Þjóðviljinn - 18.01.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Síða 2
Samtök um Kvennaathvarf óska að ráða tvo starfsmenn til starfa í Kvennaathvarf- ið. Fræðslunámskeið samtakanna verður haldið dagana 25.-26. janúar. Upplýsingar í síma 23720 (milli kl. 10-12). og 21205. ___________FRÉTI1R________ Ríkisstjórnin Stööug kjararýmun Kristján R. Thorlaciusformaður BSRB: Samningaviðrœðum verðiflýtt. Áhersla lögð á kaupmáttaraukningu. Stjórn BSRB mótmœlir verðlagshækkunum og álögum á almenning Vilt þú verða skiptinemi í sumar? AFS býður ungu fólki 2 mán. sumardvöl 1986 í: * Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Frakk- landi, Þýskalandi: 15-18 ára. * Bretlandi, írlandi, sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. * Noregi, sveitastörf: 15-19 ára. * Hollandi, menningar- og listadagskrá: 16-22 ára. * Bandaríkjunum, enskunám: 15-30 ára. Umsóknartíminn er frá 21. janúar til 21. febrú- ar. Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga. Hverfisgötu 39, P.O. BOX 753 - 121 Reykja- vík, sími 91-25450. cíWS á Islandi -alþjóðleg fræðsla og samskipti - KENNSLUSTÖRF í GHANA Þróunaraðstoð - menningarsamskipti AFS lönd í Evrópu (EFIL) hafa tekið að sér að útvega 25 kennara til starfa í GHANA skólaárið 1986-1987 í samvinnu við AFS International/lntercultural Programs og AFS í Ghana. AFS á íslandi stefnir að því að gefa tveim íslenskum kennur- um kost á að taka þátt í þessu starfi skólaárið 1986-87. Tveir íslenskir kennarar eru nú starfandi í Ghana á vegum AFS á Islandi með stuðningi menntamálaráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Einkum vantar kennara til kennslu í raungreinum s.s. stærðrf. efnafr. eðlisfr. og á sviði jarð- og búfjárræktar (ag- ricultural science). Væntanlegir kennarar starfa á fram- haldsskólastigi, (þ.e. við menntaskóla, landbúnaðarskóla og kennaraþjálfunarskóla) aldur nemenda er 12-25 ára. Eingöngu koma til greina einhleypir kennarar eða barnlaus hjón sem bæði kenna. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: * Aldurslágmark 25 ára * Minnst 3 ára kennslureynsla * Góð enskukunnátta. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu AFS milli kl. 15-17 virka daga, eða í síma 25450. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 7. febrúar. HVERFISGATA 39 P. O. BOX 753 IS-121 REYKJAVlK - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Við leggjum á það áherslu að samningaviðræðum við ríkið verði flýtt, því kjör launafólks rýrna nú með hverri viku sem h'ð- ur. Það dynja stöðugt yfir verð- hækkanir og skattaálagningar en á sama tíma eru laun óverð- tryggð, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær. Fyrsti sáttafundur samninga- nefndar BSRB og samninga- nefndar ríkisins verður á mánu- daginn kemur, en BSRB hefur áður kynnt fjármálaráðherra kröfur sínar. Það er einkum þrennt sem BSRB leggur áherslu á í sinni kröfugerð; kaupmáttar- aukningu, tryggingu þess kaupmáttar sem um verður sam- ið og síðast en ekki síst að það launamisrétti sem nú viðgengst og er til komið vegna launaskriðs. ákveðinna hópa, verði lagfært. Stjórn BSRB mótmælti á fundi sínum á mánudaginn harðlega hækkunum og álögum á almenn- ing sem stjórnvöld hafa ákveðið að undanförnu. Þá lýsir banda- lagsstjórnin yfir undrun sinni á því að stjórnvöld skuli hafa for- ystu um almennar verðlagshækk- anir sem eru síður en svo líklegar til að greiða fyrir gerð nýrra kjarasamninga eins og segir í yfir- lýsingu stjórnarinnar. -gg Bjarnaborgin Settí solu Borgarráð ákvað á þriðjudag að auglýsa eftir tilboðum í Bjarnaborgina við Vitatorg og skulu fylgja þeim upplýsingar um fyrirhugaða nýtingu þessa mikla húss sem er í sorglegri niðurníð- slu. Tillaga Sigurjóns Péturs- sonar fulltrúa AB um að húsið skyldi auglýst með kvöð um B- friðun, var felld á fundinum. Borgin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum og er í samþykktinni vakin athygli á stöðu hússins í nýju skipulagi Skúlagötusvæðis- ins og tckið fram að húsið sé á miðbæjarsvæði og ekki friðað. Samkvæmt því megi byggja nýtt hús en það verður að vera svipað því sem fyrir er. _ÁI Samningar Engar lausnir á borðinu Magnús Gunnarssonframkvstj. VSÍ: Fullyrði ekkert um gengisfellingu. Launaskriðið að ganga til baka Að mati framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins hljóða kaupkröfur Alþýðusam- bandsins uppá 40-50% hækkun fyrir þá lægstlaunuðu. „Ég verð að viðurkenna að ég hef vissar áhyggjur af því að þetta geti orðið erfitt. Með þessum kröfum er verið að ýta undir áframhaldandi verðbólgu því það er farið fram að allt að 50% hækkun launa á sama tíma og gert er ráð fyrir að gengisbreytingar í útflutnings- verslun verði um 24%. Aðspurður hvort atvinnurek- endur væru að kalla á gengisfell- ingu áður en hægt yrði að ganga frá nýjum samningum, sagði Magnús Gunnarsson. „Ég vil ekki vera meða neinar fullyrðing- ar í því sambandi. Fiskvinnslan hefur haldið því mjög ákveðið fram að hún þurfi gengis- breytingu og það er engin spurn- ing um að það er ekkert auðvelt fyrir fiskvinnsluna að ganga inn í samninga með þennan mismun í þróun gengismála óleystan". Magnús sagði ennfremur að forystumenn VSÍ væru ekki blindir á að nokkurt launaskrið hefði átt sér stað en nýjustu tölur bentu til aðlaunaskriðið hefði minnkað á síðustu mánuðum og í sumum tilfellum gengið til baka. „Alþýðusambandið hefur tekið það skýrt fram að ef aðrar leiðir séu færar sem hafi hugsan- lega í för með sér minni verð- bólgu þá séu þeir tilbúnir að ræða þær og eftir því munum við leita. En það eru engar patent lausnir sem liggja á borðinu en einhvern veginn verðum við að finna lausn á þessu“, sagði Magnús Gunnars- son. AB Suðurlandi Nýtt hús opnað Á sunnudaginn opna Alþýðu- bandalagsmcnn á Suðurlandi nýtt hús sem þeir hafa reist við Kirkjuveg 7 á Selfossi. Félagið á Selfossi á 90 prósent af húsinu, en kjördæmisráð afganginn. Marg- vísleg starfsemi á vegum flokksins verður í húsinu, meðal annars bæði Bæjarblaðið og Jötunn. Húsið er úr timbri, 60 fermetr- ar og bygging þess hófst um mán- aðamótin maí-júní. Mikil sjálf- boðavinna hefur farið í húsið og það er fjármagnað með fram- lögum flokksmanna. Húsið verð- ur opnað við hátíðlega viðhöfn klukkan 15 á sunnudag með kaffiveitingum og velunnarar eru allir velkomnir. Sigurjón Erlingsson var for- maður byggingarnefndar. -ÖS íþróttavellir Ráðinn forstöðumaður Jóhannes Óli Garðarsson hef- ur verið ráðinn forstöðumaður íþróttavallanna í Laugardal. Meirihluti íþróttaráðs mælti með öðrum umsækjenda, en dæmið snerist við í borgarráði þar sem Jóhannes Óli fékk 3 atkvæði. Sú ákvörðun var svo staðfest í borg- arstjórn á fimmtudaginn. -«g -lg- 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.