Þjóðviljinn - 21.12.1985, Síða 9
DJOÐVILJINN
Umsjón:
Þröstur Haraldsson
Svart og sykurlaust
Eitthvert
segulstál...
Þröstur Guðbjartsson segir undan
og ofan af nýju kvikmyndinni
Fellibylurinn
Gullöldin hafin
Skáld lesa Ijóð, - á snœldu og á Lœkjartorgi í kvöld
„Gullöld Ijóðsins er að heljast, -
sú tuttugasta og fyrsta, það er
ekki ráð nema í tíma sér tekið"
sagöi Daguráblaðamannafundi
um Fellibylinn Gloríu, snældu
sem sjö skáld hafa lesið inná úr-
valúrljóðumsínum.
Snældan kom út á miðvikudag
eftir langvinna styrjöld við nú-
tímatækni, og með henni fylgir
kynningarbók um efni snældunn-
ar og höfunda þess. í febrúar er
svo von annars „bindis", þarsem
sjö skáld í viðbót láta heyra í sér.
í kvöld ætlar hluti hópsins að
standa við hljóðnema á Lækjar-
torgi og Ijóða á jólaösina frá
fimm til sex. Þar verða Sigfús
Bjartmarsson, Jóhamar, Dagur,
Þór Eldon, Þorri, Sjón, Einar
Melax, Einar Már og Björk.
Dagur er aldursforseti snældu-
skáldahópsins: „busabekkurinn
er bestur, ég hef aldrei komist
uppúr honum,,, en raddirnar eru
af ýmsum aldri og tæi. Á hinni
komnu snældu lesa Gyrðir
Elíasson, Dagur, Bragi Ólafsson,
Þorri, Linda Vilhjálmsdóttir, Jó-
hamar og Sigfús Bjartmarsson. Á
hinni ókomnu: Þór Eldon, Sjón,
Einar Melax, Einar Már Guð-
mundsson, Björk, Anton Helgi
Jónsson, Steinþór og Geirlaugur
Magnússson.
Fellibylurinn Gloría er útgef-
inn af Gramminu í 300 eintökum.
-m
Dagarnir voru mjög langir, ekki
hætt fyrren seint á kvöldin. Oft
eina máltíð dagsins hjá Matta
kokki rétt undir miðnættið.
Kraftur
- En það er nauðsynlegt fyrir
hvern leikara að ganga í gegnum
þetta, og nauðsynlegt fyrir hvern
íeikhóp. Svart og sykurlaust hef-
ur verið með götusýningar núna í
tvö ár, og það er þarft fyrir hóp-
inn að fá þetta tækifæri. En við
höfum ekki breytt stefnunni, og
ég býst við að við höldum áfram á
fyrri braut.
Að lokum: þráðurinn í mynd-
inni?
- Ég vil auðvitað ekki eyði-
leggja ánægjuna fyrir áhorfend-
um með því að tiltaka hann í
smáatriðum, - en það má segja
að við höfum verið leidd á ein-
hvern dularfullan hátt frá Snæ-
fellsjökli og að Etnu á Sikiley.
Hópurinn veit ekki af hverju
hann er að fara alla þessa leið til
Sikileyjar, það er einhver dular-
fullur kraftur sem dregur okkur
niður Ítalíuskagann, og þegar
kemur að Etnu skýrist loksins
þessi segulkraftur sem við finnum
strax undir Jökli. Eitthvert segul-
stál sem tengir þessi fjöll, - meira
er eiginlega ekki hægt að segja.
-m
íslensk-þýsk mynd í Regn-
boganum á annan í jólum og
frammúr; og íslenski helm-
ingurinn heitir Svart og sykur-
laust. Einn úr þeim leikhópi er
Þröstur Guðbjartsson og við
báðum hann að segja okkur
örlítið fráverkinu:
- Ja, ég er einn af sex leikurum
í leikhópi sem er staddur á Snæ-
fellsnesi þegar skyndilega er
ákveðið að pakka saman saman
leikmyndinni, brenna í bæinn,
búa til nýtt leikrit og fara til ítal-
íu, - til draumalandsins.
- Á Italíu á götuleikhúsið
helstu rætur sínar. Þangað kemur
á hverju ári fjöldinn allur af er-
lendum leikhópum sem fara um
landið og sýna, og við verðum
einn af þessum hópum.
- Það var sérstaklega gaman að
koma í litlu þorpin, og okkur var
tekið þar einsog hefðarfólki.
Stundum kom allt þorpið á móti
okkur, og oft var boðið í veislur,
spaghettí og hvítvín. Við lékum á
götum og torgum, og myndavélin
var látin rúlla með.
- Þetta fólk bar okkur á hönd-
um sér. Á einum stað, í litlum bæ
sem heitir Monte Cherneoni,
kom bæjarstjórafrúin og tók all-
an óhreina þvottinn okkar og
þvoði, - og þegar við gengum um
bæinn héngu fötin í snúrum og í
trjám meðfram aðalgötunni.
Bæjarstjórinn tók á móti okkur
þegar við renndum inní plássið,
bauð á barinn og hellti soldið í
okkur og lagði síðan undir okkur
leikhús bæjarins, í gömlum kast-
ala. Þar breiddum við út dýnurn-
ar og sváfum á sviðinu.
- Bíllinn var reyndar í aðalhlut-
verkinu hvar sem við komum,
bíllinn Skúli sem var aðalheimili
okkar allan tímann, einsog í
myndinni. Fólk sneri sér við og
horfði á eftir þessum gamla glæsi-
vagni, svörtum og gulum og
skreyttum með íslenska fánan-
um. Það var lygilegt hvað þessi
þrítugi bíll stóð sig á ferðalaginu
suður alla Evrópu allt til Sikil-
eyjar. Smáveikindi í bremsunum
Einkennisfrú Ijóðskáldanna. Gloría
sjálf?
var það eina, það reyndi mikið á
bílinn í tökum, þurfti að snúa við í
brekkum og öðrum erfiðum stöð-
um, stundum hvað eftir annað.
Bíllinn sem þið notið er líka bíll
leikhópsins í myndinni, og í þeim
leikhóp kallið þið hvert annað
raunverulegum nöfnum ykkar...
- Já, við heitum sömu nöfnum,
en leikum þó aðrar persónur en
okkur sjálf. Þær mótaði leikstjór-
inn með okkur, Lutz Koner-
mann. Það var gaman að vinna
með honum, og sérstaklega var
handritið skemmtilegt, - hann
hafði skrifaða grófa atburðarás,
atriði fyrir atriði, en þegar kom
að tökum settumst við niður með
honum og bjuggum til samtölin.
Það var mjög lítið af töluðum
texta í handritinu. Það var aldrei
ljóst fyrirfram hvort maður fékk
setningu í næstu töku eða átti að
þegja.
Lúlli
- Það var athyglisvert að sjá
hvernig Lutz vinnur, eða Lúlli
einsog við kölluðum hann, -
hann var mjög nostursamur og
pældi út smáatriðin: taka á hend-
ur, síðan súmmað á andlit, síðan
vídd...
- Fyrsta myndin hans í fullri
lengd, Aufdermauer, fékk virt
þýsk kvikmyndaverðlaun sem er
mjög sjaldgæft um svo unga leik-
stjóra. En ég er ekki hissa, hann
vinnur mjög vel. Hann færist
mikið í fang í þessari mynd: hand-
ritshöfundur, framleiðandi, leik-
stjóri og leikur sjálfur stórt hlut-
verk. Gaman að sjá hvað útkom-
an er góð hjá honum.
Hver er ykkar hlutur, svartra
og sykurlausra?
- Ætlum við séum ekki, fyrir
utan leikinn, svona helmingur af
framleiðanda. Allur íslandshluti
myndarinnar er undirbúinn af
okkur hér heima. Og leikatriðið
sem við sýnum gerðum við sjálf, í
samvinnu við Sjón og Pétur Ein-
arsson. Þessi undirbúningsvinna
áður en tökur hófust tóku um það
bil tvo mánuði. Við höfum senni-
lega lagt fram tæpan helming af
Leikritið í kvikmyndinni: Guðjón Pedersen og Þröstur Guðbjartsson.
fjármagni í myndina. Og nú velt-
ur auðvitað á að myndin gangi
vel, að fólk vilji koma að sjá okk-
ur. Ég hef trú á að þetta gangi vel,
held að þetta sé góð mynd.
Svart og sykurlaust er fyrst og
fremst götuleikhús, - og þú hefur
reynslu þaðan og úr hefðbundn-
ari leik; hvernig var að skipta
yfir í kvikmyndina?
- Þetta var fyrsti kvikmynda-
leikur allra í hópnum nema
Hönnu Maríu, mér fannst þessi
vinna mjög erfið. Maður er
dauðþreyttur eftir hvern dag.
Þetta var miklu meira taugaálag
en nokkurntíma í leikhúsi. Þetta
eru allt önnur vinnubrögð, og
það þarf að hugsa allt öðruvísi,
bæði um hlutverkið og sjálfan sig.
Það reynir líka á þolinmæðina að
bíða og bíða eftir tæknimönnun-
um og þurfa þegar loksins kemur
að töku að vera með rétta hugsun
og rétta tilfinningu í kroppnum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9