Þjóðviljinn - 21.12.1985, Side 8
VSÐHORF
Á síðustu mánuðum hafa
veður öll verið válynd í hinum
íslenska fjármálaheimi. Óbreytt
alþýða manna hefur horft á agn-
dofa þegar rykinu hefur verið
sópað af misfellum hinna sléttu
og vel greiddu fjármálajöfra sem
síðustu árin hafa verið fyrirmynd
ungra og framgjarnra manna
með bissneshjarta. Það sem
undan rykinu hefur komið hefur
verið hrukkótt og afskræmd á-
sýnd fjárglæframannsins sem
hagnast á réttri stöðu í pólitík og
kunningjatengslum frekar en
dugnaði og útsjónasemi.
Húsbyggendur, sem nú í nokk-
ur ár hafa verið óhreinn minni-
hlutahópur í velferðarríkinu þar
sem allir eiga að geta eignast þak
yfir höfuðið, en bara sumir hafa
dug og fjárhagslega útsjónasemi
til að gera það, standa agndofa
þegar í ljós kemur að það voru
ekki þeir sem voru að setja
bankakerfið á hausinn, heldur
þeir sem hæst höfðu um að ekki
mætti fyrir nokkurn mun koma
einstaklingum upp á þann fjanda
að fá lánaða peninga sem ekki
væru greiddir til baka með eðli-
legri ávöxtun.
Mér er minnistæð umræða um
þessi mál á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins á síðasta vori, og ég
hefi verið að rifja upp hvað menn
sögðu á þeim vettvangi um
ábyrgð einstaklingsins á orðum
og gerðum, eins hefur þvælst fyrir
mér, að mig eins og minnir, að á
vettvangi fyrrnefnds flokks væri
einhversstaðar lagt út af því að
þegar einhver hefði lifað um efni
fram eða fjárfest heimskulega þá
væri rétt og skylt að sá hinn sami
gyldi fyrir með öllum eigum sín-
um undanbragðalaust.
Nú velti ég því fyrir mér í fá-
visku hvort þetta muni aðeins
eiga við um launamenn sem í
Veður öll válynd
eftir Hrafnkel A. Jónsson.
bjartsýni hafa ráðist í fjárfestingu
eins og þeirri að koma sér þaki
yfir höfuðið eða verkamanninn
sem samkvæmt reynslu hefur ver-
ið sviftur nær því 1/3 af áður um-
sömdum kaupmætti launa sinna
til að rétta af þjóðarskútuna.
að hafa til fyrirmyndar. Því miður
hafa ríkisbankarnir ekki úr háum
söðli að detta þegar rætt er um
okur, og vandséð að stjórnendur
þeirra hafi efni á að setja sig á
háan hest, eins og þegar rætt er
um að þeir sem taka lán hjá „ok-
greinum og mikilvægi þeirra fyrir
þjóðarbúið.
Loks hlýtur að fara fram póli-
tískt endurmat þar sem flokkar
stefnur þeirra og efndir verða
endurmetin með hliðsjón af
reynslunni.
„Ég efast ekki um að þegar
frjálshyggjufylleríið rennur afforystu
Sjálfstœðisflokksins, þá mun hún taka
sér tak en það er ofseint til að skapa á
nœstunni trúverðuga mynd afþeim
flokki sem baráttutœki launafólks í
landinu. “
Eiga sömu lögmál að gilda fyrir
athafnamennina velgreiddu og
sléttmálu sem settu þjóðbankann
á hausinn.
Kannske einhver vilji upplýsa
mig fávísan um þessa hluti.
Þá leitar á mig spurningin um
útlán peninga og rétt og rangt í
þeim efnum. Fyrir einhver mis-
tök í löggjöf þá var ungur og at-
hafnasamur fjármálasnillingur
tekin úr umferð fyrir skemmstu,
fyrir þá sök eina að hafa ávaxtað
sitt pund full ríkulega, nú er mála
sannast að fátt mun hafa verið
athugavert við starfsemi þessa
unga eldhuga utan einhverjir
ómerkilegir formgallar. Ávöxt-
unin var ekki svo mikið betri hjá
honum en gerist í „bransanum“,
það eru bara sumir gætnari en
aðrir, enda ríkisbankarnir til þess
urlánurum“ eigi ekki skilið að
eiga eignir.
Það færi betur á því að ráð-
herra bankamála og aðrir pening-
afurstar héldu betur utan um lán-
veitingar til gullrassa og glæfra-
manna í stað þess að kreista síð-
ustu blóðdropana undan nöglun-
um á launafólki og veitast síðan
að því með illyrðum eins og við-
skiptaráðherra gerði á dögunum
þegar rætt var um okurmálið á
alþingi, eða sérlegur blaðafulltrúi
Framsóknarflokksins á D/V
Magnús Bjarnfreðsson hefur ítr-
ekað gert í skrifum sínum um
húsnæðismál.
Atburðir síðustu vikna í fjár-
málalífi landsmanna kalla á al-
gera uppstokkun í efnahagskerf-
inu. Það er óhjákvæmilegt að
fram fari endurmat á atvinnu-
Um langt árabil hefur verið að
því unnið að brjóta niður trú
landsmanna á hefðbundnum at-
vinnuvegum fyrst í landbúnaði og
nú síðari ár í sjávarútvegi. Það
hefur tekist með síbylju áróðri að
skapa það viðhorf hjá hluta þjóð-
arinnar að þessar atvinnugreinar
væru baggi á öllu almennilegu
fólki sem hefði framfæri sitt af
huggulegu starfi einhversstaðar í
þjónustu t.d. við útgerð kaup-
skipa.
I samræmi við þetta hefur síð-
an verið á skipulegann hátt
kreppt að landbúnaði og sjávar-
útvegi m.a. með því að halda
niðri launum þeirra sem við þess-
ar atvinnugreinar vinna.
Milliliðirnir hafa síðan gerst æ
aðgangsharðari við fyrirtæki í
landbúnaði og sjávarútvegi með
þeim afleiðingum að reiknispek-
ingar þjóðarinnar sem velflesta
dreymir um að feta leið al-
heimsbissnesmannsins hafa
reiknað hefðbundnar atvinnu-
greinar norður og niður.
Nú ætti allur almenningur að
hafa séð í gegnum blekkingarnar,
þessar vikurnar er að koma í ljós
hver er kjölfestan í íslensku at-
vinnulífi og það er ekki verð-
bréfaviðskipti né annarskonar
kaupmang
Nú ber öllum þjóðhollum
mönnum að taka höndum saman
um endureisn hinna hefðbundnu
atvinnuvega. Ég efast ekki um að
þegar frjálshyggjufylliríið rennur
af forystu Sjálfstæðisflokksins þá
mun hún taka sér tak, en það er of
seint til að skapa á næstunni trú-
verðuga mynd af þeim flokki sem
baráttutæki launafólks í landinu.
Þótt þess sé að vænta að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði einhvern
tíma aftur flokkur raunverulegra
athafnamanna sem fást við al-
vöru atvinnurekstur en ekki ein-
göngu sjónhverfingar og útgerð á
sparifé landsmanna, þá mun
langur tími líða þar til flokkurinn
skapar sér þá tiltrú hjá launafólki
í landinu að það geti litið á hann
sem sinn málsvara.
Við sem voru þessarar trúar
verðum að sætta okkur við þá
staðreynd að flokkur þeirra Ólafs
og Bjarna er liðin tíð, kjörorðin
„stétt með stétt“ og „gjör rétt þol
ei órétt“ eru orðin sagnfræði sem
höfð er að háði og spotti hjá þeim
sem flokkurinn erfa, ungu mönn-
unum innan félags frjálshyggju-
manna. Ég get lítið sagt annað en
„far vel Frans“.
Hrafnkell A. Jónsson,
er formaður
VMF. Árvakur
á Eskifirði.
Frotti sloppar frá
Schiesser®
stuttir - síðir - hvítir - gulir - bleikir - bláir
Tveggja ára ábyrgð
lympí
Glæsibæ, sími 31300.
Laugavegi 26, sími 13300.
Dýnustærð: Teak 90x200 cm. Beyki 92x191 cm.
Verð með dýnu kr. 19.500.-
HUSGÖGN OG i *
INNRETTINGAR CQ CQ
SUÐURLANDSBRAUT 18 V/V/ VÍW
„CABINA“ rúmsamstæðurnar
eftirsóttu fást nú aftur