Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ Hugmyndabankinn Borð tilað varð- veita friðinn - Réttu súrmjólkina. Pabbi fæ ég smjörið hingað. Rista- brauð. Nennirðu að rétta marmelaðið. Ekki teygja þig yfir borðið drengur. Get ég rétt þér eitthvað. Bíddu eftir að röðin komi að þér! Sex manna fjölskylda við morgunverðarborðið. Stöðugt verið að rétta eitt og annað. Skyndilega kemur handleggur yfir grautardiskinn. Það er aldrei stundarfriður til að borða matinn í ró og næði. Sjálfsagt kannast margir við þetta en til er ofureinföld lausn á þessu vandamáli. Hringborð þar sem innsti hluti borðsins er hreyfanlegur. Einföld hugmynd sem einfalt er að framkvæma fyrir lítinn kostnað og fjölskyldan getur vaknað í ró og næði til lífs- ins sérhvern morgun framtíðar- innar. Borðið er gert úr 22 mm spóna- iplötum og er þvermál þess 122 cm. Teiknið tvo hringi á spóna- plötu með sama miðpunkti. Ra- díus fyrri hringsins er 33 cm og þess seinni 61 cm. Sagið fyrst út innri hringinn og svo stærri hring- inn. Rúnnið alla kanta bæði á innri plötunni sem og þeirri ytri með sandpappír. Úr hefluðum fjölum er gerður rammi sem er einsog H í laginu. Leggir Hsins eru 105 cm langir og er sneitt af endunum. Fjölin í miðjunni er 50 cm á lengd og er hún skrúfuð föst við leggina. H-ið er síðan pússað með sandpappír. Þá er að ganga frá borðplötun- um, spartla í allar misjöfnur og mála. Einnig er þægilegt að búa til grópir í innri plötuna, á fjórum stöðum, þar sem stinga á fingrum í til að snúa plötunni. í miðjuna á neðri hlið innri plötunnar er rörbútur skrúfaður fastur og þjónar hann hlutverki stýripinna. í míðju H-rammans er festur annar bútur örlítið víðari og á hann að taka á móti stýripinnanum. H-ramminn er festur undir ytri borðplötuna og er þunn mas- onítplata eða krossviður settur á milli, ca. 5 mm. þykkt. Er það gert til að hæð ytri og innri plötu sé sú sama þegar hjólunum, sem innri platan á að leika á, hefur verið komið fyrir. A fjórum stöðum á H- rammanum eru gerðar grópir fyrir hjólin. Hjól þessi geta verið margskonar, úr plasti eða viðar- pinna eða þykkum pappa, en þau þurfa að skaga um 5 mm upp úr rammanum. Á þessum hjólum á svo platan að snúast. Að lokum er svo lesanda eftir- látið að ákveða sjálfur hvernig borðlappir hann setur undir hringekjuborðið. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986 0 SÍMI 26300 sem gefur SOL h.f Samvinnuferöir Glæsilegur bæklingur Verðskráin fylgir með Samvinnuferðir - Landsýn heilsar nýju ferðaári 1986 með út- komu sumarbæklings ’86. Skrif- stofan stefnir enn að auknu fram- boði á orlofsferðum til útlanda og hefur sem undanfarin ár haft það meginmarkmið að halda verðlagi í lágmarki. Nýjungar ’86 í fyrsta sinn býður SL ferðir til spænsku eyjunnar Mallorca sem íslendingum er að góðu kunn. Það sem helst markar sérstöðu SL á þeim vettvangi eru lág verð. T.d kynnir skrifstofan í fyrsta sinn hérlendis nýtt fyrirkomulag sem velþekkt hefur verið í öðrum löndum. Við kennum það við „SL-hótel“ og felst í því að far- þegar geta keypt sér „pakka“ til Mallorca en fá ekki gefið upp hótel ytra fyrr en skömmu fyrir brottför. Hinsvegar tryggir SL farþegum góða hótelgistingu hvar sem hún svo verður (sjá bls. 4). Á þennan hátt geta farþegar sparað stórfé. Dæmi er um að tveggja vikna ferð til Mallorca með hálfu fæði á „SL-hóteli“ kosti kr. 18.700.- Ódýrasta 3ja vikna ferðin kostar kr. 20.700. Af öðrum nýjungum má nefna „Ævintýraferðir“ fyrir fjörkálf- ana (bls. 36), nýja rútuferð um Grikkland (bls. 15), nýtt sumar- húsahverfi í Þýskalandi (bls.39), nýja gistimöguleika í Austurríki fyrir þá sem kjósa flug og bíl á Salzburg (bls. 41-42) og nýja rútaferð um Rínardalinn (bls.21). Aðrir ákvörðunarstaðir SL í sumar eru kunnir frá síðasta ári. Sumarhús í Karlslunde og Gillel- eje í Danmörku (bls.32), sæluhús í Kempervennen og Meerdal í Hollandi (bls.24), sólarströndin Rimini á Italfu (bls.7), Vouliga- meni-ströndin í Grikklandi (bls.14), gríska eyjan Rhodos (bls. 17), ferð til Sovétríkjanna, rútuferð um meginland Evrópu auk leiguflugs til Kanada og Norðurlanda. Allt kapp hefur verið lagt á að halda verðum á orlofsferðum í lágmarki. Séu verð verðskrár SL í ár borin saman við verð okkar frá sumrinu sem leið kemur fram að þau hafa hækkað ótrúlega lítið þrátt fyrir að gengi hafi lækkað um allt að 30%. Auk þessa njóta hinir fjölmörgu eigendur Sam- vinnuferða - Landsýnar - félags- menn í flestum stærstu samtökum launafólks í landinu - góðs af margháttuðum afsláttarmögu- leikum, auk endurgreiðslu hluta ferðakostnaðar svo sem kynnt var fyrir nokkrum dögum. Dæmi tala sínu máli: Orlofsferðir þar sem stuðst er við leiguflug (miðað við aðildar- félagsverð og endurgreiðslur) hafa hækkað á bilinu 3-10% og fjölmörg dæmi eru þess að hækk- unin sé innan við 5%. Er vísað til nokkurra verðdæma í verðskrá bæklingsins í þessu efni. Loks má spyrja hvort landsmenn geti hjá nokkurri annarri ferðaskrifstofu komist til útlanda (í þessu tilfelli Þrándheims) fyrir 10.600 krónur! (F réttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.