Þjóðviljinn - 24.12.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Steinar Birgisson og félagar í landsliðinu eru staðráðnir í að hafa betur í leikjunum þremur við Dani. Mynd: E.ÓI.
Hlaup
Jón og
Martha
Jón Diðriksson, FH, og Martha
Ernstsdóttir, Ármanni, urðu sig-
urvegarar í Miðbæjarhiaupi
Gamla Miðbæjarins og KR sem
fram fór í hjarta Reykjavíkur á
iaugardaginn. Hlaupnir voru 3,5
km. Annar í kariaflokki varð
Guðmundur Sigurðsson, UMSK.
Getraunir
Fimm með
12 rétta
I 18.1eikviku Getrauna komu
fram fimm raðir með 12 rcttum
leikjum og fær hver um sig
255,435 krónur í vinning. Með 11
rétta voru 67 raðir og er vinning-
ur þar 8,169 krónur. Vinnings-
potturinn var alls 1,824,570 krón-
ur. Næsta lcikvika er 4.janúar
1986 en þá eru á scðlinum leikir
úr 3.umferð ensku bikarkcppn-
innar.
1x2 1x2
England
Island-Danmörk
Danir sigraðir?
Þrír leikir milli jóla og nýárs, tveir í Höllinni og einn á
Akranesi. ísland með betri útkomu úr síðustu 10 leikjum þjóðanna
Síðustu fjögur árin hefur ís-
landi gengið vel í landsleikjum í
handknattleik gegn Danmörku,
a.m.k. ef miðað er við fyrri tíð.
Af 10 leikjum þjóðanna á þessu
tímabili hefur ísland sigrað flmm
sinnum, einu sinni hefur orðið
jafntcfii en Danir hafa sigrað fjór-
um sinnum. Nú á milli jóia og ný-
árs gefst frekara tækifæri til að
leggja Dani að velli, þrír lands-
leikir fara fram hér á landi. Sá
fyrsti í Laugardalshöll kl. 20 á
föstudagskvöldið 27.desember,
annar á Akranesi laugardaginn
28.des. kl. 13.30 og sá þriðji í
Höllinni kl.20 á sunnudagskvöld-
ið, 29.desember.
Bæði ísland og Danmörk tefla
fram mjög sterku liði í þessum
leikjum. Allir okkar sterkustu
menn eru í landsliðshópnum
nema Atli Hilmarsson og Alfreð
Gíslason. í liði Dana eru fjöl-
margir snjallir og kunnir leik-
menn og má þar nefna Jan Röp-
storff, Erik Veje Rasmussen
(Gummersbach), Klaus Sletting
Jensen, Morten Stig Christensen,
Hans Hattesen, Jörgen Gluver
(Alicante) ogMichael Fenger. Þá
eríliðinueinn nýliði, Kim G.Jac-
obsen. Hann skoraði 11 mörk
þegar Danmörk vann ísland í tví-
framlengdum leik í
heimsmeistarakeppninni undir
21-árs fyrr í þessum mánuði.
Það þarf varla að nefna hinn
mikla ríg milli íslands og Dan-
merkur sem svo oft kemur fram í
leikjum þessarra þjóða í hinum
ýmsu íþróttagreinum. Fyrir ís-
lendinga er alltaf jafn sætt að sigr-
ast á Dönum og að sama skapi
svíður Dönum jafnan sárt að tapa
gegn íslendingum. Fyrir fjórum
árum, 29.desember 1981, vann
ísland einn sinn allra sætasta
sigur í handknattleik, vann Dani
32-21 á Akranesi, og þær minn-
ingar rifjast eflaust upp þegar lið-
in mætast þar á föstudaginn.
Það má búast við skemmti-
legum leikjum. Danir eiga á að
skipa einu skemmtilegasta lands-
liði heims, leika ávallt léttan og
fjörugan handknattleik þannig
að það má reikna með hraða og
mörgum mörkum í Höllinni og á
Akranesi.
Hættir
Swansea?
Enska knattspyrnufélagið
Swansea City fékk í gær 10 daga
frest til að forða gjaldþroti. Á
föstudaginn var úrskurðað fyrir
rétti að félagið skyldi leyst upp
vegna skulda. Stjórnarmenn bíða
og vona að fjárstcrkur aðili grípi
inní og bjargi félaginu, eins og
gerðist hjá Charlton, Wolves og
Bristol City sem lent hafa í sams-
konar aðstöðu síðustu árin.
Swansca komst á topp
l.deildarinnar um tíma fyrir fjór-
um árum en hefur síðan hrapað
mjög og er nú næstneðst 13.deild.
Lcikmcnn liðsins hafa samþykkt
að leika kauplaust gegn Cardiff á
annan í jólum.
Úrvalsdeildin
—vs
—VS/Reuter
Skíði
Petrovic sigraði
Aftur klúðrar ÍR
yfirburðaforystu
Júgóslavinn ungi Rok Petrovic
vann glæsilegan sigur í svig-
keppni heimsbikarsins í Kranjska
Gora í heimalandi sínu á laugar-
daginn. Svíinn Jonas Nilsson varð
annar og Thomas Stangassinger
frá Austurríki þriðji.
Af 82 keppendum voru aðeins
38 sem luku fyrri ferð og meðal
þeirra sem féllu var Marc Girar-
delli frá Luxemburg, sem er efst-
ur í stigakeppni heimsbikarsins.
Ingemar Stenmark féll í síðari
ferðinni.
Girardelli er með 80 stig, Peter
Muller frá Sviss 70, Peter Wirns-
berger frá Austurríki 65, Petrovic
62 og Nilsson 57 stig. Nilsson ei
efstur í stigakeppninni í svigi með
sín 57 stig en Petrovic er annar
með 50 stig.
—VS/Reuter
Það leit ekki vel hjá íslandsmeist-
urum Njarðvíkinga í hálfleik gegn
botniiði ÍR. ÍRingar höfðu spilað af
skynsemi í fyrri hálflciknum og upp-
skorið eftir því, höfðu 23ja stiga for-
ystu, 53-30. En Njarðvíkingar tóku
við sér og yfirspiluðu ÍR-inga í scinni
hálfleiknum og sigruðu 81-79.
Njarðvíkingar gerðu útum leiktnn
snemma í seinni hálfleik með því að
gera 30 stig gegn aðeins 6 stigum ÍR.
Eftir það áttu ÍR-ingar enga mögu-
leika, öll barátta var horfin úr liðinu.
Það skipti t.d. engu máli hvort Njarð-
víkingar næðu að skora úr víta-
skotum, þeir'áttu alltaf frákastið! Og
smátt og smátt náðu þeir að vinna upp
forskotið og sigra.
Það var erfitt að ímynda sér að það
væru sömu lið sem léku seinni hálfleik
og þann fyrri. Njarðvíkingar léku
vægast sagt illa í fyrri hálfleik en
blómstruðu í þeim síðari. Nánast allt
gekk upp hjá þeim. Þeir Jóhannes og
Valur voru bestir hjá Njarðvík ogáttu
stórleik, hittu báðir vel. Ilelgi og
Kristinn léku einnig vel í seinni hálf-
leik. Vörn liðsins var sterk og áttu
ÍR-ingar ekkert svar við henni.
Það er ótrúlegt að lið geti tapað
niður 23ja stiga forskoti á 15 mínútum
en það tókst ÍR-ingum. Þegar 15
mín. voru eftir stóð 62-39, þeim í hag.
Eftir það gekk ekkert upp. Tauga-
veiklun einkenndi leik þeirra og virt-
ust þeir ekki trúa því að þeir gætu
sigrað toppliðið. Sóknirnar voru
stuttar og árangurslitlar. Þá háði það
IR-ingum að fimm leikmenn voru
komnir með 4 villur strax í byrjun
seinni hálfleiks. Bestir hjá ÍR voru
þeir Vignir og Karl.
Þetta er annar leikurinn í röð sem
í R-ingar tapa eftir að hafa verið 20-30
stigum yfir. Þó þeir séu með ágætt lið
hefur þeim ekki gengið sem skyldi og
tapað flestum leikjunum með 2-3ja
stiga mun. En það efast enginn um að
ÍR-i ngar geta betur, það er bara
spurning um hvenær þeir hrökkva í
gang. —Logi
Seljaskóli 21 .des.
ÍR-UMFN 79-81 (53-30)
7-6, 29-19, 44-25, 53-30 - 62-39,
62-51, 68-62, 73-70, 75-78, 79-81.
Stig ÍR: Vignir Hilmarsson 14, Karl
Guðlaugsson 13, Jón Örn Guðmunds-
son 13, Björn Leósson 11, Hjörtur
Oddsson 11, Ragnar Torfason 9, Jó-
hannes Sveinsson 4, Benedikt !ng-
þórsson 4.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörns-
son 27, Valur Ingimundarson 21, Krist-
inn Einarsson 10, Helgi Rafnsson 9,
Hreiðar Hreiðarsson 6, fsak Tómas-
son 5 og Ellert Magnússon 3.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Ómar Scheving — slakir.
Maður leiksins: Jóhannes Krist-
björnsson, UMFN.
Staðan
i úrvaisdeildinni í körfuknattleik:
UMFN......... 13 11 2 1104-999 22
Haukar.........13 9 4 1033-981 18
IBK...........13 7 6 996-1015 14
Valur........ 13 6 7 1019-1006 12
KR.............13 4 9 1004-1090 8
IR............13 2 11 1033-1098 4
Stigahæstir:
Valur Ingimundarson, UMFN..........324
PálmarSigurðsson, Haukum...........283
BirgirMikaelsson, KR...............263
RagnarTorfason, |R.................251
Jón Kr.Gíslason, ÍBK................233
Þriðjudagur 24. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19