Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Bændur, nú er nóg komið Setning reglugeröar um mjólkurframleiðslu í kjölfarhinna illræmdu Framleiösluráöslaga hef- ur mælst afar illa fyrir. Framleiðsluráðslögin voru knúin í gegn meö offorsi á sl. þingi í trássi við viðvaranir bænda og stjórnarandstöðunnar, eins og Hjörleifur Guttormsson benti á í umræð- unum á alþingi á þriðjudaginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt að firra sig ábyrgð á framkvæmd þessara laga, en það nær auðvitað ekki nokkru lagi. Stjórnarflokkarnir báðir eru nú að súpa seyðið af gerræði sínu við lagasetningunaog fráleita reglugerð. Eini þing- maður Sjálfstæðisflokksins sem fær risið undir ábyrgð í þessu máli, er Egill Jónsson, sem í gær gagnrýnir í Morgunblaðinu flokksbræður sína sem bera kápuna á báðum öxlum í þessu máli. Það verður einnig að segjast einsog er, að það er fráleitt að koma fram með reglugerð þegar 5 mánuðir eru liðnir af framleiðsluárinu, - og ætl- ast til að kúabændur skeri niður framleiðslu helmingi meira en áður var gefið í skyn. Áður hafði verið sagt að heildarskerðingin yrði um 4% en með reglugerðinni er gert ráð fyrir 10- 18% skerðingu hjá öllum fjöldanum. Bændur víðs vegar á landinu eru að rísa upp gegn þessum ákvörðunum, lögum og reglu- gerðum. Stofnanir landbúnaðarins; Stéttar- sambandið, Framleiðsluráðið og landbúnaðar- ráðuneytið hafa spilað með Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum í þessu máli, en einsog svo oft hefur komið fram undanfarin misseri eru þessar stofnanir allar slitnar úr tengslum við bændurna. Þetta hafa sauðfjár- bændur fengið að reyna og þetta er nú að ganga yfir kúabændur. Nú er Ijóst, að framleiðslustjórnun verður að vera í landbúnaði. En það er alveg jafn Ijóst, að stjórnun getur ekki verið með þeim hætti sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa nú ákveðið með samþykki skrifstofubænd- anna á hóteli landbúnaðarins í Reykjavík. Það er ekki þolandi að svikist sé aftan að fram- leiðendum með þeim hætti, að þeim sé gert að skera framleiðslu sína niður helmingi meira en áður hefur verið sagt, - og það á miðju verð- lagsári. Að undanförnu hefur verið efnt til offjárfest- inga í milliliðinum; of stórar og dýrar mjólkurhall- ir hafa verið byggðar - og þá hafa menn ekki haft þá fyrirhyggju að reikna með minni fram- leiðslu á hefðbundnum framleiðsluvörum land- búnaðarins. Þessar offjárfestingar og milliliða- kostnaðurinn hjá Sambandinu hefur reynst at- vinnugreininni dýr og hann hefur reynst þungur baggi á bændum og búaliði félagslega. Einsog Helgi Seljan alþingismaður benti á í utandagskrárumræðunum þá hefur kjaraskerð- ing ríkisstjórnarinnar ekki orðið til þess að ýta undir kaup almennings á landbúnaðarafurðum. Stundum segja markaðsriddarar í höfuðborg- inni, að það eigi að flytja inn landbúnaðarafurðir frá Evrópulöndum, þarsem þærséu miklu ódýr- ari en þær hinar íslensku. Þá gleymist þessum mönnum að landbúnaðarafurðir eru hvarvetna á vesturlöndum mikið niðurgreiddar. En þar einsog hér, er litið á sjálfstæðan landbúnað sem ómissandi undirstöðuatvinnugrein, for- sendu efnahagslega sjálfstæðrar þjóðar á öllum tímum og kjölfestu menningarlegs þjóð- lífs. Bændur mega hvergi hvika frá tilverurétti sín- um, og þeir hafa sýnt það að þeir eru færir um að treysta með sér ný samtök þegar ástæða er til. Það sýnir stofnun félaga sauðfjárbænda um allt land og það sýnir stofnun félaga kúabænda í flestum fjórðungum. Vantraustið á Framsókn- arflokkinn og stofnanir landbúnaðarins gæti ekki verið meira. - óg KUPPTOG Étin menning Skrýtiö blað DV. Það veitir menningarverðlaun á hverju ári, sem síst skal lasta. En í frásögn- um blaðsins af þeim tíðindum má það helst ráða, að verðlaun þessi séu einkum til þess ætluð að vekja athygli á yfirtaks hugvits- semi Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra viö að setja saman mat- seðla. í fyrradag var skrifuð heilsíðu- grein í DV um væntanlega úthlut- un sem fór svo fram í gær, fimmtudag. Og greinin var öll um þá rétti merkilega sem Jónas hef- ur valið á liðnum árum fyrir há- degisverð þann sem efnt er til vegna verðlaunanna. Fyrstu menningarverðlaunin, segir blaðið, voru afhent 1980. Þá voru á borðum smokkfiskur og gellur! Nákvæmt lýsing fylgir á sjálfri matreiðslunni. Arið 1981 var lifr- arpaté og steiktur karfi. 1982 átu menn ærvöðva og skötu. Ári síð- ar var menningunni boðið upp á parmaskinku og innbakaða löngu. 1984 var boðið upp á hreindýrapaté og ofnbakaðan regnbogasilung. Og í fyrra voru á borðum marineraður hörpuskel- fiskur og sólkolaflök í sérrísósu. Greininni lýkur á svofelldum véfréttarorðum í spennustíl: „Og enn setjast menn að spennandi matborði á Hótel JÍolti í tilefni afhendingar Menn- ingarverðlauna DV. Við ætlum ekki að ljóstra upp hver matseð- illinn verður en við getum lofað því að þar verður um óvenjulega og spennandi rétti að ræða“. Við stingum upp á saltfiski í rauðvínssósu. Því þegar DV er á botninn hvolft - hvað er menn- ingin í rauninni annað en slaufa á saltfiskinn hjá Jónasi Krist- jánssyni? Það var minnt á það hér í þætt- inum um daginn, að Sjálfstæðis- mönnum er meinilla við það að minnst sé á kjarnorkuháskann. Kjarnorku- hugrekki Þetta er staðfest rækilega í kjallaragrein eftir Björn Dag- bjartsson Sjálfstæðisþingmann í DV í fyrradag. Greinin heitir „Að nýta sér stríðsóttann“. Hún er mikill reiðilestur yfir þeim al- þingismönnum Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Framsókn- arflokks, sem vilja að íslendingar styðji á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tillögur um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar. Þingmað- urinn hefur hin háðulegustu orð um þá sem vilja taka undir tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um þetta mál og segir að hún „tilheyrir því marklausa orðagjálfri sem auðtrúa fólk heldur að geti stöðv- að vopnaframleiðslu“. Björn Dagbjartsson veit sem- sagt betur. Enda vill hann ekki stöðva vopnaframleiðslu. Hann vill að íslendingar taki þátt í leiknum og reyni að krækja sér í einhver arðvæíileg tæknileg verk- efni í sambandi við glæsilega stig- mögnun vígbúnaðarkapphlaups- ins. Honum finnst líka, þar sem hann horfir yfir heimstetrið úr hæðum íslenskrar Sjálfstæðis- heiðríkju, að það sé afar hjákát- legt að tala um að frysta kjarn- orkuvígbúnað. Frysting er bara geymsluaðgerð segir hann hróð- ugurog hefur heldur betur snúið á þá sem taka óvísindalega til orða! Svo kemur að því sem fyrr var um getið: andúð á því að fólk fái að sjá hugsanlegar afleiðingar kjarnorkustyrjaldar. Björn skrif- ar: „Sumir flutningsmanna um daginn töluðu um ágæti myndar- innar „Þræðir“ sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir skemmstu. Sú mynd flokkast undir „katastrófu“-myndir eða dóms- dagsmyndir sem fjöldi manna er sólginn í að sjá og gefa af sér drjúgan skilding. í þessum flokki eru stórslysamyndir, hung- ursneyðarmyndir o.s.frv., helst nógu nákvæmar lýsingar á liml- estingum og hægum, kvalafullum dauðdaga. Fyrir mig hafði þessi mynd „Þræðir“ ekkert fram að færa umfram aðrar stórslysa- myndir sem ég hef þó fáar séð. SKORIÐ Hún var fremur illa leikin, að mörgu leyti óvönduð og mót- sagnakennd. Og vísindayfirbragð gef ég ekki mikið fyrir í skemmtiiðnaðinum. Hryllileg atvik geta menn upplifað í hvers- dagslífinu. Það er illa gert að ala menn í einhverjum dómsdagsótta að hætti miðalda. Lífið er stutt og nógu erfitt án þess.“ Það munar um minna en slíkar ásakanir. Hugsið um annað Björn Dagbjartsson heldur því annarsvegar fram, að mynd eins og Þræðir sé ekki annað en ómerkilegt gróðabrall með kvalalosta. Hann er náttúrlega svo fróður, að hann gefur ekki íslenska krónu fyrir „vísindayfir- bragðið" á myndinni. í einu orði reynir hann að kenna Þræði við ómerkilegan skemmtanaiðnað - en í hinu orðinu fárast hanri yfir því að slík mynd hafi sterk áhrif (það hefur venjulegur skemmtanaiðnaður ekki, nema þá til almenns sljóleika sé til lengri tíma litið). Þessar þversagnir eru reyndar mjög skiljanlegar. Sjálfstæðis- mönnum er meinilla við að fólk hugsi um kjarnorkuháska. Það gæti farið að hugsa miður fallega um Nató og jafnvel Reagan fors- eta, þennan elskulega mann. Því er best að vera laus við alla Þræði í sjónvarpinu. Hafa þeim mun meira af lífslyginni úr Dallas eða sætabrauðinu úr Hótelinu. Og ef illa fer - já, þá segja menn rétt eins og almannavarnastjórinn í sjónvarpi á dögunum: Ja, kannski verður bara lítilli sprengju kastað á okkur. Og kannski verður ekki suðvestanátt sem ber geislavirkni strax til Reykj avíkursvæðisins. Og kannski verður Björn Dag- bjartsson staddur fvrir norðan. Kannski.... DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin PóUjrsdóttir. ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Holgarblöð: 45 kr. Áskriftarverö á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.