Þjóðviljinn - 22.12.1985, Page 14
Fiskiðnaðurinn
Svört
skýrsla
Fyrir tilstuðlan sjávarútvegs-
ráðuncytisins fór nefnd á vegum
Kjararannsóknarnefndar til Nor-
egs, Danmcrkur og Englands til
að gera samanburð á launakjör-
um og heildarlaunakostnaði í
þessum löndum í samanburði við
Island, í fiskiðnaði. Ákveðið var
að senda fjögurra manna nefnd til
þessara landa og dvöldust nefnd-
armenn ytra dagana 6.-24. októ-
ber sl. Nefndarmenn voru Ágúst
H. Elíasson frá VSÍ, Jón Kjart-
ansson formaður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja og Ari Skúlason
og Hannes G. Sigurðsson frá
Kjararannsóknarnefnd. Höfðu
nefndarmenn samband við fyrir-
tæki beint, en auk þess var haft
samband við verkalýðssamtök og
vinnuveitendasamtök í löndunum
þremur. Einnig voru
rannsóknarstofnanir og hags-
munasamtök heimsótt í fcrðinni.
Nefndin hefur nú skilað skýrslu
um ferðina, þar sem gerður er
samanburður á kjörum verka-
fólks í fiskvinnslu hér á landi og í
löndunum þremur scm heimsótt
voru. Þá var og kannað fiskverð
og fleira hjá þeim fyrirtækjum
sem heimsótt voru. Er skýrsla
nefndarinnar hin ítarlegasta, en
þetta er SVÖRT SKÝRSLA, fyrir
íslenskan fiskiðnað þegar hann er
borinn saman við fiskiðnaðinn í
Noregi, Danmörku og Englandi.
ísland
láglaunasvœði
í ljós kemur að laun fisk-
vinnslufólks á íslandi eru mikið
lægri en í löndunum þremur,
nokkuð mismunandi, en hróp-
legur munur er í sumum tilfell-
um. Þannig er tímakaup í dag-
vinnu, það er taxtakaup að við-
bættum bónus í snyrtingu, vigtun
og pökkun, 60% hærra í Noregi
en hér, tímakaup í dagvinnu að
viðbættum bónus í snyrtingu í
Danmörku er 69% hærra en hér.
Taxtakaup að viðbættum bónus í
flökum er 105% hærra í Noregi,
96% hærra í Danmörku og 31%
hærra í Englandi, en í Engandi er
eingöngu handflakað.
Þá er og þess að geta að tíma-
kaup í fiskvinnslu í Noregi og
Danmörku er lægra en í öðrum
iðnaði, en á íslandi er tímakaup í
fiskvinnslu hærra en meðaltal
annarra atvinnugreina. í október
var samningsbundið lágmarks-
tímakaup í fiskiðnaði 87% hærra
í Noregi, 127% hærra í Dan-
mörku en á íslandi, en í Englandi
eru engir allsherjar samningar
um lágmarkslaun.
1 skýrslunni er tekið fram að
mun meiri afköst séu í þeim fyrir-
tækjum sem heimsótt voru í ferð-
inni en hér á landi. Þar af leiðandi
sé hér á landi greitt hærra kaup
fyrir framleitt kíló af. fiski en í
hinum löndunum. Þetta er skýrt
með því að ormatínsla sé svo
tímafrek og kostnaðarsöm á ís-
landi. Enginn ormur sé í fiski í
Danmörku en nokkur í Noregi.
Aftur á móti kemur fram að
miklu minni áhersla sé lögð á
snyrtingu flaka í Noregi og Dan-
mörku en hér á landi en meiri
áhersla á afköst. Á móti kemur
að í Noregi og Danmörku er allur
afskurður af flökum nýttur í
marning sem seldar er í fiskborg-
ara fyrir mjög gott verð. Hér á
landi er svona nýting ekki til.
Hráefnisverð
Hráefnisverð er mun hærra í
löndunum þremur en hér á landi.
f októbermánuði var verð á
stærsta þorski hér á landi 24-25 i
kr. hvert kfló eftir að tillit hefur
verið tekið til sjóðagreiðslna. í
Noregi, þar sem ekki er uppboðs-
markaður er verðið 10%-15%
hærra en hér og 20% hærra á
Borgundarhólmi í Danmörku en
þar er ekki um uppboðsmarkað
að ræða. Á öðrum stöðum í Dan-
Framleiðni í íslenskum frystihúsum er minni en á Norðurlöndunum og orminum
kennt um allt saman.
mörku og í Englandi er allur fisk-
ur seldur á uppboðsmarkaði og
hráefnisverð því margfalt hærra
en hér á landi.
í skýrslunni er tekið fram að
sum þeirra fyrirtækja sem
könnuð voru í Danmörku og
greiði allt að 100% hærri laun og
margfalt hærra hráefnisverð, selji
afurðir sínar til íslensku sölufyr-
irtækjanna í Bandaríkjunum,
fyrir sama verð og íslenskir aðilar
LEK)ARI
Mikil er sök ormsins
Skýrsla starfshóps á vegum Kjararannsókn-
arnefndar um Iaun og launakostnaö í fiskiönaöi í
Danmörku, Noregi, Englandi og Islandi, sem
kom út fyrir skömmu er haröur áfellisdómur yfir
íslenskum fiskiönaöi. í skýrslunni kemur fram
aö laun í Noregi og Danmörku og raunar Eng-
landi líka, eru frá 30% og uppí 125% hærri í
þessum löndum en hér á landi. Hráefnisverö er í
öllum tilfellum hærra í löndunum þremur og á
flestum stöðum sem nefndin kannaði í Dan-
mörku og í Englandi margfalt hærra en hér. Á
sama tíma og ástandið er svona selja bæði
Norðmenn og Danir sinn fisk aö hluta á sama
markaði og viö, í Bandarríkjunum fyrir sama
verð og við fáum. Auk þess hafa svo þessar
þjóöir leitaö og fundiö markaði fyrir fiskafurðir
sínar á góðu veröi víða um heiminn. Aðspurðir
segjast fiskframleiðendur þessara landa hagn-
ast vel, annars væru þeir ekki að þessu. Hér
segjast menn hins vegar reka fiskvinnsluna
með allt að 8% tapi.
íslenskir fiskframleiðendur kenna miklum
ormi og þar af leiðandi ormatínslu um hve dýr og
seinvirk framleiðslan er hér. Það segja þeir á-
stæðuna fyrir þessum mikla launamun og minni
framleiðslu á mann en í löndunum þremur.
Sjálfsagt á ormurinn hér einhverja sök, enda
seljum við íslendingar okkar afurðir að lang-
mestum hluta á Bandaríkjamarkaði. Sá mark-
aður er svo kröfuharður að norskir framleiðend-
ur segja að ekki borgi sig að framleiða í 5 punda
pakkningar á Bandaríkjamarkað vegna of mikils
framleiðslukostnaðar. Þeir selja á öðrum
mörkuðum, þar sem fólk kann að borða fisk, veit
að fiski fylgja bæði roð og bein og kippa sér ekki
upp við það. Framleiðsla á hinn gerilsneydda
Bandaríkjamarkað er orðin svo dýr að Norð-
menn eru að draga saman sölu þangað.
En þótt orminum í fiski af íslandsmiðum sé
kennt um þann mikla mun á launum og öðrum
kjörum verkafólks á íslandi og í Danmörku og
Noregi, þá skýrir það ekki hvers vegna öll laun
eru hærri í þessum löndum en hér. Það er ekk-
ert nýtt að forystumenn verkalýðsfélaga á ís-
landi hafi bent á þann mikla launamun sem er
annarsvegar á íslandi og hinsvegar á öðrum
Norðurlöndum. Guðmundur J. Guðmundsson
formaður VMSÍ lét kanna þetta mál fyrir nokkr-
um misserum og kom þá í Ijós álíka mikill munur
á öllum verkamannalaunum á Norðurlöndum
og íslandi og kemur fram í umræddri skýrslu úr
fiskiðnaðinum. Félag bókagerðarmanna hefur
einnig bent á muninn á kjörum íslenskra bóka-
gerðarmanna og bókagerðarmanna á öðrum
Norðurlöndum. Hann er álíka mikill og kemur
fram á skýrslunni og vita menn ekki til þess að
bókagerðarmenn á Isiandi séu truflaðir í orma-
tínslu.
Því hefur verið heitið að í byrjun næsta árs
verði haldin ráðstefna, þar sem rætt verður um
niðurstöður skýrslu starfshóps Kjararannsókn-
arnefndar og er það vel. Þó er ástæða til að vara
við of mikilli bjartsýni, þegar horft ertil annarrar
skýrslu sem kom út fyrir rúmu ári síðan. Það var
skýrsla sem Alþýðusamband íslands og Verka-
mannasambandið gáfu út um rannsóknir á að-
búnaði og hollustuháttum í íslenskum fiski-
ðnaði. í Ijós kom að aðbúnaður var slæmur,
atvinnusjúkdómar algengar og frátafir vegna
veikinda af þessum ástæðum miklar. Nú, ári
síðar, hefur ekki annað verið gert í Ijósi þessarar
skýrslu, en að skipa nefnd sem mun taka til
starfa einhvern tímann á næstunni. Ef atvinnu-
rekendum lá ekki meira á en þetta að kippa jafn
alvarlegum málum í lag og koma fram í skýrsl-
unni fyrir ári, er þá ástæða til að ætla að þeim
liggi meira á nú? Aftur á móti hljóta íslensk
verkalýðsfélög að gera kröfur um bætt kjör til
handa sínum umbjóðendum í Ijósi þessarar
skýrslu.
-S.dór
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985