Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 14
 Sparisjóðsstjóri óskast Staða sparisjóðsstjóra (önnur staða af tveimur) hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknir um stöðu þessa ásamt upplýsing- um m.a. um menntun og fyrri störf skulu sendar formanni sparisjóðsstjórnar, Stefáni Jónssyni, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði eigi síðar en 16. febrúar n.k. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. r ....... ■ " ■'#---- ijl Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboð- um í eftirfarandi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur: 1. 30 dreifispenna Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 25. febrúar n.k. kl. 11. 2. Háspennustrengi Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 26. febrúar n.k. kl. 11. 3. Lágspennustrengi Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 26. febrúar n.k. kl. 14. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, og verða þau opnuð á sama stað á ofangeindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvogi 3 Siiru 25800 Lestu aöeins slíörnarbioðin? DJðÐVIUINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Askriftarsími (91) 681333 Laus staða Laus er til umsóknar lektorsstaða í lífeðlisfræði (heil staða) við læknadeild Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann- sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 15. febrúar 1986. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1986. Staða þessi er endurauglýst til leiðréttingar á auglýsingu dags. 6. janúar 1986. Menntamálaráðuneytið. 15. janúar 1986. Útför Sigríðar Hjartardóttur, áður hjúkrunarkonu á Kleppsspítala, sem andaðist 10. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. janúar kl. 15. Aðstandendur hinna látnu 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1986 Fjársöfnun Gleymum þeim ekki Kiwainis-hreyfingin stendurfyrir fjársöfn- un til kaupa á eld- varnarkerfifyrir Kópavogshœli Hafin er fjársöfnun á vegum Kiwanishreyfingarinnar á íslandi tii kaupa á fullkomnu bruna- varnarkerfi fyrir Kópavogshæli. Þegar bruninn varð á hælinu fyrr í vikunni kom í ljós að ekkert eldvarnar- né eldviðvörunarkerfi er í hælinu, þar sem heilbrigðis- ráðherra hefur látið undir höfuð leggjast að verða við óskum stjórnenda ríkisspítalanna um fjárveitingu til kaupa á slíkum tækjabúnaði. Kiwanishreyfingin hefur látið opna bankareikning við Lands- banka íslands í Breiðholtsútibúi vegna söfnunarinnar og er númer hans 979. Þá mun hreyfingin hafa til sölu dagbækur fyrir árið 1986 í fjáröflunarskyni og eru þær sér- merktar þessari söfnun. Þá munu fyrirtæki og stofnanir sem gefa 10 þúsund kr. eða meira fá sérstök viðurkenningarskjöl. Loks mun Kiwanishreyfingin sjálf leggja fram fé til söfnunarinnar. -S.dór Happdrætti Sjálfsbjargar Dregið hefur verið í happ- drætti Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra og komu vinning- ar á eftirtalin númer: Aðalvinningur: Toyota Landc- ruser á miða nr. 21856. 49 vinningar: Vöruúttekt hver á kr. 20.000: 1318, 1848, 4673, 5060, 5421, 7483, 9250, 10288, 10626 , 10673, 10798, 10947, 11162, 14535, 16632, 16768, 20199, 21653, 21903, 22215, 23066, 23654, 24316, 25047, 30038, 32688, 34630, 36378, 36491, 37664, 38266, 39073, 39097, 40807, 41081, 42828, 43014, 47899, 52197, 53787, 53834, 53900, 53925, 53944, 54078, 55736, 56189, 58833, 59640. Hættið þessum vél- byssuleik, strax Stór hluti greinar sem Þjóðvilj- inn birti eftir mig í gær, brenglað- ist illilega í prentun. Hér á eftir prentast hann vonandi rétt. Líkur á því að stofnanir hér á landi dragi að sér hryðjuverk þessara manna eru hverfandi, nema ef vera skyldi bandaríski herinn. Við herstöðvaandstæð- ingar höfum reyndar alltaf bent á að herinn skapi hættu á ger- eyðingarárás á Island. Títtnefnd- ir hryðjuverkamenn skapa hins vegar ekki slíka hættu. Ef Banda- nkin óttast um her sinn hér vegna nokkurra hryðjuverkamanna, ættu þeir bara að koma sér í ör- uggara skjól vestur um haf. Þegar ég segi að hverfandi hætta sé á að hryðjuverkamenn finni sér mikilvægt pólitískt árás- artilefni hér á landi, þá á ég við að hættan sem stafar af vélbyssu- væðingu „drengjanna okkar“ er margfalt meiri. Hún ýtir undir dýrkun á byss- unni sem lausnara okkar og alls- herjar verndara. Hún skapar líka hættu á mis- beitingu vopnanna við atburði eins og flugrán og því líkt, og ögr- ar til ofbeldis. Kagnar Stefánsson Neskaupstaður Tölvur frá Japan Hugi flytur inn tölvuteikna og skjái Fyrirtækið Hugi hf. á Nes- kaupstað hefur hafið innflutning á tölvuteiknivélum og tölvuskjám frá Rolandsverksmiðjunum í jap- an. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir, að tölvuteiknivélar þessar ryðji sér ört til rúms í Evr- ópu vegna tæknilegra eiginleika og hagstæðs verðs. Teiknivélarnar sem boðið er upp á eru átta penna og hafa bæði rað- og samsíða tengi. Skrifa þær jafnt á glærur sem pappír. Þær má tengja við hvaða tölvur sem er og bjóða upp á að unnið sé með eigin forrit sem og flest stöðluð grafísk forrit. Þær henta að sögn mjög vel til verkfræði- og arkitektateikninga en einnig við alla myndræna framsetningu svo sem súlu- og flæðirit. Þá eru vél- arnar héntugar við vinnslu kennslugagna, undirbúning fyrir- lestra, framsetningu fjárhagss- töðu og þannig mætti lengi telja. Skjáirnir frá Huga eru af þrem gerðum og er sérstök athygli vak- iná svart-hvítum skjá. Þykir hann henta vel til ritvinnslu og grafík- vinnu. Hægt er að hafa svarta stafi á hvítum grunni og hvíta stafi á svörtum grunni. Að lokum skal þess getið að Hugi býður upp á gerð hvers- konar hugbúnaðar og hefur þeg- ar unnið mikið fyrir sveitarfélög. - Sáf. Austfirðir Mannslíf á 30 togara Aðalfundur Sindra: öryggi á sjó verulega ábótavant. Fundurinn andvígur fiskveiðistefnu FFSÍ Á undanförnum þrem ára- tugum hafa svo margir sjómenn farist við störf sín að hægt væri að manna þrjátíu skuttogara af minni gerð væru þeir enn á lífi. Þetta kom fram í umræðu um ör- yggismál sjómanna á aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannaféiags- ins Sindra, sem haldinn var í Val- höll á Eskifirði í lok desember, en öryggismálin voru ofarlega á baugi á fundinum og voru menn sammála umað verulegt átak þyrfti að gera í þeim málum. Á fundinum var samþykkt á- lyktun þar sem lýst var andstöðu við fiskveiðistefnu þá, sem sam- þykkt var á þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands fyrr í vetur. Ýmis önnur mál bar á góma og var ferskfisksútflutningurinn meðal þeirra. Kom fram að tog- arasjómenn hafa beina kjara- skerðingu af þessu fyrirkomulagi á meðan útgerðin hagnast á því. Var ákveðið að fara fram á við- ræður um þetta. Þá voru málefni Landhelgis- gæslunnar rædd og hafði Magni Kristjánsson framsögu um þau. Bar Höskuldarmálið svokallaða einnig á góma. Að loknum um- ræðum var samþykkt ályktun þar sem það er átalið harðlega hve mjög hefur dregið úr allri útgerð gæslunnar og þar með því öryggi og þjónustu sem hún á að veita. Er skorað á stjórnvöld að bæta úr því hið fyrsta. Þá var lýst fullum stuðningi við Höskuld Skarphéðinsson skip- herra, í deilum hans við stjórn Gæslunnar. Telur fundurinn að Höskuldur gjaldi þess málarekst- urs sem hann hefur staðið í fyrir hönd Skipstjórafélags íslands, sem hann er formaður fyrir. Formaður Sindra er Ólafur Gunnarsson, Fáskrúðsfirði. -Sáf. Stjörnufræði Sex ný tungl finnast hjá Úranusi Pasadena — Bandarískir vís- indamenn hafa fundið 6 ný tungl sem sveima umhverfis reikistjörnuna Úranus. Er nú vitað um 12 fylgitungl stjörn- unnar en búist er við að fleiri eigi eftir að finnast. Þessi fundur er afrakstur ljós- mynda sem geimfarið Voyager 2. hefur tekið en nálgast nú Uranus. Vísindamennirnir höfðu átt von á að finna fleiri fylgihnetti og búast jafnvel við að fleiri komi í ljós. Tunglin eru frá 32 upp í 48 km í þvermál. _ÞH/reuter Laugarnessókn Happdrætti frestað Sóknarnefnd Laugarnessóknar fór af stað með happdrætti í lok síðasta árs. Ráðgert var að draga 23. desember 1985. Vegna ófyrir- sjáanlcgra atvika verður dregið í stað 10. mars 1986. Velunnurum Laugarneskirkju er bent á að hægt er að nálgast miða í kirkjunni. Aðeins eru út- gefnir 7500 miðar. Hægt er að fá senda miða heim í gíró. Haft er þá samband í síma kirkjunnar. • Blikkiöjan Iðnbúð 3, Garðabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SIMI 46711

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.