Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 1
Bifreiðakostnaður Norðurlandaráð 140.000 kr. vegna Svern's á mánuði Hafliði fær tónlistar- verðlaun Tilkynnt var í gær að Hafliði Hallgrímsson fengi tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs í ár. Verð- Fyrstufjóra mánuði ársins 1985þurfi ríkissjóður að greiða allt að 561.000 krónum til að koma hverjum ráðherra til vinnu Einstakir ráðherrar ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar höfðu á 2. hundrað þúsund krónur á mánuði í bif- reiðakostnað fyrstu fjóra mánuði ársins 1985. Þar er um að ræða laun bifrciðastjóra þeirra annars vegar en rekstur og viðhald bif- reiðanna hins vegar. Sverrir Her- mannsson kostaði ríkissjóð þann- ig 561.000 krónur fyrstu fjóra mánuði ársins eða 140.250 kr. til jafnaðar á mánuði. Þar er um að ræða 311.000 kr. vegna launa bifreiðastjórans (77.750 kr. á mánuði!) rekstur og viðhald 30.000 kr. á mánuði og auk þess kemur greiðsla upp á 220.000 kr. frá iðnaðarráðuncytinu. Þessar upplýsingar um kostnað ríkissjóðs vegna bifreiða ráðherr- anna bárust frá forsætisráðuneyt- inu í gær. Þar er gerður saman- burður á bifreiðakostnaði ráð- herranna fyrir allt árið 1984 og fram til aprílloka 1985. Fyrir árið 1984 er bifreiðakostnaður þess- ara opinberu starfsmanna æði misjafn, eða frá því að vera 1.238.000 vegna Halldórs Ás- grímssonar niður í „aðeins“ 664.000 kr. vegna Matthíasar Á. Mathiesen. Ríkissjóður ber eftirtalinn kostnað vegna bifreiða og launa bifreiðastjóra ráðherranna fyrstu fjóra mánuði ársins 1985: Sverrir Hermannsson: 561.000 kr. Halldór Ásgrímsson: 551.000 kr. Geir Hallgrímsson: 435.000 kr. Steingrímur Hermannsson: Manneldi Japanir lengjast í annan endann Tókíó — Japanir hafa lengst verulega síðasta aldarfjórðung og af einhverjum ástæðum aðallega í annan endann, þann sem nær er jörðu. Samkvæmt heilbrigðisskýrsl- um eru 17 ára drengir að jafnaði 5,2 sm lengri en jafnaldrar þeirra voru fyrir 25 árum. Þar af eru fótleggir drengjanna 4,2 sm lengri. Stúlkur á sama aldri hafa lengst um 3,9 sm á sama tíma og er nær öll sú hækkun í fótunum. Japanir fóru að hækka í loftinu eftir seinni heimsstyrjöldina þeg- ar þeir tóku að neyta fæðu sem inniheldur meira kalsíum en eng- in skynsamleg skýring hefur fundist á því af hverju hlutföllin í líkamsbyggingunni hafa breyst. —ÞH/reuter 402.000 kr. Matthías Bjarnason: 342.000 kr. Alexander Stefáns- son: 341.000 kr. Matthías Á. Mathiesen: 313.000 kr. Albert Guðmundsson: 263.000 kr. og Ragnhildur Helgadóttir: 242.000 kr. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans kostar farið með Strætisvögnum Reykjavíkur í dag 25 kr. -v launin eru 75 þúsund krónur danskar og verða afhent í tengsl- um við Norðurlandaráðsfund í Kaupmannahöfn í mars. Hafliði fær viðurkenninguna fyrir verk sitt Poemi. Aðeins einn íslendingur hefur hlotið þessi verðlaun áður, Atli Heimir Sveinsson árið 1976. Sjá síðu 2 VinnanerhafinhjáGrandaeftirnokkurraviknastopp,qgkepptustmennvið einsog sjá má á þessari mynd sem tekin var í gær. E. Ol. Ríkisstjórnin Aðstoðin leiddi til aukaskatts >yAðstoð“ ríkisstjórnarinnar við húsnœðisbyggjendur: Söluskatts- hœkkunin sem átti aðfara til húsnæðiskaupenda leiddi til 0.45 % hœkkunar á lánskjaravísitölu. 4500 króna aukaskattur á hverja miljón sem húsnœðiskaupendur skulda. Heildarskuldir húsnœðiskaupenda 20 miljarðar króna. 90-100 miljón króna hækkun á öllum lánum Verðtryggð útistandandi lán vegna húsnæðiskaupa eru að minnsta kosti 20 miljarðar króna á Islandi samkvæmt mínum gögnum, sagði Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins í sam- tali við Þjóðviljann í gær - en það þýðir að söluskattshækkunin sem átti að verða til að létta vanda húsnæðiskaupenda í fyrra hefur í raun þýtt ailt að 100 miljónum króna í aukinni greiðslubyrði á húsnæðiskaupendur. f júní var gripið til þeirra ráða að afla fjármagns í húsnæðiskerf- ið með margháttuðum aðgerð- um. Eitt þeirra ráða sem ríkis- stjórnin greip til í andstöðu við stjórnarandstöðuflokkana á al- þingi, var að hækka söluskattinn um 1%. Átti skattahækkunin að skila húsnæðislánakerfinu 250 miljónum króna. Skattahækkunin leiddi til hækkunar á lánskjaravísitölunni um 0.45%, en lánskjaravísitalan er notuð til að reikna út hækkun á verðtryggðum lánum. Þetta þýðir að söluskattshækkunin ein leiddi til 4500 króna aukaskatts á hverja eina miljón sem íbúðabyggjandi eða -kaupandi skuldar. Þess utan greiða húsnæðiskaupendur nátt- úrlega söluskattshækkunina eins- og aðrir í vöru og þjónustuverði, - og munu því seint njóta góðs af þessari aðstoð nkisstjórnarinnar. -óg Sjá leiðara bls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.