Þjóðviljinn - 21.02.1986, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin Stórieikur Pálmars Gerði 48 stig. KR úr leik, Haukar íséns Pálmar Sigurðsson fór á kost- um þegar Haukar sigruðu KR 95- 89, í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann skoraði 48 stig, þar af 8 þriggja stiga körfur og mun það vera met. Eftir þennan sigur Hauka eiga þeir möguleika á efsta sætinu, tapi UMFN fyrir ÍBK á morgun. KR-ingar eiga hinsvegar ekki möguleika á sæti í úrslita- keppninni og enda í 5. sæti. „Fyrri hálfleikurinn var frá- bær, það besta sem við höfum sýnt. Við sofnuðum svo á verðin- Handbolti KR upp í felum KR-ingar endurheimtu 1. deildar- sæti sitt á laumulegan hátt í fyrra- kvöld þegar þcir unnu Þrótt 31-12 í fcluleik í Seljaskúla. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en í gærdag kvisaðist út að hann hefði þegar farið fram! KR og Haukar eru örugg með sæti í 1. deild næsta vetur, svo framarlega sem ársþing HSI leggur blessun sína yfir aukakeppnina. Staðan fyrir síð- ustu umferð er þessi: KR............5 4 0 1 131-96 8 Haukar........5 3 0 2 112-101 6 HK............5 2 0 3 104-102 4 Þróttur.......5 1 0 4 94-142 2 Haukar eru öruggir upp þar sem þeir unnu báða leiki sína við HK. __________________________—VS Frakkland Paris SG slapp Paris St.Germain mátti þakka fyrir 1-1 jafntefli á útivelli gegn 2. deildar- liðinu Montpellier í fyrrakvöld. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð frönsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu en Parísarliðið hafði unnið fyrri leikinn naumlega, 2-1. Nice var eina 1. deildarliðið scm féll fyrir 2. deildarliði, 1-1 (samanlagt 1- 2) gegn Mulhouse. I innbyrðis viður- eignum 1. deildarliða vann Rennes Le Havre, Brest vann Lille og Auxerre vann Sochaux. —VS/Reuter Skotland Bett útaf Aberdeen komst í annað sæti skosku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld með því að sigra Rangers 1-0. lan Angus skoraði markið. Merkilegast við lcikinn var þó að Jim Bett hjá Aberdeen (áður Rangers) og Dougie Bell hjá Rangers (áður Aberdeen) voru reknir saman af lcikvelli eftir stimpingar. —VS/Reuter um í þeim síðari,“ sagði Einar Bollason þjálfari Hauka eftir leikinn í gær. „Villuvandræði drógu okkur svolítið niður en við erum í mjög góðu formi og ein- beitum okkur að bikarleiknum gegn ÍBK á sunnudaginn." Það er ekki hægt að segja ann- að en að Hukar hafi átt frábæran fyrri hálfleik. Með Pálmar sem aðalmann yfirspiluðu þeir KR- inga. Allt gekk upp, jafnt í vörn sem sókn. í síðari hálfleik snerist dæmið Hafnarfjörður 20. feb. Haukar-KR 95-89 (62-44) 12-3, 20-9, 32-19, 58-36, 62-44, 69- 55, 71-61, 83-82, 93-87, 95-89. Stig Hauka: PálmarSigurðsson48, ívar Webster 20, Kristinn Kristinsson 8, Henning Henningsson 8, Ólafur Rafnsson 5, Ivar Ásgrímsson 4 og Eyþór Árnason . Stig KR: Birgir Mikaelsson 33, Guðni Guönason 19, Páll Kolbeinsson 10, Garðar Jóhannsson 10, Ástþór Ingason 8, Þorsteinn Gunnarsson 4, Guðmundur Jóhannsson 3 og Guð- mundur Björnsson 2. Domarar: BergurSteingrímsson og Sigurður Valur Halldórsson - slakir. Maður leiksins: Pálmar Sigurðs- son, Haukum! við. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks og söxuðu jafnt og þétt á forskot Hauka. Minnstur varð munurinn eitt stig 82-83, en Haukarnir áttu góðan endasprett og sigruðu. Það er sem ekkert fái stöðvað Haukana, þessi leikur var 14. sigurleikur þeirra í röð og kernur það ekki á óvart. Liðið hefur náð mjög vel saman nú í síðustu leikjum. Pálmar átti frábæran leik, þó hann hafi fengið sína 4. villu þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Aðrir léku vel ef und- anskildar eru nokkrar slæmar mínútur í síðari hálfleik. Þeir Ólafur, Eyþór, Henning og Webster áttu allir góðan leik og svo nrá einnig segja um þá Kristin og ívar Ásgrímsson þó þeir hafi verið óheppnir. KR-ingar hófu síðari hálflcik af miklum krafti eftir slakan fyrri hálf- leik. Liðiö náði upp góðri baráttu og leit lengi út fyrir að þeir næðu að stela sigrinum. en óheppni á lokamínútum kom í veg fyrir það. Þeir Guðni og Birgir voru aðalmennirnir í liði KR og einnig áttu þeir Ástþór og Garðar góðan leik. -Logi Badminton Stúlkumar unnu Islenska kvennalandsliðið vann léttan sigur á Frökkum, 5-0, í heimsmeistarakeppninni í Vestur-Þýskalandi i gærmorgun. Síðdegis töpuðu þær hinsvegar 0- 5 fyrir Hollendingum. Holland og Sovétríkin berjast um sigur í riðl- inum en ísland er í þriðja sæti og lcikur við Noreg í dag. Karlalandsliðið tapaði 0-5 fyrir Hollandi og er í 3.-4. sæti í sínum riðli ásamt Frökkum. Austurríki og Svíþjóð berjast um sigur í riðlinum. Islensku karl- arnir mæta Frökkum í dag. —VS/Reuter Pálmar Sigurðsson átti stórkostlegan skoraði 48 stig, þaraf 8 þriggja stiga körfur. hinsvegar erfitt að sþá I. Mynd: E.ÓI. leik með Haukunum í gærkvöldi,- Hvað hér er á seyði hjá honum er lnnanhússmótið Seinni hluti um helgina Verja Fylkir og Breiðablik meistaratitlana? Síðari hluti Islandsmótsins í innanhússknattspyrnu fer fram í Laugardalshöll um helgina og hefst reyndar um fjögurleytið í dag. Keppt er í 1. og 4. deild karla og í kvennaflokki. Eftirtalin félög eru í eldlínunni um helgina: l.deild: A-riðill: Fram, Grótta, ÍBK og ÍA. B-riðill: Haukar, Valur, FH og KA. C-riðill: Breiðablik, KR, Þróttur R. og Selfoss. D-riðill: Skallagrímur, Fylkir, KS og Þór A. 4.deild: A-riðill: Súlan, Þórsmörk, Skotfélag Reykjavíkur, Geislinn og Vaskur. B-riðill: Tindastóll, Grundar- fjörður, Trausti, Hrafnkell og Hveragerði. C-riðill: Augnablik, Reynir Hn, Völsungur, Eyfellingur og Sindri. D-riðill: HSS, Baldur, Huginn, Höttur og Efling. Kvennaflokkur: A-riðilI: Breiðablik, Stokks- eyri, Fram og Skallagrímur. B-riðill: Afturelding, Valur, Þór A. og KS. C-riðiIl: FFI, Stjarnan, ÍA, Grindavík og ÍBK. D-riðilI: IBI, KA, KR og Haukar. Sigurvegararnir í riðlum 1. deildar karla og kvennaflokks fara í undanúrslit. Sigurliðin í riðlum 4. deildar fara hinsvegar beint uppí 3. deild og leika þar næsta ár. Núverandi íslands- meistarar í karlaflokki eru Fylkis- menn en Breiðablik í kvenna- flokki. Keppni í dag hefst kl. 16.06 en kl. 9 bæði laugardag og sunnudag. Úrslitaleikur í kvennaflokki hefst kl. 21.48 á sunnudagskvöldið og úrslita- leikurinn í karlaflokki kl. 22.06. Nánari tímasetningar eru í dag- skrárkynningu. —VS Knattspyrna Æþýskir sterkir Austur-Þjóðverjar, sem eru meðal mótherja íslendinga í næstu Evrópu- keppni landsliða, sýndu styrk sinn með því að sigra HM-lið Portúgala 3-1 í fyrrakvöld, og það í Lissabon. Thom, Kirsten og Ernst skoruðu eftir skæð skyndiupphlaup í fyrri hálflcik en Gomes svaraði fyrir heimaliðið í seinni hálfieik. Spánverjar möluðu Belga sannfærandi í Elche, 3-0. Það voru Butragueno, Salinas og Maceda sem skoruðu mörkin. Bæði lið lcika í úr- slitum HM í Mexíkó, og það gera líka lið Marokkó og Búlgaríu sem gerðu 0-0 jafntefli í Rabat í fyrrakvöld. —VS/Reuter AFRAM ISLAND Heildarverðmæti vinninga 7,4 milljónir 15BÍLAR I HAPPDRÆTTI HSÍ DREGNIR UT í KVÖLD 15 BÍLAR HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ISLANDS r.'K ■■ MIÐAVFRD 150 ■■ ;.i' SLAND 15 BÍLAR 15BÍLAR 5 SUZUKI FOX413 High Rool Kr 490 þus. hver 1 0 FORD ESCORT LASER Kr 375 þu.. hver B a" r cregr.r ut 21 FEBRUAR 40 FERÐAVINNINGAR Kr. 30 þus. ^tt-SamvmnufenSir.Landsýn HEILDARVERÐMÆTI 2: -'e i • e-eqra- 10. JANÚAR 20 F.rð-r 'ut 7. FEBRÚAR VINNINGA KR. 7,4 MILLJÓNI ÞESSI MIOI GILDIR I HVERT SlNN SEM OREGIO ER EFTIR AD HANN ER GREIDDUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.