Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 9
MENNING
Rauðhóla
- Rannsý
Vel glímt, hundflaturtexti
Hitt leikhúsið
RAUÐHÓLA-RANNSÝ
eftir Clurie Luckham
Leikstjóri: Páll B. Baldvinsson
Þýðing: Magnús Þór Jónsson
og Páll B. Baldvinsson
Höfundurinn hefur fengið þá
smellnu hugmynd að segja sögu
konu sem hefst til þeirra metorða
að verða Evrópumeistari í fjöl-
bragðaglímu og láta sýninguna
alla fara fram á giípupalli.
Rannsý heyr glímur við móður
sína, föður, vinkonu, skólasál-
fræðing osfrv. - og heyr að end-
ingu lokaglímuna við eiginmann
sinn, Badda brúsk, senr einnig er
glímukappi, og á sú glíma að
skera úr um hvort þeirra eigi að
vinna húsverkin. Hugmyndin er
sniðug vegna þess að hún býður
uppá langa runu af æsilegum sýn-
ingaratriðum sem hægt er að búa
til úr fjölbragða^glímunni og
skemmta þannig áhorfendum
SVERRIR
HÓLMARSSON
Edda Heiðrún sem
Rauðhóla-Rannsý í Hinu leikhúsinu.
sem hafa gaman af að sjá vel út-
færð og sviðset glímutök.
Og það skortir ekkert á að
glímunni eru gerð góð skil í þess-
ari sýningu, leikararnir henda
hver öðrum í gólfið, hoppa hver á
öðrum og snúa upp á handleggi
og fótleggi af hinni snilldarleg-
ustu íþrótt. Og yfir þessu virtist
áhorfendum afskaplega vel
skemmt. Hins vegar skal enginn
halda að hann sæki styrk og nær-
ingu í texta höfundar, hann er
eitthvað það hundflatasta og óm-
erkilegasta sem ég hef heyrt. Sem
innlegg í hina eilífu baráttu kynj-
anna og jafnréttisbaráttuna hefði
hann kannski sloppið fyrir horn
fyrir svosem tíu-fimmtán árum,
núna verkar hann úreltur, gam-
aldags, lágkúrulegur og algerlega
fyrirsjáanlegur. Það er bókstaf-
lega ekkert sem kernur manni á
óvart í þessu verki. Okkur er sagt
í upphafi að sýningin muni enda á
glímu milli Rannsýjar og Badda-
og við sláum því um leið föstu
hvort þeirra vinni. Og svo gengur
líf Rannsýjar alveg nákvæmlega
eins og við mátti búast, mamma
hennar skilur hana ekki, pabbi
hennar vill ekki hún verði sjálf-
stæð, skólasálfræðingurinn kúgar
hana, vinkonan keppir við hana -
og að lokum fer glíman við Badda
alveg nákvæmlega einsog allir
höfðu búist við.
En með hjálp glímubragðanna
og grófs skopstælingarleiks hjá
flestum leikaranna tekst að gera
úr þessu þónokkuð kraftmikla
sýningu sem vakti hrifningu
þorra áhorfenda. Samt er sýning-
araðstaðan , í Gamla bíói þeim
annmörkum háð að ekki er unnt
að setja verkið upp eins og ætlast
er til, þ.e. með áhorfendur á alla
vegu í kringum glímupallinn.
Með slíku fyrirkomulagi er vafa-
laust hægt að æsa áhorfendur upp
og gera þá að hluta sýningarinn-
ar. Þetta var reynt í Gamla bíói
en tókst ekki nema að litlu marki.
Sýningin er vönduð og vel unn-
in á marga lund. Sem fyrr segir
eru glímuatriðin útfærð af snilld
og leikararnir ótrúlega óragir við
að láta sig detta í gólfið og kastast
á kaðlana. Tveir breskir glínru-
kappar, Clifford Twenlow og
Brian Wete, eiga heiðurinn af
þessum atriðum og þar með
drjúgum hluta afsýningunni.
Páll Bald-
vinsson leikstýrir sínum hluta í
mjög groddalegum skopfærslust-
íl, gerir teiknimyndasögufígúrur
úr persónunum. Kannski býður
verkið ekki uppá annað, en þess-
ar grófu einfaldanir höfðuðu ekki
til mín, einkum þóttu mér þær
setja ljótan svip á leik Eddu
Björgvinsdóttur og Guðjóns
Pedersen. Eddu Heiðrúnu Back-
mann tókst að hefja sig allvíða
upp yfir þennan leikmáta og gera
persónu sína manneskjulega, en
Edda Heiðrún hefur líka óvenju-
legan persónukraft til að bera.
Hún leysti allar þrautir af prýði,
en á einum stað var henni ofgert
af algerum óþarfa. Hún hefur
prýðilega söngrödd í alla venju-
lega söngleikjamúsík, en hér er
hún látin syngja sigursöng sinn
við lag eftir Wagner. sem hún
einfaldlega ræður ekki við. Þetta
var óþarfi og smekkleysa.
Andri Örn Clausen leikur
dómarann, það er heldur einhæft
hlutverk og leikur hans var frekar
einhæfur líka. Leifur Hauksson
sýndi nreiri tilþrif og fékk enda
fleiri tækifæri til þess sem faðir
Rannsýjar. en var alveg fastur í
myndsögumynstrinu. Kristín
Kristjánsdóttir náði tæplega að
sýna þann glæsibrag sem á að
vera yfir Klöru klassa.
Sverrir Hólmarsson
Reykjavíkur-
myndir
Sýning Sigfúsar Halldórssonar að
Kjarvalsstöðum
Ein Reykjavíkurmynda Sigfúsar á Kjarvalsstöðum.
Um síðustu helgi opnaði Sigfús
Halldórsson einkasýningu að
Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið í
vestursal hússins. Par sýnir.hann
152 verk, vatnslitamyndir, olíu-
málverk og teikningar. Sýning
Sigfúsar tengist afmæli höfuð-
staðarins, enda eru flestallar
myndirnar frá Reykjavík, eink-
um gömlu hverfunum í borginni.
Langflestar myndanna eru mál-
aðar með vatnslitum og sver sýn-
ingin sig þ.a.l. í ætt við síðustu
sýningu Sigfúsar að Kjarvalsstöð-
um.
Allt frá því impressionistarnir
frönsku gerðu borgarlíf Parísar
að viðfangsefni sínu hafa
stemmningar frá strætum og torg-
um evrópskra borga notið
ómældra vinsælda hjá almenn-
ingi. Enda eru þeir ófáir málar-
arnir sem gert hafa sér mat úr
sínu nánasta umhverfi. Frægastur
slíkra málara var eflaust Frakk-
inn Maurice Utrillo, en hann
gerði umhverfi Mont-
martre-hæðarinnar í París ódauð-
legt á fyrri hluta aldarinnar. Má
segja að hann hafi gefið tóninn
öllum síðari tíma borgarmálur-
um.
Einhverra hluta vegna hafa fáir
íslenskir málarar fengist við að
túlka borgarumhverfi. E.t.v. er
það vegna fátæktar yrkisefna, en
eins og menn vita er aðeins ein
borg á íslandi. Óspillt náttúran
hefur komið í stað yrkisefna frá
byggðu bóli og flestir listamenn á
íslandi hafa kosið að hverfa út
fyrir bæjarmörk í leit að mótív-
um. Trúlega finnst málurum þeir
einnig hafa betra næði í óbyggð-
um, þar sem engir óboðnir áhorf-
endur svífa á þá og glápa á lista-
verkið yfir öxl þeirra.
Sigfús Halldórsson er undan-
tekning frá þessari íslensku reglu.
Stærstur hluti verka hans til þessa
hefur snúist um landslag borga og
bæja. Fjöll hans eru húsin og
heiðar göturnar. Án efa hefur af-
staða Sigfúsar mótast á námsár-
um hans í Oxford, þar sem hann
komst í tæri við hina evrópsku
borgarlífshneigð og lærði þær að-
ferðir sem hingað til hafa dugað
honum best.
Eins og fyrr er það andrúms-
loftið og birtan sem Sigfús fæst
við í Reykjavíkurmyndum sín-
um. Vatnslitir eru kjörnir til að
draga fram blæbrigði yrkisefn-
anna, enda eru bestu rnyndir sýn-
ingarinnar úr þeim flokki. Þau
verk bera af þar sem viðíangsefn-
in eru einföld í formi og lit og
málarinn fær tækifæri til að draga
fram skil ljóss og skugga.
Það sannast nefnilega á sýn-
ingu Sigfúsar, sem reyndar er
fyrir löngu vitað, að það eru ekki
sjálf yrkisefnin sem mestu máli
skipta heldur hitt hvernig þau
henta aðferðum listamannsins.
T.d. hentar þröngt sjónarhorn
Sigfúsi mun betur en vítt og eins
gefa skörp birtuskil myndum
hans áþreifanlegri blæ.
Svipmót sýningarinnar er
heilsteypt ef frá eru talin olíumál-
verkin og teikningarnar. Senni-
lega hefði betur farið á því að
hafa einungis vatnslitamyndir, en
þær bera af og mynda órofa heild.
Hins vegar hefði mátt brjóta upp
salinn með pastelmyndum, eða
tefla saman ólíkari stærðum af
vatnslitamyndum. Það hefði
skapað rneiri spennu í salinn. En
um slíkt má alltaf deila.
HBR
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9