Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 6
VHDHORF Fjármálaráðhena fer með fleipur Birgir Arnason skrifar Rigningasumarið mikla 1983, sem kom í kjölfar mestu kjara- skerðingar sem orðið hefur á ís- landi og núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir í upphafi valdafer- ils síns, gerðist eftirfarandi saga. Ekki hafði sést til sólar svo vikum skipti og gengið á með skúrum og hellirigningu. Nokkrir mektar- menn, þar á meðal Jón Sigurðs- son forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sátu í heitasta pottinum í Vestur- bæjarlauginni og ræddu lífgsins gagn og nauðsynjar. Auðvitað varð mönnum tíðrætt um veður- farið þótt enginn kenndi ríkis- stjórninni um. Einn mektarmað- urinn, sem ég kann ekki lengur að nafngreina, felldi þó eftirfar- andi dóm: „Núna ertu heppinn, Jón minn, að vera ekki veður- fræðingur - þá værirðu miklu óvinsælli en þú ert“. Hagfræðingar njóta lítilla vin- sælda á íslandi um þessar mund- ir. Fyrir því eru án efa ýmsar ástæður þótt ekki verði nema fáar einar tíndar til hér. Ein er að hag- fræðingar eru alla jafna úrtölu- samir og það svo mjög að stund- um stappar nærri bölsýni. Þetta liggur að miklu leyti í eðli fræð- anna því að þau snúast að mestu um þær takmarkanir sem efna- hagslegum athöfnum manna eru settar. En fæstum er sérlega annt um að vonir þeirra og draumar séu að engu gerð. Önnur ástæða er örugglega sú að hagfræðingar hafa tamið sér tungutak sem er illskiljanlegt öllum almenningi. Leiðir þetta oft á tíðum til þess að hagfræðingar eru grunaðir um að leika þann ljóta leik að sveipa flokksins og fjármálaráðherra landsins, skrifaði áramótagrein í Morgunblaðið 31. desember síð- astliðinn. Þar er að finna kafla um erlendar skulir þjóðarinnar, en þær vill Þorsteinn gera að eld- Nákvæmlega það sama á við um erlend lán. Stærsti hlutinn af erlendum lántökum á hverju ári fer í það að greiða afborgun og verðbætur af eldri skuld án þess vissu marki er ástœðulaust annað en fyrirgefa leikmönnum meinleg pennaglöp, en tæplega fjármálaráð- herra þjóðarinnar... “ hlutina bleikkingahulu. Ósjaldan eiga þær grunsemdir við rök að styðjast. En hvað sem missagt kann að vera í fræðum hagfræðinga kunna þeir alltaf flestir með þau að fara. Hið sama verður ekki sagt um marga stjórnmálamenn sem þó gera meira af því að demba „hag- speki“ yfir landslýð en hagfræð- ingar. Hér verður eitt slíkt dæmi gert að umtalsefni, enda á það ekki annað skilið en að verða frægt með endemum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- Til sölu b/v SÖLVI BJARNASON BA-65 Skipiö er taliö vera 404 brúttórúmlestir aö stærö, smíöað árið 1980. Aðalvél skipsins er af gerðinni Wichmann 2100 hö. frá 1980. Skipið er nú í Reykjavíkurhöfn og veröur selt í því ástandi, sem það nú er í án, veiðarfæra. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs í síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðs- ins Valdimar Einarssyni, í síma 3-39-54. Tilboðseyðu- blöð eru til afhendingar á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 21. janúar n.k. kl. 16.00. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóöur íslands Til sölu b/v Sigurfari II. SH-105 Skipið er talið vera 431 brúttórúmlest að stærð, smíð- að árið 1981. Aðalvél skipsins er af gerðínni Alco 2230 hö. frá 1980. Skipið er nú í Reykjavíkurhöfn og verður selt í því ástandi, sem það nú er í, án veiðarfæra. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs í síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðs- ins, Valdimar Einarssyni, í síma 3-39-54. Tilboðs- eyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt „SIGURFARI II.“ og skulu hafa borist á skrif- stofu sjóðsins eigi síðar en 21. janúar n.k. kl. 16. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. E vrópu rá ðssty r ki r Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1987 fyrir fólk sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félagsmála- ráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Félagsmálaráðuneytið, 8. janúar 1986. húsmáli. Vonandi finna menn sér skemmtilegra umræðuefni en er- lendar skuldir til að gamna sér við yfir kaffibollunum en verði Þor- steini að ósk sinni væri æskjandi að eldhúsumræðurnar yrðu lausar við ýmsar þær vitleysur sem hann hefur sett á blað. Þorsteinn segir frá því að á um- liðnu hausti hafi efnahagsstofnun úti í heimi, sem hann kýs að kalla Alþjóðabankann en hefur hingað til ævinlega verið nefndur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn í ís- lensku, samið greinargerð um hugsanlega þróun erlendra skulda Elendinga og greiðslu- byrði af þeim til ársins 1992. Þor- steinn heldur því fram að niður- stöður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu á þann veg að greiðslubyrðin gæti aukist úr um 20% af þjóðar- framleiðslu á árinu 1985 í 40-60% á næstu sjö árum, miðað við mis- munandi forsendur um skulda- söfnunina. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Á síðasta ári var greiðslubyrðin af erlendum lán- um um 20% af útflutningstekjum en það þýðir að hún var innan við 10% af þjóðarframleiðslu þar sem útflutningur á árinu 1985 var innan við helmingur af þjóðar- framleiðslu. Að vissu marki er ástæðulaust annað en fyrirgefa leikmönnum meinleg pennaglöp, en tæplega fjármálaráðherra þjóðarinnar þegar hann fer með fleipur á borð við: „Það er nógu erfitt að taka meira en fimmta hluta af þjóðar- framleiðslunni og senda útlend- ingum, áður en við tökum til við að skipta upp á milli okkar sjálf- ra. Hitt væri ógerlegt, að þurfa að senda útlendingum meira en 40% af þjóðarframleiðslunni, áður en við skiptum kökunni sjálfir á milli okkar, íslendingar.“ Þessi máls- grein er eintóm endaleysa þótt útflutningstekjur komi í stað þjóðarframleiðslu á tveimur stöðum. Hugtakið greiðslubyrði vísar til samtölu afborgana og vaxta- greiðslna. Að öðru óbreyttu þyngist því greiðslubyrðin - þannig skilgreind - eftir því sem lánstíminn styttist. Sömuleiðis er hún þyngri en ella vegna verð- bólgu því að verðbólga hækkar nafnvexti, sem þá geyma uppbót vegna rýrnunar á verðgildi láns- fjár. Með réttu ætti þessi uppbót fremur að teljast afborgun en vaxtagreiðsla. Húsbyggjendur á íslandi þekkja af eigin raun að greiðslu- byrði af láni til skamms tíma með föstum vöxtum getur orðið óbærileg. En þeir kunna líka ráð við vandanum. Þegar kemur að gjalddaga greiða þeir hluta af upphæðinni, sem er til inn- heimtu, úr eignin vasa en slá nýtt lán fyrir afganginum. Þannig sax- ast smám saman á heildarskuld- ina ef skynsamlega er að málum staðið. að heildarskuldin í útlöndum breytist hætishót fyrir vikið. Að teknu tilliti til alls þessa má full- yrða á hinn raunverulegi kostn- aður sem íslendingar þurftu að bera vegna erlendra skulda árið 1985 hafi verið um 3% af þjóðar- framleiðslu en ekki 20% eins og Þorsteinn virðist halda. Ætla mætti að fjármálaráðherra hefði ekki iesið þjóðhagsáætlun fyrir árið 1986 sem forsætisráðherra lagði þó fram á Alþingi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á síðastliðnu hausti. Allt væri þetta meiningarlaust karp ef ekki kæmi fleira til. A einum stað í frásögn sinni af greinargerð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins segir Þorsteinn: „Þótt þessir útreikningar segi ekki alla söguna, er ástæðulaust að láta þá rykfalla í skrifborðsskúffum." Það hefði einmitt verið fyllsta ástæða til að láta þá verða papp- írsmyglunni að bráð. Þótt 3% af þjóðarframleiðslunni sé minna en 20%, svarar fyrrnefnda talan til árlegs hagvaxtar í sæmilegu góðæri. Þar sem við þurfum síf- ellt að endursemja um stóran hluta af erlendum lánum - þ.e. taka ný lán til að greiða gömul - varðar okkur miklu að lánskjörin sem við njótum séu góð. Um þessar mundir njótum við bestu fáanlegra lánskjara á alþjóð- legum peningamarkaði. Ástæðu- laust er að ætla að nokkur breyting þurfi að verða þar á meðan útlendir bankastjórar telja okkur borgunarmenn fyrir þeim erlendu lánum sem við höf- um tekið. Fátt er betur til þess fallið að læða annars konar grundsemdum að þeim en út- reikningar í líkingu við þá sem Þorsteini fannst fyllsta ástæða til að upplýsa allan heiminn um síð- asta dag ársins 1985. Gleðlilegt ár. Birgir Arnason er hagfræðingur og starfar hjá Þjóðhagsstofnun. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðvtfjans, sími 681333 i Laus hverfi: Granaskjói - Frostaskjói Langagerði - Austurgerði ™ Litiagerði i 3aö bætir heilsu og i að bera út Þjóðviíjai iag nn FÉLAGLb C HEYRHARUUSfl Dregið v 20. dese 1. 147E 2. 602 3.1111 4. 793 5. 233 Vinninga 28 kl. 9 Félagið Happdrætti heyrnarlausra 1985 ar í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra mber 1985. Vinningsnúmer eru þessi: >3 6. 8615 !6 7.12310 8 8. 9837 H 9. 1091 (7 10. 2884 má vitja á skrifstofu félagsins aö Klapparstíg 12 virka daga. þakkar veittan stuðning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.