Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 18
FLÓAMARKAÐURINN MINNING íbúð óskast frá mars eða apríl í u.þ.b. 6 mánuði. Til greina koma skipti á íbúð í Róm. Upplýsingar í síma 71975 á kvöldin og um helgar. Angórakanínur til sölu á sanngjörnu verði. Gott kyn. Upplýsingar í síma 667071, e. kl. 17. Módellokkar og fleira Við höfum opnað litla búð og verk- stæði okkar að Skipholti 3. Seljum m.a. módellokka úr messing, silfri og kopar, armbönd og fleira, auk silfur- muna. Opið frá 10-5. Gull- og silf- ursmiðjan Erna. Herbergi óskast sem fyrst fyrir ungan, reglusaman karlmann sem starfar hjá Reykjavík- urborg. Upplýsingar í sima 685049 milli kl. 12 og 12.30. Ungur, reglusamur maður óskar eftir að taka á leigu strax ca. 15-20 fermetra herbergi, með að- gangi að snyrtingu og eldunarað- stöðu. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í sima 35967. Barnarúm Tilboð óskast í gamaldags barnarúm. Hringið í síma 13894. Danskur Linguaphone Óska eftir að kaupa danskan Lingu- aphone. Upplýsingar í síma 622063 eftir kl. 17. Reiðhjól 4 barnareiðhjól fást fyrir lítinn eða engan pening. Upplýsingar í síma 30854 eftir kl. 18. Bókhald Tek að mér bókhald fyrir lítil fyrirtaeki. Upplýsingar í síma 30854 eftir kl. 18. Vantar aukavinnu Ég er 15 ára unglingsstúlka og óska eftir aukavinnu með skóla. Margt kemur til greina. ATH.: er vön af- greiðslustörfum. Upplýsingar í síma 17992 eftir kl. 16. Til sölu Sinclair Spectrum 48K tölva ásamt 7 leikjum. Upplýsingar í síma 41450. Kommóða óskast Upplýsingar í síma 34688. Okkur vantar kojur. Ekki lengri en 1,50 m. Upplýs- ingar í síma 14402. Gúmmíbjörgunarbátur Vantar 4 manna gúmmíbjörgunarbát. Upplýsingar í síma 45914. Barnaskíði óskast fyrir 9 ára, til kaups. Gísli í síma 53068 eða 45822. Ný sóluð vetrardekk til sölu 13“. Ennfremur brúnn Em- maljunga barnavagn. Uppl. í síma 10049. Trabant ’79 til sölu lasburða. Selst ódýrt. Uppl. í síma 37978. Vil einhver losna við gamalt viðareldhúsborð með rennd- um fótum eða stóla sem hann vill gefa? Hafið samband í síma 671037. Kerruvagn. til sölu. Sími 621454. Til sölu burðarrúm og vagngrind og stór tré- leikgrind. Vinnusími 13092, eftir kl. 19 á kvöldin. Ziemens eldavél og ofn Notuð Ziemens eldavél (helluborð) og bakarofn til sölu. 3 af 4 hellum í ágætu lagi og gott grill í bakarofni. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 33202. Svart trommusett til sölu á kr. 12000. Upplýsingar í síma 35556. S/h sjónvarp óskast Ef þú vilt losna við litla svart/hvíta sjónvarpið þitt, þá vil ég gjarna sækja það til þín. Hringið í Gunnar í síma 13681. Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum 'föst verðtilboð SfÍMI 46711 Leslu oðeins stjórnorbloðh? DJÚÐVIIJINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91) 681333 FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR j ráð y Guðrún Jónsdúttir Fœdd 30. nóv. 1898 Dáin 17. janúar 1986 Guðrún Jónsdóttir fæddist á Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit og ólst þar upp og að Vindási í sömu sveit. Ekki kann ég að rekja ættir hennar eða fjölskyldu, en kynnist henni hér í Reykjavík. Það var þegar við Valgerður elsta dóttir Guðrúnar vorum saman í skóla á árunum 1946- 1948 að ég kom heim með henni til foreldra hennar Kristjáns Hjaltasonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Mér er minnisstætt hversu hlý- lega hún tók á móti okkur, hversu fljót hún var að baka ofan í okkur vöfflur og ég minnist mildi henn- ar og hvernig hún brosti að okkur þegar við vorum uppfullar af „visku“ og þóttumst hafa leyst lífsgátuna. Hún fræddi mig, borg- arbarn, um sveit og þorp, linnu- lausan þrældóm, öryggisleysi um vinnu og næsta næturstað og hún gerði það án beiskju. Þau hjónin hófu sinn búskap í Grundarfirði árið 1925. Var Kristján maður hennar þá í al- mennri vinnu, eitthvað við kennslu og stundaði auk þess bú- skap. Misstu þau sitt fyrsta barn í frumbernsku og er Valgerður því elsta núlifandi barn þeirra. Síðan koma Gunnar, Erla og Jóhanna. Öll eru þau fædd vestur í Grund- arfirði, en síðar flutti fjölskyldan hér suður á Reykjavíkursvæðið. Og var ein af fjölmörgum sem lentu í hinu ægilegu húsnæðis- hrakningum stríðsáranna.þau bjuggu í sumarbústöðum, í tjaldi, skúrum og öðru ófullnægjandi húsnæði sem fékkst. Kristján var daglaunamaður sem svo margir aðrir, hafði engin tök á að byggja eða kaupa húsnæði fyrir fjöl- skyldu sína þótt mikið væri unn- ið. Um það leyti sem ameríski herinn var hér í Reykjavík að rýma braggana, fengu þau inni í bragga, en leyfið var víst ekki fengið af réttum aðilum og her- menn við alvæpni stóðu við dögun við dyr fjölskyldunnar. Er ég kynntist Guðrúnu átti fjölskyldan heima á Sundlaugar- vegi í kjallara. Þegar Guðrún minntist á þessa erfiðu daga kvartaði hún þó ekki. Jafnvel ekki þótt fjölskyldan hafi þurft að tvístrast og hún þurfti að fara vestur með börnin og sá hún þá þar um matsölu fyrir þá sem unnu við byggingu frystihússins í Grundarfirði. En þau sameinuðust aftur og baráttan hélt áfram. Mikil er að- dáun mín á þessari konu og enn jókst hún, þegar þau hjónin tóku að sér sem fósturdóttur, barn munaðarlaust, sem Valgerður hafði kynnst á upptökuheimili. Sú dóttir er alin upp sem dóttir hjónanna, sem höfðu þó ærið fyrir. Hjartarúmið var stórt - og fleiri nutu þess. Kristján Hjaltason deyr 1959. Löngum og ströngum vinnudegi var lokið. Guðrún giftist síðar Daða Kristjánssyni en hann lést 1981. Þá sögu þekki ég ekki - en sam- band mitt síðar við Valgerði og hinar dætur Guðrúnar og kynni mín af Gunnari syni hennar, sanna mér enn þann dag í dag hve heilsteypt, dugmikil og sönn móðir, móðir þeirra var. Hin létta lund hennar, gleði yfir börn- um, barnabörnum og börnum þeirra kom fram í mörgu. Hún var hetja þess heims, þar sem orrustur eru háðar án hávaða og vopnaskaks og hún vann síðar. Vertu kært kvödd. Elín Torfadóttir Blaoberar óskast í Skerjafirði DJOÐVIUINN Sími 681333. Sigurdór Wilma Matthías vildu síðast og því öruggara að panta miða strax.- Skemmtinefndin. Sigurjón Guðrún Margrót Einar Jóhanna Miðapantanir í síma 17500 og kostar miðinn 900 kr. Færrl komust að en Svavar Alþýðubandalagið í Reykjavík Þormblot 1. februar Laugardaginn 1. febrúar (um næstu helgi), efnir Alþýðubandalagið í Reykjavík til hins árlega og geysivinsæla þorrablóts í risinu að Hverfisgötu 105. Húsið opnar kl. 20 en fagnaðurinn hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: Skarphéðinsson syngja söngva um samstöðu og bræðralag. • Margrét Pála Ólafsdóttir flytur eigið frumsamið efni um skökku hliðina á flokknum. • Tölur úr forvali ABR verða birtar upp úr mið- nætti. • Blótstjóri verður Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður. • Ávarp Svavars Gestssonar formanns Alþýðu- bandalagsins. • Þorrakynning Árna Björnssonar þjóðháttafræð- ings. • Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Einar Kristján Ein- arsson flytja enska lútusöngva. • Wilma Young og Matthías Kristiansen flytja írsk og skosk þjóðlög. • Kvartettsöngur. Sigurjón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Össur 118 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNjFimmtudagur 30. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.