Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 16
Aðalsfml: 681333. Kvðldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Laugardagur 1. mars 1986 50. tölublað 51. örgangur Krabbameinsleit Gjald fyrir skoðunina stórhækkar • Gjaldfyrir legháls- krabbameinsleit hef- urhœkkað úr240 krónum í 750 krónur á einu ári. • Sjáumfjöllunum Krabbameinsfélagið og leitarstarfið í Sunnudagsblaði bls.6-7 Krabbameinsfélaginu hafa borist kvartanir og ábendingai frá konum, fulltrúum svæðafé- laga sinna og ábyrgum staðarl- æknum víðsvegar um landið um að konur með lítil fjárráð telji sig ekki hafa efni á að fara i krabbameinsleit! Þetta kemur m.a. fram í svar- bréfi Snorra Ingimarssonar for- stjóra Krabbameinsfélagsins, sem Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðisráðherra kynnti á al- þingi vegna fyrirsprurnar frá Guðrúnu Agnarsdóttur. Á einu ári hefur gjaldið sem konum er gert að greiða þegar þær eru kallaðar inn til legháls- krabbameinsleitar hækkað úr 240 krónum í 750 krónur. Fram til 1. júlí í fyrra greiddu konurnar að- eins göngudeildargjald, sem þá var komið í 270 krónur. Viðbót- arkostnað vegna frumurann- sóknarinnar átti Tryggingastofn- unin síðan að greiða samkvæmt ákvörðun ráðherra, en trygginga- ráð taldi þessa leitarstarfsemi ekki falla undir TR þar sem um heilbrigða einstaklinga væri að ræða! Tryggingastofnun neitaði því að greiða Krabbameinsfé- laginu fyrir frumurannsóknirnar og kostaði sú neitun félagið 12,6 miljónir á síðasta ári. 1. júlí á- kvað þáverandi heilbrigðisráð- herra að velta rannsóknakostn- aðinum yfir á konurnar sjálfar og þann dag tvöfaldaðist gjaldið og vel það. í september var það komið í 640 krónur, hækkaði í 700 í desember og er nú 750 krón- ur. í bréfi forstjóra Krabbameins- félagsins kemur einnig fram að gjald vegna þessa forvarnarstarfs er mjög mismunandi eftir búsetu og getur munað allt að 100% milli staða. - ÁI í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfrani vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. ^- . . , . Landsbanki Islands Banki allra landsmanna HIÓÐVILJINN Hagvangur Uttekt lauk með gjaldþroti Gerði úttekt áfjárhagsstöðu Kaupfélags Svalharðs eyrar í nóvember. Kostaði 840þúsundir. Tryggvi Stefánsson, stjórnarformaður Kaupfélagsins: Dýr úttekt en skilaði engum árangri Ráðgjafaþjónustan Hagvangur tók að sér að gera úttekt á fjárhagsstöðu Kaupfélags Sval- barðseyrar í nóvember sl. Var sú úttekt gerð að frumkvæði KEA og beindist hún að þvi hvernig mögulegt væri að breyta lánum sem hvfldu á Kaupfélaginu þann- ig að reksturinn stæði undir sér. Tók athugunin nokkra daga og kostaði Kaupfélagið 840 þúsund krónur. „Þetta var dýr athugun og hún skilaði litlum sem engum ár- angri,“ sagði Tryggvi Stefánsson, stjórnarformaður Kaupfélagsins við Þjóðviljann í gær. Einsog lesendum er kunnugt um var Kaupfélag Svalbarðs- eyrar skömmu seinna lýst gjald- þrota og reksturinn leigður KEA til sex mánaða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hagvangur kemur við sögu hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, því fyrir tveim árum gerði fyrirtækið athugun sem miðast við að auka framleiðni í kartöfluframleiðslu kaupfélagsins og kjötvinnslu. Árangurinn af þeirri athugun var öllu betri því Kaupfélagsmenn notfærðu sér niðurstöður Hag- vangs og var breytt um vinnu- brögð við framleiðsluna. Um áramótin var öllu starfs- fólki Kaupfélagsins sagt upp en nú hefur meirihluti þess verið ráðinn af KEA, þó að enn innan- við 10 manns sem ekki hafa feng- ið vilyrði fyrir vinnu er uppsagn- arfresturinn rennur út. Þá er líka óljóst hvað gerist er leigusamnin- gurinn við KEA rennur út í sum- ar. - Sáf f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.