Þjóðviljinn - 10.01.1986, Síða 14

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Síða 14
Námsmenn Verða íhaldsmenn einangraðir? Hrólfur Ölvissonformaður Félags umbóta- sinna: Mun leggja til að samstarfi við Vöku verðislitið. Gífurleg óánœgja með ÓlafArn- arsonfulltrúa stúdenta ístjórn LÍN. Klofning- ur meðal umbótasinna Allt bendir nú til þess að að- gerðarleysi íhaldsmanna í stúd- entaráði í lánamálum náms- manna og linka þeirra gagnvart niðurskurði Sverris Hermanns- sonar menntamáiaráðherra á námslánum muni innan tíðar verða til þess að meirihlutasam- starfi Vöku og Félags umbóta- sinna verði slitið. A fundi umbótasinna um lána- málin í fyrrakvöld kom fram megn óánægja með samstarfs- flokkinn, en ekki var gerð tillaga um að slita samstarfinu að svo komnu. Formaður umbótasinna, Hrólfur Olvisson, sagði hinsvegar í samtali við Þjóðviljann í gær að hann myndi á fundi á mánudag- inn leggja fram tillögu þess efnis. „Það er að mínu mati ekki nóg að koma Ólafi Arnarsyni út úr stjórn LÍN. Það sem mestu máli skiptir er að Vaka hefur ekkert raunhqft aðhafst í lánamálum, og jafnvel unnið gegn hagsmunum námsmanna,“ sagði Hrólfur. GARÐAR GUÐJÓNSSON FRÉTTASKÝRING Líklegt er að þessi hugmynd formannsins njóti nokkurs stuðn- ings meðal umbótasinna, en þó ekki hjá fulltrúum þeirra í stjórn stúdentaráðs. Þeir samþykktu í gær yfirlýsingu þar sem segir að full samstaða sé milli fulltrúa Vöku og umbótasinna í stjórn- inni um „þær aðgerðir sem fram- undan eru í lánamálum." Þá segir þar að engar hugmyndir hafi komið upp um að slíta samstarf- inu. Það er því fyrirsjáanlegt að til átaka kemur innan raða um- bótasinna á næstu dögum um hvort þeir eigi að vera hjá Vöku eða fara. Oanægja með fulltrúa SHÍ Meðal skýringa á óánægju um- bótasinna og vinstri manna í stúd- entaráði eru störf fulltrúa SHÍ, í stjórn LÍN, Ólafs Arnarsonar. Þeir Olafur Sigurðsson Félagi vinstri manna og Hrólfur hafa báðir sagt í samtali við blaðið að honum verði að koma út úr stjórninni, hvað sem öðru líði. Ólafur þessi fór sem kunnugt er með fulltrúa menntamálaráð- herra á fund Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra ekki alls fyrir löngu og samdi þar um að fjár- þörf sjóðsins síðustu mánuði 1985 yrði fullnægt gegn því að það yrði dregið frá lánum þessa árs. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans fékk Ólafur harðar ádrep- ur fyrir þennan samning á fundi umbótasinna sem áður er nefnd- ur, og mun hafa viðurkennt þar, að hann gerði þetta án nokkurs umboðs frá stúdentum. Ólafur hafði jafnframt orð á því á þess- um fundi að hann myndi leitast við að ganga á bak orða sinna við ráðherrann um að 50 milljónirnar verði dregnar frá lánum þessa árs. Yfirtaka frjálshyggjunnar Ólafur situr einnig í nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem hefur þann starfa með hönd- um að endurskoða lög og reglur LÍN og gera tillögur þar um. Þar situr hann í umboði stúdentaráðs og honum til samsætis öll stjórn LIN ásamt þeim Tryggva Agn- arssyni og Eiríki Ingólfssyni sem skipaðir voru í nefndina af Ragn- hildi Helgadóttur forvera Sverr- is. Það vekur athygli að í þessari nefnd skipa íhaldsmenn ótví- ræðan meirihluta og frjálslyndari stúdentum er það lítt að skapi, enda skal íhuga að á síðasta þingi SUS voru samþykktar tillögur sem gera ráð fyrir að Lánasjóður- inn verði beinlínis lagður í rúst. Hróflur Ölvisson segir að erf- iðlega hafi gengið að fá upplýs- ingar um störf þessarar nefndar. Þó upplýsti Ólafur það á áður- nefndum skyndifundi umbóta- sinna að meðal þess sem rætt hef- ur verið í nefndinni, er að hluti af lánum til framhaldsnáms verði greiddir sem styrkir! Er jafnvel búist við að tillögur nefndarinnar verði námsmönnum mjög í óhag. Springur meirihlutinn? í dag er með öllu óljóst hvort tillaga Hrólfs um stjórnarslit fær stuðning umbótasinna. Hann á sér marga hófsamari félaga sem myndu láta sér nægja að Ólafur verði látinn víkja úr stjórn LÍN. Þá er ónefndur sá armur umbóta- sinna sem aðhyllist sömu hug- myndir og íhaldsmenn um lána- málin, og margir eru þeirrar skoðunar að hann hafi meirihluta innan Félags umbótasinna. Nái tillagan hins vegar nægi- legum stuðningi verður fundur stúdentaráðs á þriðjudaginn býsna fróðlegur. Nýr meirihluti myndi hins vegar aðeins hafa um- boð til tveggja mánaða, því kosið verður í stúdentaráð innan þess tíma. Hverjar sem lyktir þessarar rimmu um lánamálin nú þessa daga verða, verður að búast við að menn minnist hennar þegar farið verður í kosningabaráttu í vor. - gg UM HELGINA Norræna húsið Víólu- tónleikar í kvöld Svava Bernharðsdóttir leikur verk eftir Bach, Paganini og Shosta- kovitch Sava Bernharðsdóttir heldur ví- ólutónleika í Norræna húsinu í kvöld föstudaginn 10.jan. kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Paganini og Shostak- ovitch. David Knowles annast undirleik á píanó og sembal. Svava lauk Bachelorsprófi frá Juilliard tónlistarskólanum í New York í fyrra og stefnir að meist- araprófi frá sama skóla í vor. Að- alkennari hennar er William Lincer. Áður var hún við nám í Tónlistarháskólanum í Haag hjá Nubuko Imai, en burtfararprófi í víóluleik og fiðlukennaraprófi lauk hún frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1982. Svava Bernharðsdóttir er styrkþegi Thor Thors sjóðsins, Juillardskólans og Sumarskólans í Aspen í Colorado, þar sem hún var s.l. sumar. Sava Bernharðsdóttir ætlar að leika verk á víólu í Norræna húsinu í kvöld og mun David Knowles annast undirleik á píanó og sembal. LEIKLIST Villihunangið hjá Þjóðleik- húsinusýnt íkvöld Í8. sinn. Vífið sýnt í Þjóðleikhúsinu á hefðbundnum sýningartíma á laugardagskvöldi kl.20.00 og afturkl. 23.30. , Kardemommubærinn sýnd- i urásunnudaginníÞjóðleik- húsinu kl. 14.00 og eftirleiðis aðeins á sunnudögum. íslandsklukkan aftur á fjalir Þjóðleikhússins. Sex auka- sýningar og sú fyrsta sunnu- daginn 12.janúarkl. 20.00. Sex í sama rúmi sýnd í Iðnó í kvöld og aftur á laugardags- kvöld kl. 20.30. Land míns föður í Iðnó kl. 20.30 sunnudagskvöld. Jólaævintýri Leikfélags Ak- ureyrar á síðasta sprettinum. Sýningar á sunnudag kl. 16.00 og fimmtudaginn 16. janúar verður siðasta sýninq kl. 19.00. Reykjavíkursögur Ástu í Kjallaraleikhúsinu í kvöld kl. 21.00 og laugardag kl. 17. TONLIST Norræna húsið Þar eru víólu- tónleikar í kvöld. Svava Bern- harðsdóttir leikur verk eftir Paganini, Shostakovitch og Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Broadway Breska bítlaára- hljómsveitin Dozy, Beaky, Mick og Tich skemmtir um helgina, í kvöld og annað kvöld. Austurbæjarbíó Halldór Haraldsson píanóleikari með tónleika á vegum T ónlistar- félagsins laugardag kl. 14.30. Verk eftir Beethoven, Chopin, Lisztog Bartók. Miðasalahjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og ístóni. Norræna húsiö Þarstendur yfir sýningin Tónlist á íslandi. Á sunnudag kl. 17.00 tala Páll H. Jónsson og Garðar Jak- obsson um „Tónmannalíf í S- Þingeyjarsýslu á 19. og 20. öld“. MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjar- valssýning opin 14-22. Listasafn íslands Kjar- valssýningin helduráfram í dag og um helgina. Opið kl. 13.30-16.00. Mokka Helgi Örn Helgason sýnirsmámyndirýmiss konar. Verkstæðið Þinghoitsstræti 28 er opið virka daga frá 10- 18 og laugardaga frá 14-16. Háholt í Hafnarfirði sýnir Kjar- valsmyndir. Opið frá 14-19. Ásgrímssafn opið í vetur þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudagafrákl. 13.30- 16.00. Listasafn Einars við Njarð- argötu er opið laugardaga og sunnudaga frá 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu opinn daglega frá kl. 10.00-17.00. Bogasalur Þjóðminja- safnsins opinn daglega kl. 13.30-16.00. Þarstenduryfir sýningin Með silfurbjarta nál. Verk íslenskra hannyrðak- venna. ÍÞRÓTTIR Handbolti Úrslitin í 1. deild karla ættu að ráðast um helg- ina, í 14. og síðustu umferð. FH-KA LA14.00 í Hafnarfirði, Þróttur-Fram LA14.00 í Laugardalshöll, KR-Víkingur SU 14.00 í Laugardalshöll og Valur-Stjarnan SU 14.00 í Laugardalshöll. 1. deild kvenna: Stjarnan -FH LA 15.15ÍDigranesi, Haukar- Valur LA15.15 í Hafnarfirði og KR-Fram LA15.15 í Laugar- dalshöll. 2. deiid karla: Breiðablik-Þór Ve. LA14.00 í Digranesi, Afturelding- Haukar LA14.00 Varmá og ÍR-ÁrmannSU 15.15 í Selja- skóla. Körfubolti Úrvalsdeild: UMFN-l'BK FÖ 20.00 í Njarð- vík, KR-Haukar SU14.00 í Hagaskóla og Valur-ÍR SU 20.00 í Seljaskóla. 1. deild kvenna: UMFN-ÍS LA14.00 í Njarðvíkog ÍA-HaukarLA 14.00 á Akranesi. 1. deild karla: Breiðablik-Fram FÖ 20.00 í Digranesi og ÍS- Reynir SU 20.00 í Hagaskóla. Badminton KR-mót í einliða- leikíKR-heimilinuog Meistaramót TBR í tvíliða- og tvenndarleik ÍTBR-húsinu. Júdó Drengjameistaramót í íþróttahúsi Kennarahá- skólansLA 15.00. ÝMISLEGT i Gerðuberg List á laugardegi, ’ opnað kl. 15.00 á morgun, laugardag. Menningardag- skrá í umsjá Breiðholtsdeildar Alþýðubandalagsins. I Kjarvalsstaðir Listahátíð ! ungafólksinshefstámorgun, 11. janúarkl. 14.00. Hátíðin stendurtil 19. janúar. Café Rosa opnað á ný eftir áramótin í risinu að Hverfis- götu 105. Á dagskrá er pólitík, kaffi og með því og svo auðvit- að glens og gaman. Húsið opnað kl. 14.00. j| Okrarar Safna auði mammons menn meðan snauðir tapa. Dafna kauðar auðsins enn, öðrum nauðir skapa. Skapa nauðir öðrum enn, auðsins kauðar dafna. Tapa snauðir meðan menn mammons auði safna. 5084 - 5869 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.