Þjóðviljinn - 22.12.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1985, Síða 15
I Danmörku eru 20 skólar sem halda námskeið fyrir verkafólk í ýmsum greinum. Skólarnir eru kostaðir af ríkinu en stýrt af aðil- um vinnumarkaðarins. I ná- grenni við helstu fiskibæi Dan- merkur eru skólar sem bjóða uppá námskeið fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. Sækir tífallt fleira fiskvinnslufólk skólann en sjómenn, þar af 90% konur. Kennsla er ókeypis fyrir nemend- ur. Atvinnulaust fólk heldur bót- um sínum óskertunr meðan það er á námskeiðum og fólk í starfi fær launatap bætt með sömu upp- hæð og nenrur atvinnuleysisbót- um, eða allt að 90% af launum. Því má skjóta hér inní að það eina sem heyrst hefur hér á ég landi um menntum verkafólks í fiskiðnaði er þingsályktunartil- laga Skúla Alexanderssonar al- þingismanns um að taka upp braut í fjölbrautaskólum landsins í sjávarútvegsfræðum. Þetta er einhver besta tillaga sem kornið hefur fram á Alþingi í mörg ár, en sefur nú í einhverri góðri nefnd þingsins. Danmörk að því er SA og SIS segja. Spurn- ing hlýtur að vakna: Hvernig er það hægt? Danir segjast hagnast á sínum fiskiðnaði, annars væru þeir ekki í honum, segja þeir, en Islendingar reka allt með tapi. Það skal tekið fram að launa- tengd gjöld eru mjög svipuð á ís- landi og í Noregi, en aðeins lægri í Danmörku. Öll tæknivæðing í frystihúsum í Danmörku og í Noregi er meiri og betri en hér. Jón Kjartansson segir að sjálfvirkni sé svo mikil að varla nokkrum hlut sé lyft eða hann fluttur til á handafli. Noregur í kaflanum um Noreg í skýrsl- unni kemur fram, að meðaltím- akaup í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru, það er taxtakaup og bónus nam frá 244 kr. ísl. og uppí 368 kr. ísl. mismunandi eftir því í hvaða grein fiskvinnslunnar er unnið. f>að er tekið fram að eftirvinna er lítil sem engin í Nor- egi og óþekkt í Danmörku. Aftur á móti er meðaltímakaup hér á landi, taxti, bónus og aukavinna 174 kr. í Danmörku var tíma- kaup með bónus að meðaltali frá 247 kr. og uppí 341 kr. íslenskar. Það vekur athygli að í skýrsl- unni segir að í öllum frystihúsun- um, sem heimsótt voru í Noregi var heitt vatn frá kælivélum not- að til upphitunar eða uppþíðing- ar á fiski, en tvífrysting er mjög mikið stunduð í Noregi. í einu fyrirtækjanna sem heimsótt var hefur vinna ekki stöðvast í 10 ár vegna hráefnisskorts. Segir í skýrslunni að það sem einkenni norskan fiskiðnað sé hve tvífryst- ing er mikið stunduð. En meira um nýtinguna. I Noregi er allt afrennslisvatn frá frystihúsunum hreinsað og föst efni notuð í dýra- eða laxafóður, auk þess sem allur Frœðslumál Norðmenn hafa tekið ákvörð- un og hrundið í framkvæmd miklu fræðsluverkefni í fiskiðn- aði. Aðalmarkmið verkefnisins er að auka fagþekkingu í fiskiðn- aði til að geta betur mætt vaxandi kröfum í framtíðinni. Önnur markmið eru: Að auka álit á störfum í fiskiðn- aði. Að koma á iðnnámi í fiskiðnaði. Að styrkja fræðslustarfsemi fyrirtækjanna. Að gera fullorðinsfræðslu sveigjanlegri. Að fjölga tækifærum til iðnnáms. Að samhæfa námskeið og aðra menntun. Að hvetja til menntunar og starfs innan fiskiðnaðarins. Ástæðurnar fyrir því að Norð- menn hafa nú farið inná þessa braut, segir í skýrslunni, eru að 90% af norskum sjávarfurðum eru seldar erlendis og samkepp- nin við aðrar fiskveiðiþjóðir á hefðbundnum mörkuðum og uppbygging nýrra markaða krefj- ast aukinnar framleiðni, mikillar vöruþróunar og markvissrar Ástandið í þessum málum er mjög svipað í Danmörku og í Noregi. Þó er hráefnisverð hjá flestum fyrirtækjunum sem nefndin heimsótti hærra í Dan- mörku en í Noregi. í Danmörku er kælivatn notað á sama hátt og í Noregi, sömuleiðis er nýting á öllu nýtanlegu sú sama. í Dan- mörku er hægt að segja fisk- vinnslufólki upp störfum fyrir- varalaust vegna hráefnisskorts, en greiða verður lágmark 4 klst. fyrir útkall. Fólki sem sagt er upp fyrirvaralaust vegna hráefnis- skorts, fer strax á atvinnuleysis- bætur sem eru 90% af launum, en þó aldrei hærri en 8.700 krónur á viku. I Noregi er ekki hægt að segja fólki upp vegna hráefniskorts nema með 3ja daga fyrirvara. Markaðsmál Allar þjóðirnar þrjár sem heimsóttar voru selja á nokkuð öðrum mörkuðum en við, en Norðmenn og Danir selja þó tals- vert á Bandaríkjamarkaði eins og við. Einn aðili sem rætt var við í Noregi taldi ekki borga sig að selja í 5 punda pakkningum til Bandaríkjanna vegna of mikils framleiðslukostnaðar. Málið er það að enginn markaður gerir Þrátt fyrir hverskonar tölvuvæðingu og aukna tækni í fiskiðnaði á (slandi eru laun fiskvinnslufólks allt að 125% lægri en í Noregi og Danmörku. úrgangur fer í dýrafóður. Sem fyrr segir fer afskurður flaka í marning sem seldur er háu verði. Hér á landi fer þetta allt í gúanó eða í skolpleiðslur til sjávar. í skýrslunni segir svo unt viðtöl sem nefndarmenn áttu við stjórn- endur norskra fiskvinnslufyrir- tækja um álit þeirra og viðhorf til íslenskrar fiskvinnslu: 1. Vinnuhraði of lítill. 2. Of margt fólk í framleiðsl- unni. 3. Mikið gert af því að flytja fiskinn frá einum stað yfir á ann- an. 4. Frystihúsin of langt frá lönd- unarstað. markaðsþróunar. Nýjar fram- leiðsluaðferðir og ný tækni ryðja sér til rúms í iðnaðinum. Þá tala Norðmenn um að takmarkaðar veiðar hefðbundinna tegunda og nýting tegunda sem ekki hafa verið nýttar áður krefjast aukinn- ar fjölhæfni í fyrirtækjum. aðrar eins kröfur til fullkominnar gerilsneyðingar og sá bandaríski. Þar má ekki sjást korn hvað þá hreistur eða bein. Þetta stafar af því að Bandaríkjamenn eru ekki fiskneysluþjóð. Aðeins á milli 1% og 2% þjóðarinnar borðar fisk. Það rná því segja að þar sé óplægður akur fyrir þá sem nenna að kenna Bandaríkjamönnum að borða fisk, eins og við íslending- ar erum að gera, en það er dýr kennsla, því hráefnið verður að vinna svo mikið og nákvæmt að ekki finnist á því kusk. Norðmenn selja sinn fisk til Svíþjóðar, Finnlands, Bretlands, Frakklands, V-Þýskalands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands og Bandaríkjanna. Danir selja til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, annarra Norðurlanda, Japans, Grikk- lands, Nígeríu, Kanada, Sviss, Spánar, Belgíu, Ástralíu svo dæmi séu tekin. Fiskurinn, bæði í Noregi og Danmörku, er unninn í hinar ýmsu pakkningar, en mest í blokk og neytendapakkningar. Fyrirtækin sem heimsótt voru í Englandi selja mest á heima- markaði, en einnig nokkuð til Evrópulanda og Mið- Austurlanda. Og hvað svo? Hvaða lærdóm ætli íslenskir at- vinnurekendur dragi nú af þess- ari skýrslu, en þeir áttu, sem fyrr segir fulitrúa í ferðinni og eru því aðilar að skýrslugerðinni. Sumir segja að útkoma skýrslunnar hafi dregist vegna þess að vinnu- veitendur voru að reyna að finna leiðir til að gera sinn hlut heldur skárri en hann er, þ.e. finna not- hæfar skýringar og skella nú allri skuld á orminn. Ekki skal dregið úr því að ormatínsla sé okkur dýr, en hún getur ekki verið öll skýr- ingin. Áður en hún varð svo stór þáttur í flakasnyrtingu sem fisk- verkendur segja hana vera nú, var munurinn á kjörum íslensks fiskvinnslufólks og fiskvinnslu- fólks í Noregi svona mikill. Það er ekkert nýtt að bent sé á hinn mikla kjaramun á íslandi annars vegar og öðrum Norðurlöndum hins vegar. Ég held að það hljóti að vera öllu venjulegu fólki óskiljanlegt að Danir geti greitt allt að 123% hærri laun og 100% hærra hráefnisverð en selt til SH á sama verði og íslendingar gera. Á fréttamannafundi sem hald- inn var við útkomu skýrslunnar var sagt að boðað yrði til ráð- stefnu um þetta mál í byrjun næsta árs og er það gott. Aftur á móti dregur það nokkuð úr von manna um raunverulegar úrbæt- ur þegar horft er til skýrslu þeirrar um hollustuhætti og að- búnað á vinnustöðum fisk- vinnslufólks sem kom út á vegum ASÍ og VMSÍ fyrir rúmu ári síð- an. Niðurstaða þeirrar skýrslu var vægt sagt alvarlegur álits- hnekkir fyrir frystihúsaeigendur, sem og aðra fiskverkendur. Þar kom fram að með betri aðbúnaði væri bæði hægt að stórauka af- köst og fækka veikindadögum. Að einu ári liðnu frá útkomu þeirrar skýrslu var það tilkynnt á fyrrnefndum fréttamannafundi að loks nú væri búið að skipta um nefnd, sem hefði að vísu ekki tekið til starfa, en myndi gera það innan tíðar, til að kanna þetta mál. Þessi nýja skýrsla Kjararann- sóknarnefndar er harður áfellis- dómur yfir íslenska fiskverkend- um. Hvort þeir draga lærdóm af henni er annað mál, en það hlýtur að verða verkefni verkalýðsfélag- anna að krefjast sömu launa fyrir sitt fólk hér á landi og kollegar þess fá í Noregi og í Danmörku. Það er svo atvinnurekenda að kippa því í liðinn sem að er hjá þeim, samanborið við fiskiðnað- inn áNorðurlöndum. Það að hafa 1 hlutina í jafngóðu lagi hér og þar er einvörðungu mál atvinnurek- enda, sem verkalýðsfélögin geta ekki tekið tillit til. -S.dór Sunnudagur 22. desember 1985 ÞJÓOVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.