Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 11

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 11
HEIMILIÐ Húsgögn I forn- verslun Í36 ár Hannes Ágústsson í Fornversluninni sótturheim. Dauf salaundanfariö. Enginn uppastæll Ég opnaði þessa verslun í nóvember fyrir 36 árum og það verður ekki annað sagt en að margt hafi breyst í þessum við- skiptum síðan, sagði Hannes Ágústsson eigandi Forn- verslunarinnar við Grettisgötu í Reykjavík í samtali við blaða- mann Þjóðviljans fyrir skömmu. Hannes verslar aðallega með gömul húsgögn af ýmsu tagi. í versluninni gefur að líta allt frá lömpum upp í tvíbreiða svefnsófa. Þetta eru notaðir hlutir, allt upp í 20 ára gamlir og farnir að láta á sjá, og fást enda gegn vægu verði. „Hingað kemur alls lags fólk,“ segir Hannes. „Dálítið er nú um að ungt fólk líti hér inn, kannski aðallega skólafólk, en það er ekki einhlítt. Mínir viðskiptavinir eru á öllum aldri. “ Og hvernig gengur reksturinn svo? „Það var miklu meiri gróska í þessu hér áður, enda eru nú ekki nema þrjár verslanir af þessu tagi eftir í borginni. Þetta hefur breyst. Manni virðist fólk vera miklu blankara nú en áður og það skiptir mun síður um húsgögn. Einhverra hluta vegna hefur ver- ið mjög dauft yfir þessu undan- farið. Þetta er varla til að iifa af því núorðið.“ Pú verslar ekki með antík? Hannes Ágústsson fornsali: Hingað kemur fólk á öllum aldri. Mynd: Sig. „Nei, það er strax orðið mun dýrara. Það er svolítið um það að fólk komi hér með antík og það eru helst minni hlutir, en ég hef ekki tekið við því. Mín sérgrein er húsgögn,"1 segir Hannes. Blaðamaðurinn litaðist vitan- lega um hjá honum og sannfærðist um að þarna er hægt að gera ágæt kaup. Að vísu er enginn uppastæll á vörunni, en margt vel brúklegt og sumt meira en það, allt á góðu verði. Ekki meira um það. -gg- Húsgagnaframleiösla Geysihörð samkeppni Húsgagnaiðja Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli hefurframleitt húsgögn í fjórtán ár. Samkeppnin viö erlenda vöru erfið Þessi rekstur gengur þokka- lega, en því er ekki að neita að samkeppnin við innflutning er ansi hörð. Nú er svo komið að það lifir enginn af þessari framleiðslu einni saman, sagði Ólafur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Húsgagnaiðju Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli í samtali við Þjóð- viljann á dögunum. Húsgagnaiðjan hefur framleitt húsgögn með einkaleyfi frá skandinavískum framleiðendum frá árinu 1973. Ólafur sagði að reksturinn grundvallaðist á því að framleiða vönduð húsgögn sem teljast vera í milliverðflokki og eru seld um allt land. En erfiðleikarnir eru margir. „Það er bjartsýni að ætla sér að geta rekið þetta fyrirtæki til lengdar við óbreyttar aðstæður. Hér eru engir verndunartollar síðan við gengum í EFTA og það er erfitt að berjast við þessa er- lendu risa. Þar að auki er fjár- magnskostnaður allt of hár. En þetta fyrirtæki er rekið í þeim til- gangi fyrst og fremst að halda uppi atvinnu fyrir fólkið hér og við erum staðráðnir í því að þrauka og sjá hvort skilyrðin skána ekki,“ sagði Ólafur. Sem stendur starfa 15 manns við framleiðsluna, iðnverkafólk, bólstrarar og smiðir. -gg Sérverslun meö húsbúnað Frábær hönnun Hringið eða skrifið eftir bæklingum SlÐUMÚLA 20, 108 REYKJAVlK, PÓSTHÓLF 8976, SlMI (9D-36677 Föstudagur 21. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.