Þjóðviljinn - 18.01.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Page 8
Ádrepan einsemdin og skáldið Elías Mar. Ljósm. Einar Ól. Elías Mar. Það var nú þá. Smásögur. Letur 1985. Áriö 1959 kom út seinna bindi af Sóleyjarsögu. Elías Mar haföi með þeirri bók sem og Vögguvísu unnið gott land- námsverk, hann átti mjög drjúgan þáttíþvíaö lífsmynstur og tungutak Reykjavíkureignuöustfullan þegnrétt í íslenskri skáld- sagnagerð. En leið og beiö og ekki gaf Elías út fleiri bækur þartil lítið Ijóöakver, Speglun, kom út áriö 1977. Og nú ber vel í veiði - út er komið safn fimmtán smásagna og ber nafnið „Það var nú þá“. Pá og nú Elías hafði gefið út smásagna- safn árið 1950 og sögurnar í þess- ari bók hér eru alveg frá þeim tíma og til þessa dags. Sagan sem gefur bókinni nafn er meira að segja til orðin með þeim sérstæða hætti, að fyrri hlutinn er skrifaður um það bil sem amríski herinn kemur aftur 1951 - og segir þar frá samtali tveggja vina sem vona að þeir muni búa í friðlýstu landi, en heyra tveim dögum síðar að herinn er kominn. Seinni hlutinn er svo skrifaður á nýliðnu ári og hittast vinirnir þá aftur, rosknir menn, og eru saman á hæli til að reyna að losna útúr alkóhólnum. Og þá er annar þeirra orðinn á- netjaður aronskunni, já og þeirri tegund lífsleiða sem efast um að það gerði mikið til, þótt mennsk kind útrýmdi sjálfri sér í atóm- stríði. í skugga hersins Ádrepurnar í bókinni eru ein- mitt frá sjötta áratugnum óg bera mjög svip af þeím ugg sem herset- ubröltið olli meðan tregðulög- málin voru ekki búin að koma Kananum fyrir sem föstum hryggjarlið í samfélagsskrokkn- um. Sagan „Úraníumstífla í þjóð- arhjarta“ er fantasía um hermál- ið - út frá þeim dæmum sem þeg- ar höfðu gerst með Keflavíkur- flugvöll eru útreiknuð viðbrögð og framvinda atburða eftir að Amríkanar hefðu komist að því, að undir Þingvöllum væri mikil- vægt og arðgefandi úran. Sá reikningur er saman slunginn í- smeygilega og sennilega - og skjátlast höfundi þó í einu efni: hann gat ekki séð það fyrir á því herrans ári 1955, að það mundi aldrei þurfa að senda her til að fylgjast með því að alþingi greiddi atkvæði „rétt“ um úran- vinnslu á Þingvöllum - slíkt gróð- abrall myndu menn nú sam- þykkja að góðum meirihluta al- veg án þvingunar. „Það var nú þá“, „Úraníum- stíflan" og „Sumarauki“ (sem er skrýtla um góðborgarann sem ætlar að stinga sér í klámpyttinn um leið og hann kemst til útlanda frá siðafjasi eiginkonunnar) - all- ar þessar ádrepur eiga það sam- eiginlegt, að þar er mjög skýrt að orði kveðið. Kannski er full hreint gengið til verks fyrir seinni tíma smekk. En gáum að öðru: við erum orðin svo vön því, að höfundar tali hulduhrútslega og snúi smáum málum sem stórum út í hött, að það er góð tilbreyting að rifja það upp, að það er vel hægt að segja það sem menn meina og standa við það. Maðurinn er einn Einsemdin er líka á stjákli í þessum sögum og þá í misjöfnum búningi. Sagan af piparkerling- unni Petrúnellu, sem hætti að tauta þegar Eros lagði hana ófor- varandis að velli í mynd óráðsíu- manns að sunnan, er nokkuð svo hefðbundin skrýtla með hálf- kveðnum vísum og er allt í góðu sagt. „Volaðs vera“, sem er miklu eldri saga, segir frá listamanni sem er að krókna úr kulda á eyði- býli að vetrarlagi, hrakinn á milli píslarvættisþrár og sóttheitra óra um hina miklu köllun. Og fer höf- undur nokkuð langt með að skapa seiðsterkt andrúmsloft um þetta efni. f einni af yngstu sögum bókar- innar, „Hinztu vitjun“, er stefi einsemdarinnar skipt milli tveggj a persóna - stúlka er komin í sjúkravitjun til deyjandi manns, þau þekkjast ekki og hún skilur ekki hvers vegna hann vildi að hún kæmi til að létta dauðastríð ungs manns og altént er hún of seint komin - allt er of seint, manneskjurnar sjá ekki hver aðra, sérhver er einn. Yfirlætis- laus saga en stendur fyrir sínu. Dimmt yfir í sögum eins og „Þegar ég skar mig“ og „Inni, sem eigi er með höndum gjört“ og „Dæmisögu um dauðann“ er sagt skilið við persónur með þeirra aðild og rétti, vettvangurinn er hugur manns og þá óttinn, angistin - og stutt í martröð. Um leið og skorið er á slagæðina er skorið á „sam- vizkuna, fegurðina, skynsemina, allt.“ Þögnin er það sem „sögu- vitundin" forðast, því hún er í ætt við Sannleikann, og „sannleikur- inn“ gerir mann hræddan. Þessar sögur þrjár eru frá árun- um 1956-58 og þær hlaða undir sterkan grun um einskonar kreppu, um eitthvert dapurlegt uppgjör, ekki síst sagan sem nefnist „Dæmisaga um dauðann“. Þar er orðið gefið skáldi sem er að semja „sjö binda skáldsögu um baráttu verkalýðs- ins gegn auðvaldinu“ og hyggur gott til starfans. En er flæktur í einhverja undarlega gildru, út- hrópaður sem „guðsspottari allra alda“ sem á að vinum „úrkynjaða og siðspillta menn“. Það tekst að fá einnig „vini hans og samherja" til að snúa við honum baki og verkamennirnir eru í hópi þeirra sem „kórsungu syndir mínar við þjóðfélagið, alvöruleysi mitt, heimsku mína og skilningsleysi gagnvart öldinni". Að lokum er skáldinu stillt upp við vegg, hann stendur þar aleinn - eins og menn alltaf eru - og ungir vöðvar hans „svelgja í sig“ skot aftökusveitar- innar. Það verður ekki hjá því komist að líta á þessa sögu sem mjög per- sónulega skírskotun til margs þess sem höfundi stendur stuggur af í menningarlífi og bók- menntaumræðu sögutímans, um þá dapurlegu einsemd rithöfund- arins sem ekki getur treyst á skilning eða samstöðu, ekki held- ur þeirra, sem hann helst ber fyrir brjósti. Spott og speki Nú er eftir að segja frá afar sérstæðri sögu, „Saman lagt spott og speki“ sem er skrifuð árið 1960 og kom þá út sérprentuð í heiðursskyni við þann mann, sem um er fjallað. Ungur maður í upplestrarfríi hittir gamlan mann í kirkj ugarði, sem er þar að vökva leiði, og hlustar eina dagsstund á yndislega ósvífna og afdráttar- lausa sleggjudóma hans um guð og menn, um íslenska menntamannafábjána, um eymd og vesöld trúarbragðanna, um fagnaðarerindi kynlífsins og margt fleira. Nú vill svo vel til, að sá sem þetta skrifar getur staðfest það með góðri samvisku, að Elías Mar nær hér prýðilega tökum á því að gefa í samþjöppuðu formi mynd af einhverjum sérstæðasta persónuleika sem sögur fara af, Þórði Sigtryggssyni organista. Og hann gerir meira - honum tekst mjög skemmtilega að fleyga ræðu gamla mannsins undrun og for- vitnihrolli unga mannsins, sem hefur aldrei heyrt annað eins og mun ekki heyra. Eða hvað? Það er nokkuð erfitt að spyrða saman heildaráhrif fimmtán smá- sagna sem skrifaðar eru á jafn löngum tíma. Lesandinn getur vitanlega séð vissa þróun frá byrj- andaeinkennum í fyrstu sögunni, og til mjög haganlegrar skráning- ar á núinu sem er sífellt að koma út úr óráðinni framtíð, sem við kynnumst í síðustu sögunni, Bið, sem gerist einmitt á einni af þess- um óskiljanlegu biðstofum, sem menn hafa setið á allt síðan Kafka leið. En í stuttu máli sagt: leiðin liggur frá þeirri hefð sem smá- sagan lifði í um 1950 og til örugg- ari og persónulegri efnistaka. Það er gott til þess að vita að sagnamaðurinn Elías Mar skuli heilsa upp á okkur á nýjan leik eftir þetta hlé sem á varð. Hirðirinn mœlski í Betel Einar í Betel. Æviminningar Einars J. Gíslasonar. Fíladelfía 1985. Forvitni, sem við skulum vona að sé ekki af lakara tagi, freistaði mín til þess að lesa endurminn- ingar Einars Gíslasonar. Eins og allir vita er hann höfðingi Fíla- delfíumanna og fræknasti predik- ari heittrúnaðar með okkar kald- lyndu þjóð. Og hver sem mál hans hefur heyrt, þótt ekki sé nema í útvarpi, hefur eðlilega löngun til að vita fleira um líf þess safnaðar sem hann stjórnar. Satt best að segja: þessi lesari hér varð fyrir nokkrum vonbrigð- um. Ekki svo að skilja: Einar í Betel segir ofur eðlilega frá ætt og uppvexti, frá sjósókn og gúm- björgunarbátum og meira að segja kindastússi í Vestmanna- eyjum. Allt er það á sínum stað - en bætir því miður ekki við það sem við áður höfðum spurnir af úr íslenskum sjávarplássum. Það er hinsvegar að því er varðar líf hinna freisuðu, þeirra sem hafa gefið Jesú hjarta sitt, sem bókin bregst. Þau sinnaskipti, sem bera yfirsögnina „Ég frelsast" eru til að mynda undarlega hvunndags- leg hjá Einari - rétt eins og sá kafli sem löngu sfðar segir frá þeim raunum hins góða prédík- ara, að hann missir konu sína úr barnsförum. Ég gef Einar orðið: „Mikilhæf kona og móðir var nú gengin á Drottins fund. Eng- inn sá sem lendir í því að missa svo sviplega ástvin og maka verð- ur samur maður á eftir. Þennan dag, sunnudaginn 6. október 1963, upphófst ömurleg- asti kafli ævi minnar. Aðeins eitt veitti mér hald og traust á þessum dimmu dögum, það var nafnið Jesús. Mér og börnum mínum, Guð- rúnu tæplega fjórtán ára, Guðna tíu ára og Sigurmundi nýorðnum sex ára, var sýnd mikil samúð. Margir komu í heimili mitt og sinntu um okkur þessa erfiðu sorgardaga. Margrét og Sigur- mundur, tengdaforeldrar mínir, komu til Eyja og hélt Margrét utan um heimilið fyrst um sinn. Útför Guðnýjar var gerð frá Betel 15. október. Ásmundur Eiríksson jarðsöng hana og söng- kór, ásamt Hönnu Bjarnadóttur söngkonu, kom úr Reykjavík. Mikið fjölmenni var við jarðar- förina. Dagarnir eftir útförina voru daprir. Fórum við tvær veiðiferð- ir á „Gæfu“, en nú var orðin breyting á. í stað þess að vera helmingseigandi á móti Óskari, átti ég nú orðið fjórðung á móti börnunum mínum og honum. Fyrir lágu kostnaðarsöm vélar- skipti, sem hefðu orðið að gerast á kostnað okkar Óskars. Það varð úr að við ákváðum að selja bátinn og gera upp hreint borð. Allar skuldir voru greiddar og þar með lauk útgerð okkar Ósk- ars.“ Mér sýnist að frásagnarkafli eins og þessi hér hljóti að tala sínu máli sjálfur. Og þar með fylgir, að miklu nær komumst við ekki í lestrinum hinu sérstæða og vafalaust erfiða lífi sértrúarsafn- aðar og forystu hans. Erflða segi ég vegna þess, að heittrúarsöfn- uður á sér tilvistarforsendu í því einmitt, að hann er „öðruvísi“ en hinir og getur ekki lifað nema með róttækum grun um eigin yfirburði. Og því miður - ekkert er erfiðara en samstaðan um slíka yfirburði í hugsjón og trú. Og þó - það væri ranglátt að minnast ekki á það, að einstaka sinnum opnar Einar upp á hálfa gátt sýn til þeirra vandamála sem upp koma í slíkum söfnuði - og - og getur stundum ekki stillt sig um að brosa út í annað munnvikið. Eins og þegar hann hefur blessað samband konu og karls, sem „hatar kyrtilinn sem er flekkaður af holdinu“ og veit ekkert skelfilegra en þurfa að stíga í eina sæng með konunni! ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.