Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 10.01.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Qupperneq 9
Skuldirnar Tillaga Kúbu um að Suður-Ameríkuríki neiti að borga skuldirnar er til að þau losi sig undan því kverkataki sem bankavaldið hefur á þessum ríkjum Þessi grein fjallar um skulda- kreppu Rómönsku Ameríku. Pað er hægt að nálgast þetta efni á ýmsan hátt. Eyða má miklum tíma í að ræða hversu mikil skuld- abyrðin sé, hvaða möguleikar séu á því að leysa kreppuna, hvernig vaxtaþróun hafi leikið þessi ríki o.s.frv. Ég hef valið að segja frá því, hvemig kúbanir hafa notað þetta mál til þess að hvetja til baráttu, og hvernig þeir hafa tekið forystu fyrir þeirri kröfu að neita að borga þessar skuldir en nota þess í stað féð til þess að stuðla að aukinni efnahagsþróun í þessum heimshluta. Á ráðstefnu í sumar er leið í Havana var ákveðið að helga 23. október kröfunni um að neita að borga skuldirnar. Hér er í rauninni á ferð umbylt- ingarkrafa. Þetta er tillaga um að þau losi sig undan heimsauðvald- inu. - Að þau losi sig undan því kverkataki sem bankavaldið hef- ur á þessum ríkjum. Að þau snúi sér að því að byggja upp efna- hagslíf sitt. Skuldakreppan Skuldabyrði ríkja Rómönsku Ameríku er í ár um 360 miljarðar dollara. Þetta eru skuldir sem hafa safnast saman síðustu 20-25 árin. Fyrri hluta sjöunda áratug- arins voru skuldir þessara ríkja við alþjóðlega banka og heimsvaldasinnuð ríki nánast engar. Ymsar ástæður eru fyrir því að þessar skuldir hafa hlaðist upp. Ég vil nefna nokkrar. Fram- ieiðsluvörur þessara ríkja hafa fallið í verði á heimsmarkaði bor- ið saman við verðmæti þeirra framleiðsluvara sem þau þurfa að flytja inn frá iðnríkjunum miðað við árið 1980. Háir vextir hafa leikið þessi ríki grátt og sömu sögu er að segja um hátt verð dollara. Þá má nefna vopnakaup þeirra einræðisstjórna sem þarna hafa ríkt t.d. í Argentínu og Chile. Beinan fjárdrátt, þjófnað þeirra sem eru á toppnum í þess- um löndum og hafa flutt fé yfir á banka í Sviss og Bandaríkjunum. Ennfremur fjármagnsflótta sem hefur orðið er fólk hefur breytt þeim gjaldmiðli sem er notaður í þessum löndum yfir í dollara og flutt úr landi. Stærstu skuldunautarnir eru Brasilía og Mexikó, sem hvor um sig skulda um 100 miljarða doll- ara, eða samtals rúman helming skuldabyrðarinnar. Þetta segir ekki alla söguna, því í löndum Rómönsku Ameríku búa mis- munandi margir, - þetta eru ólík lönd. Aðrar tölur sem eru betri til að leggja mat á þetta eru tölur um, hve stór hluti útflutnings- verðmæta þessara ríkja fer í að greiða vexti af skuldum. Þær þjóðir sem skulda mest þurfa að greiða um og yfir helm- ing útflutningsverðmæta í vexti, einungis vexti til að skuldirnar haldi ekki áfram að vaxa þ.e.a.s. Bólivía (57%), Argentína (52%) og Chile (46%). Brasilía, Mexikó og Perú þurfa að greiða rúmlega þriðjung eða um 36% af útflutn- ingsverðmætum í vexti. Á sama tíma er aimennt viður- kennd staðreynd meðal hagfræð- inga auðvaldsins að þegar yfir 20% af útflutningsverðmætum fara í vexti og afborganir af skuldum muni ekki líða á löngu þar til efnahagskerfi þeirra hryn- ur. Þetta gerist á sama tíma og mikil verðbólga ríkir í þessum löndum og - ef miðað er við tíma- bilið 1981-1984, sem þjóðarfram- leiðsla hefur snarminnkað. Þess- ar þjóðir hafa smám saman verið að gera sér ljóst að þessar skuldir verða aldrei borgaðar. Það sér hver heilvita maður. Tillögur kúbana Kúbanir settu fram tillögu um að einfaldlega yrði neitað að borga af þessum skuldum, þær yrðu aldrei greiddar hvort sem væri. Þessi hugmynd var sett fram í ræðu Fidels Kastrós árið 1979 á 6. þingi Óháðra Ríkja í Havana á Kúbu, en meginefni ræðunnar snérist einmitt um skuldabyrð- ina. Skömmu síðar hélt Fídel Ka- stró ræðu á Allsherjarþingi Sam- einuðu Þjóðanna um sama efni. Kúbanir hófu þá þegar undirbún- ing að þessari baráttu, meðal annars með því að gera umfangs- mikla skýrslu um heimskrepp- una. Skýrslan var gerð af Efna- hagsstofnuninni í Havana. Hún var lögð fyrir 7. fund Óháðra Ríkja sem var haldinn í Nýju Del- hí á Indlandi 1983. Kúbanir hafa verið spurðir ó- talmargra spurninga í sambandi við tillögur sínar. Ein þeirra er, hvort þeir ætli að setja bankana á hausinn. Þeir hafa svarað því til að það sé alls ekki óumflýjanlegt, heldur sé tiltölulega einfalt að leysa það mál. Til að mæta tapi bankanna geti ríkisstjórnir iðn- ríkjanna borgað þeim. Einungis 10% af hernaðarútgjöldum þeirra nægja til að mæta því. Ef sú hávaxtastefna sem hefur ríkt undanfarið heldur áfram, geta það orðið um 12%. Það er að segja ef ríkisstjórnir iðnríkjanna minnka útgjöld til hernaðar um 10-12% er hægt að mæta tapi al- þjóðlegra banka, neiti þjóðir Rómönsku Ameríku að borga. Fundir og viðtöl í sumar er leið héldu kúbanir 3 stóra alþjóðlega fundi og ráð- stefnur í Havana um skulda- kreppuna með þátttöku stjórnmálamanna og verkafólks frá Rómönsku Ameríku. Sá fyrsti var haldinn í júníbyrjun og var fundur kvenna í Rómönsku Am- eríku. Þá var haldinn fundur 330 verkalýðsleiðtoga frá 29 löndum. Stærsti fundurinn var haldinn um mánaðamótin júlí-ágúst. Þar mættu 1000 manns, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, fyrrverandi og núverandi ráðherrar frá Róm- önsku Ameríku, þingmenn, hag- fræðingar og vísindamenn, lista- menn og rithöfundar þar á meðal nóbelsverðlaunahafarnir Gabríel Garcia Marquez og Perez Esqui- vel. Auk þeirra var fjöldi frétta- manna viðstaddur. Þarna áttu sér stað umræður um, hvernig réttast væri að snúa sér í þessum málum. Það er engin tilviljun að fjöl- miðlar skuli hafa veitt þessu at- hygli. Þeir gera það vegna þess, að þessi barátta er að byrja að ná árangri, hún er að verða að fjöldabaráttu. Því miður hefur þessarar umræðu ekki orðið vart í íslenskum fjölmiðlum nema að takmörkuðu leyti. Fréttamenn hafa þust til Kúbu til að spyrja spurninga og Fídel Kastró hefur verið afar viljungur að gefa sér tíma til viðtala. Eitt fyrsta viðtal- ið og sennilega það þekktasta birtist á forsíðu mexikanska dag- blaðsins Excelsior 5 daga í röð í febrúar síðastliðnum. Þá kom Kastró fram í viðtalsþáttum í bandarískri sjónvarpsstöð 4 kvöld í röð einnig í febrúar og voru þeir sýndir tvisvar um gerv- öll Bandaríkin. Þar var hann spurður spjörunum úr um af- stöðu kúbönsku ríkisstjórnarinn- ar um hin ýmsu atriði. Washing- ton Post, Newsweek, spænska fréttastofan EFE og Playboy töluðu einnig við hann. Eina dag- blaðið á íslandi sem hefur birt eitthvað af þessum viðtölum er DV, sem þýddi hluta af Playboy- viðtalinu Þessi viðtöl eru hluti af baráttu kúbana fyrir kröfunni um að borga ekki skuldirnar. Þeir taka þau upp á segulband og gefa þau út jafnharðan, nokkrum dögum eftir að þau eru tekin. Þeim er dreift í hundruðum þúsunda ein- taka bæði innan 'Kúbu og eins víðs vegar um heim, meðal ann- ars eru þau fáránleg hjá Vinátt- ufélagi Islands og Kúbu (VÍK), Mjölnisholti 14. Þessi útgáfustarfsemi er teikn um hvers konar forysta er við völd á Kúbu. Það er ríkisstjórn, sem hefur fullan hug á að mennta fólk um efnahagsmál og pólitík, og ekki aðeins sína eigin þjóð heldur einnig aðra, eins og til dæmis okkur. Þetta eru alþjóða- sinnar sem skirrast ekki við að taka á því geggjaða ástandi sem ríkir í efnahagsmálum heimsins og takast á hendur þá ábyrgð sem felst í að veita forystu í baráttunni gegn því. Kúbanska sendisveitin á al- þjóðlegu kvennaráðstefnunni í Nairóbí í Kenía í sumar er leið hafði með sér heilu gámana af þessum viðtalsbæklingum, dreifði þeim þar og ræddi þessi mál. Mér er sagt og ég les það í erlendum blöðum, að þessi mál Rómönsku Ameríku, svo og mál- efni Suður-Afríku hafi verið þau mál sem hæst bar á ráðstefnunni. Kennedy og Framfarabandalagið John F. Kennedy þáverandi forseti Bandaríkjanna setti á fót Framfarabandalagið fyrir 24 árum, eða árið 1961. Áætlun hans fólst í efnahagslegri sam- vinnu við ríki Rómönsku Amer- íku til þess að mæta efnahags- og þróunarþörfum þeirra. Gert var ráð fyrir að leggja fram 20 milj- arði dollara til fjárfestinga á 10- 15 árum. Kveikjan að stofnun- inni var að sporna við þeim áhrif- um sem fordæmi byltingarinnar á Kúbu vakti meðal a)þýðu þessara ríkja, og átti að leiða til þess að afnema þær aðstæður sem sköpuðu hlutlæg skilyrði fyrir til- komu fleiri byltinga. Nú þúrfa íbúar þessara ríkja, sem eru tvöfalt fleiri og búa við a.m.k. þrefalt stærri félagsleg vandamál, að borga iðnríkjunum 40 miljarði dollara í vexti af skuldum á ári. Á 10 árum verða það 400 miljarðar dollara eða 20- föld sú upphæð, sem Kennedy ætlaði þessum ríkjum til að mæta efnahags- og þróunarþörfum á 10-15 ára tímabili. Breyttar aðstæður Pólitískar aðstæður í Róm- önsku Ameríku hafa breyst frá því sem var uppúr 1960, þegar byltingin á Kúþu var að stíga sín fýrstu skref. Þá krafðist Banda- ríkjastjórn þess og fékk sam- þykkt að kúbanir yrðu reknir úr samtökum Ameríkuríkja (OAS). Bandaríkjastjórn krafðist þess verða aldrei greiddar ennfremur - hvatti heitir það á fínu máli - að önnur Ameríkuríki slitu öll stjórnmálaleg og við- skiptaleg tengsl við Kúbu. Bandaríkjastjórn ætlaði að kæfa þessa byltingu strax í upphafi. Þeim varð svo vel ágengt að í september 1964 höfðu öll ríki Rómönsku Ameríku slitið stjórnmálasambandi við Kúbu nema Mexíkó. Á þessu hefur orðið grundvallarbreyting. Þann I. maí síðastliðinn setti Banda- ríkjastjórn hafnbann á Nigarag- ua. Efnahagsráð Rómönsku Am- eríku (SELA), sem í eru 25 ríki á svæðinu, hvatti Bandaríkjastjórn til að láta af hafnbanninu og á- kvað að styðja Nigaragua fjár- hagslega gagnvart þessum óskunda. Á síðasta ári fóru viðskipti Argentínu og Kúbu fram úr við- skiptum Mexikó og Kúbu, en undanfarin 20 ár hefur Mexikó verið stærsti viðskiptaaðili Kúbu af löndum Rómönsku Ameríku. Þá gerðist það í apríl í ár að forseti Ekvador Leon Febres Cordero kom í heimsókn til Kúbu, en hann er fyrsti þjóðarleiðtogi Rómönsku Ámeríku, sem kemur til Kúbu síðan 1959, að undan- skildum þjóðarleiðtogum Mex- ikó. Kastró bendir á að ein af ástæðunum fyrir þessum breyttu aðstæðum sé efnhagsleg. Á fyrri hluta sjöunda áratugar hafi efna- hagskreppan ekki herjað á þessi ríki í þeim mæli sem hún gerir nú. Ef Bandaríkjastórn gerir innrás í Nikaragua munu ríki Rómönsku Ameríku ekki sitja hjá. Og hann bendir á að þegar breska heimsveldið réðst á Malvinas- eyjar (Falklandseyjar nefnast þær í borgarapressunni) urðu straumhvörf í hernaðarsam- skiptum ríkja Rómönsku Amer- íku og Bandaríkjanna, er ríkis- stjórnir Rómönsku Ameríku tóku sameinaða afstöðu gegn breska heimsveldinu. Þjóðarframleiðsla ríkja Róm- önsku Ameríku hefur minnkað á tímabilinu 1981-1984. f Uruguay hefur hún t.d. fallið um 13,9%, í Argentínu um 6%, í Chile um 5,4% og í Venesúela um 6,1%, þrátt fyrir geysileg náttúru- auðæfi. Á Kúbu hefur þjóðar- framleiðsla hins vegar aukist á sama tímabili um 22,6%. Þjóð- arframleiðsla á íbúa hefur minnkað enn meir í þessum löndum, í Bólivíu minnkaði hún um 24,6%, í Costa Rica um 14,1%, í Chile um 11,2%, í Mex- ikó um 6,3%, í Argentínu um II, 8% og í Venesúela og Urugu- ay um 16,2%. Á Kúbu jókst þjóðarframleiðsla á íbúa um 24,8%. Allar þessar tölur eru miðaðar við tímabilið 1981-1984. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Kastró hefur t.d. bent á að borið saman við framleiðslu þróaðra iðnríkja fer verðgildi framleiðslu þróunarlandanna síminnkandi. Hann tekur gjarnan dæmi af 180 hestafla jarðýtu sem kostaði 200 tonn af sykri árið 1960, en nú kosti samsvarandi gripur 80 tonn af sykri. Verðgildi hennar hefur fjórfaldast miðað við sykurverð, frá því á árunum áður en skulda- byrðin kom til sögunnar. Kúbandir benda á að beint samband er á milli skuldakrepp- unnar og hinnar alþjóðlegu efna- hagskreppu, en þó sérstaklega Fiedl Castro leggur mikla áherslu á samstöðu fátækari ríkja í baráttunni alþjóðlegu bankaauðvaldi. ójafna viðskiptahætti. Því leggja þeir ríka áherslu á að tengja sam- an útstrikun skuldanna og nauð- syn þess að koma á nýju efna- hagsfyrirkomulagi. Verði það ekki gert verða þessi ríki komin í sömu vandræðin innan fárra ára. Hreint rán Hluta af aukningu skuldabyrð- ar Rómönsku Ameríku á árinu 1984 má flokka undir hreint rán, en það eru um 45 miljarðar doll- ara. Þessi upphæð skiptist þannig að 20 miljarðar eru vegna verri viðskiptakjara, vegna þess að vörur sem fluttar eru frá Róm- önsku Ameríku falla í verði mið- að við þær vörur sem þarf að flytja inn. Vextir jukust á síðasta ári, en það olli um 10 miljarða aukningu. Vegna fjármagnsút- streymis hurfu 10 miljarðar, er fólk skipti fé yfir í erlendan gjald- miðil og setti inn á erlenda bank- areikninga. Þá var dollarinn of- metinn í gjaldeyrisviðskiptum og jukust skuldirnar a.m.k. um 5 miljarði vegna þess. Tíund Á einum þeirra funda í Havana sem fyrr var greint frá kom fram tillaga um að ríki Rómönsku Am- eríku skyldu borga 10% af þjóð- artekjum til þess að minnka skuldirnar, nokkurs konar tíund. Bandaríkjastjórn tók þessari til- lögu vel og þótti sem þarna hefði verið leikið á kúbani. Kastró bendir á tvennt í þessu sambandi. í fyrsta lagi er ástæðan fyrir því að Bandaríkjastjórn tekur þessa tillögu yfirleitt til um- ræðu sú, að kúbanir eru búnir að fjalla grimmt um þessi mál í rúmt ár. Hefði þessi tillaga komið fram fyrir ári síðan hefðu fáir lagt við hlustirnar. í öðru lagi bendir Ka- stró á, að enda þótt þessar þjóðir mundu skuldbinda sig til þess að borga 10% af þjóðarframleiðslu til þess að „minnka" skuldirnar, halda þær engu að síður áfram að vaxa. Vextir eru einfaldlega það háir. Þessi tillaga miðar því ein- ungis að því að múlbinda þessar þjóðir til að nota 10% af þjóðar- framleiðslunni um ókomin ár til að borga erlendum bönkum, borga nokkurs konar tíund. Nútíma þrælahald Fídel Kastró líkir ástandinu við þrælahald án hlekkja. Alþýða manna í þessum löndum þarf að þræla fyrir lítil sem engin íaun og helmingur framleiðslunnar fer í skuldir. Hann bendir á þá hlið- stæðu að þegar þrælarnir á Haiti risu upp gerðu þeir það með ein- hliða yfirlýsingu. Þegar þrælarnir risu upp í Bandaríkjunum á sín- um tíma gerðu þeir það með ein- hliða yfirlýsingu. Þeir lýstu því einfaldlega yfir að þeir væru frjálsir. Eins ættu þjóðir Rómön- sku Ameríku að fara að. 25. nóvember 1985 Gylfi Páli Hersir Höfundur dvaldi á Kúbu sumarið 1975. Hann er félagi í Alþýðu- bandaiaginu í Reykjavík og Bar- áttusamtökum sósíalista. P.S. Grein þessi er að stofni til samhljóða erindi, sem höfundur flutti 23. október síðastliðinn á fundi Vináttufélags íslands og Kúbu (VÍK), El Salvadornefnd- arinnar og utanríkisnefndar ÆFAB. Greinin var boðin Morg- unblaðinu til birtingar. Eftir viku umhugsun var því hafnað. Umboðsmenn HAPPDRÆTTIS ÞJÓÐVILJANS 1985 REYKJANES Keflavík: Jóhann Geirdal, Hafnargötu 49, sími 92-1054. Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-7008. Sandgerði: Elsa Kristjánsdóttir, Holtsgötu 4, sími 92-7680 Mosfellssveit: Aðalheiður Magnúsdóttir, Dvergholt 12 (neðri hæð), sími 666653. Kópavogur: Sigurður Magnússon, Álfhólsveg 76, sími 42657. Garðabær: Ingólfur Freysson, Brekkubyggð 49, sími 46072. Hafnarfjörður: Jóhann Guðjónsson, Nönnustígur 8, sími 52119. Seltjarnarnes: Ragnhildur Helgadóttir, Sæbraut 6 sími 15634. VESTURLAND Akranes: Garðar Nordal, Vitateig 5B, sími 93-2567 Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, SÍmi 93-7122. Ólafsvik: Jóhannes Ragnarsson, Hábrekku 18, sími 93-6438. Grundarfjörður: Matthildur Geirmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, sími 93-8715. Stykkishólmur: Guðrún Ársælsdóttir, Lágholti 3, sími 93-8234. Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson, Búðardal, sími 93-4142. VESTFIRÐIR Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholt, sími 94-2027. Bíldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212. Þingeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658. Suðureyri: Sveinbjörn Jónsson, Sætún 10, sími 94-6235. ísafjörður: Smári Haraldsson, Hlíðarveg 3, sími 94-4017. Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson, sími 94-7437. Hólmavík: Jón Ólafsson, sími 95-3173. NORÐURLAND VESTRA Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegur 8, sími 95-1368. Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, SÍmi 95-4196. Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Ingibjörg Hafstað, Vík, sími 95-5531. Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, sími 96-71271. NORÐURLAND EYSTRA Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267. Dalvik: Rafn Arnbjörnsson, Öldugötu 3, sími 96-61358. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31B, sími 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125. Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81196. AUSTURLAND Neskaupstaður: Einar M. Sigurðarson, Sæbakka 1, sími 97-7799. Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut, sími 97-3126. Egilsstaðir: Einar Pétursson, Bjarkarhlíð 2, sími 97-1289. Seyðisfjörður: Jóhanna Gísladóttir, sími 97-2316. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargerði 18, sími 97-4159. Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson, Hlíðargötu 30, sími 97-5211. Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíð, sími 97-6367. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-5894. Hornafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránaslóö 6, sími 97-8243. Breiðdalsvík: Snjólfur Gíslason, Steinaborg, sími 97-5627. SUÐURLAND Vestmannaeyjar: Ragnar Óskarsson, Hásteinsvegi 28. Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259. Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, sími 99-1714. Þorlákshöfn: Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, sími 99-3924. Eyrarbakki: Auður Hjálmarsdóttir, Háeyrarvegi 30, sími 99-3388. Stokkseyri: Ingi S. Ingason, Eyjaseli 7, sími 99-3479. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 99-6153. HAPPDRÆTTI ÞJ0ÐVILJANS1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.