Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 17
HEIMURINN Geimferjuslys Bandaríkjamenn harmi slegnir Andrúmsloftið svipað ogþegar Kennedy var myrtur. Challengerslysið setur verulegtstrik í reikning bandarískra Kanaveralhöfða — Björgunar- skip leituðu í gær að leifunum af bandarísku geimferjunni Challenger sem sprakk skömmu eftir flugtak í fyrra- dag. Skipin hafa fundið töiu- vert af braki úr ferjunni en talið er óhugsandi að nokkurt þeirra sem í henni voru hafi komist lífs af. Enn hefur engin skýring verið gefin á slysinu. Talsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, vörðust í gær allra fregna af hugsanlegum orsökum slyss- ins. Sögðu þeir að öllum áform- um um ferðir geimferjanna yrði skotið á frest þar til rannsókn á orsökum slyssins í fyrradag lýkur. Það gæti tekið langan tíma því þegar eldur kom upp í banda- rísku geimfari árið 1967 og kost- geimrannsókna, aði þrjá geimfara lífið tók rann- sóknin 22 mánuði. Ýmsir sérfræðingar leiddu í gær getum að því hvað hefði grandað Challenger sem vóg 100 tonn og kostaði 50 miljarða króna. Aður en sprengingin varð sáust eldtungur leika um elds- neytistank burðareldflaugarinn- ar en hann var tvískiptur og geymdi annar hlutinn fljótandi vetni en hinn fljótandi súrefni. Töldu sérfræðingarnir hugsan- legt að leki hefði komið að tank- inum og efnin blandast saman en við það getur orðið sprenging. Talsmenn NASA vísuðu á bug getgátum um að ísing hefði getað valdið slysinu en mjög kalt var á skotstað þegar flugtakið átti sér stað og hafði því verið frestað um tvo tíma af þeim völdum. Áætlunin um flug geimferj- þám. Stjörnustríðsins. Geimferjan Challenger sem fórst í fyrradag sést hér við störf úti í geimnum fyrir tveimur árum. anna hefur staðið yfir í fimm ár og verður henni nú frestað um óá- kveðinn tíma. Áformað hafði Engar skýringar verið að fara 15 ferjuflug á þessu ári. Slysið í fyrradag getur sett verulegt strik í reikning banda- rískra geimvísindamanna og er talið hugsanlegt að það geti vald- ið töfum á tilraunum með geimvarnaráætlun Reagans for- seta. Bandaríska varnamálaráðu- neytið hefur notfært sér geimferj- ur að talsverðu leyti við rann- sóknir tengdar Stjörnustríðinu og hafði áformað enn frekari notkun ferjanna á næstu mánuðum og árum. Bandaríkjamenn voru harmi slegnir vegna slyssins og sögðu margir að hugarástand þeirra væri ekki ósvipað því sem greip um sig þegar John F. Kennedy forseti var myrtur í Dallas haustið 1963. Víða voru hengdar upp myndir af sjömenningunum sem fórust með Challenger, í kauphöllinni í New York var fyr- irskipuð einnar mínútu þögn í virðingarskyni við hina látnu og margir bandaríkjamenn sóttu kirkju. Erlendir þjóðhöfðingjar um víða veröld sendu bandarískum stjórnvöldum samúðarkveðjur í gær, þám. Jóhannes Páll páfi, Mikhail Gorbatsjof leiðtogi So- vétríkjanna, Li Xiannian forseti Kína, Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bret- lands. Sjónvarpsstöðvar um allan heim sýndu atburðinn í fréttatím- um og til þess var tekið að sjón- varpið í Kína varði fjórum mínút- um í upphafi aðalfréttatíma dags- ins í umfjöllun um slysið. Er það mjög sjaldgæft að erlendum við- burðum séu gerð svo mikil skil í kínverska sjónvarpinu. Haítí Dagar Baby Doc brátt taldir? Erlendir sendimenn telja sennilegtað herinn taki völdin. Róstusamt á Haítí undanfarna daga. Kaþólska kirkjan virk íandófinu Cap Haitien — Erlendir sendi- menn á eynni Haítí i Karíbahaf- inu segja þessa dagana að ekki sé ósennilegt að innan tíöar verði bundinn endir á veldi Duvalier feðga sem drottnað hafa yfir eyjarskeg- gjum í 28 ár. Telja þeir líklegt að herinn steypi honum úr stóli og flest bendir til að íbúar eyjarinnar muni fagna því. Það sem veldur þessum bolla- leggingum er að undanfarna daga hafa orðið miklar róstur í borg- inni Cap Haitien á norðurhluta eyjarinnar. Stjórnarherinn hefur mætt mótmælendum af mikilli hörku, 3 hafa fallið og yfir 30 særst. Mótmælendur eru stað- ráðnir í að halda andófi sínu til streitu og fara fram undir kjör- orðinu „Niður með Duvalier!" Líkir fréttamaður Reuters stemmningunni í borginni við andrúmsloftið sem ríkti í Teher- an, höfuðborg írans, vikurnar fyrir fall keisarans árið 1979. 28 ára ognarstjórn Veldi Duvalier-ættarinnar hef- ur staðið á Haítí síðan Francois Duvalier, oftast nefndur Papa Doc, varð forseti og einvaldur árið 1958. Papa Doc ríkti með harðri hendi og voru lífvarðar- sveitir hans sérstaklega illræmdar fyrir pyndingar, morð og önnur ofbeldisverk. Voru starfshættir þeirra ekki ósvipaðir og hinna hötuðu dauðasveita í Mið- og Suður-Ameríku. Með aðstoð þessara sveita hélt Papa Doc íbú- um eyjarinnar, sem nú eru um 6 miljónir, niðri svo enginn þorði að æmta. Árið 1971 féll Papa Doc frá og eins og í hverju öðru fjölskyldu- fyrirtæki tók sonur við af föður. Sonurinn, Jean-Claude Duva- lier, oftast nefndur Baby Doc, hefur haldið íbúunum í sömu fá- tæktinni og faðir hans gerði. Hins vegar hafa ekki farið sömu sög- urnar af grimmd sonarins og þess gamla. Haítí er í hópi fátækari ríkja heims og meirihluti íbúanna dregur fram lífið á tekjum sem samsvara rúmlega 4.000 krónum á ári. Vannæring er útbreidd og ömurleikinn ríkir í allri sinni nekt í fátæktarhverfum borganna. Það er mikið ginnungagap milli fá- tæktarbælanna í borgum Haítí og þeirra glæsihalla sem ... ... lífstíðarforsetinn Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier hefur komið sér upp um víða veröld. Að ekki sé minnst á alla minkapelsa eiginkon- unnar. Andspænis þessu standa svo stórhýsi fámennrar yfirstéttar og glæsilegastar eru villur Baby Doc og skyldmenna hans. Reyndar segja erlendir sendimenn að húsakaup hans hafi að undan- förnu einkum átt sér stað er- lendis. Hann hafi komið sér upp fjölda glæsihalla víðsvegar um heiminn. Sagt er að andstaðan gegn Baby Doc hafi magnast um allan helming þegar hann giftist fyrir nokkrum árum. Kona hans, Mic- hele sem er 34 ára gömul, fer í tíðar innkaupaferðir í dýrustu verslanir Evrópu og hún mun eiga eitthvert glæsilegasta safn minkapelsa í víðri veröld þótt veðurfarið á Haíti ýti ekki beinlínis undir slíkar fjárfesting- ar. Byltingin að hefjast? Eins og áður segir eru flestir erlendir sendimenn í höfuðborg- inni, Port-au-Prince, þeirrar skoðunar að dagar Duvalier á forsetastóli séu brátt taldir. Telja þeir sennilegast að herinn velti honum og sendi hann í útlegð. Margir íbúar í Cap Haitien sem fréttamaður Reuters ræddi við kváðust myndu fagna valdatöku hersins ef hún þýddi að þeir losn- uðu við Baby Doc. Margir töldu einnig að vegna nálægðar Haítí við Kúbu fylgdust bandarísk stjórnvöld grannt með gangi mála á eynni. Er talið lík- legast að þau muni í það minnsta grípa til sinna ráða bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að eftir- menn Duvalier verði of róttækir. Kaþólska kirkjan tekur virkan þátt í andófi almennings. Til dæmis hófust óeirðirnar nú í vik- unni á tröppum dómkirkjunnar í Cap Haitien þar sem fólk safnað- ist saman, gerði hróp að her- mönnum, veifaði krossum og leitaði skjóls í kirkjunni þegar hermenn réðust til atlögu. í gær stóðu prestar í samningavið- ræðum við hermenn sem höfðu sjúkrahús borgarinnar á sínu valdi um að fá lík þeirra sem féllu í óeirðunum svo hægt væri að veita þeim verðuga útför. Flestir sem fréttamaður ræddi við voru sammála um að óeirðirnar í Cap Haitien boðuðu straumhvörf í andófinu gegn Baby Doc. „í fyrsta sinn stóð fólkið augliti til auglitis andspæn- mis hermönnum og hrópaði „Niður með Duvalier!“,“ sagði kennari einn og bætti við: „Á því leikur enginn vafi, þetta var stórt skref fram á við í andófinu." Margir tóku svo sterkt til orða að kalla andófið fyrsta skrefið í bylt- ingunni. I gær ríkti mikil spenna í Cap Haitien þar sem Kristófer Kól- umbus steig fyrst á land árið 1492. Á yfirborðinu var allt ró- legt, verslanir voru lokaðar, fáir á ferli og bílaumferð sáralítil. Út- varp kaþólsku kirkjunnar endur- sendi ræðu sem Jóhannes Páll páfi hélt þegar hann heimsótti Haítí árið 1983 og íbúar Cap Ha- itien stilltu tæki sín á hæsta styrk. Rödd páfa hljómaði um göturnar og fólkið fagnaði þegar hann skipti yfir í kreólamál, tungu innfæddra, og sagði: „Verið hug- rökk, ég er með ykkur, treystið mér.“ Skák Samkomulag um einvígi Karpofs og Kasparofs Luzern — Heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparof, féllst í gær ár að sltðra sverðið í stríði sínu við Alþjóða skáksam- bandið, FIDE, og taka þátt í ein- vígi um heimsmeistaratitilinn gegn Anatolí Karpof. Einvígið á að hefjast í lok júlí eða byrjun ágúst í Lundúnum. Síðan er hugmyndin að flytja ein- vígið til Leníngrad og ljúka því þar. Báðir keppendúr hafa þó látíð í ljósi óskir um að allt einvíg- ið verði háð á sama stað og helst munu þeir vilja keppa í heima- landi sínu, Sovétríkjunum. Lundúnaborg bauð uþb. 40 miljónir króna í verðlaunafé en Leníngrad rúmlega 20 miljónir. Ekki hefur verið ákveðið hvernig kostnaðinum við verðlaunin verður skipt ef einvígið fer fram á báðum stöðum. Samkvæmt ein- vígisreglum tefla þeir Karpof og Kasparof 24 skákir og verða regl- ur þær sömu og í einvíginu í Moskvu í haust. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUTER ...51 % breskra kjosendur telja að Margaret Thatcher forsætisráð- herra beri að segja af sér áður en kjörtímabil hennar rennur út snemma árs 1988. 55% kváðust vantrúaðir á skýrlngar hennar á blrtingu bréfs til Michaels Heselt- ine varnarmálaráðherra... ...Leiðtogi skæruliða í Úganda, Yoweri Museveni sem er fertugur að aldri, var í gær skipaður forseti landsins. 100.000 íbúar höfu- ðborgarinnar Kampala fögnuðu valdatöku hans við hátíðlega at- höfn í gær... ...Deng Xiaoping leiðtogl Kína- veldis og maður ársins í banda- ríska vikuritinu Time er sagður vera við bestu heilsu. Sögur um hið gagnstæða hafa komist á kreik vegna þess að leiðtoginn hefur ekki komið fram opinberlega siðan stuttu fyrir jól...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.