Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Lesotho Fréttir um valdarán bomar til baka Maseru — Útvarp stjórnarinnar í Suður-Afríku sagði frá því í gær að til átaka hefði komið milli sveita úr her smáríkisins Lesotho eftir að hluti hersins reis upp gegn stjórnvöldum. í Maseru, höfuðborg Lesotho, var þessu harðlega mótmælt og sagt að þar væri allt með friði og spekt. Fréttamaður Reuters segist hafa ekið í gegnum Maseru í gær og ekki orðið var við neina spennu né vopnaviðskipti. Stjórn Lesotho hefur sakað stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku um að hafa sett landið sem er inni í miðri Suður- Afríku í einangrun. Farið er að bera á skorti á sumum vöruteg- undum, svo sem bensíni og lyfj- um, og við landamærin hafa myndast langar biðraðir því suðurafrískir landamæraverðir hafa fyrirmæli um að leita gaumgæfilega í öllum bifreiðum. Tilgangurinn með þessari ítar- legu landamæravörslu er að sögn stjórnvalda .í Pretoríu sá að stöðva skæruliða Afríska þjóð- arráðsins, ANC, sem þau segja að leynist í Lesotho og geri svo skæruárásir inn í Suður-Afríku. Stjórnvöld í Lesotho hafa mót- mælt því að þau skjóti skjólshúsi yfir liðsmenn ANC. í gær hófust viðræður embættismanna beggja ríkja í Pretoríu og að þeim lokn- um lýsti fulltrúi Suður-Afríku því yfir að stjórnin í Lesotho yrði að skuldbinda sig til að reka alla fé- laga í ANC úr landi. Skæruhern- aður ANC hefur aukist verulega á undanförnum vikum og mánuð- um og er það ástæðan fyrir aukinni hörku af hálfu Suður- Afríku í samskiptunum við ná- grannaríki sín. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUTER hinu stríðshrjáða Líbanon er það orðið vinsælt meðal þátttakenda í átökunum að leika rússneska rúllettu þegar hlé verður á bardögum. Ungir baráttumenn á borð við þessa segjast ekki leika sér við dauðann með þessum hætti til þess að sýna hugrekki sitt og manndóm heldur örvæntingu. „Ef maður drepst var það orðið tímabært, ef ekki er þetta bara gaman," segja þeir. Líbanon Barist enn á ný Erufriðarsamningarnir endanlega úr sögunni? Bikfaya — Harðir bardagar geisuðu í bænum Bikfaya austur af Beirut í Líbanon í gær en þar eru bækistöðvar Amin Gemayels forseta. Áttust þar við sveitir hliðhollar sýrlend- ingum og sveitir kristinna manna sem nú lúta forystu manna sem andvígir eru friðar- samkomulagi því sem gert var fyrir tilstilli sýrlendinga. Bardagar hófust að nýju fyrir þremur dögum þegar Elie Hob- eika herstjóra kristinna manna var bolað í burtu en hann hafði undirritað samkomulagið ásamt leiðtogum drúsa ogsjíta. Gemay- el forseti hefur lýst andstöðu við friðarsamkomulagið og sat hann marga fundi með sýrlenskum stjórnvöldum í því skyni að draga úr ágreiningnum en án árangurs. Er því mikil hætta á að friðar- samningarnir séu runnir út í sand- inn. Kristnir falangistar hafa þrátt fyrir þennan ágreining gefið í skyn að þeir vilji að sýrlendingar miðli málum milli kristinna og múslima í Líbanon. Þeir gátu hins vegar ekki sætt sig við þær breytingar á valdahlutföllum í landinu, múslimum í vil, sem friðarsamningurinn gerði ráð fyrir. Drúsar hafa lýst því yfir að brottvikning Hobeika merki að friðarsamningarnir séu úr sög- unni og hefja þurfi friðarvið- ræður að nýju frá byrjun. Bretland Hluthafar vildu ekki taka tilboði Sikorsky í Westland London — Ekki tókst stjórn breska þyrlufyrirtækisins Westland að tryggja sér næg- an stuðning á hluthafafundi í gær við þann ásetning sinn að Frakkland Kosningaslagurinn æsist París — Bilið milli vinstri- og hægriflokka í Frakklandi virð- ist hafa mjókkað talsvert upp á síðkastið ef marka má skoð- Skák Timman vann fyrstu skákina Tilburg — Hollenski stór- meistarinn Jan Timman tók forystu í áskorendaeinvígi hans og sovéska stórmeistar- ans Artur Júsupofs í gær. Tim- man hafði betur í fyrstu einvíg- isskákinni. Júsupof hafði hvítt í fyrstu skákinni og gaf hann skákina eftir 40. leik. Þá var hann lentur í tímahraki. í einvíginu sem fram fer í Tilburg í Hollandi sigrar sá sem fyrstur nær 5,5 vinningum en gert er ráð fyrir því að tefldar verði 10 skákir. í hinu einvíginu sem fram fer í Minsk í Sovétríkjunum eigast þeir við sovésku stórmeistararnir Andrei Sokolof og Rafael Vag- anjan. Þegar síðast fréttist af því einvígi hafði Sokolof unnið tvær skákir en þeirri fyrstu lauk með jafntefli. anakannanir. Fyrir nokkrum vikum höfðu hægriflokkarnir 17% meira fylgi en vinstri- flokkarnir en nú er munurinn ekki nema 8%. í skoðanakönnun sem dag- blaðið Le Matin birti í gær reyndust sósíalistar hafa 30% fylgi og vinstriflokkarnir í heild 44% fylgi. Hægriflokkarnir höfðu 52% fylgi og þar af hafði nýfasistaflokkur Le Pen 5%. Það síðastnefnda er minna en búist hafði verið við vegna þess að flokkur Le Pen hlaut 11% at- kvæða í kosningum til Evrópu- þingsins í fyrra. 27% aðspurðra kváðust ekki hafa gert upp hug sinn. Hægriflokkarnir hafa birt sam- eiginlega kosningastefnuskrá þar sem megináhersla er lögð á sölu ríkisfyrirtækja, einkum banka og iðnfyrirtækja, og að draga úr ríkisafskiptum á flestum sviðum þjóðlífsins. Flestir fréttaskýrend- ur eru þó sammála um að stefnu- skráin sé mun hófsamari en búist hafði verið við. Benda þeir á að í henni sé undirstrikað að ekki standi til að afnema þá félagslegu ávinninga sem unnist hafa í stjórnartíð sósíalista, svo sem lækkun eftirlaunaaldurs, lenging orlofs í 5 vikur og hærri eftirlaun. taka tilboöi bandaríska fyrir- tækisins Sikorsky og ítölsku bílaverksmiðjanna Fíat í 30% hlutafjár í verksmiðjunum sem eru nær því gjaldþrota. Á fundinum sem haldinn var í Albert Hall í London greiddu handhafar 65% hlutafjár atkvæði með tilboði Sikorsky/Fíat en 35% voru því andvígir. Er þetta meiri andstaða en búist hafði verið við. Ekki var borið undir atkvæði til- boð evrópskrar fyrirtækjasam- steypu sem Michael Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra, ber fyrir brjósti í nafni evrópskrar samvinnu. Stjórnarformaður Westland, John Cuckney lávarður, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðu atkvæðagreiðslunn- ar. Höfðaði hann til sómatilfinn- ingar evrópsku fyrirtækjanna og bað þau að draga tilboð sitt til baka því bæði starfsmenn, stjórn- endur og hluthafar í Westland væru mótfallnir samstarfi við þær. Samkvæmt lögum fyrirtæk- isins þurfa handhafar 75% hluta- fjár að leggja blessun sína yfir hlutabréfasöluna. Þessi niðurstaða fundarins í gær þýðir að málefni Westland verða áfram til umræðu í Bret- landi og það eru ekki góð tíðindi fyrir Margaret Thatcher. Öll af- skipti hennar og samráðherra hennar af málefnum fyrirtækisins þykja einkennast af valdahroka og fylgið hrynur af íhalds- flokknum í skoðanakönnunum. Telja margir að þessi stjórnar- kreppa geti orðið til þess að binda endi á frama Járnfrúarinnar í breskum stjórnmálum. Suður-Jemen Viðræðum hætt, barist áfram Kaupmannahöfn — Danska dagblaðið Börsen birti í gær niðurstöður skoðanakönnun- ar sem sýndu að 40% danskra kjósenda hyggjast greiða at- kvæði með tillögum um breytingar á stofnskrá Efna- hagsbandalags Evrópu ef þær verða bornar undir þjóðarat- kvæði. 35% voru andvígir breytingunum og 24% höfðu ekki gert upp hug sinn. Poul Schluter hefur lýst þvi yfir að haldi jafnaðarmenn því til streitu að fella tillögurnar við at- kvæðagreiðslu á danska þinginu á þriðjudaginn muni hann leggja tillögurnar í dóm kjósenda í næsta mánuði. Danska Alþýðusambandið, LO, gaf út yfirlýsingu í gær þar sem það hvatti stjórnina til að semja við EBE um að breyta til- lögunum. Einnig varaði það við því að málinu yrði snúið upp á spurningu um áframhaldandi að- ild dana að EBE. Ekki eru taldar miklar líkur á að EBE sé til við- ræðu um að endurskoða tillög- urnar því þær eru afrakstur langra og erfiðra viðræðna for- ystumanna ríkjanna 12 sem mynda EBE. Danmörk 40% með EBE-tillögunum Djibouti — Svo virðist sem við- ræður stríðandi fylkinga í Suður-Jemen um að koma á friði í landinu hafi farið út um þúfur í fyrrinótt. Bardagar eru sagðir hafnir að nýju fimmta daginn í röð en litlar fréttir er að hafa frá Aden því ekkert heyrist í útvarpsstöðvum þar og fjarskiptasamband við landið er rofið. Sovétríkin og ríki Vestur- -Evrópu gerðu í gær ráðstafanir til að flytja sendimenn sína, skyldu- lið þeirra og aðra þegna á brott frá Aden. Utanríkisráðherra Dji- bouti sem er andspænis Aden hinum megin við Bab Al- Mandab sundið skýrði frá því í gær að sovéski sendiherrann í Aden hefði haft samband við sig og beðið sig að veita aðstoð við brottflutninginn. Ráðherrann túlkaði þessa beiðni á þann veg að úr því sovét- menn sem eru nánustu banda- menn Suður-Jemen hygðust koma sér í burtu færi ástandið í landinu versnandi. Fréttir í San- aa, höfuðborg Norður-Jemen, hermdu í gær að harðir bardagar geisuðu í Khormaksar hverfinu í Aden þar sem mörg sendiráð er- lendra ríkja eru. Ekki er vitað hve mikið mannfall hefur orðið í bardögunum en talið er að það sé mikið. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Alusuisse Mikill hallarekstur í fynra Tveir yfirmenn fyrirtœkisins, þ.á.m. Meyer, látnir fjúka Zurich — Svissnesk blöð skýröu frá því í fyrradag að mikið tap hefði orðið á rekstri Alusuisse, móðurfyrirtækis ísals í Straumsvík, og að í kjöl- far þess hefðu a.m.k. tveir yfir- menn verið leystir frá störfum. Að sögn blaðanna nemur bók- fært tap Alusuisse í fyrra ekki undir tveimur miljörðum króna og þarf fyrirtækið af þeim sökum að afskrifa eignir að upphæð fimm miljarðar króna. Afskrift- irnar munu væntanlega verða í því fólgnar að bókfært verðmæti hlutabréfa Alusuisse í dótturfyrirtækjum sínum verður lækkað. Að sögn blaðanna hefur þessi lélega útkoma fyrirtækisins kost- að tvo af yfirmönnum fyrirtækis- ins embættin. Er þegar búið að reka þá Emanuel Meyer stjórn- arformann og aðalforstjórann Bruno Sorato. Alusuisse hefur ekki svarað þessum skrifum öðruvísi en að segja að ekki sé tímabært að fyrirtækið tjái sig um þau. Árið 1984 var Alusuisse rekið með verulegum hagnaði eftir þriggja ára samfelldan taprekst- ur. Iaprfl í fyrra spáði Sorato þvf að útkoman árið 1985 yrði svipuð og árið áður en í september var staða fyrirtækisins sögð vera „tal- svert veikari". Stjórn fyrirtækis- ins kennir slæmu ástandi á álm- örkuðum heimsins um þessa út- komu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.