Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. DJÓÐVIUINN Laugardagur 11. janúar 1986 8. tölublað 51. árgangur Reykjavíkurborg Iþróttimar frystar Framlag borgarstjórnar til bygginga íþróttamannvirkja í borginni hækkar aðeins um 1% milii áranna 1985 og 1986. í 40% verðbólgu eins og nú ríkir jafngildir þetta um 40% raun- lækkun framlaganna. Við af- greiðslu fjárhagsáætlunar voru felldar tillögur minnihlutans um aukið fé til íþróttamannvirkja. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að rúmlega 41 miljón verði varið til þessa málaflokks, en í fyrra hijóðaði þessi tala upp á tæplega 41 miljón. Alþýðubandalagið lagði fram tillögu í borgarstjórn um að 4 milljónum yrði bætt við þessa upphæð svo gera mætti á árinu fjögur til fimm malbikuð skauta- svell í borginni svipuð því sem var á Melavellinum og halda svellinu á Tjörninni við. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins lögðu til að upphæðin yrði hækkuð um 30 miljónir til framkvæmda við vél- fryst skautasvell á lóð væntan- legrar skautahallar í Laugardal. Báðar tillögurnar voru felldar af Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal Júlíusi Hafstein, formanni íþróttaráðs. -gg íhaldið 1000 króna orkuskattur Orkuskatturinn hœkkaði um 1000% áþessu kjörtímabili í Reykjavík Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur ætlar að leggja 1000 krónur á hvern borgarbúa í sér- stakan orkuskatt á þessu ári og hefur þessi tala hækkað um 1000% frá upphafi þessa kjör- tímabils í krónutölu og þrefaldast að raungildi. Þetta kom fram í ræðu Sigur- jóns Péturssonar borgarfulltrúa við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar á fimmtudag- inn. Gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveit- unnar hafa hækkað geysilega á þessu kjörtímabili og þessi 1000 króna skattur leggst vitanlega á alla borgarbúa jafnt, óháð tekj- um fjölskyldna, svokallaður flat- ur skattur. -gg Borgarstjórn í gærmorgun eftir 17 tíma törn. Júlíus Hafstein formaður IBR greiddi ekki atkvæði með auknu framlagi til íþróttamála. Ljósm. E. Ólason. 50 þúsund gegn vímu- efnavanda Meirihlutinn í borgarstjórn hugðist verja alls 0 krónum til fyrirbyggjandi aðgerða gegn vímuefnavanda. Beðið um 500þúsund Sjálfstæðismenn i borgarstjórn ákváðu á fimmtudaginn að verja 50 þúsund krónum vegna gerðar kvikmyndar til varnar vímuefna- vandanum. en beðið var um 500 þúsund krónur til verksins, sem stofnað var til af æskulýðsráði á ári æskunnar sællar minningar. í upphaflegri fjárhagsáætlun var áætlað að verja alls 0 krónum til þessa verkefnis, en síðan var því breytt í 50 þúsund. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn lögðu hins vegar til að orð- ið yrði við beiðni um 500 þús., sem var fellt af meirihlutanum. Guðrún Ágústsdóttir vakti at- hygli á því þegar hún mælti fyrir tillögunni, að á síðasta ári var veitt talsverðu fé til viðhalds í Höfða, sem m.a. er hafður undir veislur fyrir gesti borgarinnar, en í þessu „viðhaldi" í fyrra fólst m.a. gerð vínbars í kjallara húss- ins. Guðrún taldi þennan bar vart hafa kostað minna en 500 þúsund og benti á að hann væri varla til annars gerður en að örva drykkju veislugesta í Höfða. „Væri þá nokkuð til of mikils mælst að verja öðru eins til fyrirbyggjandi aðgerða?“ spurði hún. Tillaga AB var felld. heimalist Síðumúla 23 - sími 91-84131. Póstkröfuþjónusta Þú dregur línurnar við vinnum úr þeim RAÐSETT RAÐSETT eru sófasett sem hægt er að raða upp á óteljandi vegu. Hér að ofan eru aðeins tvö dæmi af mýmörgum. SEBRA er samheiti yfir rúm, svefn- bekki og raðhúsgögn sem henta í nær öll herbergi heimilisins. Rúmdýnur eftir máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.