Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 20
Aðalsími: 681333. Kvöldsfmi: 681348. Helgarsími:81663.
DJOÐVIUINN
Fimmtudagur 30. janúar 1986 24. tölublað 51. órgangur
Eitureftirlit
Neytendasamtökin íhuga kæm
Jóhannes Gunnarssonformaður Neytendasamtakanna:
íhugum að kœra framleiðendur og innflytjendur sem ekki fara eftir reglum um merkingar.
Verður að gera Heilbrigðiseftirlitinu kleift aðfylgja settum reglum eftir
Ef ekki verður gerð bragarbót á
merkingum vara sem inni-
halda skaðvænleg efni, _er ekki
hægt að útiloka að Neytendasam-
tökin kæri innflytjendur og fram-
leiðendur sem hlut eiga að máli.
Þetta hefur verið rætt í stjórn
Neytendafélags Reykjavíkur og
hún hugleiðir nú kæru, sagði Jó-
hannes Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Neytendasamtökin voru frum-
kvöðlar að því að gerðar voru
ákveðnar kröfur um merkingar á
vörum sem hætta stafar af, ef
ekki er rétt með þær farið. En
eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
gær hefur framkvæmdin verið í
molum.
„Okkur er það mikið kappsmál
að þessu verði komið í lagi, og við
erum reyndar sífellt að vinna í
þessu. Matthías Bjarnason gaf
þessar reglur út meðan hann var
Hressir félagar I Skautafélagi Akureyrar. Norðanmenn ætla að koma sér upp vélfrystu skautasvelli fyrir aðeins 6 milljónir
króna. Framkvæmdir hefjast I næsta mánuði. Ljósm.: Sig.
Skautafélag Akureyrar
Vélfryst svell á 6 milljónir
Guðmundur Pétursson formaður S.A.: Býst við að framkvœmdir hefjist ínœsta
mánuði. Próunin íReykjavík afar óheppileg
Við reiknum með að kostnaður
við vélfryst skautasvell hér
fyrir norðan verði um 6 milljónir
króna og því er ekki hægt að segja
annað en þær tölur sem Júlíus
Hafstein formaður íþróttaráðs
Reykjavíkur er að nefna séu með
öllu óraunhæfar. Þarna fyrir
sunnan er alltaf allt svæft með
einhverri 180 miljóna skautahöll,
sagði Guðmundur Pétursson for-
maður Skautafélags Akureyrar í
samtali við Þjóðviljann í gær, en
þeir Akureyringar reikna með að
framkvæmdir við vélfryst svell
geti hafist í næsta mánuði.
Skautafélag Akureyrar er má
segja hið eina sinnar tegundar
sem heldur uppi starfi og hefur
aðstöðu til þess, en Guðmundur
sagði í gær að þeir væru uggandi
um það sem er að gerast í málefn-
um reykvískra skautamanna,
sem eins og kunnugt er hafa enga
aðstöðu til að iðka þessa íþrótt.
„Okkur finnst þetta afar
óheppilegt. Með þessu er verið
að lama okkar starfsemi, því það
er erfitt að halda uppi áhuga ef
enginn er til að keppa við“, sagði
Guðmundur.
Skautafélagið er nú í þann
mund að missa umráðasvæði sitt
undir byggingar, en Guðmundur
sagði að félaginu yrði væntanlega
bættur upp sá missir með því að
bæjarfélagið kæmi nýju svæði í
sambærilegt horf við hið fyrra.
Þess má geta að á næsta ári
verður Skautafélag Akureyrar 50
ára. Það var stofnað á nýársdag
árið 1937. - gg.
Jafnréttisráð
Viðvönin vegna auglýsingar
Von á skriflegri kæru vegna sjónvarpsauglýsingar um rúðuþurrkur
Jafnréttisráð samþykkti á fundi
sínum sl.þriðjud. að senda Fí-
atumboðinu og þeim dagblöðum,
sem birt hafa auglýsingar frá um-
boðinu um útsölu á bifreiðum,
þar sem berbrjósta stelpa liggur
upp á vélhlíf bifreiðar, viðvörun
um að birta ekki auglýsinguna
oftar, þar sem hún er talin vera
brotleg gagnvart jafnréttislögum.
Taki auglýsandi og dagblöðin
ekki þessa viðvörun til greina má
búast við málshöfðun.
Þá hefur mikið verið hringt í
Jafnréttisráð út af sjónvarps-
auglýsingu, þar sem ákveðin teg-
und af rúðuþurrkum er auglýst á
mjög svo ósmekklegan hátt. Er
kvenmaður þar lagður að jöfnu
við rúðuþurrku og tuskunni
fleygt í höfuð hennar þegar hægt
er að skipta á henni og einni
„svartri".
Verður tekin afstaða til þessar-
ar auglýsingar á næsta fundi
Jafnréttisráðs sem er 12. febrúar,
en von er á skriflegri kæru frá
einstaklingi út í bæ einhvern
næstu daga.
- Sáf.
heilbrigðisráðherra og það var
vel, en framhaldið hefur því mið-
ur ekki verið í samræmi við það,
það fer enginn eftir þessum regl-
um. Til eru talandi dæmi um
hvaða afleiðingar sum þessara
efna hafa haft og munu hafa, en
svo eitt sé tekið, þá er enn á
markaði þvottaefni fyrir upp-
þvottavélar með þeim varnaðar-
orðum einum að ekki megi þvo
álpotta með því!
Þetta er geysistórt mál og það
verður að skapa réttum yfirvöld-
um skilyrði til að framfylgja þess-
um reglum, gera þeim kleift að
vinna sitt verk. Við höfum átt
viðræður við bæði Hollustuvernd
og Heilbrigðiseftirlit Reykjavík-
ur og þeir hafa mikinn áhuga á að
vinna þetta sómasamlega, en
hafa engin tök ,á því vegna fjár-
skorts", sagði Jóhannes í gær.
Slys
Flugvél í sjóinn
Tveggja leitað
Um hálf sjö-leytið í gærkvöld
fór lítil einshreyfilsvél í sjóinn um
36 mílur suðvestur af Keflavík og
tveir menn með henni. Þeirra var
leitað í gærkvöld en voru ófundn-
ir þegar blaðið fór í prentun.
Flugvélin var á leið frá Kanada
og ætlaði upphaflega til Narsass-
uaq á Grænlandi, en hætti við
þann áfangastað vegna veðurs og
hélt áfram til Keflavíkur. Hún til-
kynnti eldsneytisskort þegar hún
nálgaðist land og fóru á móti
henni herflugvél frá bandarísku
herstöðinni og þyrlur af sama
stað, -flugvélin mætti henni og sá
hana fara í sjóinn, en þyrlurnar
voru hinsvegar of seinar á vett-
vang.
Flugvélin hafði bandarískt
skrásetningarnúmer en þeir sem
um borð voru eru helst taldir af
frönsku þjóðerni. Þyrlur frá
hernum gáfust upp á leitinni í
gærkvöldi og verða að bíða birt-
ingar, en skip ætluðu að halda
leitinni áfram í nótt.
- m.
CJ Vinsamlegasendiðmérnýja
FREEMANS pöntunarlistann
í póstkröf u.
Nafn:.
Sendisttil FREEMANS of London c/o BALCO hf.
Reykjavfkurvegi 66,220 Hafnarfirði, slmi 53900.