Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Frakkland Sósíalistar sækja á París — Franskir sósíalistar höfðu ástæðu tit að fagna í gær þegar birtar voru niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi franskra stjórnmálaflokka. London — Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna ákvað í fyrrakvöld að frysta allar eigur Líbýu og líbýumanna í Banda- ríkjunum. Forsetinn tók þessa ákvörðun eftir að Ghaddafi hafði átt fund með sendiherr- um ríkja í Vestur-Evrópu íTríp- olí. Á fundi Ghaddafis með sendi- herrunum hótaði hann því að gera árásir á eigur bandarískra yfirvalda eða fyrirtækja í þeim ríkjum sem leyfðu bandarískum her að nota land sitt til hernaðar- árása á Líbýu. Jafnframt bauð hann upp á aukna samvinnu Lí- býu og ríkja Vestur-Evrópu á Bandaríkin Verðfall í Wall Street London — Talsvert verðfall varð á evrópskum verðbréf- amörkuðum í gær og fylgdi það í kjölfar mestu kollsteypu sögunnar í kauphöllinni í Wall Street í New York. í fyrradag féllu verðbréf í kauphöllinni í Wall Street um 39 stig sem er meira verðfall en varð 28. október 1929 og boðaði upp- haf heimskreppunnar. í gær- morgun hélt verðfallið áfram og féll verð á hlutabréfum um 13 stig á fyrstu opnunartímum kauphall- arinnar. Bandarísk stjórnvöld drógu mjög úr mikilvægi verðfallsins sem þau sögðu stafa af því að kaupahéðnar hefðu gert sér vonir um vaxtalækkun í Bandaríkjun- um. Sú von hefði ekki ræst. í kauphöllinni í London varð meira verðfall en tíðindin frá Wall Street gáfu tilefni til og olli því vaxtahækkun upp á 1% sem kom mjög á óvart. Þessi vaxta- hækkun gengur þvert á efnahags- stefnu Thatchers og er sagt að hún geti valdið henni talsverðum óþægindum. Flóttamenn Liggur straumurinn til Berlínar? Vestur-Berlín — Yfirvöld í Vestur-Berlín óttast mjög að 2.000 flóttamenn frá Austur- löndum nær muni leita skjóls í borginni eftir að þeim verður úthýst í Danmörku. Danska þingið hefur nýlega samþykkt lög sem takmarka mjög rétt flóttamanna sem leita hælis í landinu. Samkvæmt lög- unum ber dönum að senda þá til Austur-Þýskalands en þaðan komu flestir þeirra til Danmerk- ur. Ef austurþýsk yfirvöld neita að taka við þeim búast yfirvöld í Vestur-Berlín að þeir reyni fyrir sér vestan múrs. Fylgi þeirra hafði aukist um 5% frá síðustu könnun og njóta þeir nú fylgis 26,5% kjósenda. Þessi ánægjulegu tíðindi fylgdu í kjölfar góðrar frammistöðu for- ýmsum sviðum, svo sem í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Ekkert ríki hefur enn tekið áskorun Reagans um þátttöku í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Líbýu. Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands kvaðst setja á oddinn velferð þeirra 1.500 vesturþjóðverja sem búa í Líbýu. Vesturþjóðverjar eru næststærsta viðskiptaþjóð Líbýu í Vestur-Evrópu á eftir Ítalíu. Stjórn Bettino Craxi í Róm á- kvað í gær að banna sölu á til- teknum gerðum vopna til Líbýu um skeið. Einnig var ítölskum fyrirtækjum bannað að yfirtaka eignir eða starfsemi bandarískra fyrirtækja sem hverfa munu úr Líbýu í kjölfar aðgerða Reagans. í hinum arabíska heimi voru refsiaðgerðir Reagans hvarvetna fordæmdar í gær og egyptar sem eru einna nánustu bandamenn Bandaríkjanna í röðum arabar- íkja neituðu að kalla heim eg- ypska verkamenn sem vinna í Lí- býu. Ghaddafi hefur gert ýmsar ráðstafanir til að afla sér stuðn- ings meðal arabaríkja, td. hafa blöð í Líbýu alveg látið af árásum á önnur arabaríki. sætisráðherrans, Laurent Fabius, í sjónvarpsumræðum í fyrra- kvöld. Fabius sem um tíma var vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands hefur dalað talsvert í vinsældum undanfarna mánuði. Er sagt að frammistaða hans í fyrrakvöld hafi að mestu bætt fyrir hrakfarir sem hann fór fyrir Jacques Chirac leiðtoga gaullista í sjónvarpsumræðum í haust. Skoðanakönnunin sýndi að hægriflokkarnir leiða enn í bar- áttunni um hylli kjósenda og er munurinn sagður vera 57 á móti 41. Sósíalistar binda vonir við að straumurinn liggi til þeirra þegar kjósendur gera sér grein fyrir góðri stöðu franskra efnahags- mála. Benda þeir á að verðbólg- an sem var 14% þegar þeir tóku við völdum árið 1981 sé komin niður í innan við 5%. Kosningabaráttan er að kom- ast í algleyming og eru plaköt flokkanna farin að setja svip sinn á París. Á einu plakati sósíalista er mynd af illvígum úlfi sem á að tákna hægriöflin og undir mynd- inni er þekktur texti: „Af hverju ertu með svona stórar tennur?“ Hægriöflin standa sameinuð í kosningabaráttunni ef frá er tal- inn fasistaflokkur Le Pen. Samt er enn deilt um það hver veita skuli forystu hugsanlegri hægri- London — Michael Heseltine varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Margaret Thatchers sagði sig úr stjórninni í gær eftir harðar deilur á ríkis- % .Æm jT Laurent Fabius forsætisráðherra Frakklands hefur dalað talsvert í vins- ældum vegna ýmissa hneykslismála, td. Greenpeace-málsins. Hann þykir nú vera að rétta úr kútnum. stjórn að kosningum loknum. Skoðanakannanir sýna að Ray- mond Barre nýtur mests fylgis, 54%, en næstur kemur Chirac með 36%. Skiptar skoðanir eru líka um það hvort hægriöflin geti stjórnað landinu í samvinnu við eða öllu heldur þrátt fyrir það að Mitter- rand situr á forsetastóli. Chirac og Valery Giscard d Éstaing fyrrum forseti hafa fyrirfram sætt sig við „sambýlið" en Barre telur það fásinnu að ætla að stjórna ríkinu við slíkar aðstæður. Segir hann að þær muni leiða til ringul- reiðar sem geri alla mótun efna- hagsstefnu óhugsandi. stjórnarfundi um málefni þyrl- ufyrirtækisins Westland. Kom það í sjálfu sér ekki á óvart þótt mörgum fyndist Heseltine of fljótur á sér. pyngdarlögmál Reykinga- menn brenna meiri orku Boston — Svissneskir vísinda- menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að reykingamenn brenni orku 10% hraðar en þeir sem ekki reykja. Er þetta talin líkleg skýring á því hvers vegna fólki hættir til að fitna þegar það hættir að reykja. Það er alkunna að reykinga- menn geta yfirleitt borðað meira en þeir sem ekki reykja án þess að eiga á hættu að hlaupa í spik. Ástæðan er sú að reykingar örva efnaskipti líkamans um allt að 10%. Segja vísindamennirnir að þeir fyrrnefndu brenni uþb. 200 hitaeiningum umfram hina en það jafngildir einu súkkulaðis- tykki á dag. „Þess vegna getur reykinga- maður sem svælir 24 sígarettur á dag og hættir að reykja, átt von á því að bæta við sig allt að 10 kí- lóum í líkamsþunga haldi hann mataræði sínu óbreyttu," segir í skýrslu vísindamannanna. ERLENDAR FRÉTTIR ER Flestir höfðu átt von á því að hann myndi bíða með afsögn sína fram yfir hluthafafund í Westland næsta þriðjudag. Þá verður tekin endanleg afstaða til þess hvort fyrirtækið tekur tilboði banda- ríska þyrlufyrirtækisins Sikorsky og ítölsku Fíat-verksmiðjanna eða samsteypu evrópskra fyrir- tækja en þessi fyrirtæki hafa boð- ið í tæplega þriðjung hlutabréfa í Westland sem er svo gott sem gjaldþrota. Stjórn Westland hefur lagt hart að hluthöfum að taka tilboði Sikorsky/Fíat en Heseltine dreg- ur taum evrópsku fyrirtækjanna. Hefur hann í rúman mánuð reynt að fá samráðherra sína til að leggja að Westland að taka evr- ópska tilboðinu en ekki fengið hljómgrunn. í baráttu sinni vísaði Heseltine til ummæla ráðamanna í evróp- skri þyrluframleiðslu í þá veru að ef Westland tæki tilboði Sikorsky/Fíat yrði það útiiokað frá samstarfi um evrópska þyrl- usmíð. Þessi ummæli voru ítrek- uð í höfuðstöðvum Nató í gær eftir að afsögn Heseltine spurðist út og tekið fram að Westland fengi ekki aðild að undirbúningi á smíði nýrrar þyrlu sem Nató ætlar að taka í notkun á næsta áratug. Varnarmálaráðherra Hollands ítrekaði fyrri yfirlýsingu sína um að hollendingar muni ekki skipta við Westland framar ef fyrirtækið gengur til samstarfs við Sikorsky. Thatcher hafði snör handtök og skipaði þegar í stað eftirmann Heseltine á ráðherrastóli. Nýi varnarmálaráðherrann heitir Ge- orge Younger, 54 ára skoti af að- alsættum. Hefur hann farið með málefni Skotlands í stjórn Thatc- her síðan hún komst til valda árið 1979. Younger er sannfærður um að utanríkisstefnu verði að fylgja eftir með sterkri hernaðarstöðu og vakti hann ma. athygli á per- sónu sinni árið 1984 þegar hann sniðgekk skipulagsyfirvöld í Skotlandi og laumaði framhjá þeim áformum um að koma upp aðstöðu fyrir Trident- kjarnorkukafbáta í Faslane flot- astöðinni. Open Every SATURDAY& SUNDAY From 9.00am-5.00pm Þótt lög sem takmarka verslun á sunnudögum hafi verið í gildi í Bretlandi síðan 1448 fer þeim verslunum fjölgandi sem hundsa bannið. Hér er ein þeirra á Camden Market í London. Bretland Leyftad versla á sunnudögum? London — Leiðtogar kirkju og verkalýðs- hreyfingar, kaupmenn og stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið höndum saman og hafið baráttu gegn áformum stjórnar Thatchers um aö afnema hömlur á opnunart- íma verslana á sunnudögum. Fjölmennur fundur var haldinn í miðborg Lundúna í gær þar sem fluttar voru ræður og lesin skilaboð frá ýmsum stórmennum, svo sem dr. Robert Runcie erkibiskupi af Kantaraborg. Var því ma. haldið fram á fundinum að opnun verslana á sunnudögum væri brot gegn alda- gömlum hefðum breta sem myndi setja þúsundir smáverslana á hausinn og gerbreyta bresku þjóðlífi. Gildandi lög um opnunartíma verslana eru mjög óvinsælar. Þau banna að vísu að verslanir séu opnar á sunnudögum en á því eru ýmsar undarlegar undantekningar. Til dæmis fer það mjög fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum að söluturnar megi selja bersöglisrit með berum stelpurössum en ekki heilaga ritningu. Mikið er um að reglurnar séu brotnar og skoðanakannan- ir sýna að meirihluti breta vill afnema þær. í baráttunni gegn áformum Thatchers er ákaft höfðað til tilfinninganna. Þannig benti talsmað- ur kaupiqanna á að opnun verslana á sunnu- dögum þýddi það að ein miljón breta, mestmegnis konur, þyrfti að vinna á sunnu- dögum. „Það þýðir að miljón fjölskyldur verða að borða sunnudagssteikina að mömmu fjarver- andi,“ bætti hann við. Líbýa Ghaddafi hótar og býður aðstoð Bretland Heseltine segir af sér haraÍdsson/REUI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.