Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 15
HEIMILIÐ Húsgögn Allt eftir efnum og ástæðu Húsgögnfrákr.0 Gestur Hjaltason. uppí hundruðþúsunda Fyrir þá sem ekki eiga kost að koma sér upp húsbúnaði með því að kemba gamlar geymslur hjá vinum og vanda- mönnum er valið vandasamt þegar kemur að þeim merka at- burði þegar hýbýli eru „mubl- eruð“, eins og gjarna er sagt á vondri íslensku. Það þarf að huga að mörgu, en kannski hafa flestir verð vörunnar að leiðarljósi. Húsgögn eru vitanlega eins og flest annað af ýmsum stærðum og gerðum, þótt tilgangurinn sé kannski einatt sá sami. Það er hægt að koma sér upp einföldum húsbúnaði fyrir lítið verð og una þó glaður við sitt, en ef menn eiga á annað borð nóg af peningum er það heldur engum erfiðleikum háð að komast yfir húsgögn fyrir morðfjár. Þjóðviljinn spjallaði lítil- lega við Gest Hjaltason rekstrar- stjóra hjá IKEA fyrir nokkru og spurði hvað það myndi hugsan- lega kosta að eignast nauðsyn- legan húsbúnað í litla, til að mynda tveggja herbergja íbúð. Gestur svaraði því til eins og vænta mátti að það færi nú eftir því að hverju fólk væri að leita. „Við vorum með hér í versluninni hjá okkur þar til fyrir skömmu litla íbúð hugsaða fyrir einstakling og settum í hana húsgögn fyrir innan við hundrað þúsund krónur. Þar var að vísu allt með einfaldasta sniði, en þetta teldist engu að síður góð íbúð hefðum við lagt eins og 50 þúsund krónur í hana til viðbótar. Innifalið í þessum 100 þúsund krónum var lítil bað- innrétting, eldhúsinnrétting, allt það nauðsynlegasta í stofuna og í svefnherbergið. Þetta var eins og ég segi alveg nóg, en ekkert meira en það. Ef þú ert að leita að húsbúnaði í tveggja herbergja íbúð, við skulum segja fyrir barnlaust par, kemstu af með 150 þúsund krón- ur. Þá ertu kominn með það nauðsynlegasta í stofuna og svefnherbergið og einfaldar innréttingar I eldhús og í baðher- bergi. Hins vegar er hægt að innrétta svipaða íbúð fyrir marg- falda þessa upphæð," sagði Gestur. Vöruúrvalið í IKEA höfðar að sögn Gests fyrst og fremst til ungs fólks. Viðskiptavinirnir eru flestir á bilinu 20-40 ára, en þang- að sækir eldra fólk að sjálfsögðu einnig. Þar höfum við það, þetta fer allt eftir efnum og ástæðum. Sumir fara létt með að fylla stofuna sína með gömlum húsgögnum frá pabba og mömmu eða jafnvel afa og ömmu, aðrir láta sér ekki duga minna en húsgögn í sama pláss fyrir hundruð þúsunda. Svo er auðvitað allt mögulegt þarna á milli. -gg Útsala Raunhæf kjarabót. Alvöru útsala. Mikill afsláttur. FUPUHCISÍÐ HF. SUÐURLANDSBRAUT 30 Sími 687080 Engin ein dýna er rétt fyrir alla. úskir um verð og gerð eru margbreytilegar eftir efnum og ástæðum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvern og einn - fyrir öll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slík persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar- já allt niður í ótrúlega ódýrar. PÉTUR SNÆLAND HF V/SUÐURSTRÖND, SELTJARNARNESI. S. 24060 SÍOUMÚLA23, REYKJAVÍK. S. 84161 PÚSTHÓLF 1227, 121 REYKJAVÍK Rétt dýna I tjaldið Rétt dýna í sumarhúsið Föstudagur 21. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.