Þjóðviljinn - 24.12.1985, Blaðsíða 13
Rœða á aðventukvöldi í
Kópavogskirkju 9. desember
Góðir kirkjugestir!
Okkur er sagt að við búum við frelsi, en
frelsi hverra?
Hvernig ætli það sé frelsi einstæðrar
móður með 15 þúsund krónur á mánuði?
Hvernig ætli það sé frelsi gamals manns
sem hefur 12 þúsund krónur á mánuði?
Hvar er frelsi barnsins sem aldrei sér
foreldra sína fyrir vinnuþrældómi?
Hvar er frelsi mannsins sem missti at-
vinnu sína í gær en á ekkert til að selja
nema vinnuafl sitt?
Hvar er frelsi þess manns sem fær
gluggaumslögin í hrönnum inn um póst-
lúguna sína á hverjum einasta degi?
Hvar er frelsi fjölskyldunnar sem hefur
misst íbúðina sína á nauðungaruppboði?
Og hvar er frelsi þeirrar þjóðar sem býr
við hersetu stórveldis?
Vissulega á hin einstæða móðir frelsi til
þess að horfa á auglýsingarnar í sjónvarp-
inu unt blessun spariskírteina ríkissjóðs -
ef það er þá ekki búið að loka sjónvarpinu
hennar.
Vissulega á gamli maðurinn frelsi til
þess að búa við næringarskort.
Vissulega eiga þau bæði frelsi til þess að
leita til félagsmálastofnana - en umsókn-
um um styrk hjá Félagsmálastofnun
til með heiminum öllum, en við eigunt
umfram allt að knýja fram jafnari skipti
hér á landi. Þá erum við að skapa fordæmi
sem getur hjálpað öðrum þjóðunt um all-
an heim. Við eigum að sýna að hér í þessu
litla ríki við ysta haf skiptum við jafnt og
hér á landi höfum við afl til þess að losa
okkur við erlent herveldi. Pá getum við
sýnt fordæmi sent getur hjálpað til að
breyta vonunt í veruleika um allan heim.
Vissulega eru aðstæður hér á landi gjör-
ólíkar því sem er í hinum fátækari hiuta
heimsins. En andstæðurnar hrópa alls
staðar í himininn, og lausnin er sú aö
skipta jafnar.
Ætli slíkur boðskapur eigi erindi í þetta
hús? Auðvitað. Kenningar Jesú Kristseru
einmitt krafa um jöfnuð. Hann braur
brauðið og sagði: Gjörið þetta í mína
minningu. Hann hvatti með öðrunt orð-
um til þess að við í minningu hans ástund-
um baráttu fyrir jafnrétti. Og hann sagði
okkur að beita byltingaraðferðum: Hann
velti borðum víxlaranna. Og við munum
að starf Krists var litið hornauga af hern-
ámsyfirvöldum stórveldisins: Heródes
fjórðungsstjóri Rómverja óttaðist hann
og baráttu hans. Barátta hans og lífsstarf
var því í senn barátta fyrir jafnrétti og
gegn erlendum hernámsyfirvöldum.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins.
En þér hafið gjörf
það að rœningjabœli
Reykjavíkur hefur fjölgað um þriðjung á
einu ári.
Vissulega á atvinnulausi maðurinn
frelsi til þess að þakka fyrir uppsögnina
meðan eigendur fyrirtækisins sem sögðu
honum upp, halda eigum sínum og varpa
skuldabyrðinni á þjóðina.
Sannarlega á sá sem fær gluggaum-
slögin frelsi til þess að lesa kröfurnar, en
hann hefur áreiðanlega litla orku til þess
að lesa bækur, til dæmis jólaguðspjalliö,
um baráttu fátækra hjóna við erlent
heimsveldi.
Sannarlega á skulduga fjölskyldan
frelsi til þess að fara til okurlánarans.
Ætli það sé ekki dásamlegt frelsi!
En öll eiga þau frelsi, sem betur fer, til
að breyta þessu ástandi: Þjóðin, barnið,
einstæð móðir, gamall maður - öll hafa
þau frelsi til þess að rísa upp, og þau mega
aldrei, aldrei gefast upp. Það er ekki að-
eins óþarfi, það er rangt gagnvart framtíð-
inni, það er líka til vopn, sem getur breytt
ófrelsi í frelsi.
En hvar er frelsi þeirra sem deyja úr
sulti - frelsi til að deyja virðist vera þeirra
eina frelsi. Meðalaldur nokkurra þjóða er
aðeins 45 ár - barnadauðinn upp í 160 af
þúsundi. 3 miljónir manna deyja árlega úr
berklum. Þjóðartekjur á mann á ári í 33
ríkjum eru um 6700 krónur - í 19 ríkustu
löndum heims, aftur á móti, mcira en 40
sinnum hærri. Er þá ekki til nóg í heimin-
um? Jú, samkvæmt upplýsingunt Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna er
heimsframleiðslan á korni fimmtungi
meiri en þyrfti til að brauðfæða alla.
Hvað getum við gert?
Þannig blasir heimsmyndin við. Hvaö
eigum við að gera? Svar: Við 'eigum að
taka virkan þátt í þróunaraðstoð og finna
Þessi boðskapur á vissulega erindi í
þetta hús eins og önnur hús - kannski
frekar -en öll önnur hús: Heimurinn er í
dag í fjötrum misréttis og vígbúnaðar-
kapphlaups. Sumir hafa meira en allt,
aðrir minna en ekki neitt. Börnin eru
hrakin úr landinu Afganistan undan stór-
veldi og vígvélum þess. Fátæktin í
Bandaríkjunum - auðugasta landi jarðar
- nær til tuga miljóna manna sem'eiga
ekkert fyrir sig að leggja annað en
grautarspón í endalausum biðröðum
eymdar og niðurlægingar. Misréttið blasir
alls staðar við - vegna þess aö
jafnréttishugsjón sósíalismans hefur ekki
náð nógu langt eða verið afskræmd þar
sem síst skyldi.
Ekki „vondir menn“
Enn er þó von, einnig í skamntdeginu,
því við vitum að það birtir á ný. Senn
fögnum við því að sólargangurinn lengist
og við vitum líka hvaða aðferðum á að
beita til þess að breyta bölsýni í bjartsýni:
Við þekkjum kenninguna um byltinguna
- kunnum að velta borðum víxlaranna.
Við þekkjum söguna um miskunnsama
Samverjann - þó að ekkert sé fjær veru-
leika okurlánasamfélagsins en miskunn-
sami Samverjinn. Um allt þetta eru marg-
ar áminningar í bók bóka, eða eins og
segir í Mattheusi á einum stað, 24.4.: „Og
þeir binda þungar byrðar og lítt bærar og
leggja mönnum þær á herðar, en sjálflr
vilja þeir ekki snerta þær með fingri sín-
um. En öll verk gjöra þeir til að sýnast
fyrir mönnum því þeir gjöra minnisborða
sína breiða og stækka skúfana.“ Þessa tvö
þúsund ára gömlu áminningu þekkjum
við enn í dag. Við þekkjum þá sem vilja
sýnast, segjast vera vinir lítils manns,
klappa börnum og brosa til gamalmenna.
Við vitum að þeir binda öðrum byrðar en
eru ekki tilbúnir til þess að leggja neinar
byrðar á sjálfa sig. Það er ekki vegna þess
að þeir séu vondir menn heldur vegna þess
að þeir eru fangar stefnu, markaðshyggj-
unnar, sem engu þyrmir. Þess vegna
verða þeir að sýnast fyrir öðrum
mönnum, þess vegna eru „minnisborðar"
þeirra stórir til þess að breiða yfir raun-
veruna, þess vegna stækka þeir skúfana,
til þess að draga athyglina frá raunveru-
legunt afleiðingum stefnu sinnar. Þess
vegna láta þeir blöð sín, flokka sína og
hagsmunasamtök sín segja allt annað en í
raun á við. Boðorð þeirra er frelsi, eri
afleiðingarnar af stefnu þeirra eru fjötrar
en ekki frelsi; fjötrar fjöldans og ánauð;
frelsi þeirra fáu sem eiga mikla fjármuni.
„Allur
mannfjöldinn“
Eina leiðin til þess að höggva á fjötra
fátæktarinnar og til þess að brjótast út úr
skuldafangelsinu er að meirihlutinn þekki
mátt sinn, að forríki minnihlutinn gefi
eftir af sínum hlut. Hér á landi ríkir að-
skilnaðarstefna litla forríka minnihlutans
gagnvart stóra meirihlutanum. Þessu þarf
að breyta. Og við höfum til þess rétt, lýð-
ræði, að ráða ráðum okkar, að safna liði.
Við þurfum ekki að sætta okkur við kúgun
okursamfélagsins. Það er öllum fyrir
bestu að meirihluti vinnandi manna fái að
ráða þjóðfélaginu, einnig þeim fáu sem
skipa litla forríka minnihlutann, eða hvað
segir ekki: „Auðveldara er fyrir úlfalda að
ganga í gegnum nálarauga, en fyrir ríkan
mann að ganga inn í guðsríkið." Og í
guðspj alli Markúsar -11.15.-18.-er þessi
saga: „Og þeir koma til Jerúsalem og
hann gekk inn í helgidóminn og tók til að
reka þá út sem seldu og þá sem keyptu inn
í helgidóminum, og hratt borðum víxl-
aranna og stólum dúfnasalanna. Og eigi
leyfði hann að nokkur bæri ker inn í helgi-
dóminn. Og hann kenndi og sagði við þá.
Er ekki ritað: Hús mitt á að nefnast bæna-
hús fyrir allar þjóðir? En þér hafið gjört
það að ræningjabæli. Og æðstu prestarnir
og farísearnir heyrðu það og velktu fyrir
sér hvernig þeir gætu ráðið hann af
dögum, því að þeim stóð ótti af honurn,
því að allur mannfjöldinn undraðist kenn-
ingu hans."
Við skulum gera þessi orð að okkar
orðum.
Við skuluni ekki láta breyta húsum
okkar í ræningjabæii.
Við skulum flytja boðskap okkar alls
staðar minnug þess að allur mannfjöldinn
getur ráðið úrslitum ef hann stendur sam-
an. Þá mun litli forríki minnihlutinn skila
ránfengnum aftur.
Við skulum velta borðum víxlaranna og
byggja upp nýtt samfélag, samstöðu vin-
áttu og virðingar mannsins fyrir öðrum
manni.
Við skulum afnenta okur manns á
manni, arðrán manns á manni, og stuðla
að uppbyggingu nýs þjóðfélags, þar sem
frjáls þróun einstaklingsins er skilyrði
fyrir frjálsri þróun heildarinnar. Það er
samfélag hins raunverulega frelsis, þar
sem aldraðir og sjúkir frá aðhlynningu
eins og þeim ber, þar sem vinnuþrældóm-
urinn hefur verið afnuminn, þar sem við
stöndum saman. Þar er nýtt, frjálst og
fullvalda ísland, herlaust og utan hernað-
arbandalaga, ísland lifandi menningar,
sem er lýsandi fordæmi smáþjóðum urn
allan heim. Það er samfélag sem getur
verið framundan ef við aðeins viljum og
leggjum saman - og ef við skiljum þann
boðskap sem við hljótum að reyna að
flytja í húsi eins og þessu hér.
Þriðjudagur 24. desember 1985 [ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13