Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 5
Halldór Árnason fiskmatsstjóri: Þurfum að aðlaga starfsemi stofnunarinnar breyttum tímum og breyttum kröfum. Ríkismat sjávarafurða Uppstokkun á starfi og skipulagi Halldór Árnason fiskmatsstjóri: Fyrra skipulag varslœmt. Starfssvið manna oft illa skilgreint. Nýir tímar kalla á ný vinnubrögð fyrir ríkisstofnanir Með þessum breytingum á opinberu mati á sjávarafurð- um, þar sem útflutningsmat- inu er komið í hendur útflutn- ingsaðila, þá er verið að færa ábyrgðina á framleiðslunni yfir til þeirra sem eru ábyrgir gagnvart markaðnum. Hættan með opinbera matið er að það verði lágmarksmat, þannig að framleiðandinn telji sig slopp- inn, komist hann í gegnum rík- ismatið, en er kannski sama um gæðakröfur neytandans og missir þá um leið tengslin við markaðinn, segir Halldór Árnason fiskmatsstjóri. Uppstokkun á skrifstofu Mikill styrr stóð um þessar breytingar á alþingi á sínum tíma og raunar allan þann tíma sem Ríkismatið hefur starfað. Jafn- framt hefur starfsemi Ríkismats- ins einkennst nokkuð af ólgu og ágreiningi um stjórn og skipulag samhliða þeirri uppstokkun sem verið er að gera á stofnuninni. Starfsmönnum við afurðamat hefur verið fækkað, jafnhliða því sem auglýst hefur verið eftir háskólamenntuðum starfsmönn- um í nýjar stöður. Þessu hefur starfsmannafélag stofnunarinnar mótmælt eins og áður hefur kom- ið fram í fréttum Þjóðviljans. En gefum Halldóri Árnasyni orðið: „Sú breyting sem er að verða í starfsliði stofnunarinnar er fyrst og fremst meðal þeirra sem að- setur hafa hér á skrifstofunni. Af þeim 5 stöðum sem við höfum auglýst lausar eru 3 sem ber að skipa samkvæmt lögum um stofn- unina, en tvær eru nýjar stöður vegna tölvuvæðingar og aukinna umsvifa við gagnavinnslu og upp- lýsingamiðlun auk þess sem við ætlum að ráða sérstakan rekstrar- stjóra til að stjórna starfsemi stofnunarinnar úti á landi og koma á sem bestu skipulagi og nýtingu í starfseminni. Þessar nýju stöður eru því fyrst og fremst til þess ætlaðar að koma starfseminni í nútímalegra og skilvirkara form og tryggja hraðari úrvinnslu upplýsinga hér innan stofnunarinnar og koma þeim á framfæri við þá aðila í sjávarútvegi og til annarra þeirra sem við eigum að þjóna.“ Skipulagið var slæmt „Það skipulag, sem var á stofn- uninni, var slæmt að mínu mati. Það kom fyrir að sumir starfs- menn áttu jafnvel undir þrjá yfir- menn að sækja. Slíkt getur ekki gengið. Ég held að starfsmenn hér hafi gert sér fyllilega grein fyrir því að hér þyrfti úr að bæta, en allar breytingar hljóta að þýða einhverja röskun á starfssviði og högum manna. Hér höfum við á að skipa mjög hæfu starfsfólki en því hefur oft á tíðum verið gert erfitt að starfa, vegna þess hve starfssvið þess hefur verið illa skilgreint. Við skulum átta okkur á því að það eru að renna upp nýir tímar fyrir stofnanir eins og þessa. Ríkisstofnanir hafa löngum þótt nokkuð stirðar í rekstri og lokað- ar. Það er oft ríkjandi stefna að halda öllu óbreyttu í föstu formi en enginn innbyggður hvati til að aðlaga sig breyttum aðstæðum og breyttum þörfum þeirra sem stofnunin á að þjóna. í þessu til- felli var farin sú leið fyrir hálfu öðru ári að skipta um nafn og gerðar ákveðnar breytingar á grunnrekstri en það hefur ekki dugað til. Það þarf meira til og við höfum verið að reyna að hrinda því í framkvæmd.“ Helmingur í ferskfiskmatí „Rúmlega helmingur af starf- semi Ríkismatsins felst í fersk- fiskmati, sem framkvæmt er af starfsmönnum stofnunarinnar á 57 stöðum í kringum landið. Afurðamatið á saltfiski og fryst- um fiskafurðum er nú í höndum eftirlitsdeilda stærstu útflutnings- fyritækjanna og á Ríkismatið að hafa sérstakt eftirlit með starf- Ég tel að við eigum að stefna sem mest á síðari kostinn." Aukið upplýsingastreymi „En Ríkismatið hefur einnig öðrum skyldum að gegna. Hér safnast saman geysimerkilegar upplýsingar um gæðamál og ann- að sem snertir verðmæti afurða. Þessar upplýsingar þurfa að kom- ast til þeirra sem að sjávarútvegi starfa svo þær nýtist seni best við stjórnun og rekstur veiða og vinnslu. Það þarf líka að breyta þjóðhetjuímyndinni um tonna- kónginn en gera í staðinn þjóð- hetju úr þeim sem skila á land mestum gæðum og verðmæti. Þetta gerist ekki nerna við getum komið örar frá okkur þeim upp- lýsingum sem hingað safnast. Því tel ég eitt af mikilvægustu verk- efnunum að efla rnjög allt upplýsinga- og þjónustustarf hér hjá stofnuninni. Það sem liggur nú fyrir hjá okk- ur er að vinna úr því sem við erum lagðir af stað með. Við þurfum m.a. að efla betur og þróa okkar eftirlit með stóru útflytjendunum og byggja upp markvissara upp- lýsingakerfi. Ef við ætlum að fá sem mest út úr okkar starfsemi þá verðum við einnig að búa okkur betur í stakk undir þær breytingar sem eru orðnar og verða á sjávarútveginum og gera stjórn- unina sveigjanlegri en verið hef- ur. Ég var ráðinn hér til starfa í 4 ár og ég tel það skynsamlegra heldur en þær æviráðningar sem gilt hafa. Það ýtir einnig á eftir mönnum að rækja starf sitt vel og spyrja sjálfan sig jafnframt: Hvernig uppfyllum við best þarfir sjávarútvegsins og hvernig náum við því megin markmiði sem stofnuninni eru sett, sem er að stuðla að bættum hráefnis- og vörugæðum? Rekstur stofnana ága og er vonandi að færast í átt að starfsháttum vel rekinna fyrir- tækja og þær eiga jafnframt að opna sig betur fyrir almenningi og þeim sem þær eiga að þjóna“, segir Halldór Árnason. -|g. semi þeirra og annast reglubund- ið eftirlit og útflutningsmat fyrir þá aðila sem ekki hafa viður- kenndar eftirlitsdeildir. Einnig sér Ríkismatið um svokallað yfirmat ef ágreiningur ris milli söluaðila og fram- leiðenda. Þá sinnir Ríkismatið m.a. öllu útflutningsmati á salt- sfld, en Sfldarútvegsnefnd hefur kosið að hafa óbreytt samkomu- Iag frá því sem var áður. Auk hins hefðbundna fiskmats heyrir undir starfsemi Ríkismatsins hreinlætis- og búnaðareftirlit með öllum fiskiskipum og fisk- vinnslustöðvum." Ekkert eftirlit skothelt Aðspurður hvort það sé ekki ákveðin hætta fólgin í því að færa allt eftirlit með framleiðslu í hendur útflytjenda sjálfra segir Halldór að auðvitað sé alltaf hægt að koma lélegri vöru úr landi, ekkert eftirlit sé svo skothelt að það útiloka slík slys. „Við viljum fara þá leið að byggja inn í sjálft eftirlitskerfið sókn eftir gæðum. Ekki bara að framleiðendur þurfi að uppfylla eitthvert lágmark heldur að menn stefni að auknum gæðum. Það erekkert vafamál að Islendingar hafa skapað sér nafn sem framleiðendur á gæðafiskaf- urðum, en vissulega má gera enn betur. Við þurfum að fara með okkar vöru nær neytandanum. Hvað snertir þátt hins opinbera eftirlits eða Ríkismatsins þá höf- um við um tvær leiðir að velja til þess að auka gæðin. Halda uppi einhvers konar lögregluaðgerð- um við eftirlit eða ýta undir hvetj- andi aðgerðir í samstarfi við framleiðendur og útflytjendur. Ferskfiskmat er staersta verkefni Ríkismatsins en ferskfiskmatsmenn starfa í 57 umdæmum á landinu. Föstudagur 10. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.