemur gjald fyrir útvarp og litasjónvarp á fyrsta ársfjórðungi 1525 krónum og gjald fyrir útvarp 380 krónum fyrir sama tíma. _ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.