Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Side 12
ALÞÝÐUBANDALAGK) AB Suðurlandi NÚ er komið að því. Smíði á húsi kjördæmisráðs og Alþýðubandalagsfélagsins á Selfossi og nágrenni er að mestu lokið. Það verður formlega tekið í notkun sunnudaginn 19. janúar kl. 15.00. Margir góðir gestir ætla að koma á staðinn og skemmta ýmist sjálfum sér eða öðrum og sumir raunar hvort tveggja. Félagar víðs vegar að af Suður- landi eru sérstaklega hvattir til að mæta og láta það vera næsta skref til eflingar félagslífs AB félaga á svæðinu. Að sjálfsögðu er boðið upþ á kaffi og kökur. Allir velkomnir! Nefndin. Árshátíð - Borgarnesi Árshátíð Alþýðubandalags Borgarness og nærsveita verður haldin með glæsilegum hætti laugardaginn 25. janúar kl. 20 í félagsheimilinu Röðli. Dagskráin verður útlistuð síðar. - Nefndin. Þorrablót AB í Kópavogi Hið vinsæla þorrablót félagsins verður haldið laugardaginn 1. febrúar í Þinghól Hamraborg 11 og hefst með borðhaldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Hinn vinsæli þorramatur, skemmtiatriði og dans. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. - Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Viðtalstímar borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins i Reykjavík eru á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 að Hverfisgötu 105. Þriðjudaginn 21. janúar verður Sigurjón Péturs- son til viðtals. Sigurjón. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH er þoðað til fundar mánudaginn 20. janúar nk. kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Umræður um tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins. 2) Önnur mál. Félagar fjölmennið. Kosningastarfið er þegar hafið. Stjórnin. AB Héraði Félagsfundur Egilsstöðum Alþýðubandalag Héraðsmanna heldur félagsfund í Valaskjálf mánudaginn 20. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Horfur í ársbyrjun. Hjörleifur Guttormsson ræðir landsmálin og svarar fyrirspurnum. 2) Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Kaffi Rósa Kjaramál kvenna verða til umræöu á Kaffi Rósu sunnudaginn 19. janúar. Eins og vanalega opnar húsið kl. 14.00 og verður opið fram eftir degi. Komið og fáið ykkur kaffisopa og takið þátt í umræðum. Kvennafylkingin AB Siglufirði Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 19. janúar kl. 17.00 aö Suðurgötu 10. Dagskrá: 1) Væntanlegar sveitastjórnarkosningar. 2) Félagsmál. 3) Önnur mál. Stjórnin AB-Akureyri Bæjarmálaráð Fundur sunnudaginn 19. janúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 Akureyri. Fundarefni: 1) Skipulagning á starfi bæjarmálaráðs fram yfir kosningar 2) Hugmynd að breyttu stjórnkerfi Akureyrarbæjar 3) Dagskrá bæiarstjórnar 21. janúar þar sem m.a. er rætt um íbúðabyggingu aldraðra 4) Onnur mál. Stjórnin AB-Kópavogi - félagar! Opinn bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Þinghól miðvikudaginn 22. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Stofnun málefnahópa. Hópur A) Félagsmál. B) Skipulagsmál, stjórnsýsla og atvinnumál. C) Skóla og menningarmál. D) Tómstunda- og íþróttamál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Stjórnarfundur í ÆFAB verður haldinn helgina 17.-19. janúar á Akureyri. Það er öllum frjálst að mæta sem vilja. Nánari upplýsingar getur þú fengið á H-105 í síma 17500. Stjórnin 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1986 Samningamálin - atvinnuástand í fiskiðnaði - kröfur kvenna Dagskrá Kvennafylking- arásunnudag: Á sunnudag þann 19. janúar hittast allar baráttuglaðar Kvennafylkingarkonur á kvenna- pólitíska kaffihúsinu KAFFI RÓSA að Hverfisgötu 105. Eftirtaldar baráttukonur eru sérstaklega boðnar og munu hafa stutta framsögu um Samn- ingamálin - atvinnuástand í Fisk- iðnaði - kröfur kvenna: Bjarnfríður Leósdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Stella Hauks- dóttir og Þorbjörg Samú- elsdóttir. Hafið þið hugleitt: - hvernig Davíð Oddsson efnir loforðin um atvinnuöryggi fiskverkunarkvenna hjá Granda h/f? - hvort mannsæmandi lág- markslaun eru 20.000 eða 30.000 á mánuði? - hvernig launafólk er best tryggt gagnvart verðbólgunni, rauð strik eða mánaðarlegar dýrtíðarbætur? - hvort henta prósentuhækk- anir eða krónutöluhækkanir konum betur í baráttunni gegn launamisrétti? - hvort konur þurfa að finna nýjar leiðir í kjarabaráttunni til að ná einhverjum árangri? Konur fjölmennið og takið með ykkur vinkonur og vinnufé- laga. Húsið opnað kl. 14.00 og veitingar verða seldar á sann- gjörnu verði. Miðstöð Kvennafylkingar Alþýðubandalagsins. Sjónvarpið óskar eftir ferskum og spennandi Imgmyndum varðandi barnaefni. Lúrir þú á efni, sem gseti glatt börn eða frætt þau, þá sendu okkur línu eða hafðu samóand við umsjónar- mannbarnaefnis, Sigríði Bögnu Sigurð- ardóttur, seem veitir allar upplýsingar í síma 38800. rútu RÍKISÚJVARPIÐ ÍAUGAVEG1176, 105 REYKJAVÍK REYKJAVÍK í MYNDLIST Sýning á Kjarvalsstööum á Listahátíö í Reykjavík 1986. Stjórn Kjarvalsstaða hefur ákveðið að efna til myndlistasýningar að Kjarvalsstöðum á Listahátíð ívor, sem nefnist Reykjavík í myndlist. Öllum starfandi myndlistarmönnum er hér með boðið að senda verk á sýninguna, og mun dómnefnd síðan velja úr verkunum. Sýningin verður í vestursal og vesturforsal Kjarvalsstaða í júní- og júlímánuði, samtímissýningu áverkum Picassos, sem verður í Kjarvalssal. Verkum þarf að skila til Kjarvalsstaðafyrir20. apríl n.k. meðýtarlegum upplýsingum bæði um viðkomandi verk og höfund. Kjarvalsstöðum, 13. janúar 1986. Stjórn Kjarvalsstaða

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.