Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 10.01.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Þarf fleiri Sigtúnsfundi? Síðustu vikur hefur þjóðin verið upptekin og ofhlaðin fregnum af gjaldþrotum og horfnum miljarði hér og horfnum þar. Öll slík mál hafa verið lærdómsrík og þau eiga það sammerkt að tengjast ríkisstjórnarflokkunum með einum eða öðrum hætti. Ríkisstjórninni hefur mistekist nær allt sem hún hefur einsett sér. Öll markmiðin eru hrunin. í því samfellda hneyksli efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar eru svikin í húsnæðismálunum þó einna alvarlegust. í könnun félagsvísindadeildar á húsnæðis- málum ungs fólks kom fram, að tveir af hverjum þremur keyptu húsnæði sitt notað. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað þóst hafa skilning á þessu atriði og lofað að G-lán yrðu 70% af nýbyggingalánum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þetta að einu stærsta kosningaloforði sínu fyrir síðustu kosningar - og þó engir tilburðir hafi í raun orðið á því að standa við það heldur Sjálf- stæðisflokkurinn og ríkisstjórnin öll áfram að segja að þetta gerist á næstunni. G-lánin eru greidd út &-8 mánuðum eftir að sótt hefur verið um þau, þannig að jafnvel þótt að þau hækkuðu að nafninu til á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs, þá fá engir kaupendur húsnæð- is á sl. ári þessa hækkun. Þannig verða lánin áfram lítill hluti kostnaðarverðs íbúðar, - og meirihluta íbúðakaupenda á sl. ári einsog árun- um þar á undan er vísað á okurlánamarkaðinn. Ekki tekur betra við þegar ríkisstjórnin þykist ætla að „bjarga'1 eða „hjálpa“ fólki á húsnæð- ismarkaðinum. Það ersérstök ástæðatil að rifja það upp, að í byrjun júní á sl. ári stóðu þeir sérstaklega að þessum aðgerðum þeir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son, en sá síðarnefndi var um þær mundir stól- laus, þó hann í krafti formennsku sinnar í Sjálf- stæðisflokknum hefði forgöngu í þeim uppá- komum, sem áttu að leysa vanda húsnæðisk- aupenda. Með júníráðstöfununum átti að leysa vanda þeirra; greiða til baka af okurlánum og létta lánabyrðina og setja fjármagn í Húsnæðisstofn- un, þannig að hún gæti sinnt lagaskyldu sinni. Meðal þessara ráðstafana Þorsteins og Stein- gríms var sérstök hækkun á brennivíni sem átti að skila 30 miljónum á sl. ári í húsnæðiskerfið, - og heilt söluskattstig sem átti að skila 250 milj- ónum króna í byggingasjóðina. Það gleymdist bara eitt lítilræði í flugeldasýn- ingu flokksformannanna, nefnilega það, að hækkun á útsöluverði áfengis leiðir til hækkun- ar á framfærsluvísitölu, - og lánskjaravísitölu þannig að sú „björgunaraðgerð" hækkaði í raun lánin. Sömu sögu er að segja um söluskattshækk- unina uppá 1 %. Hún átti að skila 250 miljónum króna. Hins vegar láðist að geta þess að þessi hækkun leiddi til hækkunar á lánskjaravísitölu um 0,45% og hækkað þarmeð lán íbúðakaup- enda um 4500 krónur á hverja miljón. Sam- kvæmt upplýsingum Þjóðviljans eru verðtryggð útistandandi lán vegna húsnæðiskaupa á landinu amk. yfir 20 miljarðar króna þannig að stór hluti meintrar „aðstoðar" eða um 90 miljón- ir króna er lagður beint á húsnæðisbyggjendur og kaupendur. Öll loforð til ungs fólks og þeirra sem eru að byggja eða kaupa húsnæði hafa verið svikin. Flestar „aðgerðir" sem sagðar eru til aðstoðar fólki í erfiðleikum eru blekkingar. Og pappírs- tígrarnir sem framleiða „lausnir" á borð við þær sem hér hafa verið nefndar skilja greinilega ekki um hvað málið snýst, nema þeir fari þá vísvit- andi með fleipur. Á undanförnum misserum lækkandi iauna, hækkandi lána og afleitrar ríkisstjórnar hafa orðið til hreyfingar fólks í landinu eins og Húsnæðishópurinn sem eru að fást við hinn raunverulega vanda. Einstaklingarnir og fjölskyldurnar sem nú eiga í erfiðleikum vegna svikinna loforða og öngþveitis í húsnæðismálum; lágra launa, okur- vaxta og verðhruns á fasteignum þurfa nú að bindast samtökum. Það er þörf á fleiri Sigtúns- fundum til að koma hinum pólitísku möppudýr- um og púðurkerlingum í skilning um það sem er að gerast. -óg KUPPT OG SKORIÐ Skipið sökk Fyrrverandi stöðvarstjóri Haf- skips í New York, Björgvin Björgvinsson, skrifar grein í síð- asta Helgarpóst undir fyrirsögn- inni „Pess vegna sökk Hafskip". Þetta er fróðleg grein fyrir margra hluta sakir. Hún er meðal annars um það, hvaða afleiðingar hermang eða ekki hermang hefur fyrir íslenskan rekstur. Þar er gerð nokkur grein fyrir því, að flutningar fyrir amríska herinn hafi verið ein helsta stoð og stytta sjálfs tilverugrundvallar Haf- skips. f*að er upp úr því, að Bandaríkjamenn taka yfir þá flutninga í krafti gamalla laga (sem Björgvin segir reyndar að íslensku skipafélögin hafi alltaf vitað vel af) - að Hafskipsmenn stíga þau skref sem að áliti greinarhöfundar verða þeirra banabiti. Eða réttara sagt félags- ins, því hann tekur það fram, að fyrir utan allt annað „virðast yfir- menn félagsins hafa notað sér að- stöðu sína til ágóða íeinkaskyni". Þetta er í rauninni yndisleg æf- ing í notkun íslenskrar tungu, sem er fyrir löngu orðin svo teygjanleg, að bráðum verður ljótt orð eins og „þjófnaður" bannað með lögum. í stað þess verður mynduð glæsileg og bjarg- föst samstaða um orðið „auðgun- arbrot". Að þú skulir vera til En semsagt - við höldum áfram með Hafskip. Stöðvar- stjóri félagsins í New York segir sem svo í fyrrnefndri grein, þegar hann er að telja upp ástæður fyrir „niðurlögum“ Hafskips (loksins fengum við alminnilega dönskus- lettu, eða - og er enn betra - mis- skilning á dönskuslettu!): - Reynslu- og þekkingarleysi í alþjóðaviðskiptum - Vanmat á öllum kostnaðar- liðum við reksturinn - Bágborið bókhald - Almennt aðhaldsleysi á flest- um sviðum - Framkvœmdastjórn, sem ein- angraði sig frá öllum vandamál- um og var ekki til viðtals um þau. Þegar texti sem þessi er skoð- aður, verður það kannski fyrst fyrir að benda á það, að enda þótt málfarið sé útþynnt úr hófi fram, þá er ekki hægt að segja verri hluti um lukkuriddara Hafskips en hér voru upp taldir. Ef hver staðhæfing er skoðuð út af fyrir sig þá getur niðurstaðan ekki orð- ið önnur en þessi: þessum mönnum er ekki trúandi fyrir neinu. Þeir hefðu aldrei átt að vera til. Ríkið og sparifáð Vígreifir markaðshyggjumenn hafa svo verið að leggja út af þessu dæmi segjandi sem svo: það eru ekki Hafskipsmenn með þeirra vændisútgerð á flutninga fyrir Kanann sem bera ábyrgð á því sem gerst hefur. Það er það kerfi sem skapar ríkisábyrgð á bak við banka fyrirtækisins, Út- vegsbankans. Og í rauninni er það meira en ósæmilegt, hvernig fjölmiðlaspil- ið um þetta mál hefur snúist upp í að flytja sektina - með einhverj- um óútskýrðum hætti - frá þeim Hafskipsmönnum sem „virðast hafa notað sér aðstöðu sína til ágóða í einkaskyni" og yfir á fyrirsvarsmenn eins af ríkis- bönkunum. Það væri reyndar meira en þarflegt, að skoða dæmi þar sem viðskiptabanki hinna „reynslu- og aðhaldslausu“ ævintýramanna Hafskips hefði ekki þennan stimpil ríkisins. Segjum sem svo, að um væri að ræða einkabanka, sem hefði með ýmsum ráðum sankað að sér sparifé gamals fólks - og stæði kannski frammi fyrir því að segja þessu sama fólki, að nú væri spariféð því miður horfið - vegna ófyrirsjáanlegs hruns á skipa- markaði. Mundu bankastjórar slíks banka taka fulla fjárhags- lega ábyrgð á því persónulega sem gerst hefði? Aldrei nokkurn tíma. Þeir hefðu náttúrlega - eins og Hafskipsmenn allra fyrirtækja - fyrir löngu komið sér persónu- lega út úr öllum vanda. En að því er varðar til dæmis það gamla fólk, sem hefði trúað þeim fyrir sparifé sínu, þá ættu þeir ekki nein önnur svör en segja: það rík- ir frelsi á peningamarkaðnum. Ykkur var nær! Þið hefðuð átt að velja ykur annan einkabanka með framsýnni yfirmönnum! Og spyr þá enginn að því hvernig slíkan yndisbanka mætti finna - nema að allir geri vaxta- spekúlasjónir að inntaki lífs síns. Að brjóta lög Skattsvikamál eru á dagskrá, eins og hver maður getur séð. Og verður Klippara þá stundum hugsað til meðalkaupmanns, sem hann hittir stundum í heitum potti og hefur lengi (sama hvers- konar ríkisstjórnir sitja) þulið einn og sama söng: „Það er ekki hœgt að versla á íslandi nema að brjóta lög“. Mér hefur alltaf þótt þessi stað- hæfing merkileg. Hún getur þýtt svo margt. Til dæmis það, að lög- brot séu svo útbreidd í við- skiptum, að sá sem ætlar að forð- ast þau er dæmdur til að bíða ósigur. Og væri þá gott tilefni komið til að rifja upp þá gömlu og góðu staðhæfingu sem segir: kap- ítalisminn er svindl. Og sú sama staðhæfing er að minnsta kosti nógu rótgróin í hugum þegna hins íslenska lýðveldis til þess, að þeir munu ekki hneykslast neitt sér- staklega - hvorki á Þýsk-íslenska verslunarfélaginu né öðrum - og hvort sem afbrot á fyrirtæki sann- ast eða ekki. Því miður. Okkar marglofaða umburðarlyndi hefur mest farið í það, að afsaka aumingjaskap og spillingu. Við erum í rauninni svo illa stödd á fimmta áratug íslenskrar velmeg- unar, að sá sem tæki upp á því að tala af fullri hreinskilni væri um- svifalaust talinn geðveikur. Það sem verra er: kannski væri hann það. - ÁB. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. BHstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mónuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.