Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 1
ÞJÓÐMÁL
SUNNUDAGS-
BLAÐ
MENNING
Kjell Olof Feldt fjármálaráð-
herra Svfa staðfesti þessar fregnir
seint í gærkvöldi. Tilræðismaður-
Ríkisstjórnin
Kjarasamningarnir
Þótt veist sé að bændum, hefur lífið sinn vanagang í sveitinni, nýtt líf fæðist.
Þjóðviljamenn óku suður í sveit í vikunni og gerðu stuttan stans á Vatnsskarðs-
hólum í Mýrdal. Það vildi svo skemmtilega til að rétt áður en Þjóðvijinn renndi í
hlaðið fæddist þetta myndarlega kýrefni, veikburða en velkomið. Það þótti því
tilvalið að smella mynd af yngstu kynslóðinni á bænum ásamt stoltri móðurinni,
og það er sem manni sýnist að þau Unnur, Gunnar Þormar og Eva Dögg séu
ekki síður hreykin af þeirri litlu.
-gg/Sig
Lögin í höfn
Alþingi samþykkti seint í gær-
kvöldi lög til staðfestingar kjara-
samningunum eftir að ríkis-
stjórnin hafði gert á því nokkrar
breytingar að kröfu ASÍ.
Pingmenn Bandalags jafnaðar-
manna og Kvennalista ásamt
Guðrúnu Helgadóttur AB sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir
þingmenn studdu frumvarpið,
Alþýðubandalagsmenn þó með
nokkrum fyrirvörum. Mikillar
óánægju gætti með að ríkisstjórn-
in skuli ætla að fjármagna sinn
hlut með aukinni lántöku í stað
þess að fara að ráðum ASÍ um
hækkaða skatta á banka og mikl-
ar eignir. Svavar Gestsson benti
m.a. á þessi ákvörðun myndi
valda harðnandi samkeppni um
lánsfé og hærri vöxtum. Svavar
og Ragnar Arnalds lögðu þunga
áherslu á að ríkisstjórnin stæði
við sinn hlut varðandi húsnæðis-
málin ella væru forsendur samn-
inganna brostnar. _sáf
Sjá nánar bls. 13.
Palme
myrtur
Olof Palme var skotinn til bana
í miðborg Stokkhólms um klukk-
an 11 að sænskum tíma í gær-
kvöldi.
600 miljón króna
misskilningur
Framlög ríkissjóðs til Húsnœðisstofnunnar áttu að lœkka um sömu upphœð og
framlög lífeyrissjóðanna áttu að hœkka.\Ásmundur: Misskilningur sem hefur verið
leiðréttur. Þorsteinn Pálsson ákafur að hafaþetta íhúsnœðispakkanum
Ifrumvarpi því sem Þorsteinn
Pálsson lagði fram á föstu-
dagskvöldið vegna kjarasamn-
inganna var klásúla um að fram-
lag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs
ríkisins lækkaði um jafn háa upp-
hæð og framlag lífeyrissjóðanna
næmi í sjóðinn, eða um 625
milljónir króna. Þannig hefði
Byggingarsjóðurinn haft úr sama
fjármagni að moða í ár þrátt fyrir
framlag lífeyrissjóðanna!
„Þarna var um misskilning að
ræða,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ, við Þjóðviljann
og bætti því við að þetta hefði
verið leiðrétt í morgun, þannig að
framlag ríkissjóðs myndi ekki
lækka.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var þetta eitt af þeim at-
riðum, sem VSÍ reyndi að fá inn í
samkomulag aðila vinnumarkað-
arins um aðgerðir í húsnæðismál-
um. Mun Þorsteinn Pálsson hafa
þrýst mjög á um að framlög ríkis-
stjóðs lækkuðu til jafns við aukin
framlög lífeyrissjóðanna, en
samningamenn ASÍ tóku slíkt
ekki í mál.
Eins og fram kom í frétt Þjóð-
viljans í gær, þá var í svari ríkis-
stjórnarinnar hafður viss fyrirvari
um húsnæðispakkann. Er bent á
að þarna sé komin ein af ástæðum
þess, að Þorsteinn hafi ætlað að
reyna til þrautar að ná þessu atr-
iði inn í frumvarpið. Hörð við-
brögð ASÍ-forystunnar munu
hinsvegar hafa komið í veg fyrir
það, enda hefði slíkt verið talið
algjört brot á samningnum.
Asmundur Stefánsson, sagði í
samtali við Þjóðviljann á
fimmtudaginn, að ríkisstjórnin
gæti treyst því að fylgst yrði náið
með viðbrögðum hennar, enda
sýnir það sig nú að ekki er van-
þörf á. í tvígang hefur hún reynt
að ganga gegn vilja samningsað-
ila, fyrst með því að ætla að
hækka raunvexti þó farið hefði
verið fram á vaxtalækkun og síð-
an með því að lækka framlög rík-
issjóðs um rúmar 600 milljónir
króna.
Hlunnindi
Bændur gera það gott
Silungsveiði undir ís gengur vel. Gott verð. Hœgt að veiða allt að 1000 tonn á ári
inn var ókunnur þegar Þjóðvilj-
inn fór í prentun og þá enn ekkert
kunnugt um nánari atvik.
Palme var forsætisráðherra
Svíþjóðar, forystumaður sænskra
og norrænna sósíalista um árabil
og áhrifamaður til friðar, fram-
sækni og vituriegrar samræðu um
heimsbyggðina alla. Þjóðviljinn
vottar sænsku þjóðinni djúpa
samúð sína.
Silungsveiði undir ís gengur
víða mjög vel og fiskurinn er
feitur og fallegur. Bændur hafa
mjög gott upp úr þessu, enda
gengur salan vel, sagði Anna
Guðrún Þórhallsdóttir hlunn-
indaráðunautur Búnaðarfélags-
ins í samtali við Þjóðviljann í gær,
aðspurð um hlunnindi bænda yfir
vetrartímann.
Að sögn Önnu er áætlað að
hægt sé að veiða 500-1000 tonn af
silungi í vötnum á íslandi árlega,
en sem stendur er aðeins hluti
þess magns nýttur, eða um 200
tonn. Bændur geta haft talsverð-
ar tekjut af þessum veiðum.
Sautján bændur í Skagafirði
stunduðu silungsveiðar í fyrra og
munu hafa haft 18 þúsund krónur
að meðaltali í mánaðartekjur.
Silungurinn er ýmis reyktur
eða seldur ferskur. Mývetningar
eru talsvert iðnir við að reykja
silung með afbragðsgóðum ár-
angri. Flakaður silungur selst
einnig vel. Nokkuð hefur verið
flutt út og að sögn Önnu er nú
unnið að því að vinna markaði
erlendis.
„Það hefur verið talsverð
vakning meðal bænda um sil-
ungsveiðar, enda hafa þeir verið
hvattir til þess að snúa sér að
þeim í auknum mæli,“ sagði
Anna Guðrún í gær. -gg