Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 5
Föstudagur 21. febrúar 1986! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 AriTrausti Guðmundsson kennari: „Foreldrarog nemendurverða aðspyrjasig þess hvort það sé þess virði að fórna menntuninni fyrir launavinnu." Mun fleiri vinna Ari Trausti Guðmundsson kennari: Samanburðarkönnunin leiðir í Ijós að mun fleirí nemendur vinna með náminu Sumir segja jafnvel: „Ég get ekki mætt í próf, ég er að vinna“. Ef „Þessi könnun var gerð til sam- anburðar við úrtakskönnun sem gerð var í fyrra og í ljós hefur komið að mun fleiri nemendur vinna með námi. í fyrra vann um helmingur en nú eru það töluvert fleiri. I skólanum eru 820 nem- endur og líklega vinna 450-500 nemendur með skólanum. Það er hátt hlutfall“, sagði Ari Trausti Guðmundsson kennari í MS, sem var einn þeirra sem stóð fyrir könnuninni. Telur þú þetta bitna á námsár- angri? „Góður nemandi getur unnið nokkuð með námi meðan slakur nemandi getur það ekki. Hins vegar tel ég að nemendur þurfi að verja að minnsta kosti 50 stund- um á viku til námsins, með heimanámi, til að uppfylla þær kröfur sem skólinn gerir. Og ef þeir vinna líka 10-12 stundir á viku í launavinnu er vinnuvikan orðin gífurlega löng og námið verður í skötulíki.“ Skólinn aðlagar sig þessu „Við þurfum að standa í mikl- um snúningum í sambandi við þá sem vinna, því þeir eru oft að reyna að fá skólann til að hliðra til fyrir vinnunni og það getur verið erfitt í 800 manna skóla. þessi mikla launavinna nemenda heldur lengi áfram verður ein af- leiðingin sú að skólinn aðlagar sig þessu og verður slakari. Og það er alvarlegt mál bæði séð út frá hagsmunum nemenda og af þjóð- félagsins hálfu, því þá kemur verri árangur út úr menntakerfinu. Ég tel að foreldr- ar og nemendur verði að spyrja sig hvort það sé æskilegt að fórna náminu fyrir launavinnu. Og skólayfirvöld verða að spyrja sig þess hvort ekki verði að herða kröfurnar“. Hver er ástœðan fyrir þessari miklu launavinnu nemenda? „Það eru náttúrlega margar ástæður. En samkvæmt því sem ég hef hlerað og spurt krakkana telja þau sig þurfa að vinna fyrir fötum, bókum og fleiru. Fjöl- skylduástæðurnar hjá mörgum eru þannig að þeir þurfa að vinna. Sumarkaupið er að mestu leyti búið um haustið. Fólk gerir jú eitthvað á sumrin og tekur sér sumarfrí. Yfir veturinn þurfa krakkarnir nokkur þúsund á viku í bækur og föt og venj ulegt launa- fólk hefur.bara ekki efni á að punga út kannski 10 þúsundum á mánuði fyrir einn táning. Svo eru líka aðrir krakkar sem vinna bara til þess að geta verið ofboðslega flott í tauinu og eytt í lúxus.“ Umsjón: Sigríður Arnardóttir nemenda vinna meó náminu Vigdís Þórisdóttir: „ Vinn á bar um helgar"; Vigdis gægist þarna út um sjoppugat skólans. I Menntaskólanum við Sund var nylega gerð könnun á vinnu nemenda meðfram naminu. Niðurstaðan var: sláandi hátt hlutfall nemenda er í launaðri vinnu. Glætan fór á stúfana og tók nokkra nemendur í MS tali svo og einn kennara sem stóð að vinnukönnuninni. Krakkarnirvoruspurðir: Vinnurþúmeðskolanum? Vinnukönnunin Unnið Ekki með unnið námi með Þátttaka námi 1. bekkur: um 90% 38,6% 61,4% 2. bekkur: um 88% 55,3% 44,7% 3. bekkur: um 81 % 65.5% 34,5% 4. bekkur: (eina bekkjardeild vantar)70,3% 29,7% Heildin: (54%) Ath.: Væntanlega er heildartala þeirra sem vinna með náminu 58% því þeir nemendur sem ekki náðist í voru fjarverandi vegna vinnu sinnar. Kristín Hauksdóttir í 4. bekk: „Ég hef unnið með skólanum öll 4 árin sem ég hef verið í MS en ég er nýlega hætt. Ég hætti til þess að geta einbeitt mér að því að læra fyrir stúdents- prófin. Hvar vannstu? „Ég vann í Hagkaupum tvisvar í viku, 6-7 tíma í senn. Kaupið var svona frá 7 þúsund upp í 10 þús- und á mánuði. Svo vann ég líka í Hagkaupum um jólin. Þar sem ég vann í sumar fékk ég ekki nema 20 þúsund á mánuði“. Af hverju vannstu alltaf með skólanum? „Til þess að geta lifað. Það vinna flestir með skólanum. Maður þarf á þessu að halda til að geta keypt föt, skólabækur, farið í bíó og skemmt sér“. Hvers vegna heldur þú að vinna með námi hafi aukist und- anfarin ár? „Það er dýrara að lifa og meiri kröfur gerðar“. Hvað ætlar þú að gera þegar þú ert orðin stúdent? „Mig langar að vinna og ferð- ast í eitt ár. Síðan langar mig til þess að læra myndlist eða auglýs- ingateiknun". Vigdís Þórisdóttir í 4. bekk: „Já, ég verð að vinna því að ég er frá Njarðvík en leigi í Reykjavík og þarf því að hafa fyrir húsaleigu, mat, fötum og þess háttar. Mamma og pabbi hjálpa mér heilmikið en svo vinn ég í Þjóðleikhúskjallaranum á barnum um helgar. Yfirleitt vinn ég bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Ég fæ ca. 3000 kr. í laun fyrir hverja helgi“. Hefurðu nægan tíma til að læra heima? „Ja, ég myndi örugglega gera eitthvað fleira en læra ef ég ynni ekkert með skólanum. Ég er líka í körfubolta og svo læri ég heima í svona klukkutíma á dag og meira um helgar, svo tek ég stundum tarnir. Ég fer hins vegar ekkert út að skemmta mér því að á þeim tíma er ég alltaf að vinna“. Hvað varstu að gera í sumar? „Ég vann hjá Essó. Þetta var vaktavinna og því fékk ég 36 þús- und á mánuði. Svo fór ég til út- landa. Hvað ætlarðu að gera eftir stúdentsprófið? „Ég ætla að vinna áfram hjá Essó í sumar og fara svo í læknis- fræði í Háskólanum í haust“. fl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.