Þjóðviljinn - 22.12.1985, Síða 2
FLOSI
\iku
skammtur
af Ijótum konum og börnum
Frá því ég man eftir mér hefur forsíða Morg-
unblaðsins verið helguð tímamótaatburðum er-
lendis. Sá maður sem vill fylgjast grannt með
heimsmálunum þarf ekki annað en fara yfir for-
síðu Moggans og öðlast með því staðgóða vitn-
eskju um allt það sem umtalsvert getur talist frá
útlandinu, hvort sem það nú eru byltingar,
valdarán, fegurðarsamkeppnir, morð, hryðju-
verk, afrek í menningarmálum, heimsstyrjaldir
eða vopnahlé.
Þó Mogginn sé jafnaðarlega um 100 síður er
- og hefur raunar verið frá því ég man eftir mér -
allt, raunar allt sem máli skiptir heima og
heiman, á forsíðu og baksíðu þessa ágæta
blaðs og þessvegna kaupa það allir landsmenn
og má kannske segja um Morgunblaðið það
sem bóndinn sagði um fjöliynda vinnukonu í
Kjósinni:
- Fá fleiri en vilja.
Á þriðjudaginn var, kom tímamótafrétt á for-
síðu Morgunblaðsins undir yfirskriftinni: „Ekki
með sældum sótt að vera ófríður". í fréttinni
segir síðan frá rannsóknum sem gerðar hafi
verið í Pensilvaníu og var niðurstaðan þessi:
Fríðleiksbörnum gengur betur í skóla og í
íþróttum og lyndir betur við önnur börn heldur
en ófríðum börnum að því er fram kemur í
rannsóknum stofnunar sem fæst við athug-
anir á þroska barna og fullorðins fólks. Fram
kemur að sjálfsímynd, skapgerð, kynþroski
og aðrir þættir séu veigaminni en fríðleiki og
einnig það að fríð börn séu til minni vandræða
en ófríð börn. Þá eru fríðu börnin vinsælli og
gengur betur í skóla.
Mér þótti afskaplega vænt um að rekast á
þessa stórfrétt, einkum og sérílagi vegna þess
að hún rennir stoðum undir kenningar mínar um
það hvað fríðleiki sé æskilegur, eða ég vil segja
áríðandi, í samskiptum okkar við börn, að ég tali
nú ekki um konur.
Þeir vita það sem reynt hafa, hver raun það er
að þurfa að vera í samvistum við Ijótar konur og
segja má að ekki sé ein báran stök ef börnin eru
Ijót líka. Líklegt er að ófríð börn og ófríðar konur
hafi valdið umhverfi sínu meira hugarangri, sál-
arkvöl og örvilnan en nokkurt annað böl sem
hrjáir mannkynið að áfengisbölinu meðtöldu.
Hve mýmörg dæmi höfum við ekki um heimilislíf
í rúst vegna þess hvað konan er ófríð. Maðurinn
er kalinn á hjarta, ófær um að eiga við konuna
mannleg samskipti, vegna ófríðleika hennar.
Öll orðræða er bundin á klafa Ijótleikans og
óhugsandi að sýna slíkri konu vinarhót, hvað þá
að ganga í eina sæng með henni, nema þá í
skjóli náttmyrkurs þar sem hugmyndaflugið
skaffar mönnum þá konuna sem þeir hafa
löngum girnst mest. Fagra konu.
Eftir slíkar bólfarir fyllist hver sannkristinn
maður óbærilegri sektarkennd, því hvað segir
ekki í Matteusar guðspjalli 5.28: „Hver sem lítur
á konu með girndarauga hefur þegar drýgt með
henni hór í hjarta sínu“.
Þegar svo börnin eru ófríð líka bætist ofaná
sú óhamingja sem Morgunblaðið bendir á, og
þá blasir ekkert við nema upplausn heimilisins.
Nú er það svo að við lifum á tímum umburðar-
lyndis og mannkærleika. Þess vegna reynir
samfélagið að umbera Ijótar konur og Ijót börn.
Það er nú einu sinni svo, að ljótar konur eiga
sama tilverurétt og fagrar konur, eða réttara
sagt ættu að eiga hann. Ef Ijótar konur geta til
dæmis hugsað sér að vera á almannafæri, þá
ætti enginn að geta bannað þeim það. Og þó
búið sé að sanna það í Pensilvaníu, að ófríð
börn séu fæstum þeim kostum búin sem fríð
börn hafa til að bera, eiga þau Ijótu að njóta
sömu réttinda og þau fallegu.
Þá ber að fagna því að ófríðar íslenskar konur
hafa bundist samtökum um vandamál sín og
orðið talsvert ágengt, eins og dæmin sanna, þó
grundvallarvandi þeirra verði víst seint leystur.
Kvenlega fegurð á að rækta, það á að hlúa að
henni til þess að konan geti orðið samfélaginu til
yndisauka og þess vegna ber að fagna því að í
dag eigum við íslendingarfegurstu konu í heimi.
Það var sannarlega dásamleg stund þegar
„Hófí“ kom heim með kórónuna, borðann og
veldissprotann. Fögur kona og eiguleg.
Einu, sem kom fram í máli ungfrúr alheimur,
ber þó umfram allt að fagna, en það er að for-
ráðamenn alheimsfegurðarsamkeppninnar
skuli hafa sent hóp lýtalækna af stað um heim-
inn til að lappa uppá þá sem þarfnast lagfæring-
ar.
Eftir því sem segir í Morgunblaðinu er fyrsti
viðkomustaður lýtalæknanna Sri Lanka.
Nú ættu forsvarsmenn íslensku fegurðar-
samkeppninnar að beita sér fyrir því að
lýtalæknarnir komi næst til íslands, ef það gæti
orðið til þess að bægja frá þeim hremmingum
sem skapast af ófríðum konum og Ijótum börn-
um.
Og þegar búið er með þessum hætti að
hressa uppá útlitið á þeim hluta íslenska kven-
peningsins, sem ekki hefur lágmarks útlit,
kemst ástarlíf hjóna aftur í samt lag og farið
verður að syngja aftur brúðarvísuna gömlu:
Brúði karlinn blíðuhót
byrjaði að sýna.
Af því hún var ekki Ijót
var allt í þessu fína.
Kreppa
Verslun í desember hefur ver-
iö svo lítil aö elstu menn í
kaupmannabransanum segj-
ast ekki muna annað eins. Að
vísu eru elstu menn yfirleitt
orönir nokkuö gleymnir en
svona er nú samt tekið til
orða. Þess eru dæmi aö á
miklum verslunardögum í
desembermánuði hafi versl-
anir sem venjulega selja
mikið fyrir jólin og raunar lifa á
jólavertíðinni, selt helmingi
minna en á sömu verslunar-
dögum í fyrra. Þrátt fyrir þá
staðreynd að vörur hafa
hækkað 35% uppí 50% á
einu ári. Bera margir kaup-
menn sig afar illa um þessar
mundir. Þeir segjast ekki um
langt árabil hafa orðið varir við
jafn mikla kreppu hjá almenn-
ingi og núB
Og svo er það
ódýrara
Það vakti athygli þegar
Steingrímur Hermannsson,
Páll Pétursson og nokkrir
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagu
aðrir létu einkaflugvél Flug-
málastjórnar flytja sig til Finn-
lands og bíða þar eftir að
veisluhöldum lyki, sem þeir
tóku þátt í. Þetta ævintýri kost-
aði 100 þúsund krónur á
mann í stað 50 þúsund króna
ef farið hefði verið með áætl-
unarvélum. Daginn sem þeir
félagar komu heim var
títeingrímur kominn niður í
þing og var á tali við þing-
mann sem spurði hvernig
ferðin hefði verið. „Þetta er al-
veg frábært að ferðast svona“
sagði Denni, en þá sá hann
blaðamann frá Þjóðviljanum
og skynjaði að sá hafði heyrt
hvað hann sagði og bætti þá
við mióohátt: „Og svo er þetta
líka'fnjkM ódýrara“B
er1985
Rennur blóðið
til skyldunnar
I
Leiðari DV í vikunni, þar sem
reynt er að afsaka Hafskips-
hneykslið með því að benda á
önnur fjármálaævintýri sem
séu stærri með því að falsa
taptölur Útvegsbankans hefur
vissulega vakið athygli. Það
var Jónas Kristjánsson sem
skrifaði þénnan makalausa
leiðara. En þegar menn lesa
leiðarann verða þeir að gæta
þess að aðal eigendur DV,
Sveinn R. Eyjólfsson og
Hörður Einarsson eru líka í
hópi stærstu hluthafa í Haf-
skip. Það makalausasta í mál-
inu er að Jónas segir tap Út-
vegsbankans vera tæpar 300
milj. króna en talsmenn Út-
vegsbankans tala um lág-.
mark 500 milj.
Meira um Útvegsbankann:
Ekki vitum við hvort það er
tilviljun, en gárungarnir segja
að klukkan góða uppá Út-
vegsbankanum minni sann-
arlega á atburði liðinna daga,
því nú er hún í sorgarklæðum.
Eftir viðgerðina birtist klukkan
sjónum manna svört að lit og
þykir mönnum það sannar-
lega við hæfi.B
Jólaös
Það er víða mikið að gera í
jölaösinni þessa dagana.
Einna mestur er hasarinn á
flugvöllum landsins. Austan
frá Egilsstöðum fréttum viö að
þar hafi heyvagn einn mikill
.verið grafin'n upp úr fönn til að
flytja jólapóstinn frá flugvellin-
um. Á Keflavíkurflugvelli
koma flokkar úr innkaupa-
ferðum í útlöndum og sagan
segir að töskurnar séu svo út-
troðnar að þær springi gjarn-
an á leiðinni og á starfsfólk í
mestu vandræðum við að tína
farangurinn saman. Ein frú
var svo klyfjuð, þegar hún var
að fara í gegnum tollinn að
hún festist í dyrunum..H
Lúlli laukur
Handrit Páls Péturssonar
var 15 síðna og hálfri betur.
Þar segir hann m.av að Lúð-
vík Geirsson blaðamaður,
sem Páll titlar „þingfrétta-
mann“ að ósekjú, hafi ekki
komið tillögu Páls og félaga á
framfæri. Reyndar hafði Þjóð-
viljinn sagt efnislega frá téðri
tiHögu og meiren það, að Lúð-
vík hafði verið að þvælast í
þinginu í annars konar frétta-
snapi - og rabbaöi við Pál
utan atvinnu sinnar í þeim
græskulausa tóni sem
Hafnfirðingar og Húnvetning-
ar einir kunna skil á. Lúðvík
kannast því ekkert við þessa
formlegu beiðni Páls um birt-
ingu á einhverjum pappírum.
Hins vegar hló Þjóðvilja-
skáldið óspart vegna þessa
máls og setti saman þessa
vísu:
Þetta er orðið mikið mál
og mannorð hlaðið blettum
því Lúlli fantur lék á Pál
og laumaði undan fréttum.