Þjóðviljinn - 21.12.1985, Qupperneq 10
MENNING
Talað útúr mínu hjarta
íslenska hljómsveitin: Álfadrottning-
in eftir Henry Purcell.
Einsöngvarar: Katrín Sigurðardóttir,
Hrönn Hafliðadóttir, Marta G. Hall-
dórsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
John Speight, Gunnar Guðbjörnsson.
Þjálfari kammerkórsins: Þóra Fríða
Sæmundsdóttir.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Það er vissulega ánægjuefni að
hér hefur loks verið flutt stórt
verk eftir Henry Purcell. Það var
kominn tími til. íslenska hljóm-
sveitin stóð fyrir þessu verðuga
framtaki og má óska öllum til
hamingju með það. Álfadrottn-
ingin eftir Purcell sem flutt var í
Langholtskirkju í fyrrakvöld
(hafði verið flutt á nokkrum stöð-
um útá landi dagana áður) er
grímuleikur, „masque“ einsog
þeir tíðkuðust í renesansinum og
eitthvað lengur, eitthvað þó sem
við gætum allteins kallað gervi-
óperu eða hálfpartinn óperu og
allt gott um það að segja. Músík-
in í svona stykkjum er gjarnan
samtíningur úr verkum eins eða
fleiri tónsmiða, en í þessu verki er
eftir sem ég best veit allt eftir
Purcell.
Þetta er nú ekki átakanlega
skemmtileg músík nema á
köflum og endurómurinn af
Monteverdi og Lully heldur
veikur og ósamstæður. Kannski
er það þessvegna sem þetta höf-
Ríó tríó: meiri dýpt, meiri breidd, betri samhljómur.
Hugljúf og skemmtileg
Lengi gctur vont versnað.
Ríó tríó.
1985.
Aðdáendur Ríó-tríósins. sem
eru margir ef marka má viðtök-
urnar sem strákamir fengu á
Breiðvangi í fyrravetur, hafa ef-
laust beðið með óþr.eyju, þegar
það spurðist að von væri á nýrri
hljómplötu með tríóinu. Þeir hin-
ir sömu hafa áreiðanlega ekki
orðið fyrir vonbrigðum. Hljóm-
plata þeirra félaga, „Lengi getur
vont versnað" er í einu orði sagt
frábær. Það má svara nafngift
plötunnar eins og maðurinn sagði
forðum „eðá gott bestnað".
meiri dýpt og meiri breidd og
samhljómur þeirra er betri en
nokkru sinni áður, þar sem á
þetta atriði reynir. Þeir hafa held-
ur engu gleymt, þar sem galsi og
gamantextar ráða ferðinni.
Textaframburður þeirra félaga
hefur alltaf verið og er enn ein-
stakur.
Jónas Friðrik semur sem fyrr
alla texta fyrir Ríó-tríóið. Hér
áður fyrr voru það mest grín og
gamantextar sem þeir sungu og
yrkingar Jónasar voru frábærar.
Hann er mikill húmoristi og hag-
yrðingur góður. Nú eru aftur á
móti innanum textar alvarlegs
eðlis, jafnvel rómatískir. Jónas
sýnir þar á sér nýja hlið, því hann
er nefnilega skáld. Hann er án
vafa okkar besti dægur- eða söng-
lagatextahöfundur um þessar
mundir.
Það þarf aldrei að hafa mörg
orð um tónlistina þegar Gunnar
Þórðarson annast hana. Eins er
að þessu sinni. Útsetningar eru
fágaðar og smekklegar og undir-
leikur og hljóðfæraskipan eins og
best verður á kosið. Og í lokin,
áfram strákar, eina plötu í við-
Fyrir minn smekk er söngur
þeirra félaga betri nú en á eldri
plötum þeirra og var hann þó
góður fyrir. Raddirnar eru að
vísu ekki jafn bjartar og á ung-
lingsárunum, en fyrir bragðið er
uðtónskáld breta hefur enn, eftir
um það bil 300 ár, ekki unnið sér
nafn utan heimalandsins svo telj-
andi sé. Þó verður ekki fram hjá
þvf komist að Dido hans og Aen-
eas er eitt af meistaraverkum
smáóperunnar í barrokkinum,
hvernig svosem á þeirri tilviljun
stendur.
Álfadrottningin er samin við
texta sem að einhverju leyti er
smíðaður upp úr
Jónsmessunæturdraumi Shake-
speare. Hver setti hann í rím-
fjötra er ókunnugt mál, en
eitthvað minnir þetta mann á
Dryden og hans nóta. Annars er
allur þessi púrítanakveðskapur
sem á upptök sín á stalínstímum
þeirra bretanna (Cromwell)
heldur leiðinlegur áheyrnar,
hvort sem við hann er sungin geð-
ug músík eða ekki, en þar bætti
hinsvegar akkústikkin í Lang-
holtskirkju talsvert um, því varla
var hægt að greina orðaskil vegna
ofhljóms.
Þó held ég að flestír söngvar-
anna séu prýðilega enskumæl-
andi og þó nokkrir voru þarna
ágætlega syngjandi þó
rammfalskur hljómur hljóðfær-
anna væri oft að mörkum þess að
slá þá út af laginu. Hverniger það
annars; er ekki hafður kons-
ertmeistari til áð stemma liðið
saman? Eða var þetta einhver lið-
ur í „barrokkendursköpun“? Það
er aldrei að vita nú á dögum. Ég
verð að játa að þetta falsspil og
yfirhljómur þess gerði mér
ómögulegt að halda út fram yfir
hlé, svo ég hef kannski misst af
einhverjum afréttara. Hinsvegar
heyrði ég slitur af síðustu hend-
ingum kórsins í öðrum þætti:
Hush, no more, be silent all...
og... No noise disturb her
sleeping sense... og það var eins
og talað útúr mínu hjarta.
Efnissími til miðaida
Thea Beckman
Krossferð á gallabuxum
Þýðing: Margrét Jónsdóttir
Rv., Iðunn, 1985
Saga þessi er vísindaskáldsaga,
þar sem maðurinn ferðast aftur á
bak en ekki áfram í tímanum. En
víkjum að söguþræði.
Rúdólf, 14 ára og stór eftir
aldri, er sendur með tímavél,
„efnissíma“ aftur í tímann til árs-
ins 1212. Hann ætlar að horfa á
burtreiðar í Frakklandi, en lendir
í stað þess í Þýskalandi þar sem
hann bjargar lífi ítalsks kaup-
mannssonar. Rúdólf hafði ætlað
að snúa aftur eftir nokkra klukk-
utíma (og það var eini mögu-
leikinn á því yfirleitt að snúa aftur
til 20. aldarinnar, eftir því sem
hann best vissi), en það mistekst
og Rúdólf og Leónardó, sem
hann bjargar, slást í för með
barnakrossferð.
í þessari barnakrossferð eru
þúsundir barna, flest bláfátæk og
munaðarlaus, leidd af tveim full-
orðnum munkum og draumi sín-
um um að frelsa landið helga
undan Serkjum og lifa síðan
betra lífi en fyrr.
Rúdólf og Leónardo verða
bjargvættir og hjálparhellur
barnanna. Þeir sinna um sjúka og
skipuleggja hópinn. Þá grunar að
ekki sé allt með felldu um stjórn
munkanna á ferðinni. Rúdólf
grunar þetta vegna þekkingar
sinnar á landafræði, en Leónardó
vegna þekkingar á guðfræði- En
áfram er haldið þrátt fyrir miklar
þrengingar suður yfir Aipa og til
Genúa. Þar á ströndinni verður
illur grunur þeirra félaganna að
vissu. Skömmu seinna fær Rúdólf
boð frá 20. öldinni...
Sagan er sögð í 3. persónu og
allir hlutir eru séðir með augum
Rúdólfs. Hann er ákaflega skyn-
samur drengur, mildur og skiln-
ingsríkur, stjórnsamur og úrræð-
agóður. Hann er eiginlega alltof
þroskaður eftir aldri. Hann
stjórnar börnunum ekki aðeins í
HELGA
EINARSDÓTTIR
krafti meiri þekkingar, heldur
einnig ótvíræðra skipulagshæfi-
leika, sem eru allavega óvenju-
legir hjá 14 ára dreng. Hann hef-
ur yfirsýn yfir það sem þarf að
gera til að halda hópnum saman
og á lífi. Það þarf að útvega mat,
eldivið, skýli o.s.frv. Rúdólf
sjálfur kann hins vegar lítið til
verka.
Og það er ekki aðeins að Rú-
dólf sé ótrúlega fullkominn, hann
er líka svolítið ótrúlega gallaður.
Hann virðist ekki sakna foreldra
sinna eða fjölskyldu neitt að ráði.
Hann er tilfinningakaldur
gagnvart þeim.
Höfundur bókarinnar virðist
hafa allíhaldsamt viðhorf til
hlutverkaskiptingar kynjanna.
Strákarnir eru hressir og duglegir
að bjarga sér. Þeir stjórna, veiða,
synda og verja hópinn. Stelpurn-
ar hjúkra sjúkum og tína grös og
ber. Þær eru mildar, blíðar, fal-
legar og þrautseigar.
Málið á bókinni er fremur stirt
og textinn sums staðar jafnvel
ruglingslegur, (sjá t.d. bls. 53
neðst). Er þetta leiður galli á
bók, sem er annars vönduð að
frágangi.
Hvað skyldi nú höfundur
meina með þessari bók? Hvað
ætlar hann sér annað en að skrifa
spennandi sögu? Við þessu eru
sjálfsagt til fleiri en eitt svar, en
eitt af svörunum er allavega að
hann er að sýna okkur hve vitlaus
mannkynssagan er, hin skráða,
viðurkennda mannkynssaga sem
kennd er í skólum.
Rúdólf hefur áhuga á sögu.
Hann ætlar að skoða aðalinn,
10 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1985
horfa á burtreiðar og sjá glæsi-
Ieikann, sem mannkynssagan
segir frá. En hann lendir meðal
hinna aumustu, barna sem eiga
engan að en eru ginnt af svikur-
um sem aðeins hugsa um gróða.
Aðallinn reynist illa (séð frá sjón-
arhóli barna). Hertogar og greif-
ar eru óþjóðalýður sem féflettir,
brennir og myrðir, og hinir göf-
ugu riddarar reynast verstu ræn-
ingjar. Svipað má segja um vel
stæða bændur og borgara, en fá-
fræði fólksins og ótti við refsingu
guðs verður stundum börnunum
til bjargar. Hins vegar finnur Rú-
dólf meðal barnanna tryggð, kær-
leika og alls konar færni og kunn-
áttu sem hann átti ekki von á á
„Svörtustu miðöldum". Höfund-
ur sýnir einnig mjög eindregið
fram á hversu nauðsynleg verk-
kunnátta og þekking á náttúrunni
var til að bjargast, og er ekki lík-
legt að svo geti orðið aftur?
Sagan um Rúdólf og
krossferðina er spennandi og
skemmtileg. Hún verður að
öllum líkindum mikið lesin enda
á hún það skilið. Bókin er fyrir
u.þ.b. 12 ára og eldri.
Helga Einarsdóttir