Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 4
LEHDARI Grandi og blekkingar Davíðs Undanfarna daga hefur verið mikil ólga á meðal starfsfólks Granda hf. vegna afleitrar framkomu fyrirtækisins í þess garð. Nú síðast gekk Davíð borgarstjóri á bak orða sinna og lét hefja stórfelldar breytingar á starfstilhögun í fyrirtækinu, sem hefur í för með sér mikla röskun fyrir marga sem þar vinna. Saga Granda hf. er raunar öll með fádæm- um, og sýnir einkar vel bæði spillinguna sem þrífst í skjóli íhaldsins sem og hið ótrúlega virð- ingarleysi forkólfa þess gagnvart launafólki. Grandi hf varð til við samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins, eftir að borgarstjóri hafði átt í leynilegum viðræðum við vini sína hjá ísbirninum. Leyndin var slík, að flestir borgar- fulltrúar fengu fréttir af hinum fyrirhugaða sam- runa fyrst úr Morgunblaðinu. Höfuðorsökin fyrir samrunanum var ein, og aðeins ein. ísbjörninn, sérstakt vildarfyrirtæki Sjálfstæðisflokksins um langt skeið, var á hausnum. Fyrirtækið hafði árum saman verið mært í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins sem dæmi um mátt einkaframtaksins. Eigendur þess voru jafnframt í innsta hring flokksins í Reykjavík, og höfðu án efa borgað dyggilega í sjóði hans árum saman. Þegarsvo Ijóst varð, að ísbjörninn gat ekki af sjálfs dáðum losað sig úr skuldafeninu, þágreip borgarstjóri til björgunar- aðgerða til að bjarga vinum sínum og flokksins. Það er vert að leggja sérstaka áherslu á, að þessar björgunaraðgerðir Davíðs Oddssonar gagnvart vinum sínum í ísbirninum voru auðvit- að á kostnað borgarbúa. Og það var táknrænt fyrir ákefð hans til að hygla þessum vinum sín- um, að þegar forráðamenn Kirkjusands hf. fóru fram á að vera með í viðræðunum um samruna fiskvinnslufyrirtækjanna, þá stakk borgarstjóri beiðni þeirra undir stól, og lét engan vita. Sömuleiðis var dæmigert fyrir ofríki hans í málinu, að þegar skipuð var stjórn Granda hf., þá kaus borgarstjóri að tilnefna sjálfur fulltrúa borgarinnar í stjórnina, og hafði ekkert samráð við fulltrúa minnihlutans. Viðmót hins nýja fyrirtækis gagnvart starfs- fólkinu kom svo vel í Ijós þegar allt starfsfólkið, 400 talsins, var sent heim um jólin og tekið af launaskrá. Rétt fyrir áramótin fengu svo 190 starfsmenn uppsagnarbréf „vegna skipulags- breytinga". Að afloknu jólafríinu var svo ráðist enn harðar að starfsfólkinu. Fráyfirmönnum kom tilkynning um að innan viku skyldi allt starfsfólk BÚR gamla flutt yfir í húsnæði ísbjarnarins. Að sjálfsögðu hafa allar þessar harkalegu aðgerðir vakið mikla reiði meðal starfsmanna Granda hf. Vellíðan þeirra er að engu höfð, og ekkert tillit tekið til tilfinninga þeirra eða óska. Það er rétt að benda á, að þessi óverjandi fram- koma í garð starfsfólks Granda brýtur gersam- lega í bág við loforð sem Davíð Oddsson borg- arstjóri var búinn að gefa áður. Á fundi í borgarstjórn þann 19. desember sagði hann ótvírætt að samrunanum megi fyrir koma „án þess að atvinnu nokkurs manns sé í voða stefnt“. Á þetta er bent í yfirlýsingu frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins sem Þjóðviljinn birti fyrr í vikunni, og jafnframt að annaðhvort hafi borgarstjórinn verið blekktur, eða hann hafi vísvitandi sagt ósatt. Nú er hins vegar upplýst af félaga Davíðs úr borgarstjórnarliði Sjálfstæðisflokksins, Ragnari Júlíussyni, sem einnig er stjórnarformaður í Granda hf., að Davíð hafi ávallt verið kunnugt um að til uppsagnar starfsfólksins myndi koma. Þannig hefur nú félagi Davíðs úr Sjálfstæðis- flokknum staðfest að Davíð fór vísvitandi með blekkingar. Er hægt að treysta borgarstjóra sem skirrist ekki við að fara vitandi vits með rangt mál ef það þjónar hagsmunum hans? -ÖS DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.