Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 7
DJOÐVILJINN Umsjón: _ Mörður Árnason Hver á hvaða fót? Guðrún Þórðardóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttir. Mynd: E.ÓI. Einhvers staðar verða skottur að vera íslenskt barnaleikrit frumsýnt í Breiðholtinuídag Fína-Skotta gefur undir fótinn. Þetta er yndislegasta leikhús borgarinnar, sagði Brynja Bene- diktsdóttir höfundur Skottuleiks um sal Breiðholtsskólans sem héðanífrá verður helgaraðsetur nokkurrafurðufugla: Litlu-Skottu, Stóru-Skottu og Fínu-Skottu. Nýtt íslenskt barnaleikrit hjá Revíuleikhúsinu, og særðar fram á fjalirnar persónur úr þjóð- sagnaheimi: skottur sem koma til borgarinnar og þurfa auðvitað að byrja á að finna sér verustað. Það gengur þeim heldur illa eins og fleirum og þurfa að hírast fyrstu nóttina í vinnupöllum, - en sú vist spillir skapi þeirra og ævintýrin verða ófá. Leikritið byggist auðvitað á þessum sögum okkar um skottur og móra, en með þeim og trúðun- um eru margar hliðstæður og þær eru notaðar í leikritinu, segir Brynja. Þjóðsagnaheimurinn er hafður að bakgrunni, en þetta eru nútímaskottur, einskonar borgarskottur og leikritið er í eðli sínu trúðleikur; ég vona að hann verði samt - óbeint - til að vekja áhuga og spennu hjá krökkunum um þessa arfleifð. Leikararnir eru Guðrún Al- freðsdóttir, Guðrún Þórðardótt- ir, Saga Jónsdóttir og Móri sem vakinn var upp af Hallveigu Thorlacius. Textar eftir Karl Ágúst Úlfs- son eru sungnir við lög Jóns Ól- afssonar, - búningarnir gerðir af Unu Collins. Leikmynd hefur Brynja smíðað úr lýsingu Davids Walters. Hef sjaldað leikið í betra leikhúsi, heldur Brynja áfram spjalli sínu við Þjóðviljann og hrósar Breiðholtsskóla og for- ráðamönnum þar í hástert, - og hér virðist ekkert vanta á, 200 sæta stallasalur. Hér var Inúk fyrst sýndur, sá sem um löndin fór, og var reyndar búinn til sem barnaleikrit í upphafi, þá voru leikhúsgestir hvítvoðungar uppí fólk á áttræðisaldri. Af hverju eru ekki búin til fleiri barnaleikrit íslensk? Að þeim er yfirleitt góð aðsókn, svarar Brynja, og hörgull á leikritum, - kannski vegna þess að það hefur ríkt tilhneiging til að skrifa fyrir börn einhverskonar skrautsýn- ingar sem þurfa mikinn fjölda leikara. Annars vill hún ekki stranga sundurgreiningu og fagnar því að fullorðnir koma hérlendis með börnum sínum í leikhús sem sagt er ætlað börnum, - og skemmta sér vel -, systkin, foreldrar, ömmur og afar. Það er full ástæða til að benda börnum, barnafólki og bernskum í anda á þessa skottuskemmtan í Breiðholtsskóla rétthjá Breið- holtskjöri, við Arnarbakkann). Sýnt á laugardögum þrjú og fimm, sunnudögum klukkan fjögur. Þess má svo geta að leik- urinn hefur þegar hlotið erlenda upphefð; var „prófað" á íslensk- um krökkum í Lúxembúrg á miðjum æfingatímanum í byrjun desember; var tekið stórvel og komst til fullra skila þótt sá hópur væri óvanur íslensku leikhúsi. Norðurlandaráð Bókmenntir á þriðjudaa Dómnefnd um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs kem- ur saman í Reykjavík á þriðjudag og verður þá ljóst hver tekur við þeim verðlaunum í Kaupmanna- höfn í vor. íslensku bækurnar sem fram hafa verið lagðar eru Ijóðabókin Gott er aö lifa eftir Jón úr Vör og skáldsagan MaÖur og haf eftir Véstein Lúðvíksson. Alls eru bækurnar ellefu, fjórar Ijóða- bækur og sjö sögur. Norsku bækurnar eru Nattáp- ent (ljóð) eftir Rolf Jacobsen og Stank av mennesker (saga) eftir Kolbjprn Brekstad. Frá Dan- mörku Hjertets sole (ljóð) eftir Jess 0rnsbo og Fortælling om en 0 eftir Hanne Marie Svendsen. Frá Svíþjóð skáldsögurnar Dyk- ungens dotter eftir Birgitta Trotz- ig og Slaktarens hus eftir Karl Rune Nordkvist. Frá Finnlandi skáldsögur tvær sem í íslenskri snörun mætti kalla Hin brott- fluttu, eftir Eeva Kilpi, og Hótel fyrir lifendur eftir Olli Jalonen. Frá Færeyjum ljóðabókin Líka- sum eftir Rói Patursson. íslensku dómnefndarmennirn- ir eru Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. Tveir íslenskir rithöfundar hafa hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, þeir Ólafur Jóhann Sigurðs- son og Snorri Hjartarson. -m Jón úr Vör Vésteinn I oi inarrlom ir Tónlist Viðurkenning frá frökkum Þrjár hljómplötur íslenskrar tónlistarmiðstöðvar hlutu nú fyrir jólin sérstaka viðurkenn- ingu frá frönsku plötu- akademíunni, l’Académie de disque franyais. Þetta voru þrjár af fjórum plötum í útgáfuröð miðstöðvar- innar með íslenskri nútímatón- list: íslensk hljómsveitartónlist (Sinfóníuhljómsveit íslands), ís- lensk fiðlutónlist (Guðný Guð- mundsdóttir) og fslensk pían& tónlist (Anna Áslaug Ragnars- dóttir). Viðurkenningin er veitt hljómplötunum í heild og tækni- vinna þá metjn til jafns við verkin og flutning þeirra. Viðurkenninguna fengu ís- lensku plöturnar í tilefni alþjóð- legs tónlistarárs 1985, og voru þar í fylgd platna frá flestum aðildar- löndum Evrópuráðsins sem hvert um sig fékk þó yfirleitt ekki nema einn honnör eða tvo.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.