Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 1
30 24. tölublað 51. örgangur januar 1986 fimmtu- dagur DJOÐVIUINN VfÐHORF BUSYSLA HEIMURINN Blanda Framkvæmdir stöðvaðar? Blöndufrestað eittár í viðbót. Framkvœmdir stöðvaðar ísumar? Jóhannes Nordal: Verið að skoða allamöguleika. Uppsagnirframundanhjá Landsvirkjun Það má telja fullvíst að gang- setningu Blöndu verði frcstað um enn eitt ár og stefnt verði að því að koma henni í gagnið árið 1990 í stað 1989, einsog nú er formað. í framhaldi af slíkri ákvörðun er ekki ólíklegt að framkvæmdir við virkjunina muni svo til algjörlega liggja niðri nú í sumar. Þá mun Landsvirkjun vera að kanna samdrátt í manna- haldi hjá sér og má búast við að einhverjum verði sagt upp. Á það einkum við um þá sem unnið hafa að hönnunarverkefnum fyrir fyr- irtækið, en jafnframt mun dregið mjög úr aðkeyptri hönnunar- vinnu. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann, að þessi mál yrðu rædd á stjórnarfundi Landsvirkjunar, sem halda á einhvern næstu daga. Sagði hann að einsog málin horfðu við mönnum í dag þá væri allt útlit fyrir að gangsetningunni yrði frestað fram til 1990, en endanleg ákvörðun verður samt ekki tekin fyrr en í vor. Hann sagðist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort slíkt þýddi að framkvæmdir yrðu stöðvaðar við virkjunina í vor, það væri ver- ið að kanna allar hliðar þessa máls og hvað kæmi hagkvæmast Vinnua&sta&a símastúlknanna á Landspítalanum er til hárborinnar skammar. Fimm saman mega þær hýrast í gluggalausri 15 fermetra kytru. Sigríður Zebitz og Kristbjörg Kristjánsdóttir að störfum í gær en hinar þrjár voru í kaffi. Ljósm. E.ÓI. Landspítalinn Höfum fengið nóg Ofboðslegtálag á skiptiborðinu á Landspítalanum. Hefstekki undan. Vinnuaðstaða símastúlkna heilsuspillandi. Sigríður Zebitz: Nú viljum við breytingar Við erum búnar að fá nóg af samúðarorðum, en nú viljum við breytingar. Konurnar hérna hafa orðið veikar í þessari glugga- lausu kjallaraholu og það gengur auðvitað ekki, sagði Sigríður Ze- bitz símastúlka á Landspítalanum í samtal við Þjóðviljann í gær. Mikið álag er á símaborðinu í Landspítalanum. Það hefur verð óbreytt um langan tíma, en sífellt fleiri númerum er bætt á það, og nú er svo komið að langtímum saman er vonlaust að ná sam- bandi. Þegar blaðamaður heilsaði upp á símstúlkurnar í gær voru aðeins tvær að störfum. en ef allt væri í skorðum hefðu þær átt að vera fimm. Ástæðan var sú að tvær lágu heima í veikindum, því vinnuaðstaðan er beinlínis heilsuspillandi. Herbergið sem þær hafa til umráða er u.þ.b. 15 fermetrar að stærð, gluggalaust og loftræstingin er engin. Enda var loftið þungt jafnvel þótt opið væri fram á gang. „Þetta getur ekki gengið öllu lengur. Það verður að bæta við borðum og laga alla vinnuað- stöðu. Við höfum hugleitt að ganga einfaldlega út, en það get- um við ekki. Þegar kvartað hefur verið við forstjóra ríkisspítalanna hefur úrbótum verið heitið en ekkert gerist", sagði Kristbjörg Kristjánsdóttir í gær. Símastúlkurnar á Landspítal- anum eru í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og laun þeirra fara í sumum tilfellum nið- ur fyrir 20 þúsund á mánuði. -gg út fyrir fyrirtækið, en það er augljóst að hægt verður verulega á framkvæmdunum. Náist samningar við Rio Tinto Zink um Kísilmálmverksmiðjuna á Reyðarfirði, er gert ráð fyrir að raforku frá Blöndu verði þörf árið 1991 miðað við núverandi raforkuspár. Þá hefur Þjóðviljinn heimildir fyrir því að í bígerð er að segja upp starfsfólki hjá Landsvirkjun, sem unnið hefur að hönnunar- störfum. Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjun- ar, sagði að það gæti vel verið að breytingar á mannahaldi yrðu gerðar, að fyrirtækið yrði að vera með augun opin gagnvart sam- ræmi milli verkefna og manna- halds. Meira vildi hann ekki segja um þetta. - Sáf. Kennarar z' BKfær samningsrétt Ovœnt útspil Þorsteins áfjölmennum fundi kennara. Bandalag kennarafélaga semurfyrir K1 Agcysifjölmennum fundi sem Kennarasamband íslands hélt í Súlnasalnum í gær til að mót- mæla þeim launamismun sem er á milli kennara í KÍ og HÍK, en hann mun vera um 5%, las Geir Haarde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, upp bréf frá Þor- steini Pálssyni, sem lá heima rúm- fastur vegna krankleika. í bréf- inu er Bandalagi kennarafélaga veittur samningsréttur fyrir hönd félaga í Kennarasambandinu. Valgeir Gestsson, formaður KÍ, sagði við blaðamann Þjóð- viljans, að KÍ gæti gengist inn á þetta sem bráðabirgðalausn í yfirstandandi samningum, en þetta væri engin framtíðarlausn á þessum málum. Bréf þetta kom Valgeiri ekki á óvart þar sem hann hefur átt við- ræður við fjármálaráðherra þar sem þessi mál hafa verið rædd. Bréf þetta virtist hinsvegar koma flestum öðrum fundargestum mjög á óvart. í fyrrgreindu bréfi er talað um að BK vinni að sameiningu HÍK og KÍ og að sjálfstæðum samn- ingsrétti handa stéttarfélagi kennara. Þá lýsir fjármálaráð- herra því yfir að hann sé reiðubú- inn að veita BK viðurkenningu til að fara með fyrirsvar ríkisstarfs- manna innan sinna vébanda um gerð aðalkjarasamnings. Blaðamaður ,spurði Kristján Thorlacius, formann HÍK, hvort Þorsteinn Pálsson hefði tekið að sér sameiningarmál kennarafé- laganna. Sagði hann svo ekki vera, en þetta yrði kannski til þess að flýta fyrir sameiningu þessara félaga. Sagðist hann efast um að HÍK léti BK semja fyrir sig núna þar sem launamálaráð BHM, sem HÍK hefur meirihluta í, hefur átt í viðræðum við fjár- málaráðuneytið um sína samn- inga. KÍ gæti hinsvegar notfært sér samningsréttin sem BK er veittur. Bæði kennarafélögin munu verða með stjórnarfundi í dag vegna þessa útspils Þorsteins Pálssonar. -Sáf Sjá bls. 3 Bankarán Seinheppinn ræningi Sydney — Heldur var hann seinheppinn bankaræninginn ástralski sem hallaði sér yfir afgreiðsluborð banka í Sydney og bað gjaldkerann að gjöra svo vel að tæma kassann. Þannig vildi nefnilega til að um leið og hann lagðist fram á borðið kom hann við neyðarrofa sem setti af stað öryggisgler í gjald- keralúgunni. Glerið lyfti ræningj- anum af fótunum og klemmdi hann fastan svo fara varð með hann á sjúkrahús og gera að meiðslum á hálsi áður en hægt var að kæra hann. Eins og við höfum alltaf sagt hér á Þjóðviljanum: glæpir borg- a sig ekki. —ÞH/reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.