Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 3
Ríkismat
Tveir
ráðnir
Fjórum
sagt upp um áramótin
Tveir af fjórum yfirmats-
mönnum sem sagt var upp hjá,
Ríkismati sjávarafurða um ára-
mótin hafa verið endurráðnir.
Þetta eru þeir Sigurður Gunnars-
son Vestmannaeyjum og Ragnar
Franzson Reykjavík.
Uppsagnir þessara fjögurra
manna hafa valdið talsverðum
deilum milli matsmanna og fisk-
matsstjóra, Halldórs Árnasonar.
Fjórmenningunum hafði verið
tiíkynnt um uppsagnirnar
skömmu fyrir áramót en þeim var
þó ekki sagt upp fyrr en þá. Eins
og Þjóðviljinn skýrði frá í des-
ember kom upp geysileg óánægja
meðal hagsmunaaðila í
Vestmannaeyjum með uppsögn
Sigurðar Gunnarssonar og segja
heimildamenn blaðsins að upp-
sögnin hafi verið dregin til baka
fyrst og fremst vegna þess.
Matsmennirnir tveir sem missa
vinnuna eru þeir Ketill Jensson
Reykjavík og Jón Ákason Akra-
nesi, en þeir eiga báðir sutt eftir í
eftirlaun. -gg
Afnotagjöldin
Rukkað
fram í
tímann
Dráttarvextir innheimtir
á gjöldfyrir þjónustu sem
ekki er búið að veita
Það stangast ekki á við lög að
innheimta dráttarvexti á gjöld af
þjónustu sem ekki er búið að
veita, eins og gerist með inn-
heimtu afnotagjalda Ríkisút-
varpsins sem fallin eru í gjald-
daga.
Nú er farið að innheimta af-
notagjöld Ríkisútvarpsins árs-
fjórðungslega í stað hálfs árslega
eins og verið hefur. Ef gjalddagi
er löglega ákveðinn, er hægt að
innheimta dráttarvexti fram í
tímann.
Theodór Georgsson, yfirmað-
ur innheimtudeildar Ríkisút-
varpsins, sagði að innheimtan
væri um það bil 10% örari með
nýja fyrirkomulaginu en hún
hefði veriðíhaust. Þann21. janú-
ar hefðu innheimtuseðlar verið
úti í 15 rúmhelga daga og búið
væri að innheimta 47% af þeim
um það bil 105 miljónum sem
kæmu inn í afnotagjöldum. IH
Samningar
Fundir
í dag
Miðar hœgt í viðrœðum
BSRB og ríkisvaldsins
Við munum kalla saman 50
manna nefndina fljótlega, sagði
Kristján Thorlacius formaður
BSRB í samtali við Þjóðviljann í
gær, en í dag verða fundir beggja
undirnefnda í samningavið-
ræðum BSRB og ríkisvaldsins og
fundur tíu manna nefndarinnar.
Kristján kvað engin viðbrögð
hafa enn komið fram af hálfu
ríkisvaldsins við hugmyndum op-
inberra starfsmanna um
kaupmáttartryggingu og samn-
ingsréttarmálin. -óg
FRÉTTIR
Fimmtudagur 30. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Stjórnvöld voru lýst ábyrg fyrir
alvarlegum kennaraskorti í
landinu, í ályktun sem geysifjöl-
mennur fundur kennara í KI
samþykkti einróma í gær. Segir í
ályktuninni að þetta ástand stafl
af slæmum kjörum kennara og að
enn séu stjórnvöld að magna
óánægju kennara með mismun í
launum.
Tilefni fundarins var að mót-
mæla þeim mismun á launum sem
er meðal kennara eftir því hvort
þeir tilheyra KÍ eða HÍK. Munar
um 5% á launum milli þessara
aðila, þó svo að þeir inni af hönd-
um sömu vinnu á sama vinnustað
og þykir kennurum slíkt óviðun-
andi.
Yfirskrift fundarins var „Orð
skulu standa", og var þar verið að
minna á að yfirlýsingar
stjórnvalda í málefnum kennara
hafa sjaldnast verið meira en orð-
in tóm. Sem dæmi um óábyrg lof-
orð ríkisstjórnarinnar, sem svikin
hafa verið, er bent á leiðréttingu
á launamismuninum milli félaga í
KÍ og HÍK. Þá lofaði fyrrverandi
menntamáliráðherra kennurum
að starfsheiti þeirra og starf yrðu
lögvernduð á síðast þingi, en ekk-
ert varð um efndir.
Bætt kjör
- betri skóli
Valgeir Gestsson, formaður
KÍ, talaði fyrstur á fundinum.
Sagðist hann vonast til að Sverrir
Hermannsson, sem var gestur
fundarins, kæmi frumvarpinu um
lögverndun kennarastarfsins
fram á Alþingi. Þá krafðist Val-
geir þess að tafarlaust yrði tekið á
jöfnunarmálinu og kennurum í
Kí tryggð sömu laun og kennur-
um í HIK. Sagði hann að kennar-
ar sættu sig ekki við slíkt ranglæti,
að þjóðfélagið léti það við-
gangast að mönnum væri mis-
munað í launum eftir því hvar í
félagi þeir stæðu.
Það kom fram í máli Valgeirs
að um áramótin hefðu um 20
kennarar hætt störfum vegna lé-
legra launa og sagði hann viðbúið
að fleiri fylgdu í kjölfarið. Sagðist
hann vita um að í einum skóla á
Vestfjörðum væru allir kenrrar-
arnir að hugleiða uppsögn.
Valgeir lauk máli sínu á því að
minna á kjörorð félagsins: „Bætt
kjör - betri skóli, því ætlum við
að ná fram“.
Sömu laun
fyrir sömu vinnu
María Nordal kennari í Árbæj-
arskóla talaði á eftir Valgeiri.
Sagði hún kaup og kjör kennara
þannig að ekki yrði við unað.
Fólk hefði einfaldlega ekki efni á
því að stunda kennslu lengur.
Sagði hún að kennarar neituðu
að trúa því að það ætti að draga
þá á asnaeyrunum lengur.
„Við sættum okkur ekki við að
menn vinni hlið við hlið á mis-
munandi launum. Sömu laun
fyrir sömu vinnu. Það eru allir
sammála um það, en hvað tefur
þá Þorstein og Sverri að leiðrétta
mismuninn? Ætla þeir sér að
draga skólahaldið rneira niður í
svaðið en þegar hefur verið
gert?“.
Ása Björk Snorradóttir, kenn-
ari í Víðistaðaskóla, tók mjög í
sama streng og María. Sagði hún
að mönnum væri ekki lengur mis-
munað eftir kynjum heldur eftir
því í hvaða félagi þeirværu. Sagði
hún kennara tilbúna í átök til að
ná fram rétti sínum. „Það þýðir
ekkert að hlaupast undan merkj-
um og bíða þess að aðrir vinni
verkin fyrir okkur. Það mun eng-
inn gera það“.
Svik
stjornvalda
Kristján Thorlacius, formaður
HÍK, var gestur fundarins. Sagði
hann að vissrar tortryggni hefði
gætt hjá félögum í KÍ í garð HÍK.
Sagði hann að slík tortryggni ætti
ekki við rök að styðjast, hún væri
út í bláinn og byggð á vanþekk-
ingu. Benti hann í því sambandi á
samþykkt aðalfundar HÍK í
haust, þar sem samþykkt var að
vinna að sameiningu kennarafé-
laganna.
Kristján ræddi mismuninn á
launum kennara og sagði að kjör
kennara í HÍK bötnuðu ekkert
þó einhverjir væru á lægri
launum. Sagði hann að
stjórnvöld hefðu lofað að
leiðrétta þennan mismun á síð-
asta ári en hefðu ekki staðið við
það. „Stjórnvöld hafa enn einu
sinni svikið gefin loforð“.
Næstur á mælendaskrá var
Geir Haarde, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, en Þorsteinn
Pálsson gat ekki mætt vegna las-
leika. Færði hann fundinum bréf
frá fjármálaráðherra, þar sem
Bandalagi kennarafélaga er
veittur samningsréttur fyrir
kennara. Komu skilaboð þessi
mönnum mjög í opna skjöldu.
Sagði Geir að eina leiðin til að
jafna launamisrétti milli kennara
væri, að BK færi með samnings-
réttinn fyrir hönd allra kennara.
Ef ég væri
einráður
Síðastur á mælendaskrá var
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra. Sagðist hann ekki
velkjast í vafa um að kennarar
ætluðu að ná fram rétti sínum,
eftir að hafa setið þennan fund.
Sagði hann ástæðuna fyrir því
að kennarar hefðu ekki náð fram
því sem þeir hafa viljað vera þá,
að hann sé ekki einvaldur. Síðan
lofaði hann að beita sér fyrir lög-
verndun starfsins, betri kjörum
og afnámi launamisréttarins.
Sagðist hann jafnframt vilja setj-
ast niður með kennurum og ræða
við þá um framtíðarskipan skóla-
halds á íslandi.
í lok fundarins var svo orðið
gefið laust og tóku nokkrir til
máls. Var málflutningi fulltrúa
ríkisvaldsins fagnað en bent á að
hingað til hefðu öll slík loforð
verið svikin og orð ekki staðið.
Að lokum var svo ályktun sú sem
í upphafi var greint frá samþykkt.
í henni er skorað á félagsmenn að
standa saman í baráttunni um taf-
arlausa leiðréttingu launa, sjálf-
stæðan samnings- og verkfallsrétt
fyrir KÍ, fulla verðtryggingu
launa og verulegar launahækkan-
ir og lögvernduð starfsréttiíHii og
starfsheiti kennara.
-Sáf
Valgeir Gestsson: kennarar sætta sig ekki við það ranglæti að búa við misjöfn
kjör eftir því hvar í félagi þeir eru. Ljósm. Sig.
Bekkurinn á Hótel Sögu var þétt setinn í gær, svo þétt að menn urðu að setjast á gólfið. Ljósm. Sig.
Kennarar
Orð skulu standa
Geysifjölmennur fundur Kennarasambands íslands á Hótel Sögu