Þjóðviljinn - 24.12.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Blaðsíða 8
ATVINNULIF Baldur Baldursson slökkviliðsmaður: Vona að jólin verði viðburðasnauð Soffía Sveinsdóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir símaverðir: Mikið að gera á aðfangadagskvöld Yfir jólin eru fimmtán menn á vakt hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Þar af eru fjórir menn á vakt í slökkvistöðinni á Ártúnshöfða, tveir í sjúkraflutningum og tveir á brunavakt, sagði BaldurBaldurs- son slökkviliðsmaður. Af þeim ellefu sem eru á aðul- stöð eru tveir í sjúkraflutningum og tveir á vakt á skiptiborðinu. Við erum með beinar línur til ým- issa aöila, svo sem lögreglunnar, út á flugvöll, á slysavarðsstofuna og út á Bessastaði líka þó þeir séu ekki í umdæmi okkar. Þá erum við nteð talstöðvarsamband við aila okkar bíla, bæði dælubíla og sjúkrabíla. Eins og segir í reglu- gerð er hlutverk Slökkviliðs Reykjavíkur slökkvistaf, eld- varnareftirlit, sjúkraflutningar, neyðarþjónusta og starf að al- mannavörnum í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur. Við erum því líka í talstöðvarsambandi við Al- mannavarnir ríkisins og Al- mannavarnarnefnd Reykjavíkur heyrir undir slökkviliðsstjórann sem er framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. En við vorum að tala um jóla- vaktina. Við reynum að hafa sem hátíðlegast hjá okkur, festum upp jólaskreytingar og kveikjum á kertum. Við erum með kaffi og hingað koma slökkviliðsstjórinn eða varaslökkviliðsstjórinn með snittur og kökur á aðfangadags- kvöld. Ef ekki er verið að vinna er sest niður og hlustað á bisk- upinn, maður reynir að notfæra sér fjölmiðlana. Það færist ró yfir mannskapinn þegar líður að miðnætti og hugurinn leitar þá oft heirn. Yngri menn verða oft fjarr- ænir á svip þvt auðvitað vilja allir vera heima unt jólin. Viö sem erum á vakt á jólanótt eigum frí frá því á jóla- dagsmorgun og næstu þrjá sólar- hringa. Við vinnum á fjórum tólf tíma vöktum og erum reyndar sextán á hverri vakt, fimmtán að vinna og einn í fríi. Ástæðan er sú að við eigum að skila 40 stunda vinnuviku en skilum 42 tímum og þá eru þessir tveir tímar teknir út í vetrarfríi. Við sem vinnum á jólanótt eigum líka vakt á gaml- árskvöld og nýárskvöld. Yfir ára- mótin er bætt viö ftmm mönnurn á vaktina. Yfirleitt eru það erfið- ari vaktir, rneira um óhöpp og fleiri útköll í sambandi við bruna. Það sem ergir okkur mest á þess- um árstíma er þegar veður spill- ast og erfitt að komast leiðar sinnar eins og oft er kringum jól og nýár. Slökkviliðsstarfið, drauma- starf margra pilta er stressandi starf en auðvitað venst maður því. Fyrstu árin er virkiiega erfitt að vera alltaf að bíða eftir útkalli. Útköllin eru milli 360 til 400 ári. Sjúkraflutningar eru hins vegar um 11 þúsund á ári, þar af um það bil 3000 neyðarflutningar og eru slýsin um það bil helmingur þeirra sem er geigvænleg tala. Umferðarslys eru unt það bil 800. Það eru ótrúlegustu útköll sem við lendum í. Eitt sinn á gamlárs- kvöld fórum við með miklum látum á öllum bílurn aö húsi þar sem haföi verið tilkynnt um bruna og komum askvaðandi inn í huggulegasta samkvæmi. Það sem orsakaði útkalliö var kerti út á svölum. Það kemur fyrir að fólk hringir í okkur að óathuguðu máli, eða eins og við sögðum eftir þetta útkall, það hefur ekki séð kertið í réttu ljósi. Það er lítið um kvartanir yfir störfum okkar þó viðkvæm séu. Mun algengara er að fólk sýni Baldur:... við sögðum eftir þetta útkall, það hefur ekki séð kertið í réttu Ijósi. Ljósm. Sig. þakklæti sitt til dæmis með því að senda okkur blóm. Ég vona að jólin verði gleðileg hjá öllum, en helst af öllu ?ent viðburðasn- auðust fyrir okkur slökkviliðs- menn. -aró Auk innanlandssamtala erum við með bílasíma, þeir eru um 400 núna. Það er mikið að gera í þeim dags daglega en ætli það sé ekki rólegt yfir jólin. Þegar mest er að gera á að- fangadagskvöld stendur allt fast og þegar verst er nær maður ekki einu sinni uppí Breiðholt. Eigin- lega erum við alltof samvisku- samar, hömust í þessu stanslaust og reynum eins og vitlausar manneskjur að ná sambandi. Við höfum það mjög huggulegt hérna á aðfangadagskvöld, skreytum allan salinn og kaffi,- stofuna hátt og lágt. Við leggjum á borð og Síminn skaffar okkur jólamat. Við borðum við kertalj- ós í friði og ró, því það er rólegt yfir matartímann. Það er leiðinlegt að þurfa að vinna á jólunum en maður venst því. Við erum búnar að gera þetta alla ævina. Þessi starfsstétt er með mjög langan starfsaldur, lágmarkið hér er 21 ár. Hér ríkir bara sú jólastemmn- ing sem við sköpum okkur sjálf- ar. Við erum orðnar mjög sam- tengdar og miklar vinkonur eftir svona langa samveru. Það er hér einhver sérstakur andi og fólk flytur sig ekki einu sinni milli deilda. Við erum líka með vakning- arsþjónustu á jólanótt sem aðrar nætur. Hún er mikið notuð í des- ember og janúar líka. Það eru á níunda hundrað vakningar á hverri nóttu í desember. Fólk virðist eiga erfiðara með að vakna í svartasta skammdeginu. Við vinnum líka á jóladag en hin vaktin á gamlárskvöld og ný- ársdag. Við vinnum á tvískiptum vöktum, fyrir hádegi annan dag- inn og eftir hádegi næsta dag. Það hefur oft komið fyrir að sama vaktin lendi í því að vinna jól eftir jól því hlaupárin setja oft strik í reikninginn. Upplýsingum 03 er lokað klukkan fimm á aðfangadag og eftir það er oft hringt í landssím- anum og beðið um upplýsingar en vjð getum ekki gefið upplýs- ingar um símanúmer. Það er ann- ars mikið hringt í 03 eftir hádegi á aðfangadag til að spyrja um heimasíma búðareigenda. Ann- að hvort hefur fólk gleymt að kaupa jólagjafirnar eða gleymt þeim í búðinni. Það er líka algent að spurt er um heimasíma eigenda efnalauga eftir hádegi á aðfangadag. Þetta starf er mjög lifandi og fjölbreytt. Við erum alltaf í sam- bandi við fólk og það er áreiðan- lega ekki kaupið sem heldur í okkur. Við erum með lægra kaup en aðrir símaverðir sem vinna hjá ríkinu. Við erum til dæmis sex flokkum neðar en símaverðir Al- þingis og símaverðir á öðrum rík- isstofnunum eru tveimur til þremur launaflokkum ofar en við. Skýringin er einfaldlega sú að þessir hópar hafa náð betri sérkjarasamningum en við, segja þær Soffía og Sigurbjörg. _aró Það er yfirleitt meira að gera á aðfangadagskvöld en önnur kvöld, sögðu Soffía Sveinsdóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir, símaverðir. Milli klukkan sex og átta er þó rólegt, fólk er að borða og taka upp gjafir en upp úr átta er æðis- leg traffík alveg framundir mið- nætti. Símakerfið er að mestu leyti sjálfvirkt en það eru margir sem vilja fá afgreiðslu í gegnum okkur og á suma staði á landinu er ekki hægt að hringja öðruvísi. Við byrjum vaktina klukkan þrjú á aðfangadag. Venjulég vakt er ekki nema sjö tímar en á að- fangadagskvöld verðum við að vera frameftir eftir þörfurn þar til næturvaktin kemur upp úr ellefu. Soffía og Sigurbjörg: Hér ríkir bara sú jólastemmning sem við sköpum okkur sjálfar. Ljósm. Sig. ■m0> 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.