Þjóðviljinn - 15.01.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Page 15
ÍÞRÓTTIR Baltic-Cup Sannfærandi sigur á Dönum í Árósum Heffengið leikgleðina aftur, sagði Þorbergur sem átti stórleik. ísland án sjö sterkra. Leikið við A.Þjóðverja íkvöld Það virtist ekki skipta nokkru máii þótt sjö snjallir landsliðs- menn væru fjarri góðu gamni þegar ísland lék við Danmörku i opnunarleik Baltic-kcppninnar í Arósum í gærkvöldi. Með frá- bæran varnarleik að grunni var íslenska liðið með undirtökin nánast allan tímann og vann sannfærandi sigur, 20-17, frammi fyrir 3000 háværum á- horfendum, fjölmörgum þeirra íslenskum. Þorbergur Aðalsteinsson lék að nýju með landsliðinu í gær- kvöldi og átti snilldarleik. „Éger í toppformi núna, hef æft geysilega vel undanfarið og með því að breyta um umhverfí hef ég fengið leikgleðina á ný,“ sagði Þorberg- ur, þjálfari og leikmaður Saab í Svíþjóð, í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. ísland skoraði tvö fyrstu mörk- in en Danir komust yfir, 4-3. ís- lenska liðið gerði þrjú næstu mörk, Danir jöfnuðu 7-7, en síð- an komu þrjú íslensk í viðbót, 10- 7. Staðan var 10-8 í hálfleik og ísland komst í 12-9. Þá gerðu Danir fjögur mörk í röð en á þeim kafla voru þeir einum til tveimur mönnum fleiri. ísland náði strax forystu á ný og lét hana ekki af hendi, var komið í 20-16 rétt fyrir leikslok en Danir gerðu síðasta markið úr vítakasti, 20-17. Auk Þorbergs lék Kristján Arason mjög vel og nafni hans Sigmundsson í markinu. „Það var fyrst og fremst vilji og á- kveðni sem færði okkur þennan sigur. Danir komust aldrei í gang, við leyfðum þeim það ekki, gáf- um þeim aldrei frið. Varnar- leikurinn gekk upp og þá kemur hitt af sjálfu sér,“ sagði Þorberg- ur. Kristján gerði 8 mörk, 3 úr vít- um. Þorbergur skoraði 7, Þorgils Óttar Mathiesen 3 og Guðmund- ur Guðmundsson 2. Nielsen skoraði 9 marka Dana, Roep- storff 3, Sletting Jensen 3, Andersen 1 og Merk 1. ísland leikur við Austur-Þýskaland í 2. umferð keppninnar í Viborg í kvöld. —VS England Birmingham skellt Birmingham hefur ekki unnið leik í 1. deild ensku knattspyrn- unnar síðan í september og í gær- kvöldi dundi enn eitt reiðarslagið Körfubikar Endasprettur IR Með góðum endaspretti náðu IR-ingar 12 stiga forskoti fyrir seinni leikinn gegn ÍBK í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik. Þeir sigruðu Keflvíkinga 93-81 í fyrri leiknum í Seljaskóia í gærkvöldi eftir að staðan hafði verið 75-74 skömmu fyrir leikslok. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og hnífjafn þar til í lokin. ÍR var oftast yfir en staðan í hálfleik var jöfn, 44-44. Björn Steffensen átti mjög góðan leik með ÍR og skoraði 21 stig. RagnarTorfason lék líka vel og gerði 20. Jón Örn Guðmunds- son skoraði 14 og Jóhannes Sveinsson 13. Guðjón Skúlason og Jón Kr.Gíslason voru bestir Keflvíkinga. Guðjón skoraði 25 stig, Jón 21 og Ólafur Gottskálks- son 13. Seinni leikur liðanna fer fram í Keflavík næsta þriðjudags- kvöld. —iogi/VS yfir. Liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir utandeildaliðinu Altrinc- ham í 3. umferð ensku bikar- keppninnar og er þar með úr leik. Robert Hopkins kom Birming- ham yfir á 63.mínútu, Ronnie El- lis jafnaði strax og síðan gerði Hopkins sjálfsmark 15 mín. fyrir leikslok, 1-2. Altrincham mætir York á útivelli í 4. umferð. Tottenham er líka heillum horfið og fékk sinn annan 0-3 skell á heimavelli á fjórum dögum. í gærkvöldi kom Liver- pool í heimsókn í Stórbikar- keppninni, Super-Cup, og vann 3-0 á White Hart Lane. —VS/Reuter Þorbergur Aðalsteinsson lék að stórleik, skoraði 7 mörk gegn Dönum nýiu með landsliðinu i gærkvöldi og átti í Arósum. 2.deild Þór vann Þór frá Vestmannaeyjum vann Gróttu 26-18 í 2. deild karla í hand- knattleik í gærkvöldi. Leikið var á Seltjarnarnesi og komust Þórarar í 10-2. Þeir leiddu 14-7 í hléi og 24-12 skömmu fyrir leikslok. Sigbjörn Ósk- arsson gerði 7 mörk fyrir Þór en Jó- hann Pétursson 5 fvrir Gróttu. —VS V. Þýskaland England Sigunmark Alfreðs gegn Gummersbach Robson til Hollands Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Bryan Robson, hef- ur verið sendur í endurhæfmgu til Hollands. Hann slasaðist í leik Englands og Tyrklands í október og hefur síðan aðeins leikið í 15 mínútur með Man.Utd, byrjaði þá inná gegn Sheff.Wed. í nóvem- ber en meiðslin tóku sig strax upp. Man.Utd sendi Arnold Mu- hren fyrir fáum árum á sama stað með góðum árangri'og Ron Atk- inson framkvæmdastjóri bindur miklar vonir við að Robson nái skjótum bata í Hollandi. —VS/Reuter Getraunir 23 með 12 rétta í 20. leikviku Getrauna komu fram 23 raðir með 12 réttum lcikjum og 372 raðir með 11 réttum. Vinningur fyrir tólf rétta er 43,040 krónur en fyrir ellefu 1,140 krónur. Samtals seldust 754,256 raðir og var vinn- ingspotturinn 1,414,230 krónur og fer vaxandi á ný. Knattspyrnudeild KR seldi mest, um 55,000 raðir. > ^ _ Spá fjölmiðlanna fyrir 21. leikviku er þessi: o5> E “ Q i— Q <0 Birmingham-Everton............................ 2 2 2 2 x 2 2 Coventry-Watford............................... x 1 1 1 1 x 1 Leicester-Arsenal............................. 2 2 2 x 1 x x Liverpool-West Ham............................ x 1 1 1 x 1 1 Luton-Aston Villa............................. 1111111 Manch.Utd-Nottm.For............................ 11112 11 Q.P.R.-Newcastle............................... x x 1 1 1 1 x Sheff.Wed.-Oxford.............................. 1111111 Southampton-lpswich............................ 111x112 Tottenham-Man.City............................. 1 1 1 1 x 1 x W.B.A.-Chelsea................................. 2 2 2 2 x 2 2 Norwich-Portsmouth............................. 1 1 1 1 1 1 x Alþýðublaðið er efst sem fyrr í fjölmiðlakeppninni með 52 rétta leiki. DV er með 47, Tíminn 46, Morgunblaðið 45, Útvarpið 40, Þjóðviljinn 39 og Dagur 37 rétta. Hörku fallbarátta framundan! Alfreð Gíslason tryggði Essen sigur á meisturum Gummers- bach, 18-17, í Bundesligunni í handknattleik á laugardaginn. Hann skoraði úr hraðaupphlaupi á síðustu mínútunni. Alfreð lék mjög vel og gerði fimm mörk í leiknum. Dankersen vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjunum, 30- 15 gegn Göppingen. Páll Ólafs- son gerði 8 af mörkum Dankers- en. Gunzburg tapaði hinsvegar 21-13 fyrir botnliðinu Reinedorfe í Berlín og hefur ekki fengið stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Atli Hilmarsson skoraði tvö marka Gunzburg. Grosswallstadt hefur 23 stig á toppi deildarinnar en Essen og Schwabing 21 og þessi þrjú lið virðast ætla að berjast um meistaratitilinn. Neðst eru Lem- go og Gunzburg með 8 stig, Hofweier með 7 og Reinedorfe með 6 stig. —VS Körfubolti Naumur sigur Vals Framarar veittu Valsmönnum harða keppni þegar félögin léku fyrri leik sinn í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Selja- skóla og lauk leiknum á tólfta tím- anum með sigri Vals, 79-77. Valur var yfir nánast allan leikinn, 39-36 í hálfleik, en Fram- arar gerðu harða hríð að mót- herjum sínum úr úrvalsdeildinni í lokin. Litlu munaði að þeir næðu að jafna á síðustu sekúndunum. Einar Ólafsson skoraði 23 stiga Vals, Sturl Örlygsson 16 og Jón Steingrímsson 12. Símon Ölafs- son skoraði 21 stig fyrir Fram, Ómar Þráinsson 12 og Þorvaldur Geirsson 10. Seinni leikur lið- anna fer fram í Hagaskóla næsta þriðjudagskvöld. -logi/VS Afreksmannasjóður Eftir hverju er farið? Opið bréf til stjómar Afreksmannasjóðs Nýlega veitti „Afreksmannasjóð- ur“ ÍSI styrki til íþróttamanna og sérsambanda innan ISÍ. f blaðafrétt- um var greint frá því að þessir styrkir væru veittir vegna góðs árangurs við- komandi íþróttamanna og til undir- búnings þátttöku þeirra í Ólympíu- leikunum 1988. Það er alltaf vandaverk að veita slíka styrki og umdeilanlegt hverjir hafi unnið til þeirra. Ef þetta væri í fyrsta eða annað sinn sem styrkir eru veittir úr þessum sjóði myndi ég láta málið kyrrt liggja, en þar sem svo er ekki get ég ekki þagað lengur. Allir þeir íþróttamenn sem styrk hlutu eru allrar virðingar verðir og hinir ágætustu íþróttamenn, en því miður eru ekki nema tveir þeirra íþróttamenn á heimsmælikvarða og kannski tveir til viðbótar á Evrópu- mælikvarða. Hinir kæmust ekki einu sinni í Norðurlandaúrval. Hinsvegar eru þrír fatlaðir íþrótta- menn sem allir hafa unnið til afreka á heimsmælikvarða á síðasta ári — þ.e.a.s. Baldur Guðnason sem vann bæði silfur- og bronsverðlaun á Heimsleikum mænuskaðaðra sl. sum- ar, Haukur Gunnarsson sem vann bæði silfur- og bronsverðlaun á Evr- ópumóti sl. sumar og síðast en ekki síst Jónas Óskarsson sem setti heims- met í 100 m baksundi sl. vor. Auk þess unnu bæði Jónas og Haukur til verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra 1984. Ég hlýt því að spyrja stjórn „Af- reksmannasjóðs" fSI hvort hún líti á íþróttir fatlaðra sem einhvers konar Ea flokks íþróttir. Telur hún ttasamband fatlaðra sem ein- hverskonar „auka“aðila að ÍSÍ? Ef svo er ekki, eftir hverju í veröld- inni er þá farið þegar ákveðið er hvernig veitt er úr „Afreksmanna- sjóði“ ISÍ? Mcð íþróttakveðju Arnór Pétursson fyrrv.formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Miðvikudagur 15. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.