Þjóðviljinn - 22.12.1985, Page 11
Hjúkrunarkona
á bardaga-
svœðunum
ÍÉI Salvador
seglrfrá
„Og hvað verður um unga fólkið sem við þjálfum til læknisstarfa? Margt af því
hefur yfirgefíð landið. Það hefur verið ofsótt vegná þess eins að það gerir það
sem því hefur verið kennt að gera, það er að gæta heilsu fólksins. Og margir
stúdentanna sem við unnum með svo langan tíma til að reyna að búa þá undir
að þjóna fólkinu - þar á.meðal ellefu af mínum nemendum - eru dauðir. Herinn
hefur drepið þá.“ - Dr. Gloria Torres.
þess að þetta fólk átti að fá tilsögn
í hjúkrun og læknishjálp!
En Maria Eugenia og félagar
hennar unnu líka að lækningum,
meðal annars reyndu þau að
hjálpa fólki sem særðist við mót-
mælaaðgerðir. Þetta fólk var
dauðans matur ef öryggissveitir
ríkisins fundu það.
Þau komu sér upp leynilegu
sjúkrahúsi í borginni. Þessi spítali
var allvel búinn. Þangað kornu
meðal annars sjúklingar utan úr
sveit. Að sjáifsögðu var mikið
laumuspil kringum þetta, sjúkl-
ingarnir voru jafnvel faldir undir
sætum í bílum á leið til sjúkra-
hússins.
Flutt
út í sveit
Fljótlega varð ljóst að of
hættulegt var að reka þetta
sjúkrahús í borginni. Maria Eug-
enia flutti út í sveit ásamt manni
sínum og tveim dætrum.
Að sumu leyti eru aðstæður
erfiðari í sveitinni, einkum vegna
þess að þau verða að notast við
miklu verra húsnæði, oft hvað
sem til fellur. Auk þess eru oft
átök allt í kring. Hitt skipti þó
meira máli að nú voru þau komin
meðal fólksins og það gerði allt
þjálfunarstarf auðveldara auk
þess sem sært og sjúkt fólk átti
greiðari aðgang að þeim.
Við þjálfun sjúkraliða er eink-
um lögð áhersla á hjálp í við-
lögum. Það þarf að kenna fólki
að binda um sár, búa um
beinbrot, bregðast við miklum
blóðmissi. Einnig þarf að kenna
meðferð brunasára vegna þeirra
efnavopna sem stjórnin notar,
svo sem napalms og fosfór-
sprengja.
Stjórnarherinn notar reyndar
fleiri gerðir efnavopna. Stundum
virðist fólk vera með einhvern
vírussjúkdóm eða t.d. malaríu,
jafnvel allir íbúar í heilu þorpi, en
þegar betur er að gætt er ekki um
slíkan sjúkdóm að ræða heldur
áhrif frá efnavopnum stjórnar-
innar.
En þrátt fyrir nauðsyn skyndi-
hjálpar er einnig reynt að sinna
almennri heilsugæslu. Þar er
bæði um að ræða lækningar á al-
mennum sjúkdómum og fyrir-
byggjandi aðgerðir svo sem
hreinlæti. En helsta orsök flestra
sjúkdóma, eða hversu skæðir
þeir verða, er vannæringin.
„Flest eða öll börn okkar," segir
Maria Eugenia, „þjást af fyrsta
eða annars stigs næringarskorti."
Næringarskorturinn gerir allar
sjúkdómsvarnir erfiðari. Bakter-
ía sem gerir okkur lítinn skaða
drepur vannært barn á skömmum
tíma.
Stjórnarherinn á að sumu leyti
beina sök á hungri fólksins. „í
árásum sínum drepa hermennirn-
ir ekki aðeins okkur," segir Mar-
ia Eugenia, „þeir drepa og eyða
líka skepnunum sem gefa okkur
mjólk og kjöt. Þeir eitra ár og
lindir og valda okkur miklum
hörmungum."
Öflun lyfja
Öflun lyfja er stöðugt vanda-
mál sem reynt er að leysa riieð
ýmsum hætti. Stuðningsmenn
frelsishreyfingarinnar, meðal
annars úr hópi hjúkrunarfólks,
sem býr á þeim svæðum sem
ríkisstjórnin ræður, hefur reynt
að útvega lyf. Einnig er fengið
allmikið af lyfjum frá öðrum
löndum. Samstöðuhreyfingar er-
lendis senda oft lyf eða fé sem
hægt er að kaupa lyf og hjúkrun-
arbúnað fyrir.
Að koma lyfjum inn í landið er
torvelt og hættulegt og stundum
lokast allar leiðir vegna stríðsins.
Oft rýrna lyfin á leiðinni, stund-
um eru þau svo lengi á leiðinni að
þau sem geymast stutt eru ónýt
þegar þau koma, stundum hafa
þau blotnað eða skemmst.
En þrátt fyrir útsjónarsemi,
dugnað og aðstoð við að afla lyfja
er sífelldur skortur á þeim. Þess
vegna hefur verið reynt að búa til
og nota ýmiskonar náttúrulyf og
þar hefur margt gamalt fólk veitt
ómetanlega aðstoð. Þessi lyf eru
unnin úr ýmsum jurtum, leir og
fleiru og lýsir Maria Eugenia
undraverðum áhrifum slíkra
lyfja. „Helsta vandamálið," segir
hún, „er að við þurfum að kenna
fólki að nota þessi lyf af því að
það hefur tilhneigingu til að
treysta ekki því sem kemur ekki í
verksmiðjuumbúðum."
Skurðaðgerð við
tólgarkerti
Maria Eugenia segir sögur af
læknisaðgerðum sem gerðar eru
við gífurlega erfiðar aðstæður.
Skurðaðgerðir þarf að gera tafar-
laust, (konu er bjargað úr barns-
nauð með keisaraskurði:)
„Það var kona sem hafði átt
fyrsta barn sitt með keisara-
skurði, sú aðgerð var gerð í borg-
inni. Læknarnir höfðu sagt henni
að næsta barn yrði einnig að fæð-
ast á sama hátt. Þar sem engar
aðstæður voru til slíkrar aðgerðar
þar sem hún var nú óttaðist hún
að hún mundi ekki lifa fæðinguna
af. Hún bjóst svo sannarlega ekki
við að við gætum gert aðgerðina.
En það var engin önnur leið. Dag
nokkurn kom rnaður hennar til
okkaT í sjúkraskýlið í miklu upp-
námi og sagði að komið væri að
fæðingunni. Sem betur fór
höfðurn við nýlega fengið lyf og
tæki til skurðaðgerða svo að
sjúkraskýli okkar var tiltölulega
vel búið. Við gátum því gert
keisaraskurðinn og bæði móðir
og barn lifðu. En móðirin fékk
samt sýkfngu vegna þess að veðr-
ið var svo vont að regnið komst
gegnum þakið og féll á hana. Til
allrar hamingju höfðum við þó
fúkalyf og gátum stöðvað sýking-
una. Innan skamms var hún kom-
in á stjá með barnið í örmum sér
þrátt fyrir árásir stjórnarhersins.
Árangur skurðaðgerða er
mjög undir hugvitsemi hjúkrun-
arfólksins komin svo og aðstæð-
um okkar hverju sinni. Við verð-
um að byrja á að sótthreinsa hús-
ið sem við notum. Stundum höf-
um við jafnvel borð eða stóla og
bekki svo við getum útbúið borð
til aðgerðarinnar.
Meðan dagsbirtu nýtur verð-
um við oft að rjúfa þekjuna til að
hleypa sólskininu inn af því að
mörg hús eru gluggalaus. Stund-
um höfum við þurft að bíða með
aðgerðina í miðjum klíðum af því
að það hefur hvesst og ryk og
óhreinindi fokið~mn í húsið. Þá
hyljum við sárið og bíðum þar til
vindinn lægir og höldum þá
áfram.
Stundum erum við svo heppin
að hafa rafmagn en mest notum
við olíulampa. Fólkið er ráða-
gott. Það setur mör úr kú í flösku,
setur tusku í stútinn og þetta
logar eins og lampi þótt það ósi
mjög. Eitt sinn í miðri aðgerð var
búið úr rafhlöðum sem við feng-
um ljós frá og þá gripum við til
slíks tólgarlampa. Við ljósið frá
þessum ósandi lampa gátum við
lokið aðgerðinni og sjúklingurinn
er nú í fullu fjöri.“
Sunnudagur 22. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11