Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 15
HEIMURINN Og þetta gerðist líka... Manila — Hin nýja ríkisstjórn Fil- ippseyja hóf í gær mikla leit að hershöfðingjum sem voru á bandi með Marcos fyrrum forseta. Talið er að möguieiki sé á því að þeir ætii að reyna að ná aftur völdum. Bonn — Neðri deild vesturþýska þingsins samþykkti í gær umdeild lög sem kveða á um að gerðar verði skýrslur um alla Vestur- Þjóðverja sem geymdar verði á tölvum. Stjórnarandstaðan segir að þetta muni leiða til aukins eftir- lits með hinum almenna borgara. Lagos — Stjórn Nígeríu tilkynnti i gær að landamæri Nígeríu hefðu verið opnuð á ný eftir tveggja ára lokun. Landamæri Nígeríu og Chad verða hins vegar áfram lok- uð. París — Stjórnvöld í Frakklandi hafa ekki fengið beiðni frá hinum nýju stjórnvöldum á Haiti um að framselja Jean-Claude Duvalier. Frönsk stjórnvöld telja að slíkt muni reynast tilgangslausir þar sem engir slíkir samningar eru í gildi milli landanna. Bahrain — Tilkynnt var í Teheran í gær að gagnsókn írana á Faw fenjasvæðinu hefði verið brotin á bak aftur. írakar höfðu sagt að þeir væru um það bil að reka Irana burt af landi sinu.írakar halda áfram ár- ásum sínum á oiíuskip sem eru með olíu frá íran. New York — Hráolíuverð féll í gær á Bandaríkjamarkaði um tæpan dollar á hverja tunnu. Svo lágt hef- ur verðið ekki verið í Bandaríkjun- um síðan 1978. ERLENDAR FRÉTTIR hjörle^sson/REUIER Egyptaland Óvissuástand meðal Egypta Eftir óeirðirsem ekki virðast úti enn, hefur Mubarak skipað nýjan yfirmann öryggislögreglu Kaíró — Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, stendur nú frammi fyrir mestu erfiðleikum í stjórn landsins síðan hann tók við völdum eftir að Anwar Sadat var myrtur fyrir 4 árum. Mubarak fór í yfirlitsferð á óeirðasvæðin við píramídana í gær, bardagar hafa eitthvað minnkað en svo virðist sem þeir geti blossað upp aftur hvenær sem er. Bardagar hafa nú staðið yfir síðan á þriðjudag og rétt áður en Mubarak kom í heimsókn í gær heyrðist mikil skothríð. í gær sagði innanríkisráðherra landsins,Ahmed Rushdi af sér en hann er yfirmaður öryggisiög- reglunnar. Mubarak setti í hans stað lögreglustjóra sem sagður er vanur að stjórna á óróastöðum. Það var ljóst í gær að þó herinn sé að ná tökum á ástandinu er mikill spenningur í lofti í Kaíró. Margir uppreisnarmenn hafa hörfað út í eyðimörkina og þó hermenn séu stöðugt að handtaka uppreisnar- menn eru margir sem enn ganga lausir. Yfirlitsferð Mubaraks stóð í aðeins 13 mínútur og eftirlit var geysilegt á meðan. Hvíldardagur múhameðstrúar- manna var í gær og var þá aflétt útgöngubanni sem staðið hafði nær óslitið yfir frá því á þriðju- daginn. En útgöngubanninu var aðeins aflétt í sex stundir meðan bænir stóðu yfir, það er nú aftur komið á. Það mun nú standa yfir að nóttu til en skólar verða allir lokaðir til 8. mars næstkomandi. Þegar upplýsingaráðherra stjórnarinnar var beðinn um skýringu á skothríðinni rétt áður en forsetinn fór um óeirðasvæðið sagði hann að 5 uppreisnarmenn hefðu hleypt af byssum sínum í nágrenninu. Þeir hefðu hins veg- ar verið yfirbugaðir fljótt. Frétta- maður sem varð vitni að þessu atviki sagði að tugir lögreglu- manna hefðu verið þarna á ferð. Egypsk uppreisn. Egypska stjórnin sendi skriðdrekasveitir inn á óeirðasvæðið við píramídana. í bakgrunni sést Holiday Inns Pyramids hótelið í björtu báli. Sovétríkin Gagnrýni á spillingu, forréttindi, leti „Viðþurfum að losna við stimpilklukkuþjóna meðflokksskírteini'\ segir Boris Yeltsin, yfirmaður Moskvudeildar kommúnistaflokksins í harðorðri rœðu áþingi kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem stendur nú yfir Moskvu — Gagnrýni á spill- ingu, leti og lítil afköst er ráð- andi í almennum umræðum á 27. þingi sovéska kommúnist- aflokksins sem haldið er í Mos- kvu þessa dagana. En þrátt fyrir þessa gagnrýni hefur einn af meðlimum fram- kvæmdaráðs miðnefndar, sem er æðsta stofnun flokksins, neitað því að fulltrúar í flokknum njóti óverðskuldaðra forréttinda. Geidar Aliyev heitir hann og lýsti því yfir á blaðamannafundi að flokksmenn ættu skilið að versla í hinum sérstöku dollaraverslun- um sínurn þar sem þeir væru oft 24 klukkustundir á dag við skrif- borð sitt. „Þannig er kerfi okkar en það er ekki hægt að segja að flokksmenn einir búi við einhver sérstök vildarkjör eða njóti sér- stakra forréttinda", sagði Aliyev við blaðamenn. Hinn nýi yfirmaður flokks- deildarinnar í Moskvu, Boris Yeltsin, bar hins vegar fram harða gagnrýni á forréttindi í ræðu sinni á fíokksþinginu. Hann nefndi sérstaklega mistök flokks- ins á síðustu árum við að losa sig við fólk sem hefði það eitt að markmiði að tryggja sér sem besta afkomu innan flokkskerfis- ins. „Hvers vegna tökum við upp sömu vandamálin, þing eftir þing?“ spurði hann. „Af hverju hefur þetta einkennilega orð, „stöðnun" komist inn í orðabók flokksins? Hvers vegna höfurn við ekki, í öll þessi ár, komist fyrir rætur skrifræðis, félagslegs óréttlætis og misnotkunar valds?“ Yeltsin var settur í embætti sitt í desember síðastliðnum af Gor- batsjoff og átti hann að hrista upp í Moskvudeild flokksins eftir að þar hafði komið upp innanbúðar- hneyksli. Yeltsin sagði í ræðu sinni á þinginu að enn væru marg- ir flokksmeðlimir sem ekki væru tilbúnir til að skilja við sínar gömlu venjur. „Jafnvel í dag finnst fjöldinn allur af stimpil- klukkuþjónum með flokksskírt- eini sem drepa niður allar rót- tækar breytingar", sagði Yeltsin í harðorðri ræðu sinni. Yeltsin sagðist hafa sérstakar áhyggjuraföllu talinu um forrétt- indi háttsettra embættismanna flokksins. Hann sagði að öll for- réttindi sem ekki væri hægt að réttlæta yrði að hreinsa burt. Geidar Aliyev sem vitnað var til hér framar, er varaforsætisráð- herra ogfyrrum yfirmaður KGB í Azerbaijan. Hann sagðist hafa svipuð íaun og verksmiðjufor- stjóri. „Ég er ánægður með þau laun“, sagði hann. „Við verðurn að berjast gegn þeim neikvæðu áhrifum að vera sérstaklega hrifin af peningum." Þegar leið á þingið hóf Gorbat- sjoff viðræður við leiðtoga bandalagsríkja Sovétmanna. Austur þýski leiðtoginn, Erick Honecker, fordæmdi vestur- þýsku stjórnina fyrir að styðja stefnu Bandaríkjamanna í af- vopnunarmálum og sagði að þetta rnyndi hafa slæm áhrif á sarnbúð hinna þýsku ríkja. Leið- togi Rúmeníu, Nikolai Ce- ausescu, mun hinsvegar hafasagt að taka ætti tillit til tillagna Bandaríkjanna til þess að unnt reyndist að ná árangri í afvopn- unarviðræðum. Ceausescu hefur stundum stýrt á ská við stefnu So- vétmanna í utanríkismálum. Hann lýsti hins vegar yfir fullum stuðningi við síðustu tillögur Gorbatsjoffs í afvopnunarmálum en þar er meðal annars talað um 50 % niðurskurð á kjarnorkuvíg- búnaði og að bundinn verði endir á kjarnorkutilraunir. ✓ Uruguay Friðargæslusveitir í Suður-Ameríku Punta Del Este — Átta ríki í Suður—Ameríku sem verið hafa á fundi í Uruguay síðustu tvo daga samþykktu í gær að koma upp friðargæsluliði á landamærum Costa Rica og Nicaragua til að koma í veg fyrir frekari átök þar. Átök landamærasveita þessara ríkja hafa aukist nýlega þegar hersveitir Nicaragua hafa ver- ið að elta uppi skæruliða, studda af Bandaríkjamönnum sem leitað hafa yfir landamær- in. Ef þessi samþykkt kemst til framkvæmda, verður það í fyrsta sinn í sögu Contadora samtak- anna sem friðarumleitanir þeirra í Mið-Ameríku bera einhvern ár- angur. I samtökunum eru nú fjór- ar þjóðir.Mexíkó, Kólombía, Venezuela og Panama. Þessar þjóðir fengu stuðning á síðasta ári þegar aðrar fjórar þjóðir gerð- ust nokkurs konar stuðningsaðil- ar þeirra. Þær þjóðir eru Argent- ína, Brasilía, Uruguay og Perú. Forseti Nicaragua sendi ráð- stefnuríkjunum í Uruguay bréf varðandi áætlanir Bandaríkja- forseta um að veita Contra skæruliðum 100 milljóna dollara stuðning. Utanríkisráðherra Úr- uguay, Enrique Iglesias neitaði að gefa fréttamönnum upplýsing- ar um nánara innihald bréfsins. Þegar Iglesias var spurður um för sérstaks erindreka Reagans í Suður-Ameríku í síðustu viku, “ sagði hann að Suður- Ameríkuríki væru sammála um að gera þyrfti lýðræði í Nicaragua sveigjanlegra. Hins vegar sagði hann að þau væru að móti aðferð- um Reagans í þessu máli, þ.e. að nota Contra skæruliða til þess að auka þar lýðræði. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. mars 1986 er fyrsti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 1 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiðimeð 50.000,-kr. skírteini_kr. 1.901,70_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1985 til 10. mars 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 1428 hinn 1. mars 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 1 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars n.k. Reykjavík, 2. mars 1986 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Laugardagur 1. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.