Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 16
HEIMILIÐ BAUNASPIRUR - nokkrir fróðleiksmolar Fyrir meira en 5000 árum var gefin út í Kína bók um ýmsar lækningajurtir. Þar mælir sjáif- ur keisarinn með baunaspírum til lækninga á meltingartrufl- unum, vöðvakrampa og vandamálum í sambandi við hár og hörund. Á seinni hluta 16. aldar lýsir Pen Tsao Kang því í riti um lyfjafræði, hversu vel spírur dugi gegn bólgum og gigt og hressi almennt vel líkamann. í Páfagarði fundust líka armensk lærdómsrit frá því á dögum Krists sem lýsa notkun spíraðs hveitis: Vœíið hveiti ykkar, svo engill vatnsins megi komast að því. Hleypið síðan loftinu að svo en- gill loftsins geti umfaðmað það. Geymið það síðan frá sólarupp- rás til sólarlags, svo að í geislun sólar geti engill Ijóssins umbreyst í því. Baunaspírur innihalda hlut- fallslega meira magn af alhliða næringarefnum en flestar fæðu- tegundir. Samkvæmt Journal of Ford Science, Vol. 40(1975), bls. 1008-9 innihalda 100 g. af baunaspírum: ORKA: 140 KJ KOLVETNI: 5,5 g. HVÍTA: 4,3 g FITA: 0,2 g TREFJAR: 0,6 g A-vítamín 20 a.e. B1-vítamín 0,14 mg B2-vítamín 0,18 mg Níasín 1,20 mg C-vítamín 20,0 mg E-vítamín 0,10 mg Járn 1,9 mg Zink 0,9 mg Kalk 13,0 mg Þegar baun drekkur í sig vatn og byrjar að spíra eru efnakljúfar náttúrunnar (ensým) vaktir af svefni og á undursamlegna hátt skríður spíran út úr bauninni, - meðganga og fæðing sem tekur aðeins 3-4 daga. Hliðstæðir efna- kljúfar stjórna næstum hverri efnafræðlegri verkun í líkama okkar. Þeir stjórna t.d. melting- arkerfinu og sjá um að tengja næringarefnin í fæðunni við blóð- kerfið. Ef virka efnakljúfa vantar í fæðuna getur komið fram þreytutilfinning og slen hjá fólki. Jafnvel í hinni bestu fæðu geta myndast eiturefni sé hún ekki meðhöndluð á réttan hátt. Þann- ig fæða veldur auka álagi á líkam- ann, á meðan náttúruleg fæða Einar Valur Ingimundarson tók saman þessa fróðleiksmola fyrir Þjóðviljann. Hann er efnaverkfræðingur að mennt en sneri sér að baunaspírurækt og selur framleiðslu sína til verslana með ágætum árangri. Fyrirtæki hans ber nafnið Austurlenska ævintýrið! Ljósm.: E.ÓI. 1/2 lítri vatn matarolía. 1 tsk. karrý 1 tsk. Herbamere salt matarolía Laukur og karrý er steikt í olíunni uns laukurinn linast. Rækjum bætt í (mega vera frosn- ar - beint úr pokanum). Steikt saman og saltað. Hrísgrjónin er best að hálfsjóða fyrst, hella síð- an af þeim og bæta út í rækjurétt- inn. Þetta er soðið saman í 5 mín- útur. Baunaspírunum er svo bætt út í og suðan látin koma upp í hálfa mínutu. Rétturinn er þá til- búinn. Ath.: ofsjóðið ekki spírurnar. Megrunarsalat 250 g ferskar baunaspírur 200 g agúrkur 100 g gulrætur 4-6 msk. súrmjólk eða kotasæla Saxið agúrkuna, rífið gulræt- urnar og blandið saman við súrmjólkina með baunaspírun- um. Eggjakaka 1 dl. mjólk 4 egg 1 stk. rauð eða græn paprika 250 g baunaspírur salt og pipar skinku og oststrimlar Þeytið eggin í skál, skerið paprikuna í strimla og látið út í hræruna. Hálfsteikið. Bætið svo spírum, skinku/osti í og lokið eggjakökunni (snúið henni). Grænmetissúpa 200 g sveppir (skornir í sneiðar) 2 laukar (saxaðir) 4 kartöflur, skornar í teninga. 250 g baunaspírur 1 paprika 1 smádós tómatþykkni 100 g gulrætur, saxaðar 1 kjötkraftsteningur salt, timian, chili eftir smekk eins og spírur auðvelda ferðina í gegnum hið daglega puð. Við spírunina er áætlað að baunin tífaldi næringagildi sitt, ef spíra er svo kæld getur hún varð- veitt næringuna í 6-8 daga. Nú á tímum eru spírur notaðar bæði hráar í salöt eða hraðsteiktar/ soðnar í ýmsa rétti. Þar sem baunaspírur eru bæði hitaeininga snauðar og einstaklega næring- arríkar hafa þær orðið vinsælar á vesturlöndum sem megrunar- fæða. Þekktir megrunarkúrar gera ráð fýrir spírum í fjölda rétta. Fyrir forfallna „nartara“ eru baunaspírur himnasending og börn sem komast upp á lag með að borða hráar spírur jafna þeim fyllilega við sælgæti. í fyrirtækinu Austurlenska ævintýrið er spírunum pakkað í plastbakka til að verja þær hnjaski og halda umhverfi þeirra sem þrifalegustu. Bakkinn hefur að geyma að meðaltali 250 g af baunaspírum, það er því: Full dagsþörf af c-vítamíni 10-20% af dagsþörf af B-vítamíni 10-15% af dagsþörf af Fe, ZN, Ca. 10% af dagsþörf af auömeltri hvítu. 2% af hitaeiningaþörf dagsins. Pökkunardagur og síðasti sölu- dagur eru stimplaðir á pakkann og ný uppskera fæst jafnan tvisv- ar í viku. Brögð eru að því að kaupmenn hirði ekki um að kæla spírurnar nægilega og hnignar þessu ágæta grænmeti þá ört. Sölufélag garðyrkjumanna sér um dreifinguna og sölu á baunaspírunum. Á síðasta ári var framleiðslan 700-1100 kg á mán- uði og svo virðist að komist fólk á bragðið skipi baunaspírur fljót- lega fastan sess á matseðli vik- unnar. Hér fylgja nokkrar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera fljótlegar. Nokkrar uppskriftir: Rækjuréttur með spírum (fyrir fjóra) 2 laukar (smáskornir) 500 g rækjur 250 g baunaspírur 2 dl hrísgrjón (ósoðin) Steikið lauk, sveppi, gulrætur og kartöflur í 2-3 mínútur og hell- ið svo öllu saman nema spírunum og látið malla í 30 mínútur. Þegar súpan er soðin eru spírurnar látn- ar sjóða með í 1-2 mínútur. Súp- an er borin fram með brauði eða hrísgrjónum. 16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.