Þjóðviljinn - 22.12.1985, Qupperneq 4
Sagnfrœði
Saga
komin
út
Fjölbreytf
ogefnismikið
tímarit
Tímarit Sögufélagsins saga er
komið út, fjölbreytt og efnismikið
að vanda. 14. ritdómar eru í tíma-
ritinu, sem nær væri að kalla bók,
því það eru 362 síður að stærð!
í formála Sögu er lauslega gerð
grein fyrir efninu:
„Arið 1942 varð sögulegt
sökum þess þunga sem fylgdi bar-
áttu verkalýðs fyrir bættum
kjörum. Jón Guðmundsson telur
eina skýringu baráttukraftsins
vera aö þá var loks oröin venja að
greiða kaup í peningum, en ekki
t.d. í vörum. Jón rekur aðdrag-
anda þessa í grein þeirri sem
skipað er fremst í Sögu 1985.
Þegar Magnús Stephensen
veitti Tryggva Gunnarssyni
bankastjórastöðu árið 1892 ætl-
aðist hann til endurgjalds, stuðn-
ings frá Tryggva á alþingi. En
fyrst þurfti Tryggvi að verða sér
úti um þingsæti! Bergsteinn Jóns-
son rekur þessa forvitnilegu sögu.
Hver var Guðrún hundadaga-
drottning? Andrew Wawn segir
okkur frá því og leggur fram skerf
til kvennasögu.
A tímum sparnaðar í ríkis-
fjármálum og „niðurskurðar fjár-
Iaga“ mun eflaust ýmsum þykja
forvitnilegt að lesa um sparnað-
arþingið 1924 en frá því segir
Haukur Pctur Benediktsson.
Stefán Karlsson gluggar í liðs-
bónarbréf sem eignað hefur verið
Jóni biskupi Arasyni og uppgötv-
ar að það er í raun frá síðari hluta
15. aldar og muni vera heimild
um hernaðarbrölt við Breiða -
fjörð.Og Jónas Gíslason fylgir úr
hlaði áður óprentuðu páfabréfi
um Skáholt frá árinu 1303.
Líklegt er að sagnfræðingar
eigi í framtíðinni eftir að bera ýt-
arlega saman sögu íslands og
Norður-Noregs á seinni öldum,
m.a. vegna líkra atvinnuhátta.
Arnved Nedkvitne stígur ein
fyrstu skrefin á þessari braut þar
sem hann hugar að doktorsrit-
gerð Gísla Gunnarssonar en Gísli
gerir athugasemdir.
Guðmundur Jónsson gerir líka
athugasemdir en á öðrum víg-
stöðvum, við skrif Valdimars
Unnars Valdimarssonar í Sögu
1984 um atvinnuleysi og kaup-
mátt á kreppuárunum.
Hvernig á helst að segja sögu
Þingvalla og lýsa staðnum? Hvað
vitum við best og réttast? Um
þetta rita þrír höfundar en Jón
Thor Haraldsson ritar hins vegar
um spurninguna: Hvenærerbylt-
ing lögleg?
Ritdómar eru fjórtán, ma. þrír
varðandi bækur um sögu bæja
(ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Ól-
afsfjarðar) og aðrir þrír um
kvennasöguleg efni.
Alls eiga 26 menn það efni í
Sögu 1985 sem hér hefur verið
greint frá.“ -óg
Bókmenntir
Nýbókmenntategund
Helga Kress sýnir fram á nýstárlega aðferð
við ritun sam talsbókar. Brot úr ritdómi Helgu
Helga Kress. Segir í ritdómi sínum að
Gylfi skapi nýja bókmenntategund.
Gylfi Gröndal hefur „brugðið
á það ráð að skapa nýja bók-
menntategund, sem er viðtals-
gerð áður prentaðra heimilda",
segir í ritfregn Helgu Kress um
bókina „Við Þórbergur", sem
Gylfi Gröndal skráir, en á að vera
frásögn Margrétar Jónsdóttur
ekkju Þórbergs. Þessi ritdómur
hefur vakið mikla athygli, en birt-
ist í nýjustu Sögu.
Helga segir m.a.: „Bókin
skiptist í 30 kafla, og er meiri
hluti þeirra byggður á slíkum
heimildum, og að því er best
verður séð uppgerðu samtali.
Eru heimildarnar sem notaðar
eru oftast nefndar einhvers stað-
ar í textanum, þar sem stundum
er vitnað beint í þær, en þess er
ekki getið að sjálft samtalið sé
samið upp úr þeim. Meginuppi-
staða bókarinnar eru drauga-
sögur, enda mest tekið upp úr
Gráskinnu hinni meiri (1962)
sem Sigurður Nordal og Þórberg-
ur Þórðarson tóku saman“.
Helga Kress nefnir fjölmargar
aðrar bækur, tímaritsgreinar og
blaðagreinar, sem notaðar hafa
verið við þessa ritsmíð. „Aðferð-
in felst í því að víkja til orði og
orði, brjóta upp setningar og efn-
isgreinar og gera þær talsmáls-
iegri, m.a. með því að færa
óbeina ræðu yfir í beina. Þá er
skipt um sögumann, Margrét
t.a.m. látin segja „ég“ þegar Þór-
bergur eða einhver önnur heim-
ild segir „Margrét". Verða hér
sýnd um þetta örfá dæmi, hvert
úr sinni áttinni:
Gráskinna hin meiri
Ég fór með föður mínum þetta
kvöld og skrapp á vanhúsið á
meðan hann var að vatna kúnum.
Hesthúsdyrnar voru opnar og
lagði út um þær daufa glætu frá
ljósi, sem faðir minn hafði hjá sér
í fjósinu. Vanhúsdyrnar stóðu
líka opnar, og sá ég Ijósglætuna
út um þær, dálítið skáhallt til
hægri hliðar.
Eg hafði ekki lengi setið á van-
húsinu, þegar... (Bls. 238-239,
ritað eftir Asbirni Ó. Jónssyni).
Viðtalsgerðin
Ásbjörn bróðir minn fer með
föður okkar þetta kvöld og
skreppur á kamarinn, á meðan
pabbi er að vatna kúnum.
Hesthúsdyrnar eru opnar og út
um þær leggur daufa birtu frá
ljósi, sem pabbi hafði hjá sér í
fjósinu.
Kamarsdyrnar standa líka opn-
ar, og Ásbjörn sér ljósglætuna út
um þær, dálítið skáhallt til hægri
hliðar.
Hann hefur ekki setið lengi á
kamrinum þegar... (Bls. 43).
Tíminn
5. maí 1968
Hún sá fyrir þegar togararnir
fórust á Halamiðum, og hún hef-
ur séð feigð manna. Eitt sinn fór
hún út úr líkamanum og til Amer-
íku, og kom þar í hús frænku
sinnar. Hún skrifaði strax frænku
sinni og lýsti þar öllu innan stokks
og utan. Frænkan svaraði um hæl
og allt stóð heima. Lýsingin átti
meira að segja nákvæmlega við
ástandið á heimilinu daginn, sem
Lauga sá þessa sýn.
Viðtalsgerðin
Hún sá oft feigð á fólki.
Og hun sá fyrir þegar togararn-
ir fórust á Halamiðum.
Eitt sinn fór hún úr líkamanum
og alla leið til Ameríku og kom
þar í hús frænku sinnar. Hún
skrifaði strax frænku sinni og lýsti
ýtarlega öllu innanstokks og utan
heima hjá henni.
Og frænkan skrifaði um hæl.
Allt stóð heima.
Lýsingin átti meira að segja
nákvæmlega við ástandið á heim-
ilinu daginn, sem Guðlaug sá
þessa sýn. (Bls. 123-124).
Vatnadagurinn
mikli
Þegar hestur Helga er í þann
veginn að losa sig uppúr ánni, er
Margrét kominn um það bil útí
hana miðja. Hestur hennar fálm-
aði sig varlega, hægt og hægt
lengra í áttina yfirum, með
straumþungann hvílandi á sér
uppundir miðja si'ðu. En rétt í
því, er hann hefur klöngrazt rúm-
lega hálfa breidd árinnar, rekur
hann annan framfótinn í einn
botnhnullunginn og stingst sam-
stundis á hausinn niður í
straumkastið... sextán dögum
áður hafði Margréti hent það
óhapp austur í Hellisholtsvatni á
Mýrum, að hestur hennar lenti í
bleytu og brauzt um nokkuð, svo
að reiðtygin runnu með hana
afturaf reiðskjótanum og hún sat
holdvot á hnakknum niðri í
vatnsaganum þegar að henni var
komið. (BLs. 70-71).
Viðtalsgerðin
Þegar hestur Helga er í þann
vegin að stíga upp úr ánni á bakk-
anum hinum megin, er ég kom-
inn út í hana miðja.
Hestur minn fetar sig varlega
áfram löturhægt, og straumþung-
inn hvílir á honum upp undir
miðjar síður.
En allt í einu rekur hann annan
framfótinn í grjóthnullung á
botninum - og stingst á bólakaf
niður í straumkastið...
I Hellisholtsvatni á Mýrum
henti það óhapp, að þegar hestur
minn var úti í vatninu, tók hann
að brjótast um, svo að reiðtygin
runnu af honum.
Ég sat holdvot á hnakkinum í
vatninu, þegar að mér var komið!
(Bls. 85-87.).“
Gylfi Gröndal.
Þórbergur Þórðarson.
Kannski las ég Þórberg of vel
Gylfi Gröndal: Treysti stundum Þórbergi betur...
„Það er auðvitað gefiö að Mar-
grét segir frá ýmsu sem Þórberg-
ur hefur skrifað. Það stangast þó
ekkert á við það sem hann sagði.
Þá hefur Þórbergur skrifað ýmis-
legt um sig og Margréti og því
nálgast frásögn Margrétar oft það
sem Þórbergur lét frá sér fara,“
sagði Gylfi Gröndal þegar Þjóð-
viljinn spurði hann álits á ritdómi
Helgu Kress um bók hans Við
Þórbergur, þar sem Margrét
Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þórð-
arsonar, segir frá.
„En ég undirbjó mig vel fyrir
þetta verkefni, þrautlas t.d. Þór-
berg allan. Kannski hef ég lesið
hann of vel, en ég ætla ekki að
fara að tjá mig sérstaklega um
það núna. Svo er það líka að Mar-
grét er að segja frá einhverju sem
Þórbergur hefur skrifað um og þá
brá Margrét á það ráð að segja,
„Við skulum bara láta Þórberg
segja frá þessu“.
Éinnig kom það fyrir að ég
treysti Þórbergi betur en Mar-
gréti og notaðist þá við hans rit-
smíðar. En ég tel mig alls ekki
hafa staðið óheiðarlega að
verki,“ sagði Gylfi Gröndal.
I.H.
Fuglatalning 29. des.
Síðasti náttúrufræðidagur ársins
verður 29. desenibcr en þá fer jafn-
framt árlegur talningadagur fuglaá-
hugamanna. Er þetta tilvaíið tækifæri
til að líta upp úr jólabókunum og fá
sér ferskt loft. Það er áhugahópur um
byggingu náttúrufræðisafns sem
stendur að þessum degi og er öllum
sem vilja boðin þátttaka.
Hvers vegna Fuglatalningar?
Tilgangur þess að telja fugla að
vetrarlagi er cinkum þríþættur:
1) Að kanna hvaða fuglategundir lifa
í landinu um hávetur.
2) Að kanna hversu algengar hinar
ýmsu tegundir eru.
3) Að fylgjast mcð ástandi fuglast-
ofna, hvort fuglum fækki, fjölgi eða
hvort stofnar standi í stað.
Fuglatalningar af þessu tagi gefa
þverskurö af því fuglalífi sem hér er á
þessum árstíma. Sá misskilningur
hefur komiö upp meðal þeirra sem
þekkja ekki nægilega til, að taldir séu
allir fuglar í landinu. Slíkt er vitaskuld
ógjörningur, enda athugendur sáraf-
áir, landið stórt og hver talningar-
maður kemst aðeins yfir takmarkað
svæöi.
Hvað á að gera á Náttúrufræðidag-
inn?
A náttúrulræðidaginn 29. desem-
ber eröllum sem viljaboðin þátttaka í
fuglatalningu. { stað þess að leita
langt yfir skammt, skulu þátttakend-
ur taka upp kíkinn og skoða fuglana í
næsta nágrenni sínu. Þátttakendur
skulu hafa eftirfarandi hluti við hönd-
ina: kíki, fuglabók (besta bókin sem
til er á íslensku til að greina fugla er
Fuglar íslands og Evrópu, öðru nafni
Fuglabók AB), vasabók (eða blað)
og blýant.
Þátttakendur skoða ákveðið af-
markað svæði í nágrenni síns heima,
t.d. garöinn við húsið, næsta nágrenni
sveitabýlis, ströndina neðan við hús-
ið. Á þessu svæði er leitað að öllum
fuglum og reynt að finna hvað þeir
heita.
Þeir sem taka þátt í talningunni
skulu rita ahuganir sína skipulega á
blað á þennan hátt: Fuglatalning 29.
12. 1985 og síðan
1) Lýsa svæðinu sem var athugað,
hvar það sé og hvað stórt.
2) Gera lista yfir allar fuglategundir
sem sjást og hve margir fuglar (ef þeir
eru taldir).
3) Rita nafn sitt og heimilisfang.
Blaðið er síðan sent til Náttúru-
fræðistofnunar íslands, Pósthólf
5320, 125 Reykjavík. Þeir sem senda
inn athuganir sínar munu fá sent yfirl-
it yfir fuglatalninguna, þegar allar
skýrslur hafa borist og búið er að taka
upplýsingarnar saman.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIN