Þjóðviljinn - 22.12.1985, Side 8
BÓKMENNTIR
Það eina vígi,
rammt og stœlt
Jóhann S. Hannesson
Tíundir
Kvæði
Örn og Örlygur.
Jóhann S. Hannesson, sá
merki skólamaður og orðabókar-
stjóri, lést fyrir tveim árum.
Hann var skáld ágætt eins og
margir ijóðavinir vita og það er
gleðiefni að nú koma út á prenti
ljóð sem hann lét eftir sig í
handritum. Flest frumkveðin, en
nokkur þýdd. Kristján Karlsson
annaðist útgáfuna og skrifar
skarplegan formála fyrir útgáf-
unni.
Strax í fyrsta kvæði bókarinn-
ar, koma vel fram þau höfundar-
einkenni Jóhanns, hve vel honum
lætur að færa vísdóminn, þank-
ann heimspekilega í vandaðan
ijóðbúning og gera hann nákom-
inn lesandanum, án þess að úr
verði hvunndagsleiki, án þess að
hugsunin komi of kunnuglega
fyrir sjónir. Til þess að svo megi
verða, til að skyldan, viljinn
frjálsi og skilningurinn eignist
drjúgan þegnrétt í knöppu Ijóði -
eins og því sem nefnt var til dæm-
is - þá þurfa til að koma góð hug-
kvæmni, lævís fyndni og einatt
elskuleg sjálfshæðni.
Stundum lýkur hnyttnu kvæði
þessarar ættar á spurningu, sem
er ekki hægt að svara, en verður
samt erfitt að komast undan.
Kannski er sá illi grunur réttur
spádómur, segir á einum stað, að
„endalaust muni hallast á ógæfu-
hlið“. En, spyr skáldið:
hvorumegin er hún?
Jóhann er vís til þess að segja í
sínum glettna tón, það sem
stundum er kallaður beiskur
sannleikur um mannlegt félag í
kringum hann. Eins og í einni
„spöku“ sem hann svo nefnir og
hljómar svo:
Og honum finnst í annari
spöku, að það sé helst „spenn-
andi við þjóðlíf vort“ en enginn
hefur hugmynd um Hvort það er
upp á grín eða upp á sport!
Aldrei er skáldið þó í þeim
dómarastóli sem hann horfir úr
með nokkru yfirlæti. Hógværara
skáld er varla til (miðað við
ágæti). í prýðilegu kvæði til dótt-
ur sinnar talar Jóhann um að
hann sé „skáld til hálfs“ - (og hé-
gómlegur eftir því!) I öðrum stað
kallar hann sig „leikmann orðs-
ins“ og í einni spöku minnir hann
sjálfan sig á að falla ekki í þá
freistni að halda að sá heimur,
sem dýrlegur er, hvort heldur
rignir eða sól skín, sé til orðinn
„vegna mín“. Þegar svo kemur að
jjeim eilífðarmálum lífs og listar,
Jóhann Hannesson.
dauða og orðstírs, eilífðarmálum
sem gera alla að sögn jafnvitra -
þá er um stund horfið frá hinum
glettna tóni, frá hinni hugvitsam-
legu fyndni og ort af karl-
mennsku og þrótti um það sem
„eitt á ég samt“ svo vitnað sé til
annars ágæts skálds:
Staðreyndin er, þó erfitt sé að trúa
ef þú villt tala vel um þá sem búa
á nœstu grösum, þarftu bara að þegja
um þúsund hluti, en alls ekki að Ijúga.
... Tímanum skal samt
torsótt það eina vígi, rammt og stœlt
sem blasir við oss, upphafs og endalaust:
hvert augnablik. Par er vort hald og traust.
AB
Sambýli Ijóðs
og Ijósmyndar
Helfried Weyer - Matthías Johann-
essen.
Ultima Thule.
Eulen Verlag.
Oft er um það rætt að ljóðið
hafi gott af því og þeir sem ljóð
vilja heyra, að það gangi til sam-
starfs við aðrar listir, leiklist
kannski, tónlist eða myndlist.
Matthías Johannessen er einn
þeirra sem hafa gefið þessu atriði
gaum eins og þeir muna sem séð
hafa samstarf hans við Erró um
gerð ljóðabóka - hann hefur líka
skoðað hvaða möguleika ljóð
ætti á plötu. Og nú er hann í sam-
starfi við þýskan Ijósmyndara,
Helfried Weyler- velur ljóð til að
standa með ljósmyndum hans af
íslandi. Bókin kemur út í Þýska-
landi og textinn er bæði á íslensku
og þýsku - en Jón Laxdal þýðir
kvæði Matthíasar.
Rolf Hádrich kvikmyndamað-
ÁRNI
BERGMANN
Dœgur-
mál
Ingólfs
Sveins-
sonar
Ingólfur Sveinsson, lögreglu-
maður í nær hálfa öld, hefur gefíð
út Ijóðabók sem nefnist Dœgur-
mál.
Ingólfur yrkir um dýrð landsins
og minnisverð tíðindi. Hannfjall-
ar um sögufrægar persónur svo
sem Skarphéðin og Edith Piaf og
hann tekur eindregna afstöðu í
umfjöllun um aronsku, verð-
bólgu, rauðsokkur, aukavinnu og
margt fleira. Hann yrkir líka um
jólahald þegar „verðbólgan vafr-
ar um með Jesúbarnið í fanginu"
og auglýsingar draga ekki af sér
að mæra bíla jafnt sem sjálfvirk
dúkkuklósett. En lokaorð kvers-
ins eru svona:
Hulduskip fellir segl
undir glóð
vesturhimins.
í djúpinu hvilir
gullharpa.
ur skrifar formála og talar
skemmtilega um það ísland sem
hver og einn verður að finna fýrir
sjálfan sig. Það land sem ljós-
myndarinn hefur fundið er mikið
ævintýri í litum - stundum eru
þessir litir svo glæsilegir, einkum
í ljósaskiptunum, að væri ljós-
Matthías Johannessen.
myndarinn málari fengi hann bágt
fyrir skrautgirnina. Þetta er fs-
land þeirrar eilífðar sem var áður
en við komum og verður, hvað
sem um okkur verður. Með ör-
fáum undantekningum er farið í
skáldskaparreisur með myndavé-
lina um auðnir og kletta og
hraun: þetta er Iand byggt fugl-
um.
Ljóð Matthíasar falla yfirleitt
vel að þessum glæsilegu ljós-
myndaævintýrum. Það kemur
vitanlega fyrir að lesandinn efast
um að „gott“ samband sé á milli
ljóðs sem fjallar um það að „ljóði
ykkar“ laust niður og það kviknar
í „húsi okkar“ húsi vanans og „trú
okkar von og öryggi" fuðra upp -
og ljósmyndar af húsarúst eftir
eldgos í Heimaey. En yfirleitt
gengur þeim, sem bókina skoðar,
vel að sigrast á slíkum efa-
semdum. Stundum er sem Ijóð og
mynd hafi verið ort hvort fyrir
annað, svo beinn er stuðningur-
inn, eins og á opnunni þar sem
blámi fjallsins og fljót vorsins
hafa skolað burt vetrarmyrkri.
Nokkru aftar (bls. 74-75) er falleg
mynd af á, sem missir græna
litinn úr sínu föruneyti eftir því
sem ofar dregur og með þessu
stendur blátt áfram:
Við getum sagt svo margt
án þess að skilja
náttúrulögmálin.
Sem er satt og rétt. Við getum
líka snúið dæminu við og skrifað:
við getum skilið náttúruna án
þess að segja neitt. Og svo fram-
vegis. Stefin geta verið mörg. Og
semsagt: þetta er falleg tilraun til
að búa til „Gesamtkunstwerk" úr
ljósmynd og ljóði.
- ÁB.
Snældubók um Njáluslóðir
Söguslóðir Njálu.
Leiðsögn á þrem hljóðsnældum.
Leiðsögn um landið sf.
Ein nýbreytni í útgáfu þessa árs
er þessi hljóðbók um Njáluslóðir.
f bókarlíki, sem minnir helst á
myndband, er að finna Njálu
prentaða með svipuðum hætti og
Nýja testamentið og þrjár snæld-
ur. Á snældunum er leiðsögn um
Njáluslóðir - ein er um Fljót-
shlíð, önnur um Landeyjar og hin
þriðja um Rangárvelli. Það er
Franz Gíslason, sem tekur saman
texta, sem Ævar R. Kjartansson
les, Heimir Pálsson les dæmi úr
Njálu og Hugrún Gunnarsdóttir
fer með kvæði sem tengjast Njálu,
og Margrét Hjálmarsdóttir kveð-
ur rímur af þeirri merku bók.
Þessa efnis geta menn að sjálf-
sögðu notið heima í stofu með
svipuðum hætti og útvarpsefnis.
En hljóðbókin er einkum hönnuð
til þess brúks, að Njáluunnandi á
bíl aki með ca. 60 km hraða og
nemi staðar á vissum stöðum og
láti Njálufróðleik fylgjasér. Dag-
skráin er til að mynda byggð upp
þannig, að þegar ekið er til Berg-
þórshvols, er minnst á nokkur
atvik utan við vegakort ferðar-
Franz Gíslason
leiðsögutextann.
hefur samið
innar, rætt um Hallgerði lang-
brók og rakin dæmi um þann kveð-
skap sem íslendingar hafa saman
um hana sett, það er farið með
fróðleik um heimafólk á Berg-
þórshvoli í bland við staðhátta -
lýsingu og fleira. Síðan kemur að
brennulýsingu, kveðskap Gríms
Thomsens og Steins Steinars um
Skarphéðinn í brennunni, vanga-
veltum um heiðni og kristni í
Njáli bónda og Flosa brennu-
stjóra. Svo mætti áfram rekja
dæmin. Njáludæmum fylgja
endursögn og útskýringar, sumar
bókmenntalegs eðlis, aðrar lúta
að staðháttum og kannski jarð-
fræði, enn er lagt út af kveðskap
sem Njála hefur upp vakið, svo
sem fyrr var frá greint.
Efni þetta er fróðlegt áheyrnar
og passar vel við þarfir þess sem
kannast sæmilega við Njálu og
hennar fólk, en hefur aldrei
„dottið í“ þá bók. Vissulega hefði
mátt hugsa sér fleiri aðföng í
þessa leiðsögn - tónlistardæmi
kannski, meira um það hvernig
menn hafa fyrr og síðar brugðist
við Njálu og þar fram eftir göt-
um. En þetta er áheyrilegt vel
eins og það er, og kemur í góðar
þarfir. Flytjendur koma sínum
hlutum vel til skila (Heimir Páls-
son hefði þó mátt stilla leikvið-
leitni sinni meira í hóf). Og sá
vandi að láta slíka Njáludagskrá
falla að bílferð er nógu vel leystur
til þess að áheyrandinn er vel
sáttur við sinn hlut. _ ÁB.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985
Okkar
fuglar
Stefán Aðalsteinsson
og Grétar Eiríksson:
Fuglarnir okkar.
Bjallan 1985.
Fræg spurning á prófi hljómar
svo: Hver er fegursti fugl fslands?
þessi litla bók svarar vitanlega
ekki svo huglægri spurningu, en
þar er að finna myndir og frá-
sagnir af 35 íslenskum fuglum eða
um helmingi þeirra sem hér verpa
að staðaldri.
Bókin er úr þrem þáttum
spunnin. Myndirnar eru margar
mjög fallegar, þótt ekki sé það
óumdeilanlegt hvaða pláss hverri
er ætlað. í annan stað koma upp-
lýsingar úr náttúrufræðinni - um
varp og mataræði og hátterni og
fleiraþessháttar. í þriðja lagi eiga
fuglar sinn sess í sögunni (til
dæmis hrafninn) og svo þjóð-
trúnni og skáldskapnum.
Slík bók er ágæt byrjendabók
náttúruskoðarans en það er ekki
síst þátturinn um fugla í okkar
þjóðlífi og þjóðtrú sem gerir hana
læsiiega. Það er að sjálfsögðu
ekki beinlínis „nytsamur“ fróð-
leikur að komast að því, að „til að
geta séð á nóttu sem degi þvær
maður sér í heitu blóði músar-
rindilsins.“. En slíkar upplýsingar
gera þennan litla fugl að öðru og
meiru en mynd og ytri lýsingu.
Má reyndar segja, að lengja hefði
mátt textann og leita uppi fleiri
þjóðsögur, hindurvitni og vísur
um einstaka fugla. Þessi lesari
hér greip t.d. ofan í Sigfús Sigfús-
son og sá þar hremmilegar frá-
sagnir af því hvernig örn og
köttur börðust í lofti og féllu báð-
ir dauðir niður.
Það er sitthvað sagt af siðum
fugla í bókinni. Mitt í
jafnréttísumræðunni eru menn
minntir á það, að hjá óðins-
hönum tíðkast það a kvenfugl-
inn biðli til karlsins - en hann fær
svo að unga út og annast af-
kvæmin. Aftur á móti sakna ég
þeirra upplýsinga sem ég sá ein-
hvers staðar um súluna, að hún
tíðki allt að því ævilöng hjóna-
bönd - og berji karlinn kerlu sína
á hverjum degi.
Fuglarnir okkar koma sér vel í
tiltölulega fátæklegum bókakosti
um náttúru okkar.
ÁB
Ljóð
Kristinn
Reyr
Gneistar til grips heitir ný Ijóða-
bók eftir Kristin Reyr, sem hefur
sent frá sér um það bil tug Ijóða-
bóka, en einnig samið leikrit,
sönglög og fleira gott.
Gneistar til grips geymir ljóð
sem flest fjalla um einhvern
vanda manneskjunnar á þeirri
öld þegar „Mannúð er hugtak/
sem hagvöxtur þekkir/ ekki einu
sinni/ af afspurn á þessum/ síð-
ustu og bestu/ samkeppnistím-
um“ - eins og segir í upphafsljóði
bókarinnar. Þessi ljóð eru oft af
anda ádrepu og tónninn einatt ei-
lítið glettinn.