Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 10
Þorri kóngur ríður í garð. Teikning: Sigurður Valur Sigurðsson. Ný bók Saga Þorrablótanna Siöir og skemmtanir Um miðja næstu viku kemur út hjá Bókaforlaginu Erni og Örlygi bókin Þorrablót á ís- landi, eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing. Er þar fjall- að á fróðfegan og listrænan hátt um þorrann og þorrablót á íslandi fyrr og síðar. í bókinni sem er hátt á þriðja hundrað bls. eru á þriðja tug söngtexta með lögum. Þar eru á áttunda tug Ijósmynda auk teikninga eftir Sigurð Val Sigurðsson, þar sem hann dregur fram hugmyndir fræðimanna um forna siði og þjóðhætti. Er bók þessi allt í senn: nystárleg, fróðleg og skemmtileg. Ýmislegt bendir til þess að þorradýrkun hafi verið við lýði á Islandi alla tíð sem einskonar launblót, þar sem kristni og heiðni runnu saman í eitt. Vitnis- burður um þorradýrkun á fyrri öldum birtist m.a. í áður óbirtum kvæðum frá 17. og 18. öld. Á síðari hiuta 19. aldar eru þorra- veislur endurvaktar af mönnum eins og Matthíasi Jochumssyni, Birni M. Ólsen, Sigurði Vigfús- syni o.fl. Á þessari öld taka þorrablót að breiðast út og fá á sig þá mynd, sem við þekkjum nú. Okkur hér á blaðinu lék for- vitni á að frétta ofurlítið nánar af þessari bók Árna og brást hann vel við því að greina okkur nokk- uð frá efni hennar, þótt fljótt yrði yfir sögu að fara. - Þessi bók er í raun og veru partur af stærra verki, sem ég er að vinna að, sagði Árni. - Efni þess rits verður í rauninni hið sama og í Sögu daganna, sem alltaf er verið að lesa upp úr í Útvarpið, nema hvað það verður a.m.k. tíu sinnum stærra og með tilvísunum í heimildir svo mönnum verði loksins ljóst, að það eru ekki bara eigin hugar- fóstur, sem ég hef verið að halda fram. í sumar, þegar þorrablótskafl- inn í þessu verki var kominn hátt í 100 síður þá datt mér í hug hvort einhver mundi ekki vilja gefa hann út sérstaklega. Örlygur tók mig næstum því á orðinu. Eg hugsaði þetta í upphafi sem vasakver, einskonar handbók fyrir siðamenn eða blótstjóra. Síðan jókst þetta með ýmsum hætti þar til komið var í yfir 250 síður. Og hvert er efni bókarinnar? - Jú, það er þá í fyrsta lagi saga þorrablótanna frá heiðnum sið og fram til okkar daga. í annan stað eru það þorra- blótsvísur. Þær elstu, sem við höfum fundið, eftir að blótin voru endurvakin upp úr miðri 19. öld. Ég hef fundið 26 þorrablóts- söngva frá því milli 1860 og 1870 og fram til 1910. Höfundar eru ýmsir frægir menn, sem þekktir urðu fyrir annað síðar, svo sem Matthías Jochumsson, Jón Ólafs- son ritstjóri, Björn M. Ólsen, okkar fyrsti háskólarektor, Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein og Páll J. Árdal. Margir söngvanna hafa ekki birst nema einu sinni og þá á veislublaðinu. Þetta er því í fyrsta sinn, sem þeir koma fyrir almenningssjónir. Einna mestur vandinn við þessar söngvísur var að finna lög- in við þær. Sumar voru með lag- boða, en um fleiri varð maður að geta sér til. Fyrst var að athuga hvaða lög nutu vinsælda á fslandi á síðari hluta 19. aldar því þau voru ætluð fyrir fjöldasöng og urðu því að vera þekkt. Síðan þurfti að finna út hvaða lög pössuðu við bragarhættina á söngvunum. Lyktir urðu þær, að ég þykist hafa fundið með sæmi- legum líkum lög við allasöngv- ana nema einn. Sigurður Rúnar Jónsson lagði mikla vinnu í að laga nóturnar að textanum. Þessu næst eru það svo þorra- bragirnir. Þeir eru eldri en söngvísurnar. Hinir elstu þeirra eru frá því fyrir 1700 en flestir frá 18. öld. Það var Jón Samsonar- son, sem öðrum fremur kom mér á sporið varðandi þorrabragina. Allir þessir 7 bragir, sem hér eru prentaðir, eru eftir presta. Að- eins einn þeirra hefur áður birst á prenti, og er hann eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli. Ekki veit ég hvort þeir hafa verið sungnir eða bara mæltir af munni fram. Yfirleitt eru þessir bragir þunnur skáldskapur, - gaman- eða ýkju- kvæði, - fjalla að jafnaði um það, að Þorri kemur í heimsókn í sveitina. Erhonum ýmist lýstsem stórbrotnum víkingi eða hálf- gerðunt förumanni. Athyglisvert er að lýsinguna á Þorra sem vetrarkonungi má með vissum hætti rekja frá nokkrum skáldum frá því um 1700 og allt til hins fræga kvæðis Bjarna Thoraren- sen, Veturinn. Hann virðist hafa hafið þessa lýsingu upp í skáld- legt veldi. Ýmislegt orðalag virð- ist ganga aftur í þessum kvæðum eins og einn hafi tekið eftir öðr- um, allar götur frá sr. Brynjólfi Halldórssyni í Kirkjubæ í Hróars- tungu, gegnum sr. Snorra á Húsafelli og til Bjarna Thoraren- sen. í fjórða lagi eru það svo sýnis- horn af minnum, sem flutt voru t.d. í brúðkaupsveislum á 16. og 17. öld. í sambandi við þau tók ég OKKAR SILD HEITIR TKútter sM Bragðgóð — holl — ódýr Ljúfmeti á hvers manns disk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.