Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 8
Þorramatur bringukollar slátur svið og sviðasulta harðfiskur flatkökur lundabaggar hákarl hrútspungar BUSYSLAN tjáð að um þúsund skammtar hefðu verið pantaðir daginn eftir að við ræddum við verslunar- stjórann. Þegar skortur á vissum hlutum Flestar verslanir kaupa þorra- matinn verkaðan hjá kjötiðnað- arstöðvum og þótti okkur því rétt að hafa samband við stærstu aðil- ana þar til að kanna ásóknina í þetta ljúfmeti. Hjá Sláturfélagi Suðurlands varð Vigfús Tómasson fyrir svörum. Sagði hann að þeir hefðu þóst vera vel undir þetta búnir í ár, en þegar væri orðinn skortur á vissum hlutum, t.d. á hrútspung- um, sem væru mjög vinsælir. Ekki er eins mikið sóst í aðra hluti einsog lundabagga, en þeir virðast frekar verða eftir. „Það er einsog smekkur fólks fyrir feit- meti sé stöðugt að minnka.1' Sagði Vigfús að aukningin hefði verið jöfn og stöðug undan- farin ár þetta um 10-15% og hefði Sláturfélagið reynt að koma til móts við hana, en einsog fyrr sagði virðist það ekki duga til. Sagði hann að þeir sem ekki hefðu náð í hrútspunga gætu enn orðið sér úti um eistnavefjur, sem væru svipaðar á bragðið: Úlfur Einarsson hjá Kjötiðn- aðarstöð Sambandsins, sagði að salan hefði aukist um 35% á síð- asta þorra og bjóst hann við svip- aðri sölu í ár. 95% af framleiðslu Kjötiðnað- arstöðvarinnar fer í verslanir en restin er seld í trogum fyrir veislur, er þá miðað við að veisl- una sitji minnst 20-30 manns. Skammturinn kostar þá 350 kr. á manninn. Hefur þetta ekki verið auglýst en töluverð eftirspurn er samt eftir þessu. Þá selur Kjötiðnaðarstöðin súrmat í 5 kg fötum í Kjötmark- aðinum og kostar fatan sem inni- heldur um 3,3 kg-3,5 kg af kjöt- meti 1.460 kr. Að þreyja þorrann Einsog sjá má á framansögðu virðist þorrablótið vera að festast í sessi og ekkert bendir til annars en þessi siður eigi eftir að verða varanlegur. fslendingar kunna vel að meta þessa tilbreytingu í svartasta skammdeginu og þó franskar sósur og ítalskar bökur gæli við bragðlaukana lungann úr árinu, þá kunnum við ekki síður að meta súrsað rengi og vel kæst- an hákarl þegar það á við. Og á meðan matreiðslumenn okkar og kjötiðnaðarmenn standa sig jafnvel í stykkinu og raun ber vitni munu Islendingar þreyja þorrann þó langur sé og erfiður. Sáf ^jj^STAURANT UM ÞORRA á Lækjarbrekku og Litlubrekku Tökum að okkur ÞORRABLÓT og hvers konar mannfagnað og bjóðum nú auk matseðils hússins „ÞORRAMAT“ að gömlum sið Fjölbreyttar veitingar alla daga. Verið ávallt velkomin. Borða- og veislu- pantanir í síma 14430 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. janúar 1986 Þorrínn er genginn ígarð Viðbjóðumalla þorraréttina beint úr kjötborðinu MÚlflKJÖR SÍÐUMÚLR 8 - SlMI 33800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.